Ljóð til þín litli minn...:)

Dag og nótt er hugur minn hjá þér

ég sé þig litli drengur minn

hjarta mitt er meyrt

með tár á kinn

ég faðma þig úr fjarlægð

mín hugsun sterk

minn hugur mætir þér

Ég rétti út hendur mínar

minn styrk þér allan gef

 og sendi þér ást mína

sem umvefur þig kærleika

umvefur þig hjarta mínu

og allri sál minni.

Þú ert litla ástin mín

von mín og framtíð

ég hlakka til að fá að leiða þig

fá að brosa og hlægja með þér

faðma þig og elska.

Segja þér sögur og kúra með þér

í ömmu rúmi.

Hugga þig þegar þú grætur

koma þér til að brosa og hlægja

heyra þig segja: amma

Þú sérð hversu miklar væntingar

ég hef þér til handa, litli minn

 og ég hlakka til er sá dagur kemur.

 

img_4699.jpg


Á meðan pabbi og mamma

umvefja þig og elska þig

vernda þig af öllum þeirra mætti

litli gimsteinninn minn

því þar ertu í kærleiksríkustu höndum

sem til eru í heiminum

Hvert augnablik er greypt og geymt

hver hreyfing, hver andardráttur

eru augnablik sem aldrei gleymist.

Þú ert elskaður af öllum mætti

af allri sál, litli vinur.

Guð geymi þig og verndi

Öll þín ógengin spor.

 Amma-Harpa


Ef ekki hefði verið afi minn og amma þá væri ég ekki til...

 Án þeirra ....föðurfjölskyldu minnar og svo móðurfjölskyldu minnar hér að neðan.Væri ég ekki til..ekki börnin mín..ekki barnabörnin mín.Wink sigurjon_afi_1027308.jpgamma_siggastutta_1027309.jpg

Ef ekki hefðu verið til afar mínir og ömmur mínar ...þá væri ég ekki til..:)

Ingibjörg  og Sigurður foreldrar móður minnar frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum.
amma_min_fra_vatnsdal.jpgafi_minn_sigur_ur_1027304.jpg

Sumarþankar

Sumarið sem þó er ekki "alveg búið "....er í einu orði sagt ,búið að vera frábært.

Hér  í Kollukoti hefur verið mikill gestagangur og sérstaklega í kring um Þjóðhátíðina sem tókst einstaklega vel með öllum þessum ótrúlega fjölda. Og auðvitað má ekki gleyma Goslokahátíðinni en þá glöddu okkur Elfa systir og Paddý með komu sinni og þessum einstaka og skemmtilega hreim þeirra sem búa í Grimsby..love it..Grin og hjá okkur dvöldu Drífa og Davíð. Heiðrún og Janus og síðast en ekki síst Sunna Emilý litla dúllan hennar ömmu sín.

Og svo var einn leynigestur sem enn á eftir að líta dagsins ljós en það verður í oktober n.k líklega upp úr miðju mánaðarins. En þau dvöldu  stórfjölskylda Davíðs og Drífu, bæði yfir Goslok og Þjóðhátíð. Einstaklega góðir gestir..sjálfum sér næg.. og tillitsöm í alla staði..InLove

Hér var mottóið "Þitt er mitt og mitt er þitt" svona smá blómabarnatímabil og mér líkaði það stórvel. Hefði verið fín í kommúnu á mínum yngri árum eða búa í sveit með fullt af fólki í kring um mig. Og allskonar dýr..reyndar voru líka 4 hundar meðtaldir yfir þessar hátíðir en það var ekkert mál....Wink

Eins og mér kveið mikið fyrir Þjóðhátíðinni svo ég haldi áfram...... en það var algjör óþarfi í þetta skiptið. Veðrið spilaði sína stóru "rullu" og gladdi okkur Eyjamenn og gesti okkar  mörg þúsund, með einstöku veðri fram  að aðfaranótt mánudags.

Smávegis bleyta og vindur en ekkert tiltökumál...Tounge  Flest allir heilir og óskaddaðir fyrir utan nokkra lemstra og pústra og einstaka slys sem þó voru í nokkrum tilfellum slæm. Eins og að fá tjaldhæl inn í ennið og næstum á bólakaf inn í hauskúpu.... heppinn sá drengur að ekki fór verr...Woundering en hann gerði þetta allt sjálfur blessaður er hann var að  reyna að losa tjaldhælinn sem var virkilega vel fastur og tókst ekki betur til en loks þegar hællinn varð að vera laus skaust hann í enni hans....isss bara...Crying

Að vísu fengum við 2 aukagesti á sunnudeginum Eðvald Frey og vin hans...en það var aðeins til að sturta sig og borða kvöldmat en þeir komust heim um kvöldið með flugi..annars veit ég ekki alveg hvernig ég hefði komið þeim fyrir þá um kvöldið ef ekki hefði verið flogið. Með fullt hús af fólki og börnum og hundum....Smile 

 

En einhversstaðar stendur "ÞAR SEM ER HJARTARÚM...ER NÓG PLÁSS"...GrinLoLHeartInLoveHeart og við Ómar hefðum bara leyft þeim að lúlla hvar sem var í húsinu og hefðum bara reddað því eins og hverju öðru...Happy

 

Og þar sem Herjólfur okkar aðal-flutningsaðili milli lands og  Eyja er byrjaður á þessum dásamlegu 1/2 tíma siglingum  milli Eyja og Landeyjarhafnar er hafinn nýr tími í sögu Eyjanna....Grin Enda kíktu tengdaforeldrarnir yfir í dagsferð til okkar og það var bara æði...

 Og það get ég sagt ykkur sem aldrei hafa komið hingað eða hafa veigrað sér við að fara í næstum 3ja tíma siglingu frá Þorlákshöfn að þetta er bara algjört ævintýri.

Ég sjálf Eyjamærin var alveg gáttuð á hvað þetta tók stuttan tíma að fara hér yfir sundið og þvílíkir snillingar skipstjórnarmennirnir um borð í skipinu. Allt lærist þetta á þessum öru ferðum milli lands og Eyja, eins og að snúa skipinu í Landeyjahöfn áður en lagt er í hann aftur til Eyja ..snillingar þessir drengir...Smile tók víst einhvern tíma til að byrja með en í dag er þetta eins og góð handbremsubeygja í hálku...bara snúa við á punktinum liggur við...Whistling

Ég vona innilega að veturinn verði þeim góður pistill..grandvarr og heill í alla staði.

Yndislegt að getað farið næstum því... þegar mann lystir og ferðirnar eiga eftir að verða margar því ég elska að keyra um og finnst þessi spölur...ef maður þarf til Reykjavíkur ekkert svo langur...CoolWink Góða ferð...

sl271007.jpgdsc_0094.jpg

 


Sólbrúnir vangar...siglandi ský og sumar í augum þér.....

Veðrið hefur leikið við okkur hér í Eyjum í marga..marga daga. Yndislegt að fá svona sumardaga. Dúlla sér í garðinum eða bara liggja í sólbaði. Hundarnir okkar hafa flatmagað hér úti á palli eins og mannfólkið á milli þess að standa upp og svala þorstanum og fundið sér síðan skugga til að kæla sig í.

Og nú er Herjólfur byrjaður siglingar í Landeyjahöfn og það þykir mér frábært. Ótrúlegt að getað farið hérna út á hraunið og séð skipið í höfninni hinu megin við sundið. Þvílík breyting fyrir okkur hér í Eyjum og ekki síst fyir þá sem ekki hafa komið til Eyja eða ekki lagt í að vera á sjó hátt í þrjá klukkutíma en sjá sér fært nú í dag að SKREPPA hérna yfir og ferðin tekur aðeins rúman hálftíma.

Við eigum vafalaust eftir að sjá mikið rennerí af fólki ofan af fasta landinu í skreppitúr yfir í Eyjar á næstunni....Grin

Ég óska áhöfn og farþegum góðs gengis og megi haust og vetrarvindar fara mjúkum höndum um kinnunga skipsins og stýra því heilu til hafna beggja megin sundsins...Smile 

dsc_0001_1010562.jpgdsc_0001_1010562.jpg

 

 


Blíðviðrið......

dsc_0001_1010562.jpgdsc_0039_1010563.jpgdsc_0011_1010564.jpgdsc_0015_1010565.jpgdsc_0004_1010566.jpg

Skuggamynd

dsc_0037_1010560.jpg

Yndisleg sumarblíða dag eftir dag...:)

bumbulina_litla_skotta.jpglitla_min_og_eg_i_dalnum.jpg_mar_skipstjori.jpgdabbi_a_vei_a.jpgsl270876_1009707.jpgsl270883.jpgsl270878_1009709.jpgsl270884.jpg

Og svo aðeins....meira allskonar...:)

sl270849.jpgsl270847.jpg

Fullt af allskonar...:)

sl270836.jpgsl270838.jpgsl270839.jpgsl270840.jpgsl270841.jpgsl270842.jpgsl270843.jpgsl270844.jpgsl270845.jpgsl270846.jpg

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband