Ég er ríkari en ég hélt...

Hæ þið......sem lesið mig.

Ekki var nú ætlun mín að fara út í þetta blessaða krepputal en maður getur bara ekki orða bundist. Og þá ætla ég ekki að ræða það sem á undan er gengið heldur hitt hversu heppinn maður er að eiga að fjölskylduna sem er í kring um mann.

Þau eru fyrst og fremst ríkidæmið mitt og sama hversu hratt krónan fellur er fjölskylda mín

óhagganleg..hún fellur ekki..... þar er mín fjárfesting eins heil og var í byrjun.

Þetta er ekki afneitun..heyri ekki ..sé ekki...heldur það sem upp úr stendur þrátt fyrir áföll í lífinu það er akkúrat fólkið sem stendur þér næst sem gerir þig ríkari en nokkur getur gert sér grein fyrir.

Ég geri mér grein fyrir því að fólk talar í peningum í dag og það geri ég líka enda þarf ég eins og aðrir að standa skil á mínum skuldum en gleymum ekki þeim sem eru í kring um okkur frá degi til dags,þar eru ómetanleg verðmæti og meiri verðmæti en blessuð krónan okkar.

Ég er enginn unglingur og man eftir ýmsu frá minni æsku og það voru oft erfiðir tíma hjá mi

nni fjölskyldu þegar ég var barn. Ég man eftir að það voru ekki til peningar og mamma þurfti að spila úr því sem til var á heimilinu..Ég man eftir að borða kartöflur og brauð bleytt í feiti og.....öfugt..... ekki til kartöflur en fiskur í einhveri feiti ..líklega hefur það verið blessað lýsið okkar.

Kartöflurnar voru gefnar af yndislegu fólki sem lét sér annt um okkar stóru fjölskyldu.

Minning.....þurrt brauð með engu áleggi. Einhverslags þurrkex og með því var drukkið brunnvatn.

Svo maður kannast aðeins við það sem kallað er fátækt og vildi ég ekki bjóða nokkrum manni uppá þau býtti í dag. En hvað veit maður ....kannski fær maður að upplifa þetta aftur komin langt yfir miðjan aldur og þá er nú ekki á kot vísað eins og maðurinn sagði.

Ég tel mig hafa upplifað ýmislegt gegnum tíðina og kann ýmislegt fyrir mér í þessum málum ef til þarf að taka.. Ég lifði þetta æskukrepputímabil af enda sæti ég ekki hérna og krotaði þessi ummæli annars.

Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær kreppa 2 var en það var á bilinu áttatíu og eitthvað og nú er kreppa 3 gengin í garð. Og það er vissulega gott að getað gengið í sjóð minninganna ef á þarf að halda og endurtaka leikinn frá barnæsku og þar bý ég að reynslunni...

En fyrst og fremst hlúðu að þeim sem standa þér næst... það ætla ég allavega að gera......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Já þetta var vel að orði komist  Það er líka ágætt að vita til þess að þú búir yfir þessari reynslu ef það kemur að því að maður þurfi að fara að matreiða naglasúpu eða eitthvað því um líkt...he he he Þú ert nú soddan ,,garlakerling" þegar kemur að eldamennsku að ég efast ekki um að þér tækist að útbúa sannkallaða veislu-máltíð úr einum nagla og vatni Sjáðu nú bara Ómar.....manninn sem borðar helst ekki fisk...hann gerir vart annað en að dásama galdrahæfileika þína þegar kemur að fiskréttum þínum....enda þeir réttir engu líkir ....sleeeeeeeef

En þetta með kartöflur og brauð bleytt í feiti......úfff.....ég veit ekki.......hljómar ekki vel.....en neyðin kennir naktri konu að spinna. Við sem ekki höfum upplifað alvöru hungur getum ekki sett okkur í þessi spor. Eina sem við getum gert er að vona að við fáum heldur ekki að upplifa það

Lovjú mommí dírest........

Helena 

Helena, 6.10.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Já Helena mín það er sko alveg rétt að neyðin kennir o.s.fr Love you toooo

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.10.2008 kl. 17:49

3 identicon

Rússar Björguðu íslandi ..Forseti Rússa Og fleiri í ríkistjórninni í Rússlandi buðust til að lána Ríkinu á Íslandi 600.000 þúsund Milljarða í dag þannig að þetta mun lagast enn getur alveg tekið 2-3 ár að koma okkur uppúr þessu ...Líka rússar af öllum Þjóðum í heiminum Hjálpa Litla íslandi Takk Takk Rússar ;) Meira segja bensinið lækkaði um 13 krónur og Dísel Olía um 12 Krónur Það á allt eftir að lækka þökk sé Rússum

 Love you mama

Irena (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 13:53

4 identicon

Ég kem í mat, lýsis blautt brauð hljómar ábyggilega vel þegar fólk er sársvangt.

En ég hef nú trú á því að botninum sé náð hér og nú er bara að snúa bökum saman og koma okkur á rétta braut.

David (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband