21.1.2009 | 17:10
Fjölburafæðing....
Jæja þá eru þríburasystur mínar ekki lengur einu þríburanir hér í Eyjum. Reyndar fæddust þær hér á sjúkrahúsinu (þ.e Ráðhúsið í dag ) og það var á því herrans ári 1955 og svolítið aðrir og erfiðari tímar en eru á okkar mælikvarða í dag.
Svo ég vil bara óska þessum pólsku hjónum sem fjölguðu Eyjamönnum um heila 3 á einu bretti, innilega til hamingju með litlu krílin.
Hér eru þær dúllurnar, systur mínar.
Fá vinstri:
Anna Ísfold, Guðrún Fjóla og Marý Ólöf Kolbeinsdætur og
dætur Siggu heitinnar frá Vatnsdal hér í Eyjum.
18.1.2009 | 11:46
Til hamingju með afmælið....

17.1.2009 | 14:35
Þessi kona er bara flott...
Aðgerðir gegn heimilisofbeldi..kynferðisofbeldi og mansali er blessunin hún Jóhanna Sig.. að gera drög að þessa dagana og verður spennandi að vita hversu vel tekst til. Og vonandi verður hart tekið á málum sem þessum í framtíðinni.
Því allt of margir komast upp með að haga sér eins og skepnur við aðrar manneskjur og komast upp með það æ..ofan.. í æ...
Og vona ég innilega að svona skepnur verði dregnir fyrir dómara og látnir sæta ábyrgð eins og hverjir aðrir glæpamenn og þá á ég sérstaklega við heimilisofbeldi sem ég þekki vel til hér á árum áður. Og hefur verið allt of vel falið og jafnvel verndað af vinnufélögum glæpamannsins.......
Að ég tali nú ekki um ef viðkomandi ofbeldismaður er starfandi við löggæslu svo hvert á þá fórnarlambið að leita ef því eru allar bjargir bannaðar...þetta kannast ég við frá fornu fari og þetta er látið viðgangast!
Úti í Bandaríkjunum eru menn í þessari stöðu sem haga sér eins og skepnur innan heimilis látnir víkja úr starfi og sendir í meðferð sem er bara það eina rétta.
En svo er spurningin hversu vel tekst til að leiða menn á réttan veg. Mín reynsla er sú að svona glæpamenn lagast aldrei...þeir bara versna ef eitthvað er. Skilja.....og taka það svo út á næstu konu sem þeir kynnast og oft verður það verra.
Vonandi verður þetta afgerandi plagg sem Jóhanna er að gera......enda tími til kominn að breyta þessu og taka strangt á heimilisofbeldi eins og hverjum öðrum líkamsárásum.
DAGBÓKIN MÍN | Breytt 18.1.2009 kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2009 | 12:14
Nú er mín ánægð :)
Jæja þá er búið að pakka niður öllum jólagersemunum og koma þeim upp á háaloft og bíða þar spennt til næstu jóla. Og gærdagurinn fór meira og minna í að gera allt fínt og mín dó nú ekki alveg ráðalaus þegar kom að því að huga að ljósum í gluggana. Svo mín kíkti niðrí Húsasmiðju og viti menn enn var til eitthvað af ljósum á þessu líka fína verði . Svo nú eru gluggarnir skreyttir áfram með hvítum seríuljósum sem gefa fallega birtu í myrkrinu á morgnana og á kvöldin og mín ekki lítið ánægð. En þar sem ég er stundum óstöðvandi þegar ég byrja á einhverju og vill helst ljúka því sem ég er að gera og það strax, sá ég fram á það að mig vantar allavega eitt ljós í viðbót og það pirrar mig smávegis að hafa ekki áttað mig á því .En maður skreppur bara aftur í bæjarleiðangur og finnur sér eina í viðbót
.
Ég er rosalega mikið að spá í þessa dagana hvort ég eigi að skella mér í babminton. Það er um hverja helgi frá 10-12 að ég held og á þriðjudagskvöldum. Maður hefði kannski gott af því að svitna dálitið og athuga hversu klár maður er í þessari íþrótt ha..ha ég held nefnilega í huga mér að ég sé ekki svo glötuð...ha..ha en það er annað að hugsa en geta. Mér sýnist nú aðallega vera karlpeningur að leika sér við þetta þegar ég hef kíkt inn í salinn. En um daginn spurði elsta barnabarnið mitt hann Elvar Geir sem er 16 ára,mig :" Amma, ætlar þú að koma með okkur á æfingu?" og hann meinti það...held ég
Kannski skellir gamla sér bara á æfingu með ömmustrákunum sínum fljótlega thíhíii
10.1.2009 | 07:31
Tregablandið niðurrif
Mikið var yndislegt veður í gærkvöldi þegar furðuverur, Grýla , Leppalúði og Jólasveinarnir kvöddu okkur. Falleg flugeldasýningin og varpaði eins og endranær ævintýraljóma yfir bæjarbúa og eftirvæntingafull andlit litlu barnanna sem þrýstu sér fastar en oft áður í fang foreldra sinna.
Á eftir eins og endranær var mín að brasa við að skella í heitar vöfflur og hita súkkulaði sem var vel þegið eftir fjörið. Gaman að koma saman í lok þessa kvölds í spjall og heitt súkkulaði með ísköldum rjóma namminamm
Og nú liggur fyrir að fara að taka saman öll fallegu jólaljósin og skreytingarnar sem hafa glatt augað þessu yndislegu jól. Ég byrjaði reyndar í gærkvöldi eftir að allir voru farnir að taka niður jólatréð, svo er spurningin hvort ég leyfi nú ekki gluggaljósunum að loga aðeins lengur. Því það verður allt einhvernveginn svo bert þegar jólin eru búin. En lampar í gluggana koma þá bara í staðin til að veita birtu í þessu skammdegi og kertin sem ég er óspör á eru tendruð víða í Kollukoti. Birtan frá þeim er eitthvað svo róandi og góð
Líði ykkur öllum sem best á þessu nýja ári
6.1.2009 | 16:49
Þá er sælan búin í bili
Jæja þá eru allir farnir til síns heima sem dvöldu hjá okkur yfir jólahátíðina en það var líka óttalega einmanalegt í fyrstu og ekki laust við að maður dytti niður í nett þunglyndi. En svona er það bara alltaf þegar krakkarnir fara frá manni og þar er stutt í tárin, þegar maður er að kveðja og kveðju kökkurinn er mér svolítið erfiður lengi á eftir. En svo lagast....þetta þangað til næst. Ætli maður fari ekki að drífa sig í vinnuna á fimmtudaginn, því ég fór í sprautu í morgun hjá spesíalista sem sprautaði mig svo vel(vonandi) svo ég verð bara eins og nýslegin túskildingur á morgunn eða hinn
Enda er þetta orðið fínt..búin að leika heimavinnandi í heilan mánuð en á hálfum hraða en það hefur alveg gengið ha..ha.
Svei mér þá ef ég hlakka bara til að gera eitthvað annað en að "hanga" heima.....thííhíiii
Bestu óskir til allra
1.1.2009 | 09:40
Gullkorn..
Á meðan annarra leiðir mætast eru aðrir að skilja. Á meðan barn fæðist er annað að deyja.
Á meðan sorgin læðist inn er gleðin hinu megin við dyrnar . Þegar dyr lokast í lífinu er alltaf gluggi sem þú getur opnað.
Á meðan ég dreg andann verð ég þér alltaf til staðar.
Of ef ekki þá máttu eiga við mig orð og ég kem og geri veröld þína að því besta sem ég get gert.
Ef þú átt bágt þá kem ég og hugga þig.
Ef ég get verið mamma um ókomna framtíð.. Þá verð ég það einnig á himnum og horfi og fylgist með hverju þínu spori í lífinu.
Af því ég elska þig..................
(höfundur Kolbrún Harpa 01.01.2009)
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 09:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.1.2009 | 09:23
Sniff..sniff.... grát....grát...hamingjusöm :)

Írena mín yngsta og Daði þessi elskulegi drengur settu upp hringana hér í Kollukoti með Davíð bróður hennar sem vitni af þessum einstaka og yndislega atburði í lífi hverrar manneskju. Ég tárast þegar ég skrifa þessa færslu og ef þetta væri venjulegt bréf sem ég væri að handrita þá væri blekið orðið dálítið smitað af gleðitárum þeim til handa..yndislegt.



DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.12.2008 | 09:26
Megið þig eiga ánægjuleg áramót og horfið með gleði og von í hjarta inn í nýtt ár..
Gamlárskvöld.
Brátt gamla árið hverfur burt af braut
með skærum bjölluómi í alda skaut
er stundin kemur, titrar einhver strengur
í brjósti þér, þú grætur sem lítill drengur.
En því þá þessa stundu þessi tár?
jú..þú ert að kveðja, enn eitt æviár
því þetta ár mun aldrei aftur koma
en næsta ár er framtíð þinna vona.
Þinn hugur minnist alls sem áður var
áhyggna og alls sem út af bar
svo margt, svo margt sem mætti vera eytt
svo margt sem gerðist og verður ekki breytt.
Þú kveður þetta ár af hrærðum hug
reynir að vísa minningum á bug
tak þitt glas og helltu veigum í
horfðu í augu ástvinar þíns í.
Skálið fyrir góðu nýju ári
þú strýkur kannski burtu tregatári
faðma þína nánustu með hlýju
taktu á móti árinu, tvö þúsund og níu.
(ljóð Kolbrún Harpa)
HÖRPULJÓÐ | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.12.2008 | 07:57
Takk fyrir allar jólakveðjurnaar
Þetta er búið að vera alveg hreint dásamlegur tími það sem af er og jólasteikin fór bara nokkuð vel í mannskapinn. Aðfangadagskvöld í ár var með rólegasta móti en allir fóru hálfstynjandi í betri stofuna á eftir í jólakortalestur og við tókum okkur góðan tíma í að taka upp pakkana sem voru margir eins og alltaf Og alltaf skal maður verða eins og börnin þegar kemur að þeirri stund ha..ha.. innan úr glitrandi umbúðum birtust margar fallegar og góðar gjafir...öllum til mikillar ánægju.
Gamla góða hangikjötið á jóladagskvöld var alveg hreint afbragðs gott með uppstúf A..la.. Ása tengdadóttir. Hún er snillingur í að gera góðan uppstúf nammi...nammm Þau fóru svo öll uppá Smáró að spila fram eftir kvöldi en við gamla settið vorum heima og fórum snemma í háttinn.
Það verður þröngt á þingi hér í Kollukoti í dag geri ég ráð fyrir þar sem jóla kaffið fellur í minn hlut að halda þetta árið. Þá koma allir og þá meina ég allir í fjölskyldunni en það verður bara að vera svo enda segir gamli góði málshátturinn "Þröngt mega sáttir sitja" eða bara standa ha....ha en það er bara gaman að hittast svona og ég vil taka það fram að ég er ekki ein um bakkelsið heldur kemur hver fjölskylduangi með eitthvað gúmmelaði með sér ....eitthvað eitt eða tvennt og þvílíkur munur eftir að þessu var komið á fyrir nokkrum árum síðan. Jæja.. það eru allir aðrir fjölskyldumeðlimir enn í fasta svefni svo þetta er svona kyrrðarstund hjá mér sem mér finnst alltaf gott að eiga með sjálfri mér. Og kannski skellir maður sér bara í útigallann og tekur góðan göngutúr á eftir eins og ég gerði í gær með hundanna og fyllir andann af súrefni og hressilegri sjávarlyktinni fyrir átök dagsins
Enn og aftur takk fyrir allar jólakveðjurnar og hafið það gott sem eftir lifir jólum.