Flottar skvísur

Kvennahanboltalið Þórs vestmannaeyjum
 
 
 
Kvennahandboltalið ÞÓRS
 
 
 
 
Þarna eru nokkrar glæsimeyjar sem gerðu garðinn
frægan á sínum tíma.
Og þarna er mamma fremst til vinstri á myndinni.
Hún tók mikinn þátt í íþróttum í gamla daga, ekki bara
í handboltanum heldur einnig frjálsum íþróttum.
Og seinna meir tók ég einnig þátt í íþróttunum
með henni og við fórum saman mæðgurnar að
keppa á móti hinum ýmsu félögum í frjálsum.
Mamma í spjótkasti og kúlu. En ég í hástökki,
hlaupi og langstökki.
Ég prófaði einu sinni kúluna en hún datt niður rétt
fyrir utan hringinn ha..ha Grin
Svo má nefna að Óli bróðir mömmu var með í ferðum
og tók þátt í sleggjukasti.
 
Ég hef einu sinni orðið svo fræg að vinna til verðlauna sem
sigurvegari í keppni. En þá var ég 12 ára og verðlaunin
voru dagsferð til Kúlusukk á Grænlandi. Þangað fór ég ásamt dreng sem var stigahæstur í sínum aldursflokki. Það var mikið upplifelsi að fara þangað og sjá hvernig fólkið bjó.
Ég var reyndar dálítið súr yfir því að geta ekki keypt hvítabjarnarfelldinn sem var til sölu. En þar sem ég var ekki með nægan pening þá endaði ég í heimagerðri hálsfesti, ríkulega skreyttri að sið Grænlendinga og var bara nokkuð ánægð með gripinn þegar heim var komið. Wink
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Erla Eiríks (Vídó) er lengst til hægri á myndinni. Mikið væri nú gaman að

fá nöfn hinna kvennanna. Ég kannast þarna við nokkrar konur en er ekki með 

nöfnin á hreinu.

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 19.3.2009 kl. 07:56

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Konan fyrir miðju í aftari röð er Svana á Strandbergi. Hún rak tuskubúð lengi vel á neðri hæðinni þar sem gallerýið er að fara að koma sér fyrir þessa dagana. Konan sem er önnur í röðinni þeirri aftari talið frá vinstri. Er líklega móðir Sælanna er það ekki rétt athugað?

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 19.3.2009 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband