Hörpuljóð

Þrá

Beiskjublandin,blíð er snerting munna

brennur þrá í hjörtum elskendanna

freistar fögur mey, þín til að unna

fellur þú af stalli drauma þinna.

 

Ást.

 

Blíðu blandin bergir koss af munni

bljúgur þráir mey í faðm þér inn

trúi ég hún traust þér ætíð unnir

trygg hún hvílir létt við barminn þinn.

 

Endalok ástarinnar.

 

Ósannan koss að kyssa unga drós

kossinn sá er kertaloga ljós

því fyrst það flöktir sem anga lítill þeyr

næst fölnar það að endingu það deyr.

 

Vinur.

 

Að eiga vin er dýrmætt hverri sál

ef engan átt þér finnst þú eiga bágt

því þegar eitthvað miður bjátar á

þú leitar ásjár vini þínum hjá.

 

Fals vinir.

 

Svo eru annarskonar vinir einnig til

sem ekki skirrast við að tala illa um þig

sem kannski brosa fölsku brosi er þú sér til

en naga þig um leið þú snýrð þér við.

 

Besti vinurinn.

 

Besti vinur bregst þér ei í raun

berst með þér það eru vinarlaun

stendur með þér heill uns stríði lýkur

í sorg sem gleði þér finnst þú vera ríkur.

 

(ljóð K.H.K 01.10´82)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Þetta voru flott ljóða-brot.......mér datt bara í hug sem ég las þetta að þú ættir að taka að þér að skrifa svona stutt ljóð í tækifæriskort

Helena, 6.10.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Helena alltaf ertu nú jafn frjó...auðvitað get ég gert þetta og búið jafnvel til fleirri sem hafa einhverja merkingu fyrir viðkomandi...góð hugmynd. Ástarþakkir fyrir ábendinguna

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.10.2008 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband