Genin mín þrjú.......

Írena,Helena og Davíð
 
 
 Söngvararnir
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Með þig hér við hlið mér.
 
 
 
Þinna handa minnist
strjúkandi af kinnum tár.
Hlýjan ylinn af huggandi hönd.
Mildra vara er kysstu langt í burtu
öll mín sár.
Þá treyst voru okkar bönd.
 
 
Ég löngu síðar minnist
hafandi þig mér við hlið.
Að ráðleggja og vísa mér veg.
Að friða sálina
og veita mér hinn innri frið.
Er endist meðan andann dreg.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig hér við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt
Já,eins lengi og ég hafði þig við hlið mér.
 
 
Þú kannski ekki veist
en lengi hefur fundist mér
þú falleg og yndisleg.
Í fáum orðum er ég að reyna að segja þér
Þú ert einstök og ómetanleg.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt.
Já,eins lengi og ég hafði þig hér við hlið mér
 
 
All tíð mig hefur elskað heitt
og mér ástúð veitt.
Samastað á ég í hjarta þér.
Ég vil þú vitir að ég óttast ei
óttast ekki neitt.
Með þig hér við hlið mér.
 
 
Þú mátt vita að við þrjú
við elskum þig.
Aldrei óttast hef með þig hér við hlið mér.
Allt var gott
Allt var fínt
Eins lengi og ég hafði þig hér við hliðina á mér.....
 
 
Þetta ljóð sungu þau til mín  í afmælinu forðum daga, þessar elskur. Textinn er auðvitað frumsamin en var sungið við erlent lag. Og þau sungu eins og englar. Mig langar eiginlega að biðja þau einhverntíma að syngja þetta til mín aftur inn á band svo ég geti spilað það aftur og aftur InLove

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Æ já við þurfum endilega að koma saman systkinin og syngja þetta inn á ,,teip" eða eitthvað. Þetta kom nefnilega alveg ótrúlega vel út þrátt fyrir fáar æfingar. Held við höfum æft þetta tvisvar sinnum áður en við fluttum það í afmælinu þínu.

Set þetta á ,,Things To Do" listann hjá mér....

Helena, 29.3.2009 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband