Hörpuljóð

þjoðhatið002
Þinn ævintýraheimur.
Ég sé þig birtast Heimaey
nú nálgast ágústnótt
til þín ber mig fagurt fley
þú..hvíslar komdu fljótt
þínar nætur seiða mig
í álögum ég er
þig loksins fæ að hitta
og halla mér að þér.
Hvar í heimi finnur þú
fegri fjallasal
er á Fjósakletti bjartast bálið brennur
er flugeldarnir springa
og lýsa upp Herjólfsdal
þá heitast mér í æðum blóðið rennur.
Töfrar þínir Heimaey
búa í brjósti mér
þú ert sem fögur yngismey
ég hvíli í fangi þér
ævintýraheimur þinn
engu líkur er
er ég kveð þig þú vita mátt
þig geymi í hjarta mér.
ljóð/lag K.H.K

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband