Urðarkettirnir í Austurbænum (framhald)

Við krakkarnir  gátum nú oftast leikið okkur saman þrátt fyrir algjört stríðástand á stundum. Við áttum okkar augnablik...........þá var vinsemd og friður í hávegum höfð. Vopnin voru lögð niður..farið í kílubolta, píluleik, snú-snú og fleirri skemmtilega leiki. Tíminn var ekki til enda leikið langt fram á kvöld. Og þegar köll foreldra okkar bárust til okkar  um að koma inn....fóru allir sem einn til síns heima, þreytt en ánægð eftir daginn. Róluvöllurinn í hverfinu var stutt frá heimili okkar. Á kvöldin var rólað og sungið.  Svo í kvöldkyrrðinni heyrðust angurværar stúlkuraddir langar leiðir, nágrönnunum til mikillar ánægju. Þá ríkti friður í austurbænum. Meira að segja var sungið á útlensku Joyful En prakkarinn í okkur lá ekki mjög djúpt þrátt fyrir leikina og söngvana, nei...ó...nei því það var alveg rosalega gaman að gera at í sumum kellingunum í nágrenninu. Sérstaklega einni frúnni sem bjó beint á móti okkar húsi og svo annari frú sem átti heima aðeins vestan við húsið okkar thí...híí. Nefnilega hjá frúnni á móti mátti bókstaflega  ekki "anda" á grasið hennar svo við gerðum í því að eiga  erindi inn á lóðina til að stytta okkur leið yfir á róló. Fyrst fórum við að hliðinu og galopnuðum það og mundum eftir að loka því alls ekki...enda fór það rosalega í taugarnar á henni. Stigum upp á vel sópaða gangstéttina og út á hið heilaga gras. Klifruðum yfir girðinguna hennar sunnan við húsið...þræddum kartöflugarðinn hennar og svo yfir aðra girðingu til að komast inn á róló. Reyndar flýttum við okkur stundum aðeins meira en venjulega og þá sérstaklega er hún varð vör við okkur. Kom hún þá alveg bandbrjáluð með sópinn í hendinni og hótaði okkur öllu illu...svo adrenalínið þaut um allar æðar hjá okkur og það kom fyrir að við þurftum að skutla okkur yfir síðustu girðinguna svo hún næði okkur ekki. Það var til miklu styttri leið.....en þessi var bara miklu skemmtilegri Grin Svo var það hin frúin...veggirnir utan um lóðina hennar voru heilagir. Innfyrir þorðum við helst aldrei en notuðum hvert tækifæri til að príla og ganga upp á veggjunum. Hún ræktaði jarðarber í einu horni lóðarinnar...þau voru rosalega góð á bragðið Whistling Það var hús, áfast við okkar hús en þar bjó  besta vinkona næst yngstu systur minnar og fjölskylda hennar og oft mikill samgangur enda stelpnafans í því húsi eins og okkar. Stundum var sett upp hárgreiðslustofa heima hjá okkur og var ein systra bestu vinkonu systur minnar  í hlutverki viðskiptavinar. Hún var með sítt ljóst hár sem greitt var í mikið tagl og með topp niðrí augu. Svo var náð í skæri og greiðu og hárgreiðslukonan fór að vinna sitt meistaraverk...sem varð reyndar hennar síðasta í langan...langan tíma. Viðskiptavinurinn var alveg til í að láta stytta toppinn aðeins því hann pirraði hana svolítið. Og það var nú ekki mikið mál að redda því. Byrjað var að klippa en toppurinn var alltaf síðari öðru megin. Enda skærin handónýt svo það endaði með því að toppurinn  barasta hvarf....aðeins stóðu eftir ljósir broddar. Hún fór heim að sýna mömmu sinni. Hárgreiðslustofunni var umsvifalaust lokað og öll verkfæri gerð upptæk. Og í laaangan.....laaangan.. tíma fékk hárgreiðslukonan ekki að stíga fæti sínum inn á þeirra heimili.

Vegna þess að sundlaugin var nú einn af okkar leikvöllum er ekki úr vegi að minnast á fræðslugötin. Á milli klefanna í sundlauginni voru þunnir þilveggir...misgisnir. Sumar rifurnar voru eins og heilt sjónvarp fyrir forvitin augu og oft var löngum tíma eytt í að leggja augað að rifunum og virða fyrir sér fyrirbrigðið ...stráka... í næsta klefa. Það fór oft mikill tími í að skiptast á að kíkja á strákana og það verður að segjast eins og er að þeir voru margir hverjir misvaxnir á hinum ýmsu stöðum. Þannig fræddumst við um þá og þeir örugglega um okkur stelpurnar ef við vorum ekki á varðbergi. Enda kom það stundum fyrir að þegar átti að fara að kíkja þá mætti auga öðru auga á móti og þá urðu aldeilis skrækir og læti W00t en það að getað fylgst með misgegnu þroskaskeiði strákanna þarna í klefanum yrði að öllum líkindum kallað á máli fræðinga "Þilfræði" bara nokkuð gott ha...ha.

Jæja elskurnar í bili er þessum minningarbrotum lokið en ég á vafalaust eftir að finna fleirra í gullkistunni minni sem vert er að skrifa hér á síðuna. Á meðan ég var að skrifa þessi prakkarastrik sagði ég margoft við sjálfa mig "Skammastu þín ekki Kolbrún"? Ha...ha..ha þetta var bara svo gaman og auðvitað vona ég að það sé búið að margfyrirgefa mér mína þáttöku í þessu.

Þangað til næstHarpa 17 mánaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Þilfræði já...það hlýtur að vera skemmtileg námsgrein ha ha ha ha ha ha :) og þið sjálfsagt öll hafið verið orðin þrautþjálfaðir þilfræðingar eftir allan "lærdóminn"

Þetta var mjög skemmtileg lesning enda býrðu yfir miklum frásagnarhæfileikum sem þú mættir nýta þér oftar

Fer með bros á vör í bólið.........meira svona takk

GÓÐAN DAG

Helena, 30.8.2008 kl. 09:34

2 identicon

Hæhæ skemmtilegar lesningar, það verður gaman að geta kikt hér í svartasta skammdeginu og lesið skemmtilegar sögur;)

mbk David og co.

David (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 11:36

3 Smámynd: Helena

Sælar.....

Hvernig er það með þig ætlar þú ekki að fara að setja inn eitthvað af ljóðunum þínum ???

Ma ma ma ma....bara spyr ????

Helena, 4.9.2008 kl. 16:00

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Það stendur ekki á mér að setja inn ljóðin, heldur hef ég ekki grænan grun um hvernig ég get sett þau inn án þess að allt fari í einn graut. Enda búin að prófa. Það hlýtur að finnast lausn á þessu tæknivandamáli. Og ég sem hélt að þetta yrði ekkert mál í upphafi hefur þú prófað að setja inn???? Sjáðu svo hvernig það kemur út. Þú ert nú svo assgoti sniðug að ég er viss um að þú gætir dottið niðrá einhverja lausn með mér Mig langar að gera þetta vel svo það verði góð skemmtun af að lesa. Svona smá augnakonfekt í bland við næringu fyrir sálina. Enn að hugsa..........................

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 5.9.2008 kl. 07:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband