26.12.2008 | 07:57
Takk fyrir allar jólakveðjurnaar
Þetta er búið að vera alveg hreint dásamlegur tími það sem af er og jólasteikin fór bara nokkuð vel í mannskapinn. Aðfangadagskvöld í ár var með rólegasta móti en allir fóru hálfstynjandi í betri stofuna á eftir í jólakortalestur og við tókum okkur góðan tíma í að taka upp pakkana sem voru margir eins og alltaf Og alltaf skal maður verða eins og börnin þegar kemur að þeirri stund ha..ha.. innan úr glitrandi umbúðum birtust margar fallegar og góðar gjafir...öllum til mikillar ánægju.
Gamla góða hangikjötið á jóladagskvöld var alveg hreint afbragðs gott með uppstúf A..la.. Ása tengdadóttir. Hún er snillingur í að gera góðan uppstúf nammi...nammm Þau fóru svo öll uppá Smáró að spila fram eftir kvöldi en við gamla settið vorum heima og fórum snemma í háttinn.
Það verður þröngt á þingi hér í Kollukoti í dag geri ég ráð fyrir þar sem jóla kaffið fellur í minn hlut að halda þetta árið. Þá koma allir og þá meina ég allir í fjölskyldunni en það verður bara að vera svo enda segir gamli góði málshátturinn "Þröngt mega sáttir sitja" eða bara standa ha....ha en það er bara gaman að hittast svona og ég vil taka það fram að ég er ekki ein um bakkelsið heldur kemur hver fjölskylduangi með eitthvað gúmmelaði með sér ....eitthvað eitt eða tvennt og þvílíkur munur eftir að þessu var komið á fyrir nokkrum árum síðan. Jæja.. það eru allir aðrir fjölskyldumeðlimir enn í fasta svefni svo þetta er svona kyrrðarstund hjá mér sem mér finnst alltaf gott að eiga með sjálfri mér. Og kannski skellir maður sér bara í útigallann og tekur góðan göngutúr á eftir eins og ég gerði í gær með hundanna og fyllir andann af súrefni og hressilegri sjávarlyktinni fyrir átök dagsins
Enn og aftur takk fyrir allar jólakveðjurnar og hafið það gott sem eftir lifir jólum.
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Athugasemdir
Sæl Harpa, mikið er gaman að heyra hvað jólin eru góð hjá þér kæra bloggvinkona, og njóttu vel.
Kær kveðja úr Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 26.12.2008 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.