Ha..ha..ha

Við Inga systir mín sem er í heimfararleyfi þessa dagana, urðum samferða uppá Sjúkrahús í dag. Ég til að láta sprauta í öxlina en Inga til að fá lyfjagjöf.

Mikið lifandi skelfing er misjafnt hvernig blessaðir læknarnir okkar sprauta mann. Það var varla að ég finndi fyrir því...en jú svolítið verð ég að viðurkenna. Læknirinn minn er barasta alveg jafn flinkur og faðir hans sem starfaði lengi hér við Sjúkrahúsið...alveg brilljant doktor Wink

Ég segi þetta vegna þess að ég lenti illilega í einum sem greinilega vissi ekkert hvað hann var að gera og mig langaði...meðan á misþyrmingunni stóð helst til að sparka í hann..og ég meina það Devil

Og svo barasta borgar maður fyir þetta steinþegjandi og næstum því hljóðalaust...iss W00t

Og þar sem blessuð börnin mín eru mikið búin að kvarta yfir hvað ég heyri illa...þá dreif ég mig í mælingu.....

Ekki tók nú betra við þegar mér var barasta  sagt:Gjöss so vel að koma inn " í eitt herbergið og bara gjöss svo vel....átti að smella mér inní einhverskonar klefa sem var næstum eins og líkkista upp á endann...nema það voru jú svaka þykk hurð á klefanum svona hurð eins og maður sér í BÍó...hurð eins og á bankahvelfingu með einhverjum snúnings handafangi og reyndar var einhverskonar gluggi þar sem ég gat ef ég vildi horft nægju mína á þann sem var að testa mig.

Þetta grafhýsi var hljóðeinangrað eða allavega til að viðkomandi fórnardýr truflaðist ekki af utanaðkomandi hljóðum meðan á mælingunni stóð.....

Ég neitaði harðlega að fara inn í þetta rými og láta loka mig inni eins og hund í búri..og ef ég hefði látið það eftir þá hefði ég líklegast truflast þarna inni......Crying á geðinu...takk fyrir

Mín fékk sínu framgengt og settist inn í klefann en þykk hurðin var galopin fyrir fóbíusjúklinginn....mig, meðan á mælingunni stóð Crying

Ég bara hamaðist við að reyna að hlusta í heyrnartólinu eftir hinum ýmsu hljóðum sem bárust til eyrna úr tækinu.  Og með þvi að ýta á hnapp gaf ég til kynna að hljóðið hafði borist til mín Joyful

Ég baðst nú reyndar afsökunar á því að vilja ekki láta loka mig inni í klefanum en hún bara hló og gerði sem minnst úr þessu og fóbíusjúklingurinn kvaddi með bros á vör SmileBlush 

Jæja þegar við systur vorum búnar þarna á Sjúkrahúsinu..skutlaði ég litlu systir heim enda hún þreytt og ennþá hundveik.

Hún var rétt áður en við fórum að vesenast sýnt mér Resept frá lækni og benti mér á atriði sem ég hef aldrei séð á svona reseptum áður og ég hreinlega bilaðist ha..ha.

Eins og á öllum reseptum kemur fram heiti sjúklings og kennitala o.s. fr. en það sem gerði útslagið var að í einum reitnum stóð DÝRATEGUND og þar var skrifað stórum stöfum KONA ha..ha..ha.. arrg ha..ha GrinLoLGrin bilað ha..ha..ha..........

Ha...ha... bestu kveðjur úr Kollukoti Tounge


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha :) já á ekki bara að drepa mann lifandi ????  Ætli læknirinn hafi þurft að kíkja á milli fóta hennar til að tékka hvort kynið hún væri ??' Dýr ???...jemundur minn hef aldrei tekið eftir þessu hahahahahahaha :)

Varðandi hitt....það er að segja innilokunarfíbíu-sjúklinginn hana móður mína !!!! Hvað getur maður sagt ????? Veistu á milli hlátursrokanna var það eina sem komst að í kollinum á mér : Guði sé lof að ég var ekki með henni !!!!! Ég hefði skammast mín svo mikið fyrir þig mamma....í alvöru !!!!!!!!!!! ha ha ha ha ha ha ha ha .....þú bara sérstök því verður ekki neitað !!

Helena, 6.3.2009 kl. 17:49

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Það er að ég held góður eiginleiki að gera nett grín af sjálfum sér ...ekki satt ha..ha..ha Ég er bara svona nett klikkuð............

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 7.3.2009 kl. 09:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband