Hörpuljóð

bland1009
Ég bý í litlu yndislegu húsi
og mér bara líður nokkuð vel
börnin flogin burtu, farin frá mér
búa á fasta landinu og hér.
En hvað er ég að kvarta yfir þessu
þau eru öll svo yndisleg við mig
hringja oft og heyra í þeirri gömlu
þá finn ég hvað þeim þykir vænt um mig.
Ég er ekki alveg alein heima
ég á minn elsku mann og hund og tík
ást hans leyfir mér svo ljúft að dreyma
ég náði þessum strák frá Reykjavík.
Tvö, sæl við unum okkur öllum stundum
í gönguferð um þessa fögru ey
bara tvö með okkar ljúfu hundum
ástfangin og alsæl sveinn og mey.
Ég hlakka til er rökkrið yfir sígur
er fyrstu snjókorn falla á kollinn minn
ég kveiki á kerti er sólin fagra hnígur
og kirkjuklukkur hringja jólin inn.
ljóð/lag K.H.K

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Þú ert aldeilis búin að vera dugleg við að færa inn ljóðin þín hér á síðuna Frábært bara í einu orði  sagt
Ég sé að þér hefur tekist hið ómögulega, þ.e. að hafa bara eitt línubil .....hvernig þú fórst að því veit ég ekki en TIL HAMINGJU.....hahahhahaha

Að lokum..........ferlega sætur texti hér fyrir ofan, hafði ekki séð hann áður. En vissir þú að þú getur sungið sama lag við þetta ljóð  og við ljóðið Bergþursinn ???? 

Prófaðu bara

Jæja.......farin á næturvakt...lojvú mother dearest

Helena, 5.9.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Þetta kostaði svita og tár  en einhvernvegin fór þetta að komast í það horf sem ég vildi. Samt, eins og með ljóðið hér fyrir ofan þá á það ekki að vera alveg svona uppsett. En ég finn einhverja lausn. Enda eru vandamálin til að leysa þau  það versta er að maður verður alveg húkt á þessu. Ég held ég verði að taka mér algjört frí...frá vinnunni, heimilinu,hundunum og mínum ekta skekta svo ég geti snúið mér alfarið að ritstörfum. Ætli það sé ekki hægt að fá styrk einhversstaðar??? Helena mín...er þér nú farið að förlast...manstu ekki eftir þessum texta???? Ég söng þetta í fjölskyldugrilli fyrir ca 3 árum...eða kannski er lengra síðan....og fékk meira að segja verðlaun fyrir og spilaði meira að segja sjálf undir.  Aldrei þessu vant slappst þú við að spila í það skiptið...já..einmitt..... var þetta svona ömurlegt hjá mér að þú vildi bara gleyma þessu.. reyndar var fyrsta ljóðlínan aðeins öðruvísi en þar sem höfundarrétturinn er svo gígantískur tók ég mér það bessaleyfi að breyta henni. Já Helena mín...svona er lífið. Við bara heyrumst dúllan mín. Takk fyrir að vera svona dugleg að skrifa inn ég vildi óska þess að þetta fólk sem er að heimsækja síðuna mína væri svona duglegt að skrifa og gaman væri að fá einhver comment frá öðrum. Því maður verður eins og litlu börnin...fær maður broskall eða ekki.  Adju

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.9.2008 kl. 08:45

3 identicon

its a bjút clark its a bjút

David (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband