Ég þarf að ræða við Huldu

Jæja Hulda mín... hvað var það sem þú skrifaðir aftur í gestabókina mína..hmm..hmmm ég verð nú að pumpa þig aðeins og fá að heyra hinar ýmsu sögur frá því þú varst að passa okkur systurnar í gamla daga...VELTIRÐU BARNAVAGNINUM OG 'EG 'I HONUM!! Það er þá ekkert skrýtið hversu biluð ég er. Það þýðir ekkert að byrja á hálfri sögunni ég vil fá endinn líka takk fyrir Tounge og hvernig var með allar draugasögurnar sem þú sagðir mér inn á klósetti í Vatnsdal...þú þurftir endilega alltaf að slökkva ljósin rétt á meðan og þegar sagan náði hámarki ...þá öskraðir þú svo hátt að ég var næstum búin að pissa í mig af hræðslu og þá fyrst kveiktirðu ljósin til að sjá skelfingarsvipinn á andlitinu á mér W00t jedúddamía hvað ég var hrædd. Annars lék ég sama leikinnvið systur mínar og náði að fanga athygli þeirra. Ég held ég hafi verið að segja þeim söguna um Djáknann á Myrká og auðvitað notaði ég sömu aðferð og frænka mín en var með kveikt á kerti til að gera frásögnina enn magnaðri. Enda dönsuðu draugalegir skuggar á andlitum og veggjum og ósjálfrátt færðu þær sig allar nær hver annarri þegar leið á söguna enda hrikaleg. Og ég var orðin rosalega fær að búa til leikhljóð sem skreyttu söguna..vindurinn gnauðaði... hestur að hneggja...breytti röddinni þegar ég talaði fyrir Djáknann sjálfan.....hófadynurinn og bara það sem mér datt í hug til að gera frásögnina enn draugalegri. Ég sá starandi augu systra minna og eyrun sperrt sem gleyptu  í sig hverja einustu setningu og ég sá litlar hendur krækjast saman í spenningnum sem magnaðist með hverri mínútu. "Sérðu ekki hvítan blett á hnakka mínum GARÚN..GARUN.." og þar sem kom að því að Guðrún sér skína í hauskúpuna..þá öskraði ég svo hrikalega hátt...ha...haog skelfingarveinin í elsku systrum mínum heyrðust alla leið til Kína eða eitthvað álíka langt. Og ég hló..og hló.. gjörsamlega veltist um að hlátri en það stóð ekki lengi því allt í einu voru þær eins og mý á mykjuskán ofan á mér og lömdu mig sundur og saman en ég hafði einhvernvegin að komast undan og hljóp eins og fætur toguðu...út. Og þær eltu mig lengi vel og hótuðu að ég skyldi fá fyrir ferðina "EF ÉG GERÐI ÞETTA NOKKURNTIMA AFTUR...KVIKINDIÐ ÞITT" Ég þorði ekki að láta sjá mig heima alveg strax....og fór bara í heimsókn til ömmu..kom alveg lafmóð eftir flóttann mikla..en ég var ekkert að segja henni frá því hvað ég hafði afrekað. Svo kom ég heim og eina sem ég heyrði sagt í lágum hljóðum,annað slagið og átti sko að heyra "KVIKINDI" og svipurinn sem fylgdi var ekki beint fagur ásýndum. Þetta var greinilega geymt en ekki gleymt.

Ha...ha.. það er bara gaman að rifja þetta upp Grin meira seinna..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Ha ha ha ha ha ha ha ha Þetta var skemmtileg lesning.

Já Hulda pjalla virðist hafa þetta í genunum og komið því áleiðis til sinna dætra því eins og ég sagði þér um daginn þá tók eldri dóttir Huldu, hún Drífa, við ,,kindlinum" og hræddi alltaf líftóruna úr mér og svo síðar yngri dóttir Huldu hún Inga Rós og hræddi Írenu systur. Þetta eru nú meiri skeppnurnar þessar mæðgur

Helena, 12.9.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Jamm...ég er þér hjartanlega sammála. Nú þarf ég bara að gera mér ferð til hennar frænku minnar og binda hana niðrí eldhússtólinn og fá hana til að játa syndir sínar og ekki seinna en í gær ha..ha

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 12.9.2008 kl. 07:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband