Til þín vinur.....

Gaman á goslokum
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Til þín...
 
 
Svo fjarri mínum draumum
var þessi óskastund.
Er, fyrsta sinn við hittumst
og áttum þennan fund.
Ég vissi ekki að örlög höfðu
soðið saman seið.
ég vissi ekki að prinsinn minn
var hér...og mín beið..
 
 
Sagan gamla er og verður
alltaf eins og ný.
Eitt augnablik...eitt lítið bros
sem lífsins kraftur.
Orð sem eru sögð
svo yndisleg og hlý
sem fyllir hughrif, afli
aftur...aftur...
 
 
Það verður einhver tenging
sem ekkert slitið fær.
Eitthvað rosa öflugt
sem færir okkur nær.
Þú ræður ekkert við það..
líkt og aldan brýtur stein.
Þú allt í einu finnur
þú stendur ekki ein.
 
 
Svo sterk er þessi tilfinning
hún yfirtekur allt.
Hún hlýjar þér um nætur
og breiðir yfir allt.
Hún fyllir þig af eldmóð
hún fegrar hughrif þín
þú hugsar aðeins eitt:
-Hann er ástin mín-
 
 
Það var eitthvað við þig
sem eftir sat það kvöld.
Eitthvað ljúft 
sem örvaði mitt hjarta.
Eitthvað undurfagurt
sem af mér tók öll völd.
Með þér sá ég aftur
veröld bjarta...
 
 
( ort 8.mai.2005)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Yndislega fallegt, ég get alveg heimfært þetta upp á mig og minn elsku mann!

Hafðu kæra þökk fyrir.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband