Það var svo gaman....

Mikið var gaman í gærkvöldi...en ég er ennþá að súpa seiðið af því hvað var hrikalega gaman Cool en maður er víst ekki alltaf tvítugur...þó svo að maður haldi það undir áhrifum göróttra drykkja LoL Við fórum niðrí eina krónna hér í bæ svo kallaða Pippkró, þar sem vinnufélagar okkar voru samankomnir. Allir einstaklega kátir og bros á hverri vör, greinilega tilbúnir í stuð og gaman. Einsi kaldi grillaði ofan í liðið alveg einstaklega góðan mat sem samanstóð af ljúffengu lambi sem bókstaflega bráðnaði í munni manns og bragðið ..maður ..vá hvað þetta var gott. Kjúklingabringurnar stóðu undir nafni en voru svolítið bragðlausar fyrir minn smekk og svo var það blessaður þorskurinn sem var dásamaður af þeim sem smökkuðu hann..en ég hafði ekki áhuga. Þetta er eini fiskurinn sem er oftast fullur af hringorm og ég hef bara ekki þessa geðveiki í mér að loka bara augunum og smella þessu dýrmæti inn fyrir mínar varir þó svo að ég hafi borðað þorsk og afar góður það vantar ekki... en það er bara þetta eina sem gerir mig ekki sérstaklega hrifna....Pinch En þetta var allt saman rosalega gott..svo mikið veit ég. Og ekki vantaði kósíheitin þarna hjá honum Pippa, margsestir mjúkir sófar og ævilangir hægindastólar sitt úr hverri áttinni og þarna gat maður makindað sig og haft það fínt eftir sérlega góðan mat. Svo byrjaði ballið.....þær voru þarna nokkrar úr skemmtinefndinni sem voru með allskonar grín og gaman upp á svokölluðu sviði sem búið var að útbúa þarna innst í krónni. Þangað voru ýmsir kallaðir.... til að gera sig að algjöru....you know.. ha..ha en það var bara gaman og mikið hlegið LoLGrin Við fengum alveg einstaklega góðan trúbator að láni... og það var mikið sungið og mín var heldur betur komin í söngstuð og bað um að fá að spila eitt lag sem ég og gerði og það var náttúrulega aðalupphitunarlag okkar fjölskyldu sem hristir alla saman Dúra rúra rigga robb... o.s.fr Wizard og mín var í geðveikislegu stuði og sté upp á sviðið og náði gjörsamlega að tækla þetta í ræmur...mér fannst ég æðisleg...en svo er bara spurningin hvað öðrum fannst... ha..ha...æ... þetta var bara svo hrikalega gaman og ég fílaði mig í botn að vera svona aðal...eitthvað í örfáar mínútur. Svo vona ég bara í mínu barnslega hjarta að enginn hafi verið að taka þetta upp til að sýna á árshátíðinni sem verður einhvertíma á næstu mánuðum... halló þá verð ég lasin..eða eitthvað Blush Vegna þess að það er hvert tækifæri notað til að mynda og sýna hversu hallærislega.... vonabý.... maður getur verið.  Maður bara vonar það besta og bítur bara á jaxlinn..oh my good... Undecided það var allavega ein kona sem sagði við mig eftirá að ég hefði verið æðisleg og ætti að gera meira svona...þannig að ég á allavega einn aðdáanda eftir þetta kvöld og ég vona innilega að hún hafi ekki bara verið svona hrikalega marineruð að hún hafi bara sagt þetta.......Frown...æ.... maður er bara svo æðislegur og skemmtilegur á stundum sem þessum og það er bara ekkert sem heitir..leiðinlegt.... og móttakarinn í manni er svo opinn... það er  á svona stundum sem maður elskar allt og alla..ha..ha.. love it. Nú svo var bara dansað og sungið það sem eftir lifði kvölds...en svo skeði..það....... ég flaug Whistling  flaug upp í himininn en var allsnarlega skilað til baka.....bara lok, lok og læs... barasta lenti harkalegri....en þokkalega mjúkri lendingu í elskulegan margnotaðan sófa við hliðina á sviðinu.... málið var nefnilega að mín var í sínu rosalega geðveikislega stuði að dansa á sviðinu áðurnefnda og bara allt í einu var ballansinn ekki á sínum rétta stað og mín skutlaðist eins og sjálfur Súperman út af sviðinu og féll. Takk fyrir sófasettið...ég get ekki á meðan ég er að skrifa þetta hugsað til enda hvernig hefði farið fyrir mér ef þetta yndislega sófasett hefði ekki verið staðsett nákvæmlega þarna. Eitthvað gaf eftir og ég vil meina að sviðið sem var samansett úr nokkrum plötum sirka meters hátt svið hafi verið að hrekkja mig...en ég rankaði við mér að verið var að spyrja mig "Er ekki allt í lagi?" Og ég sá í hálfgerðri móðu einn af yfirmönnum mínum standa yfir mér og spyrja aftur og aftur hvort það væri ekki allt í lagi með mig... ég hlýt að hafa rotast eða eitthvað. Eftirstöðvarnar eru eymsli hér og þar sem ég er að byrja að finna fyrir og ég hálf kvíði fyrir að vakna á morgun og finna eitthvað sem ekki var í dag. Maðurinn minn er búinn að bera á mig Deep relife og ég er búin að hita grjónapunginn minn og hita upp auma staði. Fyrir utan það að vera pínulítið þunn eftir ævintýri næturinnar...var bara rosalega gaman. En skyldi maður muna eftir því næst þegar verður svona fjör að vera ekkert að dansa og skoppast um eitthvað heimatilbúið svið sem er bara gert fyrir fáa... því á stundum var sviðið gjörsamlega hulið mannfólki sem djöflaðist....dansaði... og söng af innlifun og ég var búin að sjá að eitt bilið milli platanna sem héldu sviðinu saman var að gliðna og var búin að nefna þetta við manninn minn að þetta gæti endað illa ef svona margir væru þarna. Í mínu tilfelli gaf sig eitthvað svo ég fékk reisupassann. Betra einn en fleiri.....ekki satt....Wink Enn og aftur takk fyri frábært kvöld elskurnar mínar............ Heyrumst

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæl Harpa nýjasta bloggvinkona, mikið er gaman hvað þú skemmti þér vél, ég er sammála þér með Pippkróna hans Snorra, hún er kósí, bið að heilsa í bili, kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ég hafði rétt fyrir mér....hluti sviðsins sporðreistist með mig. Ég er búin að fá staðfestingu á því.....ætli það sé ekki réttast að fara að kíkja á viktina  ha..ha. Og takk fyrir innlitið Helgi.

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 21.9.2008 kl. 09:56

3 Smámynd: Helena

ha ha ha ha ha ha ....held að þú þurfir nú ekki mikið að hafa áhyggjur af þyngdinni í þessu sambandi góða mín Ég tek undir með þér þarna með Pipp-krónna, það er alveg rosalega gaman að skemmta sér þarna, það fengum við á Elló að kynnast í fyrra þegar við fengum afnot af henni er við héldum okkar árlega grill-partý Skilst að stefnan sé tekin aftur þangað í næsta grilli.

Eins gott að vera ekkert að leika það eftir þér að troða upp.....gæti endað illa

En þú ert allavega búin að prufa vængina þína.....og búin að komast að því að þeir virka Ætla hinsvegar að biðja þig um að láta vera að taka aðra prufukeyrslu á þá. Þú notar þá bara þegar þar að kemur

Helena, 23.9.2008 kl. 08:33

4 identicon

Svona er að vera orðin gamall og valltur

David (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:42

5 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Ég verð bara að láta það flakka með að það voru fleiri en ég sem fóru á flug þetta kvöld ha..ha, frétti það strax á mánudagsmorguninn í vinnunni. Fjögur stykki takk fyrir, fyrir utan mig. Helena mín ég tek orð þín alvarlega og það verður ekki tekin önnur prufa á þessu. En þrátt fyrir allt voru allir sem einn sammála um hversu gaman hefði verið og mikið hlegið þennan mánudagsmorgunn  alveg extra góður mórall....og dagurinn fljótur að líða. Davíð minn....þú hefur alltaf svo gaman af því að minna á hversu fúinn maður er orðinn...bíddu bara það kemur að þér ha..ha. En ég segi það enn og aftur ég er bara með eina hrukku...og ég sit á henni

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 24.9.2008 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband