5.9.2008 | 14:18
Hörpuljóð
Í djúpri þögn
Í djúpri þögn ég heyri rödd þína á ný
ég minnist gleðistunda
mig sefar móðurröddin hlý
við hlið þér englar standa
þeir kætast með þér nú
ég heyri hlátra gjalla
það ert þú.
Ég geymi þig
í hjarta mér
ég dreg fram minningar
í huga mér.
Þessa helgu stund
svo nálægt þér
tár mín tregablandin
finn að þú ert hér.
Handan myrkurs sé ég þig
finn þig nálægt mér
að næstum ég get snert þig
þú ert hér
Láttu ljúfa lófa þinn
strjúka enni mitt
því ég er enn í hjarta
litla barnið þitt.
ljóð. K.H.K ´03
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.