14.8.2013 | 10:43
Góðu dagarnir halda mér gangandi :)
Það sem þú þarft að vita um mig, endilega lestu þetta, ekki gefast upp á lestrinum ef þú hefur einhvern áhuga á mér, minni hegðan og líðan, ekki dæma mig ef þú hefur ekki lesið það sem á eftir fer, nú og svo ef þú hefur ekki áhuga þá sleppir þú því bara að lesa :
1. Sársauki minn - Sársauki minn er ekki sársauki þinn. Hann er ekki af völdum bólgu. Að taka gigtarlyfið þitt mun ekki hjálpa mér. Ég get ekki unnið sársauka minn út eða hrist hann af mér. Þetta er ekki staðbundinn sársauki. Í dag er það öxlin, en á morgun fóturinn eða verkurinn farinn. Sársauki minn er talinn orsakast af ófullkomnum merkja sendingum til heilans, hugsanlega vegna svefntruflana. Ekki er fullur skilningur eða þekking á þessum sjúkdómi en hann er raunverulegur.
2. Þreyta mín - Ég er ekki bara þreytt. Ég er oft alvarlega nálægt því að klára batteríið. (hef reyndar lent í að klára af tankinum og það er dýrkeypt) Ég gæti viljað taka þátt í hreyfingu, en ég get það ekki. Vinsamlegast taktu þetta ekki persónulega. Ef þú sást mig versla á Laugaveginu, Kringlunni eða Smáralind í gær, en ég get ekki hjálpað þér í garðinum í dag, er það ekki vegna þess að ég vil það ekki. Ég get það ekki, ég er að öllum líkindum að borga fyrir það álag sem ég lagði á vöðvana mína í gær.
3. Gleymskan mín - Þau okkar sem þjást af þessari gleymsku kalla það fibrofog (vefjagigtarþoka) Ég get kannski ekki munað hvað ég lofaði að gera fyrir þig, jafnvel þótt þú sagðir mér það fyrir nokkrum sekúndum síðan. Vandamál mitt hefur ekkert að gera með aldur minn en tengist svefnörðugleikum. Ég hef ekki sértækt minni. Suma daga hef ég bara ekkert skammtíma minni yfir höfuð.
4. Klunnaskapur minn - Ef ég stíg á tærnar á þér eða rekst utan í þig fimm sinnum í mannþröng, er ég ekki að því viljandi. Ég hef ekki næga stjórn á vöðvum mínum til þess. Ef þú ert á eftir mér í tröppum, vinsamlegast sýndu þolinmæði. Þessa dagana tek ég lífið og tröppur eitt skref í einu.
5. Næmni mín - Ég bara þoli það ekki, gæti átt við nokkra hluti: sterkt sólarljós, hávaða, háværar raddir, lykt. FMS hefur verið kallað ég þolið það ekki röskun"
6. Óþol mitt - Ég þoli ekki heldur hita. Eða raka. Ef ég er karlmaður þá svitna ég ótæpilega. Ef ég er kona, hef ég aukna svitamyndun. Bæði er jafn vandræðalegt, svo vinsamlegast ekki finnast þú vera þving(uð/aður) til að benda mér á þennann galla. Ég veit....hitastillirinn minn er brotinn og enginn veit hvernig á að laga hann
7. Þunglyndi mitt - Já, það eru dagar þar sem ég vildi frekar vera í rúminu eða heima eða deyja. Það eru ekki til tölur yfir fjölda þeirra sem þjást af FMS auk annarra alvarlegra sjúkdóma. Mikill, stöðugur sársauki getur valdið þunglyndi. Einlægni þín, skilningur og umhyggja geta dregið mig til baka frá þverhnípinu. Ljótar athugasemdir þínar geta ýtt mér fram af.
8. Streitan mín - Líkami minn höndlar alls ekki vel streitu. Ef ég þarf að hætta í vinnunni, hlutastarfinu, sinna skyldum heimilisins, er ég ekki löt. Dagleg streita eykur einkenni mín og getur gert mig algjörlega óstarfhæfa.
9. Þyngd mín - Það getur verið að ég sé feit eða mjó. Hvort sem það er þá er það ekki mitt val. Líkami minn er ekki þinn líkami. Löngunarmælir minn er brotinn og enginn veit hvernig á að laga hann.
10. Þörf mín fyrir meðferð - Ef ég fæ nudd í hverri viku, ekki öfunda mig. Nuddið mitt er ekki nuddið þitt. Hugleiddu hvort þér fyndist nuddið notalegt ef vöðvabólgan sem þú varst með í annarri öxlinni í síðustu viku væri út um allan líkamann. Nudda það úr er mjög sársaukafullt, en það þarf að gera það. Líkami minn er einn stór hnútur. Ef ég næ að þola sársaukann sem fylgir nuddinu þá getur nuddið hjálpað, að minnsta kosti tímabundið.
11. Góðu dagarnir mínir - Ef þú sérð mig brosa og ég lít út fyrir að vera eins og venjuleg manneskja, ekki gera ráð fyrir að mér líði vel. Ég þjáist af langvinnum verkjum og þreytu sem ekki er til nein lækning við. Ég get átt mína góðu daga og vikur og jafnvel mánuði. Reyndar eru góðu dagarnir það sem heldur mér gangandi.
12. Sérstaða mín - Jafnvel þeir sem þjást af FMS eru ekki eins. Það þýðir að ég hef kannski ekki öll þau einkenni og vandamál sem eru talin hér fyrir ofan. Ég hef verki fyrir ofan og neðan mitti og á báðum hliðum líkamans, ástand sem hefur staðið yfir í mjög langan tíma. Ég gæti verið með mígreni, verki í mjöðm, öxl og/eða hné, en ég hef ekki nákvæmlega sömu verki og einhver annar.
Ég vona að þetta hjálpi þér að skilja mig, en ef þú efast enn um sársauka minn þá hafa bókasöfn, heilbrigðisstofnanir og Internetið margar góðar greinar og bækur um fibromyalgia (vefjagigt)
P.S
Athugasemd höfundar: Þetta bréf er byggt á samskiptum við fólk um allan heim, karla og konur, sem þjást af vefjagigt. Bréfið fjallar ekki um neinn einstakan af þeim yfir 10.000.000 manns sem þjáist af FMS. En það getur hjálpað heilbrigðri manneskju að skilja hversu hrikaleg þessi veikindi geta verið. Vinsamlegast ekki taka þessu fólki og sársauka þess létt. Þú mundir ekki vilja eyða svo mikið sem einum degi í skóm þeirra... eða líkama.
Þetta allt þekki ég á eigin skinni og vildi leyfa þér að kynnast mér aðeins betur.
Bestu kveðjur úr Kollukoti
2.8.2013 | 02:10
Guð hvað þetta er gaman ..:)
Loksins er Þjóðhátíðin 2013 rétt að byrja.. með yndislegu veðri..sumri og sól... hvað er hægt að hugsa sér betra ..
Við niðjar móður minnar. frá Vatnsdal og niðjar Grafarættarinnar... Ég undirrituð,Helena , Geir og peyjarnir þeirra Elvar og Halldór.
Davíð minn og Drífa tengdadóttir mín.
Anna systir og Freyr bróðir verðum með tjaldið í ár ...
Allir aðrir eru víðs fjarri af ýmsum ástæðum.
Tjaldinu var EKKI tjaldað á hátíðinni 2012....Er viss um að mamma hefur snúið sér við í gröfinni eftir þá hátíð sem ENGIN OKKAR TJALDAÐI...
Megum ekki láta það spyrjast út að Vatnsdalgengið hennar mömmu....tjaldi ekki á Þjóðhátíð .. hún sem var alltaf hrókur alls fagnaðar og kenndi mér akkúrat það ...enda tók ég við af henni að spila á gítarinn í tjaldinu okkar í mörg ár enda var ég sú eina sem hafði erft hennar hælfileika og geri enn og ætla aftur núna Og þeim hæfileikum hef ég komið áfram með heldur betur góðum árangri
En í ár ætla ég að verði yndisleg og einstaklega skemmtileg Þjóðhátíð með mig á gítarinn ..ásamt Helenu minni (Rubinstein) og Huldu frænku í tjaldinu að syngja og spila "Suður um höfin" með augun lokuð af innlifun
Við sem þekkjum Huldu einna best kunnum að meta það"að í ár ætlar hún og eiginmaður hennar" hann Gunnar að heiðra okkur með nærveru sinni á þessari hátíð 2013 sem ætlar að verða hátíð yndislegra daga með sumri og sól .
Sem þýðir...að við getum andað að okkur ...... fjöllunum í kring..
Fundið ilminn af hverju grasstrái sem hylur Herjólfsdal..heyrt sönginn berast um hlíðar og allt niðrí Dalbotninn inn í hvert tjald okkar Eyjamanna sem elskum að upplifa þessa einstöku hátíð okkar.
Bjóða gesti og gangandi velkomna í tjaldið okkar og una við gleði og söng langt fram á bjartasta morgun .. þar til við röltum heim á leið .. hönd í hönd.. ánægð og himinlifandi yfir nóttinni sem er að líða og eigum enn eftir..tvo unaðslega daga og nætur í Herjólfsdal
við gleði, spil og söng með fjölskyldunni okkar og vinum .
Dagarnir undanfarið hafa verið pínu stressandi en allt hefur unnist vel með góðri stjórn..allt klárt..
Lundaveisla á föstudeginum í Kollukoti og svo ilmandi kjötsúpa alla daga :)
Enda flott ...fáum fleiri gesti á föstudeginum sem tjalda úti í garði fyrir einstaka greiðvikni eigendanna á efri hæðinni og svo á sunnudaginn eigum við von á enn betri gestum sem ætla að eyða með okkur síðasta degi og kvöldi Þjóðhátíðarinnar okkar Gleðilega þjóðhátíð öll
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 02:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2013 | 06:43
Þegar óskin um nýtt líf....."rætist" :)
Ætli séu ekki að verða næstum því 2 ár síðan ...næst yngsta systir mín hún Inga fékk lífgjöf frá systursyni okkar honum Dadda (sonur Marý og Marinós í Miðstöðinni sem flestir þekkja) og systursonur okkar Ingu. Þessi ljúfi drengur verður alltaf og ætíð hetja í mínum augum og annarra .
Takk enn og aftur elsku frændi..
Þess má geta að Marý systir mín (móðir Dadda) er ein af fyrstu og einu þríburum sem hafa fæðst hér á Heimaey á seinni part ársins 1955 eða 24 nóvember það ár.
En ég undirrituð er sú elsta í systkinaröðinni fædd snemma árs 1954 eða í febrúar ...svo það varð næstum eitt og hálf ár milli mín og þríburana á Hvoli við Urðarveg 17. ( mamma varð sjálf nýrnarþegi á sinum tíma með þenna nýrnarsjúkdóm /blöðrunýru
Inga (nýrnarþeginn)með yngsta syni sínum Kolbeini Aroni
Svo seinna meir eignuðust mamma og pabbi.. Ingu sem er fædd 1957 (nýrnaþeginn) og svo Elfu 1963 (Surtsey sem er með sama nýrnasjúkdóm) og svo í lokin Kolbeinn Freyr (1973 með sama nýrnasjúkdóm ...Heimaeyjargosið en fæddist í Keflavík á gosárinu)
Að eignast nýtt líf er guðsgjöf og að verða hennar aðnjótandi er "KRAFTAVERK" og hvernig er hægt að þakka svona yndislega gjöf..ábyggilega aldrei .. En það er hægt að gera eitthvað og þá fyrir aðra og leyfa öðrum að njóta ávaxta þess sem þú hefur sem einstaklingur orðið aðnjótandi.
Sem er að styrkja þá sem þurfa á að halda..ýta undir og hjálpa..upplýsa um hvað er hægt að gera og vera fyrst og fremst einstaklingur sem ert til í að gefa..hvort sem þú ert lifandi eða dáinn (dáinn þýðir að þú ert tilbúinn að láta eftir þau líffæri sem hægt er að nota að þér gegnum)
Er ekki yndisleg tilhugsun að geta gefið öðrum líf með þínum líffærum..það finnst mér allavega og það má nota allt eftir minn dag til að geta auðveldað líf annarra hvar í veröldinni það er.
Ég er reyndar í því ferli í dag (sem lifandi ..gefandi nýra) og er búin að vera það í nokkra mánuði vegna míns blóðflokks B+ að verða jafnvel gefandi nýs lífs en ég ásamt fleirrum erum í athugun.
Algjörlega ókunnug manneskja bað um hálp..
Ég sá hjálparbeiðni hennar fyrir mörgum mánuðum síðan á Facebook og bauð mig fram ásamt öðrum.
Hef fengið e-mail frá henni af og til og síðast þegar ég heyrði frá henni var hún dálítið döpur því það var búið að rannsaka nokkra aðila sem hentuðu henni ekki og ég fann sorg hennar en hvatti hana áfram.
Allavega var ekkert búið að hafa samband við mig ..
Svo með þessum skrifum mínum er ég að benda á að það er hægt að hjálpa öðrum og ekki vera smeyk við að bjóða ykkur fram.
T.d með nýrnagjöf úr lifandi manneskju (ykkur).
Tökum nærtækasta dæmið : Dadda (systurson minn) sem gaf Ingu systir annað nýrað sitt..því bæði nýrun hennar Ingu voru óstarfhæf.
Daddi er í dag að eigin sögn með þeim hressari og ég mæli með að fólk taki hann tali um þetta einstaklega mál ...hann býr hér í Eyjum þessi hetja..
Á Íslandi eru fullt af hetjum sem hafa gefið...hvernig væri að upplýsa almenning..akkúrat um þessi mál og jafnvel fá fók í viðtal sem hefir gefið lífgjöf og hina sem hafa þegið lífgjöfina Góð og falleg umfjöllun um lífið og.... fá að vera áfram í tilverunni..
Ps.
Á því tímabili sem úralausn mála systur minnar skiptu mestu máli .
Þá gerði ég allt sem hægt var að gera af manneskju og systir sem gat ekki gefið henni nýra vegna þess að hún var í blóðflokk O eins og mamma (heitin) og öll mín systkini en ég er í B+
Ég fór út í að safna fé handa henni Ingu systir minni svo hún gæti komið nýrnagjafanum..ásamt 4ramanna fjölskyldu hingað heim til Íslands þar sem nýrnagjafinn var við nám úti í Danmörku.
Það var allavega Ingu ....ósk ...að getað gefið eitthvað í staðinn fyrir þessa yndislegu lífgjöf...
Og mér tókst það..það voru fjölmagir sem studdu þetta framtak mitt..henni til handa og það tókst. Innilegar þakkir fyrir ykkar stuðning við hana Ingu Kolbeinsdóttur systur mína ..
Við eigum greinilega svo marga frábæra aðila og félagasamtök hér á Heimaey sem eru tilbúnir að ganga í lið með þér ef þú þarft virkilega á því að halda og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Öll sem eitt tóku þessi félagasamtök hér í Eyjum þátt í veikindum hennar Ingu systir og lífgjafa hennar og gerði þeim það kleift að öll fjölskylda nýrnagjafans gat verið með honum frá upphafi til enda.
Þau fengu inni hjá Röggu frænku og hennar fjölskyldu og fengu meira að segja afnot af bifreið þeirra að mig minnir...hvernig er hægt að eignast svona ósjálfselska fjölskyldu og ég er að uppgötva í þessum skrifuðum orðum....Váááá...ég er ein af þeim .....
En það sem ég vildi tala um er þessi guðsgjöf til handa manneskju sem virkilega þarf á henni að halda til þess einfaldlega..halda lífi.
Og að eiga svona "HETJUR" innan fjölskyldunnar er ekki neitt sem maður á orð yfir en verður "ævinlega þakklátur" fyrir svona "'ÓEIGNGJARNA GJÖF" hvernig er yfirleitt hægt að þakka svona mannlega fórn til hjálpar öðrum.
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 07:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2013 | 07:36
Hótel á þessum stað?
Miklar umræður eru að spinnast um væntanlega Hótelbyggingu í Malargryfjunni við Hástein hér í Eyjum. íbúar Heimaeyjar fá að kjósa um hvort þeir vilji bygginguna á þessum stað eður ei. Sem mér finnst frábært. Mér persónulega finnst ekki hæfa að byggja Hótel á þessum stað.
En staðsetning svona hótels væri frekar eitthvað sem gæti komið í stað GOLFSKÁLANS þar sem "Golfsambandið hefði sömu aðstöðu" í þessu ýmindaða hótel ef ekki betri en er í dag.
(Anda inn..anda út... kæru golfarar áður en þið tætið mig í ykkur)
Dettur í hug vegna þess að skálinn stendur hátt (og ýmindað hótel gæti skyggt á útsýni íbúanna þar nær) að rífa skálann og byggja hótelið neðan við þennan hól sem skálinn stendur á.
Og þá er spurningin hvort ýmindað hótel verði ekki bara snilldin ein með þessa staðsetningu með því að "lækka væntanlega byggingu"og allir nærliggjandi íbúar njóta áfram útsýnisins inní Herjólfsdal:)
Skella torfi á þakið og mála það eða gera það eins náttúruvænt í útliti og hægt er. Ekki spurning að það yrði einnig vel nýtt yfir þjóðhátíð á þessum stað.
Hef ekkert á móti golfi en finnst nú að allt þetta landflæmi sem golfvöllurinn nýtir sé ansi stór biti af Eyjunni og því ekki að nýta hótelbyggingu á svæðinu eins og ég nefndi hér að ofan og væntanlegir gestir sem koma til með að spila golf munu njóta aðstöðunnar til fullnustu.
Einhver nefndi Malarvöllinn fyrir hótelbygginguna og vissulega þarf að gera eitthvað í að hemja sandfokið þar sem skemmir húsin við Strembuna á hverju ári.
Annars var ég búin að sjá fyrir mér allt annað á Malarvellinum og þá meira tengt fjölskyldunum sem útivistarsvæði en allt hefur sinn vitjunartíma:)
Keiluhöll m.a. þar sem sést út og inn.
Grasbala/grillstæði / bekki /leiktæki fyrir börnin.
Sölubása fyrir handverksfólk á góðum dögum. Minigolfvöll sem bæði börn og fullorðnir geta haft gaman af. Og tjaldstæði /húsbílar fyrir aðkomumenn.
Held að þetta yrði þrælskemmtilegt. Og svo á veturna er möguleiki að hafa Jólaþorp eins og þeir gera í Hafnarfirði.
Malarvöllurinn býður upp á svo margt . Ég kom þessari hugmynd á framfæri þegar sýndar voru tillögur varðandi framtíðarsýn/byggingar á þessu svæði við Malarvöllinn
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 07:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2013 | 10:28
Birgir 80 ára á sunnudaginn 5 maí
Einar Birgir Sigurjónsson eða Biggi frá Sólheimum verður áttræður þann 5 maí n.k.
Ég kynntist honum þegar hann og mamma rugluðu saman reytum ekki svo löngu eftir Gosið. En þá flutti mamma heim af fasta landinu eftir að hafa flúið Eyjuna eins og við öll gerðum nóttina örlagaríku 1973.Birgir var lögreglumaður á þessum tíma.
Þau laumuðust til að gera samband sitt fullgilt á gamlársdegi 1978 og birtust svo skælbrosandi heima á Illugagötu 79 sem var þeirra heimili með sindrandi gullbauga á fingri. Og auðvitað var haldið upp á þennan góða viðburð og þeim óskað allra heilla með þessa ákvörðun..
Þau áttu allt of fá ár saman en hamingjusöm ár en mamma féll frá 2.maí 1992 aðeins 59 ára gömul eftir mikil veikindi.
Maður fann hversu mikil sorg hans var að missa mömmu og standa uppi aftur einn þó svo honum hefði bæst við heill her fullorðinna barna sem fylgdi mömmu , sex stjúpdætur og einn stjúpsonur ásamt barnabörnum en það kemur ekkert í staðinn fyrir missi maka síns og besta vinar og félaga.
Ég samdi ljóð með sorg hans í huga 25.júní 1992 og tileinkaði Birgi þetta ljóð mitt.
Söknuður
það er svo sárt að missa og sakna
það er svo sárt að morgni er ég vakna
þá rennur upp sú staðreynd fyrir mér
þú horfin ert á brautu ..burt frá mér
að eilífu...ert horfin burt frá mér.
Samt finn ég þig í hverjum bolla og skál
í hverri mynd og blómum sem saman höfðum sáð
Hvert fótspor þitt er meitlað í þessu húsi hér
hér elskuðum hvort annað..þú og ég.
Ég sakna gleði þinnar sérhvern dag
ég sakna veru þinnar...nótt og dag
beiskum sárum tárum ég græt í koddann minn
ég þrái þig svo heitt í faðminn minn.
Samt finn ég þig í hverjum bolla og skál
í hverri mynd og blómum sem saman höfðum sáð
Hvert fótspor þitt er meitlað í þessu húsi hér
hér elskuðum hvort annað..þú og ég
ljóð Kolbrún Harpa
Eftir situr gleðin yfir að mamma fékk að hitta Birgi á sínum tíma og fyrir það er ég þakklát því hún var svo ánægð og hamingjusöm með honum.
Og nú er hann að verða áttræður og verð ég að viðurkenna að ég hefði viljað sjá þau saman í dag og við stelpurnar hefðum undirbúið stórveislu í tilefni dagsins en sá gamli var nú ekki tilbúinn í svoleiðis vesen þó svo ég hafi stungið upp á veisluhöldum honum til handa og var búin að fá fullt af flottum konum með í verkið.En á stundum þegar maður er þreyttur og lúinn vill maður ekkert óþarfa tilstand En það hefði vissulega verið gaman að gera honum daginn eftirminnilegan..
5.maí 1993 orti ég eftir farandi ljóð en þá var hanna 60 ára.
Til Bigga.
Ég sendi þér í ljóðaformi ósk mína til þín
því þú ert sá sem unni..af hjarta mamma mín
hún alltaf um þig talaði með virðingu og hlýju
því hjá þér fann hún hamingju að nýju.
Ég veit í þínu hjarta býr dýpsta sorg og tregi
söknuður eftir henni sem varð á þínum vegi
en þú mátt vita vinur..hún elskaði þig heitt
svo þakklát fyrir allt sem þú gast veitt.
Þú varst hennar traust og von..hennar ást og trú
hennar Heimaklettur..staðfastur sem nú
ég vil að þú vitir..okkur þykir vænt um þig
ætíð síðan mamma kyssti þig.
ljóð Kolbrún Harpa
Elsku Birgir innilegar hamingjuóskir með árin þín 80 þann 5 maí n.k
með innilegri kveðju úr Kollukoti
3.5.2013 | 09:03
Í þá gömlu góðu daga.....:) :)
Sumir eru í ÞÓR aðrir í TÝ og svo breyttist það í ÍBV eftir sameinigu félaganna en undir niðri kraumar í gömlum glæðum. það verða alltaf til ÞÓRARAR og TÝRARAR og þegar líður að þjóðahátíð fara menn að spá í hvort þetta sé Þórs-eða Týshátíð í ár.
Hér áður fyrir sögðum við Þórarar að guð væri í ÞÓR og það sagði mamma mín líka hún Sigga frá Vatnsdal enda Þórari af guðsnáð.Enda alltaf svo gott veður er félagið mitt hélt hátíðina.. Allavega mjög oft...
Var reyndar að spá í eitt..hvaða Íþróttafélag hélt fyrstu hátíðina..verð að viðurkenna að ég veit það ekki og væri gaman að fá að vita það. Held nú samt að það hafi verið Íþróttafélagið Þór ..af hverju held ég það..bara.. eins og krakkarnir segja. Ætla að halda mig við það þar til annað kemur í ljós..
Hér áður fyrr er félögin voru tvö var virkilega lagt í allan umbúnað Þjóðhátíðar og hvort félag fyrir sig lagði metnað í skreytingar og teikningar sem skrýddu sölubásana í Herjólfsdal ásamt danspöllunum. Og alltaf jafn spennandi að fylgjast með hvað yrði sett í tjörnina það árið. Og hugmyndirnar voru frábærar og félögunum til sóma..var alltaf smá sperringur milli félaganna að hafa flottara en félagið á undan og það vantaði ekki. Okkur var sífellt komið á óvart með skemmtilegum skreytingum í tjörninni.
Brúarsmíði Valtýs -Þórara með meiru hefur staðið uppúr gegnum árin og enn stendur hún sína plikt og skreytir tjörnina á hverju ári. Þrátt fyrir að brúin skartaði á hverri Þórs þjóðhátíð voru Þórarar alltaf með eitthvað alveg sérstakt aukaskraut í tjörninni. Enda hefur brúin verið í mínum augum afar rómantískt verk og afar falleg..sérstaklega á kvöldin þegar ljósaskreytingarnar lýsa hana upp...
Brúarsmiðurinn frækni..
Því miður er ekki lengur jafn gaman að fylgjast með undirbúningi Þjóðhátíðar eins og var.
Allur sjarmurinn er horfinn og einnig allur metnaðurinn sem félögin Þór og Týr bjuggu yfir og ég er ekki ein um þá skoðun. Hver hátíð er eins og þú hafir aldrei farið af þeirri síðustu....
eða Imba frá Vatnsdal móðuramma mín.
En þarna var hún heiðruð fyrir störf í þágu félagsins
m.a stóð hún í mörg ár í veitingatjaldinu og sá um hungraða og þyrsta..
Sigurður Högnason og Imba frá Vatnsdal
mér er sagt að afi minn hann Sigurður hafi verið
einn af stofnendum Þórs..
Og hérna er flott mynd af Handboltastelpunum
í Þór. Mamma mín Sigga frá Vatnsdal er hér
í fremstu röð til vinstri.
Og auðvitað tók undirrituð þátt í félagsstarfi ÞÓRS
og var í Frjálsum íþróttum og keppti í 100 m
200m og 4xhundrað m hlaupi.Langstökki,hástökki og þrístökki.
Reyndi fyrir mér í kúlunni og spjótinu en það gekk ekki og lét Siggu frá Vatnsdal (mömmu) um þá hliðina. Enda afar kröftug í þessu. Við mæðgurnar fórum í nokkur skipti saman á Íþróttamót og þá aðallega við Kópavogsbúa og meira að segja bættist einn fjölskyldumeðlimurinn í hópinn hann Óli frá Vatnsdal bróðir mömmu og tók Sleggjukastið..
Undirrituð er önnur frá vinstri þarna er verið að undirbúa 100m hlaup í Kópavogi
Erla Dolla Týrari til vinstri hörku-langhlaupari. Við kepptum oft í denn hún fyrir Tý
og ég fyrir Þór. Og þó svo mér sé óljúft að viðurkenna það að þá vann hún mig
yfirleitt í lengri hlaupunum...
Gert til gagns og gamans
kveðja úr Kollukoti
Er að gera þessar kertaskreytingar
mér til yndis og öðrum til ánægju.
Ég er með síðu á facebook sem heitir:
Konan með kertin
Þar gefur að líta ýmislegt
sem ég er að gera í tómstundum og hreinlega elska að gera þessi kerti. Enda falleg gjöf handa vinum og ættingjum.
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2013 | 05:42
Kom ekki á óvart...
Svei mér þá..... nennti ekki að vaka mikið lengi yfir kostningasjónvarpinu í gærkvöldi allt benti í þá átt að B og D yrðu stærstu flokkarnir í ár.
En B er greinilega stórsigurvegari kostninganna og nú má formaðurinn Sigmundur Davíð.. aldeilis þurfa að standa við stóru orðin.
Fylgi hans er að mestum hluta vegna skoðanna hans í ICESAVE málinu og þar var hann maður minna skoðanna.
Ég kaus hann ekki í þessum kostningum ....en þó ekki væri nema fyrir þá sem hann kusu "Stattu þig strákur" og sýndu einu sinni að það er hægt að treysta formanni flokks.
Og ég get lofað einu....að ef hann stendur við þau loforð sem vonandi eru ekki innantóm eins og hjá Jóhönnu í Samfylkingunni forðum "um skjaldborg til handa heimilinum í landinu"... þá fær Sigmundur Davíð mitt atkvæði að 4 árum liðnum.
Ætla að leyfa tímanum að skera úr um hversu ötull hann kemur til með að vera eftir þennan kosningasigur .
Ég vona innilega að hann verði maður sinna orða og verka á þessu 4ra ára kjörtímabili því það er greinilegt að þjóðin hefur trú á þessum strák og sérstaklega þær manneskjur sem vildu ekki láta þetta ICESAVE mál gera út af við okkur til langframa. Ég er mjög stolt yfir því að hafa verið ein af þeim manneskjum sem sagði NEI á þeim tíma..
Ég er ekki flokksbundin og vil hafa frjálst val í kosningum ekki bara niðurnjörvuð út af pabba/mömmu-pólitík eins og svo ótalmargir eru og má líkja við heilaþvott.
Það er mjög óeðlilegt að mínu mati að innan fjöldskyldna séu allir sem einn hlynntir einum stjórnmálaflokki og segir meira en mörg orð (heilaþvottur er annað orð yfir þetta) því öll erum við ólík sem manneskjur og persónur.Og að mínu mati afar óeðlilegt að allir sem einn séu á sama máli.
En svo má horfa á að þú veist EKKERT hvað tekur við í kjörklefanum þrátt fyrir yfirlýsingar sem ég held að séu aðeins til að falla inn í fjölskyldumynstrið svo allt sé í ró og spekt meðan á undirbúningi kostninganna stendur.
Þar erum við ALEIN og gerum upp okkar hug. Og enginn í veröldinni veit að þú kaust kannski allt annað en pabbi og mamma sögðu þér að kjósa en heldur andlitinu er þú kemur út úr kjörklefanum og leyfir þér að vera (undir niðri) manneskja með sjálfstæðar skoðanir..ekki með skoðanir annarra límt sem sement í heilabúi þínu.
Mér hefur alltaf fundist að þegar heilu fjölskyldunnar upphefja sig með að segjast vera hlynntar þessum og þessum stjórnmálaflokk þá sé eitthvað mikið að..það þarf ekki að segja mér að þessir einstaklingar innan þessarar ýminduðu fjölskyldu hafi ekki mismunandi skoðanir á pólitíkinni.
Þess vegna vitna ég í.. ÞÚ VEIST EKKERT HVAÐ SKEÐUR Í KJÖRKLEFANUM þegar kemur að kostningunni sjálfri.
Allavega vona ég að þær manneskjur sem telja sig ELDHEITA þetta- eða hitt hafi sjálfstæða skoðun og láti ekki áhrif annarra hafa gildi fyrir hversu einörð manneskja þú ert þegar kemur að svona MIKILVÆGUM atburði í lífi okkar ÍSLENDINGA og kemur til með að koma við okkur..hvert og eitt næstu 4 árin.
Ég vona innilega að ÞÚ sért sátt/ur við þitt atkvæði því þú þarft að lifa við þitt val næstu fjögur árin.
Ég þurfti að gera það s.l 4 ár og hef aldrei á ævi minni séð eins mikið eftir því atkvæði
Ég vona innilega að ÞÚ hafir valið það sem þér var næst og einnig að þitt val verði þér til sóma og árangurs næstu 4 árin ..því miður hef ég litla trú á að loforð flokkanna verði að veruleika fyrir heimilin í landinu,
Með vinsemd og virðingu fyrir atkvæði þínu
Kveðja úr Kollukoti
frá Heimaey
2.3.2013 | 02:09
Aries..í þína minningu.
Elsku litli vinur í næstum 8 ár.
Ég kveð þig með trega og miklum söknuði.
Takk elsku Aries.. ..fyrir öll þessi yndislegu ár sem við fengum að eyða með þér.
Betri vin (úr dýraríki) hefði ég ekki getað hugsað mér og ég sagði þér oft og hundrað sinnum hversu mikið ég elskaði þig og pabbi gerði það líka..mörgum sinnum. Enda voruð þið bestu vinir. Stundum fórstu með honum í ljósmyndaleiðangur eins og NINJA forðum og hann fékk svo góðan félagsskap af þér enda saknaði hann Ninju eins og þú á tímabili. Hlýðinn og svo einstaklega góður sem þú varst. Ég var svo innilega heppinn að eignast þig elsku litli vinur..fá að hugsa um þig og faðma á hverjum degi frá því þú komst inn í mitt líf fyrir næstum 8 árum,um leið og bróðir þinn hann Leó sem mér þykir svo innilega vænt um.
Hvernig er hægt að lýsa þér..litla yndið mitt og gleðigjafi. Þú varst fyrst og fremst svo góður..hafðir yndi að börnum og sérstaklega Fannari Leví. Þú sóttir í að vera nálægt honum og vildir helst vera þar sem hann var. Og hann var hrifinn af þér ..á köflum...ef þú varst ekki of nærgöngull við hann og þú hefðir helst viljað sleikja hann í framan allan daginn ef þú hefðir fengið að ráða
Þú elskaðir ketti og sóttist í þá..enda ekki skrýtið að alast upp með þessari fjölskyldu dýravina.
Þú varst líka elskur að Sunnu litlu og Rakel Rán en ef þær urðu of stjórnsamar þá brostirðu þínu "ekkifallegabrosi" til að láta þær vita að nú væri komið nóg..
Bara svipur þinn á þessari mynd sem ég set hér með þessum skrifum..segir meira en mörg orð. Blíður og svo yndislegur og vildir svo oft fá smá kjass á kinn og knús frá okkur pabba og það gerðum við svo oft saman.Framan við sjónvarpið..þá komstu stundum með loppuna og pikkaðir aðeins í mig og vildir fá smá klór á bringuna..enda var það þinn uppáhaldsklórustaður.
Og á stundum ef þér fannst ekki nóg um þá fórstu uppá afturlappirnar til að komast með höfuðið þitt að munni mínum og þá vildirðu kossaflens á vangana sem ég hef gert svo marg..marg oft og það gerði ég síðasta skiptið í kvöld elsku litli vinur.
Á stundum þegar maður ræður ekki við það sem að er..er best að fá hinstu hvíld og sofna og hætta að kveljast lengur.
Þú gafst okkur svo mikið litli vinur og okkur þótti svo innilega vænt um þig og það voru ótal margir sem hrifust af þér fyrir það eitt litli vinur..hversu bíður og einstaklega góður þú varst.
Þín verður sárt saknað eins og Ninju. Ég vona innilega að hún hafi tekið á móti þér og þú fáir að kúra aftur í fangi hennar sem þér þótti svo vænt um.
Með söknuði kveðjum við þig elsku Aries
Mamma og pabbi
22.1.2013 | 08:33
"Ég trúði vart mínum eigin augum"..
Ég bjó að Hásteinsvegi 5 efri hæð,gosnóttina. Höfðum farið að sofa fyrir miðnætti og litla dóttir mín Helena aðeins 6 mánaða auðvitað löngu sofnuð.Ég hrökk upp um nóttina við mikinn titring og þar sem herbergisglugginn snéri út að Hásteinsveginum sá ég ekki strax hvað hafði gerst en rauður bjarmi blasti við og þá var ég viss um að það hefði kviknað í einhversstaðar nærri og þar væri mikill eldur. Hljóp upp á efstu hæð en þar er herbergi með gluggum í austurátt. Og sjónin sem blasti við var ólýsanleg.
Ég hreinlega sá þegar sprungan opnaðist og það var eins og rennilás væri opnaður. Ég varð hálflömuð við að sjá þessa sýn og trúði ekki mínum eigin augum. Þessi mynd þarna í austurglugganum verður alltaf til í undirmeðvitundinni.
Við fórum í það að vekja íbúana í húsinu en á efstu hæðinni bjó sonur mannsins á neðri hæðinni hann Hermann gamli og hans kona. Sonur hans ætlaði ekki að trúa okkur fyrr en við sýndum honum sýnina sem blasti við út um austurgluggann.
Ég tók barnið úr rúminu sínu og klæddi og síðan fórum við út í skúr sem var bak við húsið..náðum í vagninn undir barnið og héldum heima að Hvoli v/Urðarveg 17 en þar bjuggu foreldrar mínir og systur. Ekki voru allir heima við er við komum.. því karlinn hann pabbi hafði skroppið eitthvað austur eftir og mig minnir Anna systir með honum en kallinn ákvað víst að fara að taka myndir af þessum hamförum.Loks þegar þau létu sjá sig fórum við öll niðrá bryggju og biðum róleg eins og allir sem voru þarna.
Það var nú ekki mikið talað..einhver stóísk ró yfir öllum eða kannski voru allir í svona hrikalegu áfalli (eftir á að hyggja)
Við biðum bara eftir að komast um borð í bátana og þegar röðin koma að okkur fjölskyldunni fórum við um borð í Gjafar.
Sjóferðin var fyrir mig hræðileg, hef aldrei á æfi minni verið svona sjóveik og var meira og minna meðvitundarlaus á gólfinu undir einhverju borði. En bjargvættur minn þessa ferð var Anna systir mín sem hugsaði um Helenu litlu alla leið til Þorlákshafnar. Faðir litlu minnar hafðist við úti á þilfari ásamt fleirrum Það var ekki fyrr en búið var að koma okkur frá borði í Þorlákshöfn og um borð í rútuna..þar sem ég settist með litlu stelpuna mína í fanginu og útvarpið var í gangi. Skyndilega kemur rödd þularins í útvarpið og hann segir eitthvað í fyrstu en svo sagði hann þessi orð sem vöktu mig.."Eldgos er hafið á Heimaey" og þá á þessu augnabliki er ég gerði mér grein fyrir hættunni sem við vorum í og hvað hefði virkilega gerst..brotnaði ég og grét eins og barn..- Leiðin til Reykjavíkur og sá tími að ferðast með rútunni er ekki til í minningunni. Einhvernvegin hefur þessi reynsla þurrkað það út. En til Reykjavíkur komum við og þar var tekið vel á móti okkur ég get ekki einu sinni munað hvað skóla við vorum í sem var einn af björgunarstöðvunum.allt þurrkað út. Eina sem ég man hvað fólkið sem tók á móti okkur var hlýlegt og vildi allt fyrir okkur gera. Og fyrir það er ég ævinlega þakklát. Við komum í því sem við stóðum..engin aukaföt né neitt..við vorum þarna allslaus.
Seinna meir fengum við inni ásamt foreldrum mínum inni í Vogum á Vatnsleysuströnd í þokkalegu húsi sem heitir Sólheimar og þar dvöldum við í þó nokkurn tíma. Svo fluttum við öll inn í Hafnarfjörð á Strandgötuna beint á móti slippnum og dvöldum þar um tíma áður en við ákváðum að flytja aftur til Eyja en það var í júlímánuði 1973.
En sú ákvörðun var tekin eftir að ég og sambýlismaður minn ásamt frænku minni og einni vinkonu skutumst með Douglasvél út í Eyjar að skoða okkur um.
Enn stóð spýjan upp úr fellinu er við lentum í Eyjum. Við fórum bara fótgangandi um bæinn..upp að Geirlandi við Vestmannabraut en þar var heimili frænku minnar hennar Huldu.
Allt var svart..svart og grátt að lit. Við fórum inn heima hjá Huldu og skoðuðum okkur um fórum niður á neðstu hæðina og þar sem ég ætlaði að beygja mig eftir hlut sem lá á gólfinu var eins og ég lenti á vegg..rétt niður við gólfið. Fékk að vita það hjá einum reynslumiklum manni að það hafi verið gas sem lá eins og teppi niður við gólf. Sá hinn sami skammaði okkur fyrir að vera þarna á þessum slóðum án þess að nokkur maður væri með okkur og liti til með okkur græningjunum en það var hann Högni sem býr í Helgafelli í dag. Hann var á ferðinni á litlum jeppa og hirti okkur upp.
Hann fór með okkur vítt og breitt og svo uppí Helgafell þar sem hann bauð okkur upp á kaffisopa og spjall. Og ég man hversu skrítið mér fannst að sjá í öllu þessu svarta og gráleita umhverfi að inni við stóð þessi fallega rauðbleika lilja..sperrt og falleg.
Við fórum síðan niður á Hásteinsveg 5 til að skoða aðstæður. Kolsvartur vikurinn náði víða upp að efri hæðinni. Við komust samt inn um aðaldyrnar og kíktum inn. Allt leit svo sem þokkalega út og ekkert skemmt.
Eftir þessa heimsókn ákváðum við að flytja aftur heim sem við gerðum í júlí á gosárinu.
Það var svolítið undarlegt að koma heim aftur..hvert sem litið var blasti við þessi svarti litur sem lá yfir Eyjunni okkar. En fljótlega var byrjað að hreinsa götur...húsþök og garða. Samfélagið á þessum tíma var svolítið sérstakt enda ekki mjög margir sem voru fluttir aftur heim.
En það sem er mér ógleymanlegt er þegar ljós fóru að kvikna smá saman í húsum í bænum eins og kveikt væri á jólatré og það var yndisleg sjón. Farfuglarnir voru búnir að finna æskustöðvarnar aftur.
Ekki voru allir jafnheppnir og við.. því það misstu svo margir húsin sín í þessu eldgosi og sumir snéru aldrei aftur til Eyja.
Foreldrar mínir misstu sitt hús Hvol við Urðarveg 17. Amma mín Ingibjörg frá Vatnsdal og allt það fólk sem bjó í þessu tignarlega húsi varð að sjá eftir því er hraunið kramdi það og braut. Haukur Högnason frá Vatnsdal bjó neðan við Vatnsdal missti sitt hús. Dúdda systir mömmu minnar og Bjössi sem bjuggu að Grænuhlíð 13 missti sitt hús. Anna og Högni bróðir mömmu minnar áttu heima við hliðina á Dúddu og Bjössa og misstu sitt hús. Þannig að það var stór hluti minnar fjölskyldu og skyldmenna sem missti sitt í þessum hamförum. Eftir eru sár og minningar sem verður aldrei bætt.
Öll þessi reynsla sem mun aldrei gleymast varð seinna meir til þess að ég settist niður við að búa til ljóð um þennan atburð en þá var ég 23 ára.
Á þessu ári 2013 er 40 ára afmæli Eldgossins á Heimaey var ljóðið mitt "Yfir eld og glóð" valið til flutnings við lag Þorvaldar Bjarna og verður frumflutt í Hörpunni 26 janúar n.k.
Ég læt ljóðið fylgja með hér í lokin enda ekki bara mitt ljóð heldur tileinkað ykkur öllum.
"Yfir eld og glóð"
Ég aldrei mun gleyma er titrandi stóð
sjá jörðina opnast og þeyta upp glóð
ég starði og starði á ösku og eld
sem breiddi út sinn eldrauða feld.
Ógnandi drunurnar kváðu þar nið
með barnið í fanginu flúðum við
í ógnandi örmum skildum við allt
niðri við bryggju stóð fólkið þar,margt
Á bátum var flúið á meginlands strönd
þar tóku á móti okkur vinir í hönd
með alúð og vinsemd þau tóku oss í mót
þó pláss væri lítið, það skipti ekki hót.
Seinna er fórum við heim til að sjá
ummerkin eftir eldsins gjá
húsin á kafi í kolsvörtu gjalli
í austri var eldur í nýju fjalli.
Við ákváðum seinna að flytjast til baka
með vonina að vopni og áhættu taka
þá oft var mér litið í austur á fjallið
hraunið sem kaffærði húsin og gjallið.
Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka
Vatnsdalur tiginn og Landagata
Pétó og Laugin er lékum við oft
nú gnæfir þeim yfir..hraun hátt í loft.
Þegar ég sit hér og hugsa um það nú
hve fólkið var rólegt svo samtengt sem brú
þá þakka ég einum sem bak við oss stóð
og bjargaði yfir eld og glóð.
(Gert í ágúst 1977)
Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2012 | 05:33
ALLRA...ALLRA..LANGBESTA ..JÓLALEIKRIT..ALLRA..TÍMA.;)
Í þessu skemmtilega og innihaldsríka jólaleikriti leik ég skólastjóra barnanna í leikritinu.
Og það er næg lýsing..
Þau eru tekin á teppið og skömmuð fyrir..ja..að sumra mati.."ósanngjarna hegðan" sem vissulega á eftir að breyta ýmsu fyrir fjórmenningana...Katrínu..Arnar..Sigurbjörn og Guðfinnu..
Í stuttu máli tekst það..og þau koma til með að líta jólahátíðina, öðrum augum en þau gerðu í upphafi.. og vafalaust margur hver sem horfði og hlustaði af andakt í leikhúsinu með okkur..
Leikhúsið er fyrst og fremst töfraheimur..... ævintýraheimur...sem leyfir manni að takast á við ýmislegt utan raunveruleikans sem og "hjálpar á svo undraverðan hátt" mörgum hverjum að takast á við raunveruleikan utan leikhússins... ótrúlegt..en satt..
Leikhúsið breytir flestum ef ekki öllum..þú öðlast sjálfsálit..hafi það skort.
Þú verður ófeimnari við að koma fram..hafi það verið erfitt áður.
Þú getur opnað munninn..án þess að hafa áhyggjur yfir að segja einhverja vitleysu..eða það sem þú hélst að kæmi úr þínum munni ...að þínu mati..
Hættu að hafa áhyggjur.. því þú ert búinn að fá prófessjónal leiðbeiningu og aga um hvernig þú mögulega..þú átt að haga þér og hvernig ekki. "Svo er það "þitt fyrst og fremst"...hvernig þú vinnur út frá því í framtíðinni kæri meðleikari..
Til þess eru leikstjórar og okkar leikstjóri hann Þröstur gerði gott betur en það. Og það má merkja af flestum þeim leikendum sem ég er að leika með þessa stundina.
Vissulega hef ég reynsluna gegnum árin með eðalleikstjórum sem nú eru farnir yfir móðuna miklu
eins og Unni Guðjóns og Sigurgeiri heitnum.
Bæði ógleymanlegir leikarar og ekki síst leikstjórar og til þeirra hugsa ég með virðingu og mikilli hlýju..
Þau skópu mig og slípuðu á allra handa máta og að því bý ég alla mína æfi og er þeim óendanlega og ævinlega þakklát... fyrir að hafa komið mér útúr "gaukshreiðrinu mínu" sem saman stóð af einsemd og einelti og erfiðri æsku á timabili sem fylgdi mér á fullorðinsárin og komu mér á lappirnar með því að leyfa mér að skilja sjálfa mig gegnum leikhúsið hvernig þakkar maður slíkt?
Jú... kannski með því að deila sjálfum sér með öllum þeim yndislegu ungmennum sem eru að stíga jafnvel..sín fyrstu spor í leiklistinni . Þessi frábæri hópur sem ég hef fengið það hlutverk að vera með innan leikhússins hefur fært mig aftur nær þeim leikstjórum sem skópu mig í upphafi og ég sé marga innan þessa hóps sem höfðu kannski ekki mikið álit á sjálfum sér..blómstra...
Og það er yndislegt að sjá og upplifa...og þar sé ég mig aftur og aftur í þeirra sporum..
Þau hafa stundum undrast af hverju ég sé alltaf baksviðs að horfa á leikritið af hliðarlínunni þó svo ég sé búin að horfa á það margoft og taka þátt..
(ég leik stutt en skorinort hlutverk í upphafi leiks sem hefur svo mikil áhrif á hvað tekur við)
Og ég hef sagt við þau að það er alltaf jafn gaman að fylgjast með þeim og sjá hversu þau verða betri og betri með hverri sýningu.
Og á stundum er ég að horfa á alveg splunkunýtt leikrit í hvert eitt skiptið.. og þá verð ég svo stolt af þessu yndislega unga fólki sem öll upp til hópa er að sýna framför í hvert eitt sinn á sviðinu og verða betri og betri með hverri sýningu..
Takk fyrir elsku Jóhanna mín að hringja í mig forðum ..og bjóða mér að taka þátt í þessu einstaklega fallega og eftirminnilega ...."frumflutta stykki þínu" sem skilur eftir sig ómælda ánægju um ókomin ár..
Ég vona að ég hafi staðið undir væntingum í mínu hlutverki sem skólastjórinn..
Það eitt að heyra hlátur áhorfenda og hversu vel þeim var skemmt skilur eftir sig yndislegar minningar með góðu fólki leikara sem stóðu sig svo frábærlega .
Takk fyrir samveruna elskurnar mínar og gangi ykkur allt vel í framtíðinni.
Með kærri kveðju "SKÓLASTJÓRINN" (Kolbrún Harpa Ómarskona Vatnsdal)
Leikritshöfundurinn Jóhanna Ýr Jónsdóttir ásamt leikstjóranum frábæra ..honum Þresti..
Með kertin sem ég útbjó og gaf þeim í tilefni
frumsýningardagsins..;)
Takk enn og aftur elskurnar mínar fyrir samveruna..
öll sem eitt..
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)