Sniff..sniff.... grát....grát...hamingjusöm :)

Írena og Daði heima í KollukotÞau voru að trúlofa sig þessar elskur í nótt.
Írena mín yngsta og Daði  þessi elskulegi drengur settu upp hringana hér í Kollukoti með Davíð bróður hennar sem vitni af þessum einstaka og yndislega atburði í lífi hverrar manneskju. Ég tárast þegar ég skrifa þessa færslu og ef þetta væri venjulegt bréf sem ég væri að handrita þá væri blekið orðið dálítið smitað af gleðitárum þeim til handa..yndislegt.
Ég óska ykkur elsku Írena og Daði alls velfarnaðar  á lífsins leið og megi lukkudísirnar vernda hvert ykkar spor á leið til meiri gæfu í lífinu. Megi góður guð vernda ykkur og leiðbeina um ókomna framtíð og ég líka...InLove Megi ykkar vegir verða greiðfærir og allar hindranir til að sigrast á þeim og verða betri manneskjur. Megi þið eignast í framtíðinni góða litla fjölskyldu  og megi ykkur vegna sem allra best í lífinu.
Þess óska ég ykkur til handa  elsku börnin mín...guð hvað maður getur orðið meyr InLove á svona stundum..ég verð gjörsamlega ómöguleg manneskja og bara græt...en af gleði í þetta sinn Kissing Æ..ég er svo ánægð að finna hversu hamingjusöm þau eru þessar elskur...þau eru alltaf að knúsast og kyssast. Og mér þykir svo vænt um að sjá að þau eru ófeimin við að sýna mér og Ómari hversu innilega vænt þeim þykir um hvort annað. Takk fyrir að gefa mér þessa gjöf í byrjun nýs árs elskurnar mínar.
Og munið eitt ég verð alltaf ykkur innan handar ef þið þurfið á mér að halda. Enn og aftur til hamingju með daginn elsku Írena og Daði. 
Mamma 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju enn og aftur:)

David (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ólafur Ragnarsson

Kæra Kolla.Innilega til hamingu með"krakkana"Sértu ávallt kært kvödd

Ólafur Ragnarsson, 3.1.2009 kl. 14:21

3 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Til hamingju með krakkana Kolbrún Harpa.

Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 4.1.2009 kl. 03:46

4 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

Kæru vinir..það er mér mikils virði að eiga ykkar óskir að og innilegt þakklæti fyrir þær og ég kem þeim sannarlega áfram til minna ...

Enn og aftur takk fyrir elskurnar..... 

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 4.1.2009 kl. 07:26

5 identicon

Hjartanlega til hamingju með þetta fallega par! Með ósk um bjarta framtíð þeim til handa.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 4.1.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband