Minningarbrot

 Ég fór upp í garð í gærdag .....

Búin að kaupa fallegar Fjólur....

Gular og hvítar til að setja á leiðið hennar mömmu minnar. 

Meðan ég rótaði í moldinni og lagaði til 

greyp mig allt í einu svo mikil sorg og söknuður ....

svo ég grét og grét.....

Ég sá mína elskulegu mömmu fyrir mér

eins og í einhverri hraðmynd..sá hana deyja aftur í huga mér..

sá ömmu mína sem liggur við hennar hlið..

sá Eddu systur hennar mömmu sem hvílir stutt frá..

ég sá þær allar.....

Myndbrot hrundu í gegn um mig eins og stormsveipur..

þetta var rosalegt

og ég bara grét..

réði ekki við mig

þarna krjúpandi

við leiðið hennar mömmu minnar.

Ó guð hvað ég sakna hennar

óstjórnlega mikið.....

Sakna þess

að geta ekki komið í kaffisopa og spjall

eða til að syngja saman

eins og við gerðum stundum

og einnig Edda þegar hún lifði..

yndislegar minningar

en fullar af söknuði.

Við vorum góðar stundum ....við þessar  þrjár....

ég ,mamma og Edda..

sungum eins og englar

og það var stundum svoooo....gaman hjá okkur

og mikið hlegið....

bara svona smá fíblarí eins og gengur og gerist hjá góðum vinum.

Þannig var okkar samband.

Edda var mér ofsalega góð og hlý

og ég veit að henni þótti mjög vænt um mig

og ég gerði mér far um að heimsækja hana

eins oft og ég gat á meðan hún lifði..elskuleg.

Ég  bara fyllist hlýjum hugsunum

um hana elsku frænku mína.....

Og amma mín...

hún var nú ekki nein venjuleg amma

hún Imba frá Vatnsdal....

hún var hörkukerling en mér  svo góð...

Kannski ekki endilega uppskrift af ömmu .....

hún var svo sem ekkert að faðma að óþörfu blessunin

enda ekkert nema harkan dugði til í þá  daga

að vera ekkja og sjá um sig sjálfa...

En ég ætla að snúa mér að mömmu minni elskulegri s

em ég sakna allra mest..

Bara  að skrifa þessi orð

gera mig meyra og tárin læðast fram.

Er ég ekki í lagi...

hvernig getur þetta gerst svona rosalega harkalega

eftir öll þessi ár...ég græt eins og barn..

Ég bara græt.

Hver man ekki eftir svari hennar í síman “Hellúú...” 

það fór ekki á milli mála

hver svaraði símanum á þeim bænum....

Ó guð hvað ég sakna hennar mikið

og ég bara tárast við tilhugsunina.

Það er eitt sem ég hef séð í gegn um þetta blessaða líf

það er alveg sama á hvaða aldri móðir yfirgefur þetta jarðlíf 

að söknuðurinn og eftirsjáin er jafn erfið.

Enda kemur ekkert í stað mömmu...ekkert.

Þessi kona fæddi þig og klæddi..

hjúkraði þér í veikindum..

elskaði þig

frá fyrsta augnabliki

er hún leit þig augum...

og elskaði þig

af öllu sínu hjarta

meðan andi bærist

í hennar brjósti

hvernig svo sem þú reynist vera

í framtíðinni.

Og ef þú bregst hennar vonum..... 

þá elskar hún þig

jafnvel enn meira og heitara..

því þú þarft á því að halda.

Það kemur ekkert í stað móður..

ekkert.....

Og ég veit bara eitt

og það er....

að ég sakna mömmu minnar

oft óstjórnlega mikið.

Mér finnst

að það ætti að banna

mömmum að deyja

frá börnunum sínum.

Maður fær ekki einu sinni tækifæri 

til að greiða henni allt

sem hún lagði  í sölurnar

fyrir mann ....

og hlúa að henni

á sama hátt og hún gerði.

Ef hún mamma mín

hefði ekki dáið

langt um aldur fram

þá væri kannski möguleiki

að gjalda henni allt 

sem hún gerði fyrir mig.

Ég veit bar eitt....

að ég verð með grátbólgin augu

þegar ég vakna

og hjartað fullt af söknuði

og ást á þeirri manneskju

sem ég hef elskað mest

og þykir enn

alveg hreint óumræðilega

vænt um enn

þann dag í dag..

Mamma er  nokkuð

sem þú leggur ekki á vogarskálina....

mamma er mamma..

ást hlýja og umhyggja

og hún elskar þig

gegn um súrt og sætt

í blíðu og stríðu.

Mamma er eilíf............                              


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Ofsalega er þetta hugljúf og falleg færsla, ég þekkti hvert orð enda líka móðurlaus orðin.

Þakka þér kærlega fyrir

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Takk fyrir

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 26.9.2008 kl. 15:07

3 Smámynd: Helena

Þetta var fallegt og ég er þér svo innilega sammála....það ætti að banna mömmum að deyja frá börnum sínum......en það ætti líka að banna börnum að deyja frá foreldrum sínum

Helena, 6.10.2008 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband