14.9.2008 | 07:06
Hörpuljóð
Óður til Heimaeyjar
Hlýlega húmið sígur
flauelsmjúkt hylur bæ
svo töfrandi svo fagurt er
sólsetrið.....
speglast á haffletinum
seiðandi sólgeislar
sem sindra líkt
og gimsteinar
á berginu.
Ó..hafið er svo stillt
og blærinn strýkur milt
bærinn sefur rótt
í faðmi fjallanna.
Sem móðir blíð
er verndar börnin sín
þú gimsteinn hafsins
fagra perlan mín
í skauti þínu
geymir fögur fley
ó..þú..ó..þú..þú fagra Heimaey
ó..þú..ó..þú..þú fagra Heimaey.
ljóð/Harpa og Helena lag/Egill Ólafsson
Með samþykki Egils Ólafssonar tónlistarmanns, fengum við að nota lag hans við þetta ljóð og á ég í gullkistunni minni bréf þess efnis en lag hans við þetta ljóð heitir upphaflega: "Það brennur "sem Diddú söng á sínum tíma..alveg hreint gullfallegt. Takk fyrir Egill að fá að nota þetta lag..gull ofan á gull. (K.H.K )
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
Athugasemdir
Jamm það er satt lagið er yndislegt og ekki er nú leiðinlegt að syngja þennan fallega (þó ég segi sjálf frá) texta með
Helena, 16.9.2008 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.