Hörpuljóð

Óskasteinninn
Óskasteinninn
  • Ef ég aðeins vissi um lítinn óskastein
  • sem verndargrip þér færði ef snúa viltu heim
  • Þú strýkur steininn varlega ósköp nett og blítt
  • og viti menn þá alsjáandi augað opnast vítt.

  • Gegn um holt og hæðir yfir  Atlantshaf
  • sérðu það sem hug þinn fangað hefur
  • þér opnast fegurst sýnin gullið sólartraf
  • á Heimaey sem guð þér góður gefur

  • Af dýrustu perlum hennar Heimaklettur ber
  • í austri Helgafell við bæjarrætur
  • í vestri Herjólfsdalur hvanngrænn orðinn er
  • hann býður okkur töfra ágústnætur.
    • Svo gleymdu aldrei vina hvar sem ferð um lönd
    • þeim stað sem hafið kyssir fjörusand
    • ef heimþráin þig bugar og togar í þín bönd
    • þá mundu eitt þú átt þér griðastað

    •  Ljóð.K.H.K

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband