Jólakveðjur...

Ég vildi bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla..elskurnar. Og hafið það sem allra..allra best.

Kær kveðja úr Kollukoti


Jólatiltekt :)

Hér áður fyrr tíðkaðist að að taka allt í gegn á heimilinu sirka korteri fyrir jól..allavega var það á mínum ungdómsárum og baka á hliðarlínunni. En ég sé engan tilgang í að gera allt hreint og mála og flísaleggja og þetta og hitt....svona rétt fyrir jól.. Svona lagað á að gera á vorin..VORHREINGERNING enda er þá orðið albjart úti og ekki þarf að vera með vasaljós eða kerti við hreingerningar í svartasta skammdeginu. Það kemur enginn til með að kíkja inn í skápana þína né að skoða hvern krók og kima áður en sest er að borðum á aðfangadag Joyful þetta er blessað gamla uppeldið sem hagar sér svona og það er löngu kominn tími til að snúa sér að miklu skemmtilegra viðfangsefni og hafa þar af leiðandi miklu meiri tíma FYRIR fjölskylduna og um það sem jólin snúast um ekki bara að vera endalaust að gera hreint og fínt og baka þetta margar tegundir af smákökum sem eru étnar rétt á meðan að þær eru bakaðar og kannski löngu eftir jól. Því yfirleitt er varla bragðað á þessu bakkelsi nema rétt til að sýnast í veislum og er þetta smákökubakkelsi orðinn svona meðlæti ef einhvern skyldi langa....  þó vissulega sé það gott og blessað fyrir sálartetrið að vesenast í þessu.

Njótið frekar undanfara jólanna og verið ekki útkeyrð þegar sest er að borðum á aðfangadag heldur látið ykkur  líða vel ...Kissing Þetta er ég allavega búin að læra gegn um tíðina og þar sem stöðugt fækkar íbúum á heimilinu og við bara orðin tvö með hundana þá sé ég engan tilgang með þessu bagsi því það er hægt að kaupa fínustu smákökur í boxi frá okkar bökurum hér í bæ til að hafa sem meðlæti á veisluborðinu og viti menn...það er varla snert við þessu...kanski vegna þess að rjómaterturnar , brauðterurnar og heita brauðið með kruðeríii eru langbest svo ekki er pláss fyrr en  eftir jól fyrir smákökur og ískalda mjólk ..mhhh Wink

Svo ég mæli með afslöppuðum jólum...jólagjöfum frá hjartanu....ekki hversu dýrar þær eru enda hefur enginn efni á því í dag...alla vega ekki venjulegur Jón og eigið yndislegar stundir um jól og áramót með ykkar fjölskyldu og nánustu vinum. Við hjónin kaupum okkur einhverja góða,sameiginlega og nytsamlega jólagjöf..oftast löngu fyrir jól...en skiptumst svo á minni gjöfum á aðfangadag sem er bara frábært Smile Nú styttist óðum í hátíðina og ég hlakka mikið til að borða góðan mat með yngstu minni og hennar ektaspúsa á aðfangadag.

Á aðfangadagskvöld verð ég með hefðbundinn jólamat sem er : Rækjucokteill í forrétt, Svínahamborgarahryggur, reykt lambakjöt fyrir þá sem ekki snæða svínið og ef er pláss þá verður líklega Súkkulaðibomba með ísköldum rjóma í eftirrétt með drykk sem samanstendur af Egilsmalt og appelsín mhhh.nammi namm.. hvað ég hlakka tilHappy

Og ef ég þekki minn ektaspúsa rétt þá verðu gripið í Nóa Siríus konfekt á milli mála...slef..slef nammi...namm.... hvað eru þetta mörg kíló...3-5 oh my goodLoL

Okey ..seinni tíma vandamál ha..ha Grin

Kveðjur úr Kollukoti


Konfekt fyrir eyrun.....

Við skötuhjúin fórum á tónleika hjá Frostrósum í Höllinni í gærkvöldi. Þetta var bara unun á að hlýða og ekki laust við að undirskrifuð felldi tár við þennan fagra og kraftmikla söng.

Salurinn var fullur að mér sýndist og mikið klappað fyrir flytjendum. Kærar þakkir fyrir okkur..gott að fá svona eyrnakonfekt í skammdeginu..það lyftir upp sálinni Joyful


Styrking....

Jæja þá er maður byrjaður á styrkingaræfingunum hjá sjúkraþjálfaranum mínum henni Önnu Huldu...svo nú fer þetta líklega að koma. En alveg furðulegt hvað einfaldar æfingar taka á ha..ha.. varla með nokkra þyngd á. Og ég sem þykist vera svo sterk í höndunum grrrr....bara vera grimm við sjálfa sig. En vinstri öxlin bremsar mann aðeins af..meiri andsk....vorkunseminn í manni.Pinch Samt hefur þetta allt lagast heilmikið en það vantar eitthvað uppá þetta hjá mér. Maður ætti kannski að fara að huga að því að koma sér bara í vinnu og sjá hvenig gengur en í bland er ég ekki spennt fyrir því að skemma kannski það sem búið er að gera fyrir mig og þurfa að byrja frá grunni... hvern er ég  nú að reyna að sannfæra......enn og aftur gamla samviskan að drepa mann...maður losnar líklega aldrei við þessa áralöngu vinkonu mína sem bankar í bakið á manni í tíma og ótíma svo stundum stefnir í hávaðarifrildi milli okkar innbyrðis. Og oft hefur maður látið undan henni blessaðri og helst viljað bíta úr sér tunguna eftir á...maður á ekki að segja Já þegar maður vill helst segja nei og dauðsjá svo eftir öllu saman..ekki satt. Ha..ha GrinLoL ég er nú meiri bjáninn ha..ha..ha alltaf heldur maður að maður sé ómissandi og ég er örugglega ekki ein um þá skoðun...Best að fá sér kaffisopa og hætta að pæla í þessuJoyful

 


Er þetta ekki tú möds....

Allamalla mama mía...er þetta ekki orðið fullmikið af því "góða".

Þessi skrif varðandi nýja ferju  og hvaladráp.....til okkar Eyjamanna sem byrjaði hjá konu nokkurri Sigrúnu á bloggsíðu hennar......er gjörsamlega komin út fyrir allt velsæmi. Ég skil það vel að einhverjir hafi ekki getað setið á hatti sínum en í guðs bænum ekki þetta..við erum betra fólk en svo að svara svona vitleysu Errm Svo ég segi "Hingað og ekki lengra".

Við vitum hvað við erum ..við vitum hvað við eigum og hversu megnug við erum...er við stöndum saman. Á það hef ég áður minnst einhversstaðar í mínum frásögnum(ljóði) og þá er ég að vitna í Heimaeyjagosið margfræga ég var aðeins 19 ára gömul með 6 mánaða gamalt barn og þurfti að flýja héðan með barnið mitt gosnóttina eins og allir aðrir...... ekki gleyma því...... þar er styrkurinn..þar er orkan...þar er tilfinningin að komast af... og við gerðum það.

Í margra augum erum við skrýtið þjóðarbrot...en yndisleg heim að sækja...vinaleg og tilbúin að gera hvað sem er fyrir náungann og sýna allar þær guða veigar sem náttúran hefur gefið okkur í aldanna rás. Hvílík fegurð...hvílík Eyja..ómetanlegtInLove Og ég elska þessa litlu ættjörð mína Heimaey. Hér fæddist ég og ólst upp og ég held að ég hafi ekki beðið neinn skaða af því. Hér er gott að ala upp börn og hér getur maður yfirleitt treyst náunganum en auðvitað eru þar misbrestir eins og annars staðar.....

Það er eitthvað við veðráttuna sem gerir okkur Eyjamenn af því sem við erum...er það sjórinn,saltið..afl hans...vindurinn..afla hans..það er allavega einhvern vegin öðruvísi fólk sem býr hér í óblíðunni frá Stórhöfða..enda allra veðra von hér langt frá meginlandinu..allt galopið fyrir sjó og vindi. En við erum þessu vön og kippum okkur ekkert upp við stormviðvörun nema þá helst að  það er ekkert flogið og Herjólfur okkar lífæð.... fer ekki sína rútínu svo við komumst ekki allra okkar ferða..en hugsið ykkur hvað þetta fólk hugsar vel um hag okkar og er ekki að stefna okkur út á opið Atlantshafið að óþörfu.......Og strákarnir okkar á Eyjabátunum liggja í landi en ekki of lengi...Öryggið í fyrirrúmi..takk fyrir það..Smile

Ég hef aldrei..aldrei...fundið fyrir einhverri innilokunarkennd hérna í Eyjum eins og ég hef heyrt marga tala um..að komast ekki þegar þú vilt fara....líklega er ástæðan sú hversu vel mér líður hér...þetta er yndislegt lítið samfélag sem er stöðugt í vexti og á þessum krepputímum komum við líklega til með að finna minna fyrir þeim krísum...jú nema kannski á lánunum okkar þar eru við jafnfætis  öðrum landsmönnum. Meðan næg er atvinna...þá er þetta minna mál fyrir okkur Eyjamenn.

Ég vildi helst af öllu að við yrðum sjálfstæð lítil þjóð..sjálfum okkur nóg. Hér er gott atvinnulíf við fiskvinnslu sem er undirstaðan. Við gerðum bara allt sjálf..ég er næstum viss um að þetta er hægt... lítið ríki í ríkinu..sem stendur undir sér sjálft..kannski bara draumur..en fallegur samtSmile Ég er ekki vatnsberi fyrir ekki neitt ha..ha....stórfurðulegar skepnur ekki satt.....

Það kostar ekkert að láta sig dreyma um betra  líf og góða afkomu, þess óska allir og á þessum tíma ljóss og friðar er ósk mín að ykkur líði sem best og njótið jólanna með ykkar nánustu og horfið yfir matarborðið á aðfangadagskvöld og hugsið hvað þið eruð heppin að eiga þessa fjölskyldu sem situr til borðs með ykkur..það er ómetanlegt..

Þar eru börnin þín og jafnvel barnabörn og barnabarnabörn og sjáðu eftirvæntinguna í augum þeirra InLove það er ekkert dýrmætara en þessar samverustundir..svo njótið vel..það ætla ég allavega að gera..

Bestu kveðjur úr KollukotiHeart


Gaman....

Hvað er skemmtilegra en að hitta gamla vini sem maður hefur hvorki heyrt né séð í tugi ára eins og ég lenti í, í fyrradag. Eins og svo margir er ég með facebok síðu og þar birtist hún gamla vinkona mín,eins og hendi væri veifað.

En varfærnislega var spurt: Getur verið að við séum gamlir vinir? Og ég svaraði: Ef þú bjóst á Urðarveginum og ég á Hvoli við Urðarveg þá erum við gamlar vinkonur(eftir að hafa skoðað myndina af henni og nafnið þekkti ég auðvitað)Joyful

Og ekki stóð á svari og þetta reyndist rétt svo við erum búnar að spjalla saman á facebok síðunni. Hún býr á Ólafsfirði og heitir Arndís Friðriksdóttir við brölluðum ýmislegt saman þegar við vorum pæjur ha..haTounge jamm og já..... hún bjó í húsi ská á móti Hvoli í gamla daga en svo var það líka þannig að krakkarnir í götunni héldu mikið hópinn og við lékum okkur mikið saman öll, langt fram á kvöld. Þá kunnu krakkar að leika sér enda ekkert sjónvarp hvað þá tölvur að trufla sakleysið í þá daga. Oftast vorum við vinir en stundum vorum við óvinir....og þá var stríð á Urðarveginum og þá var stundum alveg eins gott að vera innan virkis og vera ekkert að reka nefið út af óþörfu...en svo lagaðist það og þá var óhætt að kíkja út ha..haGrin Sérvíettur voru vinsælar og var safnað í kassa og passað vel upp á þær og stundum voru bítti..ég man eftir einni sem ég átti og hélt mikið uppá en það var servíetta með Þyrnirós svo rosalega falleg og það var oft boðið í hana en ég tímdi ekki að láta hana. Safninu var svo stolið frá mér af óprútnum systrum sem hétu Fjóla og Freyja og voru aðfluttar. Þessar stelpur komu inn í hópinn en reyndust oft á tíðum skekja samheldni hópsins sem var fyrir, með lygum og leiðindum sem var kallað í þá daga að Spilla og þá voru háð mörg stríð á Urðarveginum þegar þær splundruðu hópnum með hvískri og pískri og fengu suma með sér.Það tók nú út yfir allan þjófabálk þega þær fengu allan hópinn upp á móti mér og eltu mig í skólann og kölluðu mig öllum illum nöfnum og komu með þá yfirlýsingu þarna á skólalóðinni að ég hafi reynt að drepa Hödda á Hvoli með vasahníf. Hvaðan sú saga kom hef ég ekki hugmynd um en hann var nú þekktur fyrir það að ljúga og þá stamaði hann sem mest enda gekk mikið á að sannfæra aðra um að hlutirnir væru svona

Þetta gekk svona í smá tíma að ég var gjörsamlega svift leikfélögum mínum og þar réðu þær systurnar ríkjum en ég held að smám saman hafi runnið upp fyrir hópnum að þær voru nú ekkert spennandi eftir allt saman. Og það verður að segjast eins og er að þegar þær fóru héðan aftur þá breyttist allt til betri vegar. Svona getur lygin verið máttug enda voru þær snillingar í því fagi...svo þetta hefði líklega í dag verið kallað eineltiBlush Einhverntíma svo mörgum árum seinna lendi ég í samkvæmi og kemur þarna inn kona ásamt manni og kynnir hana fyrir mér..er þetta þá ekki ein þessara systra og það magnaðist svo upp í mér sárindin sem hún olli mér þegar ég var krakki að ég vildi út og gerði það og hef aldrei síðan rekist á þessar konur. Hún varð nú ansi skrýtin á svipinn þégar hún áttaði sig á því hver ég var og lét sig hverfa fljótt í hópinn..hún hefur líklega vitað upp á sig skömmina blessuð konanWink Æ ég nenni ekki að velta mér upp úr svona....enda löngu liðið.

Snúum okkur að einhverju skemmtilegra. Helena mín er komin heim, kom í gærkvöldi með eðalfleyi okkar eyjamanna og er búin með verklega þáttinn í sjúkraliðanum. Einhver verkefni eru framundan en svo útskrifast hún þann 20 des n.k. Mikið er ég stolt af stelpunni minni enda er henni búið að ganga alveg hreint frábærlega bæði í bóklegu og verklegu og mikið held ég að maður verði nú montinn á útskriftardaginn...best að taka með sér vasaklút...ég er svo hrikalega viðkvæm InLove

Svo eru Ómar minn og hann besti tengdasonur(ennþá, hann er búinn að fá keppinaut ha..ha) hann Geir,  búnir að flísaleggja baðherbergisgólfið á Smáragötunni og tókst bara vel til. En það er eftir að fúga og klæða sturtuna og baðið að utan. En þetta verður örugglega æðislega fínt þegar þetta er búið.

Eigið góðan dag Wink

 


Oh my goood..ha..ha

Þetta verðurðu að lesa:

Las á mbl. blogsíðu eftirfarandi: KARLAR ERU PERRAR AÐ EÐLISFARI

Það er alltaf skemmtilegt að sjá hversu viðhorf fólks hefur breyst og þá sérstaklega ef maður miðar við menningu okkar fyrir hundrað árum.

Meðal þess sem hefur breyst hefur einna mest er viðhorf kvenna til kynlífs. Kristín M. Jóhannsdóttir sem er í Kanada snaraði lauslega yfir á á okkar ylhýra mál,íslensku, skemmtilegum dæmum úr bók Ruth Smyther "Sex tips for husbands and Wives frá árinu 1894.

Flestir menn eru perrar að eðlisfari og ef þeir hafa möguleika á að taka þátt í viðbjóðslegum athæfum, svo sem þeim að stunda eðlilegt athæfi í óeðlilegum stellingum, nota munninn á kvenkynslíkamshluta og bjóða konum að snerta með munninum þeirra óhugnanlega líkama..........

Uppgerð veikindi, þreyta og höfuðverkur eru meðal bestu vina kvenna........

Rifrildi, nöldur, skammir og leiðindi eru einnig handhæg tæki ef notuð eru seint á kvöldin. Sirka klukkutíma áður en eiginmaðurinn vanalega byrjar að táldraga eiginkonuna.....

Á 10 ára brúðkaupsafmælinu hafa margar konur lokið barneignum og hafa náð því markmiði að enda allt kynlíf við eiginmanninn............

Eiginkonan skal einungis leyfa honum að lyfta náttserknum upp að mitti og aðeins leyfa honum að opna náttfötin að framan verðu til þess að ná tengslum.....arrg...LoLha..hhhaaaa

Ha..ha...ha... oh my good..svo kemur það...ha..ha LoLGrin

Hún skal liggja algörlega kyrr eða rabba um húsverkin á meðan hann másar ofan á henni......arrg...ha..haLoLha..ha

Svo er það rúsínan í pylsuendanum...ha..ha.....

Um leið og eiginmaðurinn hefur lokið sér af skal eiginkonan byrja að nöldra í honum yfir ýmsum smávægilegum verkefnum sem hann þarf að sinna daginn eftir.....ha...ha....arrrrrg......ó guð á himnum.....þetta er svo óendanlega fyndið..LoL ég er gjörsamlega í kasti..ha..ha.......

Er þetta ekki bara brill...........


Allt fyrir ástina.....

Það  var bara gaman í gærkvöldi Smile mín fór full af samviskubiti á árhátíð hjá mínu fyrirtæki. En það var reyndar búið að fullvissa mig um að mæta þrátt fyrir mína hreifihömlun eftir fallið fræga Errm en maður veit svo sem að til eru tungur tvær ef út í það er farið. Jaháá...hún getur ekki mætt í vinnu en getur verið að skemmmta sér...hmmmmWoundering eða er þetta mitt samviskubit að tala?  Líklega.......Crying

Æ..maður er svo hrikalega klikkaður stundum að það er engu lagi líkt......Tounge

Við Inga fórum í gær að gera nokkuð sem við höfum aldrei á æfinni upplifað áður...að standa í röð og bíða eftir að idolið okkar beggja áritaði disk og plakat fyrir okkur.

Guð hvað þessi drengur er bara æðislegur... þvílík útgeislun..þvílíkt bros og hlýja sem skín frá þessum annars frábæra listamanni..gorgios..lovely..one of a kind.... bara út í eitt InLove Að sjá þennan frábæra listamann augliti til auglitis var hrein upplifun og tala við hann..annað eins. Eg er roslega hrifin af honum og fleirri í minni fjölskyldu. Ómar minn dýrkar hann sem performanns á sviði og margir aðrir ónefndir innan fjölskyldunnar enda virðist það vera svo erfitt að viðurkenna að frægasti hommi landsins sé sá besti performans sem nokkru sinni hefur stigið á svið hér á okkar kalda landi Islandi hann er bara gorgios Hearten eins og ég sagði hér að framan var kvöldið bara æðislegt..góður matur en skemmiatriðin fóru stundum framhjá manni vegna skvaldurs enda allt sýnt á tjaldi og voru menn og konur ekki endilega tilbúin að staldra við og horfa..freka spjalla saman..en þetta síaðist inn Wink

..Páll Óskar er bara brilljant listamaður..söngvari....en fyrst og fremst manneskja hann er bara æðislegur strákur hvar sem á hann er litið og ekki síst fallegur drengur Joyful og ekki skemmdi fyri r að hann þessi elska var með ball hjá okkar fyrirtæki um kvöldið..alveg hreint brillll......Gott kvöld.....góður matur og Páll Óskar...bara flott...Takk fyrir migWink


Að teygja og toga

Jú..jú ég fór aftur í sjúkranudd í gærmorgun. Þar var ég mökuð í geli frá hálsi niðrá öxl og sett í svokallaðar hljóðbylgjur sem gáfu svo frá sér hita á aumu svæðin. Svo var ég skotin nokkrum sinnum með leiser til að minnka bólgurnar. Hreifigetan í handleggnum er svona og svona...la..la ekki alveg nógu góð en þetta kemur. Þá var sett undir herðar og háls yndislega notalegur hitapúði...en svo kom að toginu. Utan um hálsinn var sett einhverskonar beisli með böndum sitt hvoru megin fyrir sjúkraþjálfarann og svo var tekið á því og togað vel nokkrum sinnum...ég er viss um að ég hef lengst um allavega 2-3 cm..en þetta var bara allt í lagi.

En einhvernvegin meðan á þessu stóð sá ég fyrir mér fæðingu úr dýraríkinu þar sem bundið er utan um fætur t.d á folaldi til að hjálpa því í heiminn. Þannig leið mér á þessu augnabliki meðan verið var að toga í hálsinn ha..ha Grin Það sem manni dettur í hug það er ekki einleikið......

Bæ..bæ


Arrrg..... þetta var vont

Og ég sem hélt að ég væri að verða eitthvað skárri í handleggnum..en nei takk. Þegar farið var að þreyfa, pota  og nudda á stóru svæði frá öxl..upp undir höfuðkúpu og frá öxl og niðrí handlegg þá var það bara helv...vont DevilW00t svo var maður barasta skotinn með einhverjum leisergeislum á aumu svæðin.

En það verð ég að segja að ég finn minna fyrir þessu í dag og þá aðallega efst undir kúpunni. 'Eg fer aftur í píningu á fimmtudagsmorguninn og þá verð ég líklega enn betri Joyful Það er ekki það skemmtilegasta að vera ekki í vinnu (samviskubitið alveg að drepa mann)en stundum þarf maður bara að bíta á jaxlinn og játa sig sigraðan í smá tíma og gera eitthvað skemmtilegt eins og að vorkenna sjálfum sér í nokkrar mínútur ha..ha.Tounge

Nei..nei....ég hef nóg að gera. Og hlakka meira og meira til jólanna. Og núna þessa stundina í morgunrökkrinu er kveikt á jólaljósunum í gluggunum í Kollukoti svo það slær ævintýralegum bjarma á allt hér inni og litla jólabarnið sem situr í hjarta mínu er að springa af spenningi og tilhlökkun.

Helena mín er nú uppá Íslandi að ljúka verklegu áður en hún útskrifast sem sjúkraliði rétt fyrir jól og er henni búið að ganga rosalega vel í öllu bóklegu.Og mikið held ég að það verði mikill léttir að ljúka þessum áfanga.

Heyrumst Wink

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband