Var svona erfitt að segja "Ég elska þig"

Eins langt og ég reyni að muna þá man ég ekki eftir því að pabbi eða mamma hafi sagt þessi orð við mig meðan þau ólu mig upp.

"Óþarfa tilfinningasemi"  var ekki við líði í þá daga og við það ólst ég upp. Og í dag þykir mér það afar sárt...meira að segja tilfinningar mínar hafa borið mig ofurliði við þessa tilhugsun og ég hef tárast við þessa hugsun og jafnvel farið að gráta, aðeins vegna þess að ég man ekki eftir að hafa heyrt þessi orð úr þeirra munni.

Man eftir að hafa heyrt orðið !"vænt um"  af og til en ekki þessi orð  hlýju orð og stöku faðmlag.
Ég geri mér grein fyrir  í dag  að þetta skiptir mig svo miklu máli. Ég bara tárast við að setja þetta á blað en ég þarf að gera það..mín vegna.
Ég er ekki að segja  að foreldrar mínir hafi verið vondar manneskjur heldur eins og ég nefndi hér að ofan óþarfa tilfinningasemi var ekki til þá.
Það gekk enginn upp að mér,faðmaði mig og kyssti og sagði þessi fallegu orð þegar ég var barn...því miður.
það var vegna þess að ég ólst upp við svona óþarfa tilfinningasemi að ég hélt því áfram í uppeldi á mínum börnum langt fram eftir aldri þeirra sérstaklega þeirra eldri og það finnst mér afar sárt þegar ég lít til baka.
 Hvað ég hef gert þeim í móðurhlutverkinu og enn verra ef ég hef gert þau að því sama. En sem betur fer hef ég fengið tækifæri til að betrumbæta mig í umgegni við fjölskyldu mína og lært að sýna hlýju og fullt af tilfinningum faðmlögum og kossum.


Sá sem ég á þetta allt að þakka er þessi yndislegi og ljúfi maður sem ég var svo heppin að hitta fyrir margt löngu síðan og ég nýt ennþá þeirrar hlýju,ástar,væntumþykju og vinskapar eins og þegar við hittumst fyrst.

Hann læknaði hjarta mitt og mörg hver sárin sem ég hef borið undir þykkum skrápnum .


 Verið einstaklega góður hlustandi og minn besti vinur gegnum súrt og sætt. Hann tók við mjög brotinni manneskju sem var ég... þótt ég gerði mér ekki fulla grein fyrir því þá.

En hann gafst aldrei upp á mér þrátt fyrir ýmis erfið tímabil. Þannig er ástin í öllu sínu veldi og fyrir allt þetta elska ég manninn minn meira en orð fá lýst.
Og það veit guð að ég elska börnin mín af öllu hjarta og vil veg þeirra sem bestan og það hef ég lært að sýna í orði og verki á þessum árum frá því ég kynntist elskunni minni. Það er ekki annað hægt en að breytast í betri manneskju þegar maður hefur engil við hlið sér.


Á þessum árum hefur svo margt breyst til hins betra og ég segi óhikað við börnin mín  í dag..Ég elska þig  eða segi..ástin mín og faðma þau að mér.

Þau hafa gefið mér barnabörn sem ég elska út af lífinu... öll með tölu og reyni að sýna það eins oft og ég fæ tækifæri til. Ég á yndisleg tengdabörn og þykir ofboðslega vænt um þau eins og börnin mín  <3 <3

Ég hef átt mörg góð samtölin við elstu dóttur mína við eldhúsborðið  enda alltaf sagt að hún hefði átt að vera sálfræðingur/geðlæknir/sálusorgari eða allt það sem hefur með manneskjur að gera.

Synd að fleirri fái ekki að njóta hæfileika hennar sem hlustanda og gefa góð ráð .En hún er allavega í starfi þar sem manneskjur  fá að njóta þjónustu hennar sem sjúkraliða.

Og hvað er betra en fá manneskju sem elskar starf sitt til að hugsa um velferð eldri borgara og umönnun þeirra. og minna þegar fram líða stundir :)

Ég starfaði sjálf í mörg ár við ummönnun aldraðra og ég elskaði vinnuna mína og leið vel á þessum stað Og ég hlakkaði alltaf til að mæta í þessa einstaklega gefandi vinnu.

 


Hvað getur maður sagt ..nema það eitt hvað mér þykir óumræðilega vænt um þessa manneskju :)

tongue-out


13 ár frá því að Scoliosis uppgötvaðist !

Hvernig stendur á því að ekki er búið að finna einhverja lausn..eitthvað til að létta henni verkina sem há henni á hverjum einasta degi? Hún er búin að ganga milli lækna og ekkert gert!

Það var árið 2001 að það var tekin BAKMYND af yngstu dóttur minni sem var þá aðeins rétt 13 ára gömul og kom í ljós alveg hræðileg skekkja í hryggnum hennar bæði á milli herðablaðanna og neðarlega í mjóbakinu. Hryggurinn var orðinn eins og S í laginu. Hún var á þessum tíma   10- 12 ára rosalega virk í sundi og keppti fyrir Eyjar og fékk mörg gullin og silfrin fyrir sín afrek. Svo kom að þeim tíma sem henni reyndist þetta erfitt og hætti. Líklegasta ástæðan er sú sem að ofan greinir. Vil koma því á framfæri að það komu aldrei neinar athugasemdir eftir skólaskoðun varðandi bakið hennar"

Það var ekki eins og margur hélt að hún "nennti" þessu ekki lengur og vildi bara vera á jamminu með sínum félögum. Líklegast féll ég í þennan hóp á sínum tíma en svo kom þetta í ljós. Og ég skammaðist mín fyrir ýmis orð sem ég hef látið falla í hennar garð ,einnig þegar hún reyndi að vinna eins og aðrir og kom heim úr vinnu og kvartaði um í bakinu sínu og gafst oftar en ekki upp. Jú ég skammaðist í henni og taldi bara að hún nennti ekki að vinna og ég skammast mín líka fyrir að hafa skammast í henni á þessum tíma.

Jú ,það var bæklunarlæknir sem hún var send til á þessum tíma til að mynda bakið hennar betur og ýmsar mælingar gerðar á skekkjunni. Bæði 2001 og 2002 og var sagt að það þyrfti að fylgast með bakinu hennar meðan hún var enn að vaxa. Því það væri lítið gert fyrr en hún væri búin að taka út vöxtinn og þá yrði hægt að sjá hver staðan væri orðin á skekkjunni.  Það var aldrei nein eftirfylgni að hálfu læknis hér heima.

"Við eigum þessar röntgenmyndir af bakinu hennar  frá þessum tíma og þær eru hræðilegar".

Hún hefur reynt að vinna og mjög oft gefist upp og áfram hélt þetta "viðkvæði" að hún nennti ekki að vinna en ég vissi betur og fór að verja hana fyrir þessum athugasemdum frá ansi mörgum bæði nánum og öðrum og oftar en ekki var sagt við mig að ég væri orðin svo lokuð fyrir henni og tryði öllu sem hún segði s.s meðvirk.
Það má vel vera að ég hafi verið meðvirk...ég er það enn í dag  því hún hefur eftir 13 ár ekki fengið neina aðstoð frá læknum né nein úrræði og alltaf versna verkirnir í bakinu. Það er  ekki ósjaldan sem hún hefur hringt í mig og þá er hún að "gefast upp"  og grætu í símann og það er ömurlegt. Ég hef ráðlagt henni eins og ég get og bent henni að fara til lækna og ræða þessa verki en allt kemur fyrir ekki..það er varla að sé hlustað á hana.
ER það vegna þess að þeir sjá unga og fallega stúlku sem lítur ekki "veikindalega út" og hún sé bara að kvarta og nenni ekki að vinna? Það get ég guðsvarið að á stundum held ég það og nú finnst mér komið nóg! Nú ætla ég í málið og ég  mun gera allt til að fá þessa lækna til að hlusta og gera eitthvað af viti fyrir dóttur mína, hvað sem það kostar. Þú afgreiðir ekki þjáðar manneskjur á þennan hátt eins og virðist vera gegnum tíðina. Einn bæklunarlæknirinn gekk nú svo langt að segja upp í opið geðið á henni að henni ætti ekki að finna svona til ! Mikið varð ég reið að heyra þetta, hefði óskað að ég hefði verið með henni er hann lét þessi orð falla. Ég hefði allavega ekki þagað.


Svo núna er staðan sú að hún fann annan bæklunarlækni og ég sagði henni að fara með röntgenmyndirnar til að sýna honum og viti menn loksins eftir allan þennan tíma á hún að fara í Segulómskoðun á bakinu en fær ekki tíma fyrr en í desember sem er slæmt en það verður svo að vera. Hún er allavega að fara í segulómun sem ég vil meina að hefði þurft að gera fyrir löngu síðan!
Ég ætla með henni í viðtal við bæklunarlækninn, henni til aðstoðar og vera þess fullviss að hann framfylgi skoðun á henni og geri eitthvað af viti í hennar málum.


Staðan í dag er einnig sú að hún hefur reynt að mæta til vinnu svona verkjuð en hefur oft þurft að gefast upp og vinnuveitandinn er farinn að  efast um að hún geti stundað vinnuna sína og það er slæmt. Hún á enga veikindadaga svo að í þau skipti sem hún hefur verið frá vinnu er hún launalaus og það er slæmt.

Svo hvað er til ráða ef henni helst ekki á vinnunni vegna þessara stöðugu verkja? Eins og hún hefur verið ánægð í þessari vinnu og hefur sagt að þar sé góður starfsandi. Í þessari vinnu  gæti hún blómstrað ef ekki væri fyrir bakið og stöðuga verki.


Málið er að hún getur ekki staðið lengi, ekki gengið lengi, setið lengi, bograð né lyft og það er slæmt. í dag er staðan sú að hún rétt getur sinnt heimilisverkunum og það gerðist fyrir c.a tveimur dögum síðan að hún gat ekki reist sig upp úr rúminu  fyrir verkjum þar sem hún lá á maganum og varð að beita enninu til að ýta sér upp meðan elskan hennar varð skelfingu lostinn og vissi vart hvað hann átti að gera til að aðstoða hana.
Og það vita ansi margir sem hafa "fengið í bakið" að það er best að finna út sjálfur hvernig best er að koma sér úr þessari aðstöðu að vera í lás því hitt getur bara verið verra.

 

 Svona  lítur hryggurinn hennar út.

scoliosis

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svo er annað, fyrir nokkrum árum síðan kom í ljós að hún var með ofvirkan skjaldkirtil..af hverju? Jú hún bar öll þess merki , ör, stuttur kveikiþráðurinn og varla húsum hæf eins og ég sagði stundum vegna skapofsa og útlitseinkennin voru einnig mjög áberandi. Útstæð augu og hrikalega bólginn kirtill  og ég fór fram á að skjaldkirtillinn yrði skoðaður.

 Og viti menn ég hafði rétt fyrir mér! Hún var sett á lyf, tvennskonar og það varð ótrúleg breyting á henni. Skapið lagaðist, útstæðu augun urðu eðlileg og hún varð húsum hæf ;)
Hún hefur verið í blóðprufum af og til , til að fylgast með kirtlinum. En svo var það fyrir stuttu eða 1/2 ári síðan að innkirtlasérfræðingurinn hennar í dag sagði við hana að blóðprufurnar væru fínar og sagði henni að hætta á lyfjunum ?  
Og þarna verð ég bara að bremsa því í upphafi var sagt að hún þyrfti að koma kirtlinum á rétt ról og þyrfti svo að vera á öðru skjaldkirtilslyfi til að viðhalda ballans (það var reyndar  fyrsti innkirtlasérfræðingurinn hennar sem sagði  að hún þyrfti að fara á skjaldkirtilslyf eftir fyrri meðferð)
 Og nú er svo komið að ég sé að kirtillinn er aftur orðinn bólginn og augun eru að breytast aftur. Ég þreifaði á hálsinum á henni  um daginn og það er svo augljóst að þetta er ekki í lagi.

Innkirtlasérfræðingurinn hefur ekki einu sinni látið "mynda kirtilinn"  og við það geri ég stóra athugasemd því bæði ég og ein systir mín fengum staðbundið krabbamein í hálsin og dóttir systur minnar hefur einnig verið með skjaldkirtils vandamál.. Ég var aðeins 19 ára þegar það uppgötvaðist hjá mér og þess vegna  og ekki síst vil ég að skjaldkirtillinn verði myndaður. Dóttir mín sagði mér að hún hefði þurft að biðja sérfæðinginn að þreifa á hálsinum og hann hefði vart snert hann. Hann tekur bara mark á blóðprufunum en það segir bara ekki allt. Og nú ætla ég að heyra í honum sjálf og fara fram á að kirtillinn verði myndaður annað er óásættanlegt.

Svo það er tvennt sem þarf að laga og ég ætla að hjálpa henni á allra handa máta svo það verði "hlustað".

Eigið annars góðan dag
Kveðja úr Kollukoti 

 

 


"Lemur í kjós "

"Lemur í kjós" er skemmtileg afbökun af  orðatiltækinu"Kemur í ljós Smile
Veit ekki af hverju þetta kom endilega upp í hugann akkúrat núna..hahahaha LoL
.

Ég vaknaði aftur á móti snemma í morgun á þessum annars dýrðlega laugardagsmorgni 29 mars 2014 með það í huga fyrst og fremst að taka til  á heimilinu eins og góðum húsmæðrum sæmir.
 Jújú..ég gerði eitt og annað..en ekkert merkilegra en að taka til og henda í þvottavélina. Því dagurinn bauð upp á þurrk á snúrunum sem löfðu letilega  úti í sólskininu  hér rétt fyrir utan.
Þegar veðrið er svona gott og sólin kitlar andlitið þá einhvernvegin fyllist maður aftur trú á lífið og tilveruna og hjartað verður fullt af svo yfirgengilegu þakklæti að fá að eiga þessa stund..í þessari paradís...akkúrat núna Heart
Ég bý á Heimaey, stærstu eyjunni í Vestmannaeyjaklassanum og þó svo ég sé fædd hér og uppalin..þá einhvernvegin er hver dagur..hver stund ..hvert augnablik í þessari einstöku paradís... alltaf eitthvað nýtt og svo fallegt sem ég upplifi á hverjum einasta degi. InLove
Og þannig hefur lífsganga mín verið gegnum tíðina þrátt fyrir boðaföll og storma á lífsleiðinni. Þá stendur alltaf uppúr þessi einstaki staður..  Heimaey.

Þessi eyja Heimaey er mitt ból og faðmur.Hún hefur alltaf tekið mér vel og það er gott að hvíla í faðmi hennar á hverjum einasta degi því hún býður upp á svo litríka og margbrotna náttúru og reynslu sem ég get sagt fullum huga að enginn upplifir nema að búa hér..allan ársins hring.
  
Sjáið bara... Heimaklettur vörður Eyjanna, Helgafell svo tignarlegt og Herjólfsdalur með öll sín yndislegu ævintýri  er líða fer að ágúst og svo mætti lengi telja..

 Ég elska þessa eyju og þykir einstaklega vænt um hana og allt sem henni fylgir.  Ég upplifði eldgosið  aðeins rétt 19 ára gömul með tæpra sex mánaða litlu dóttur mína og neyddumst til að yfirgefa fóstru okkar á einni nóttu...forðum.
Sem betur fór gátum við snúið aftur til eyjunnar okkar og hér erum við enn. Ég og elsta dóttir mín og þykir enn vænna um Heimaey fyrir vikið HeartVið komust af.... ég og litla stelpan mín þrátt fyrir hörmungar og fyrir það er ég ævinlega þakklát.InLove Ég veit ekki nema ég sé í álagafjötrum því enginn staður heillar mig eins mikið og Heimaey hefur gert og hér líður mér svo vel. Hér þekki ég næstum hvern stokk og stein og heilsa fólki á förnum vegi og lendi á spjalli við menn og konur..kunnugleg andlit..brosandi og hlýtt viðmót.Sérstaklega á degi sem þessum...er sól skín í heiði og varla bærist hár á höfði bæjarbúa..Cool allir verða einhvernvegin svo frjálsir og opnir.

Brosa og spjalla meira og kinka kolli til kunnugra á vegi þeirra í blíðunni. Því öll erum við á sama báti og hann heitir Heimaey.Við erum áhöfnin en hver er skipstjórinn ?

Hver er skipstjórinn...skulum við ósagt látið ... held hann sé enn óráðinn..eða bara óvirkur einhvernveginWink 
En það vantar í plássið ennþá held ég. Enda þurfum við skipstjóra með munninn fyrir neðan nefið. Skipstjóra sem lætur heyra í sér..er samkvæmur sjálfum sér og áhöfn sinni  og einnig fylginn sér í ákvörðunum og lætur ekki deigan síga..hvað sem á dynur. Stendur með áhöfninni  sem eru íbúarnir á Heimaey fram í rauðan dauðann.
Það er góður skipstjóriSmile  með heildina með sér.Enginn skipstjóri er skipstjóri nema með góða áhöfn með sér. Skipstjóri er ekkert án sinna manna.. það skulum við hafa í huga hvert og eitt.

  Enn..ef hann fær áhöfnina með sér  eru honum allir vegir færir.  Það virðist samt vera einhvernvegin í mínum augum að áhöfnin á Heimaey sé án skipstjóra svo það hefur orðið uppreisn á Heimaey  og mikil mótmæli í ræðu og riti og loks þegar áhöfnin er löngu búin að fá nóg..þá vaknar hinn svokallaði skipstjóri (sem lítið hefur heyrst í undanfarið) upp við vondan draum úr koju sinni og hugsar á undrahraða " Já.. ætli sé ekki best að reyna að segja eitthvað af viti" fyrst áhöfnin er búin að gera uppreisn..þá lúkka ég alla vega ekki eins illa í augum þeirra(áhafnarinnar) og sérstaklega þeirra sem mikils mega sín og hafa ávörðunarvaldið (hvort  eð er ) um hvort Heimaey verði lagt eður ei.

Það er stundum erfitt að vera skipstjóri á Heimaey..sérstaklega ef menn mega ekki mæla nema með leyfi þeirra sem eiga fjármagnið..allavega finnst okkur sumu hverju það vera ástæðan fyrir þögninni af hálfu skipstjórans...
Pifff..en það getur barasta verið bölvuð vitleysa í kollinum á mér og fleirrum sem hafa undrast yfir þögninni hjá skippernum þar til í fyrradag.
Einhverstaðar segir "þögn er sama og samþykki"..ertu ekki að grínast skipper? Bara orð engin framkvæmd..
Ææææ... vitlausa ég nú skil ég.Biðst mörg þúsund sinnum velvirðingar hahahahaha. Auðvitað eru "yfirskipstjórar" sem ráða yfir hinum svokallað skipstjóra á Heimaey.
"Pardonne moi france" best að þegja bara og koma sér undir árar og gera eitthvað að viti.
Allavega er áhöfnin á Heimaey tilbúin í róður Wink


Englarnir okkar :)

Þeir eru víða englarnir sem verða á vegi þeirra sem þurfa á að halda InLove  Manneskjur sem eru þannig að upplagi eru englarnir okkar... þau bara vita ekki að því Heart
mbl.is Hnoðaði þar til hjálpin barst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ert'orðin svona gömul sagði hún og blikkaði mig :)

Já..hún barasta blikkaði mig  "án þess að blikna né roðna" og sagði: Velkomin í hópinn...ég hugsaði bara rosa stíft "Í hvaða hóp"? Hvað meinar hún eiginlega? Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið..skyldi bara ekkert hvað hún meinti þessi kona sem barasta blikkaði mig og sagði þessi orð.
Dóttir mín sem var með mér að versla fyrir afmælisveisluna sem ég ætla að halda mínum innsta kjarna þurfti endilega að segja afgreiðslustúlkunni í Apótekinu að ég væri "aalllveg"  að verða ehemmm....get ekki með nokkru móti komið þessari tölu út úr mér. Þetta er ekki einu sinni mín tala! Og hún er 4 happatalan mín! Ég er bara ekki árinu eldri en..hmm já... við skulum bara ekkert vera að tala meira um tölur...ókey!.

 

Gerir fólkið mitt sér ekki grein fyrir því hversu unglega ég lít út! Að ég er ekki deginum eldri en.. haddna... æ..leikkonan í.. haddna..æ ég man ekkert hvað myndin heitir en við lítum jafnvel út þó svo hún segist vera yngri." Hahh...held það sé bara bölvuð lýgi..hef séð hana ómálaða og JESÚS minn!

Ég hefði ekki þekkt hana þó svo hún hefði gist hjá mér og ég vaknað við það að hún hefði rumskað og míns bara "ARGAÐI" rosa hátt við að sjá þetta gerpi liggjandi í mínu rúmi ha!
Er ekki allt í lagi? Þarna lá hún bara "ófótósjoppuð og allt" Jesús minn og ég sem var að hafa áhyggjur af mínum  hmm ..."fínu línum" sem hafa verið að birtast hér og þar. Og ég bauð þeim ekki einu sinni inn á mitt prífasí! Þetta dót..birtist bara allt í einu " óforvarendis" og manni algerlega að óvörum ha! Nei takk við skulum bara ekkert vera að tala um hrukkur og solleiðis vesen ég bara gúddera ekki solleiðis umræðu takk fyrir.

Og slappan maga..ha..ég sá alveg konuna sem starði á mig og ég veit alveg upp á hár hvað hún var að hugsa. Þessi horaða hæna sem lá makindalega í heita pottinum og mældi mig út frá toppi til táar. Ég gat svo gjörsamlega lesið hana skal ég segja ykkur og ég las hana hrikalega vel  þar sem hún lá þarna eins og hún ætti heita pottinn. Je minn..þóttist vera rosa kroppur í bikininu ha! Hvar var sundbolurinn..nei nei bara að sýna sig og ekkert annað. Mín mætti bara í síða sundbolnum sínum sem náði niður mið læri.Það var bara ekkert sem lá á að sýna innan undir mínum sundbol,takk fyrir. Svo bara liggur þessi manneskja næstum nakin í heita pottinum! Er ekkert fylgst með fólki hér í sundlauginni eða hvað? Má ég bara biðja náðarsamlegast um að  fólk sé bara ekkert að horfa á mig eða reyna að ráða í minn aldur!
4 er mín happatala og við það stendur! Erum við bara ekki sammála um að vera ósammálaWink  Mitt afmæli er ekki fyrr en á mánudaginn LoLTounge hahahahahaha Halo

Kolla og Harpa


Horfin sjónum okkar en ávalt saknað...

Á allt of stuttum tíma að mér finnst ,hafa hundarnir okkar yfirgefið okkur í Kollukoti en þeirra verður minnst og saknað vegna gæsku þeirra allra

 og tryggð við okkur og fjölskylduna Heart

Fyrst fór DROTTNINGIN okkar hún Ninja Heart

Sunna og Ninja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þá PRINSINN okkar hann Aries Heart
Ég og Aríes

 

 

 

 

 

 

 

 

Og nú síðast KONUNGURINN sjálfur hann Diesel Heart

 

Sunna Emilý og Diezel

Kiss..kiss Hvað er hægt að segja eftir margra ára samveru

þessara eðal hunda sem hafa dvalið hjá og með okkur

í mislangan tíma.....það er allavega ansi tómlegt þessa dagana

í Kollukoti.
Enginn á vaktinni lengur í eldhúsinu til að athuga hvað

amma er að galdra saman þarna á eldavélinni og bíðandi

eftir að fá kannski að smakka á og vera viss um  að það sem

amma eldar sé nú boðlegt konungum InLove

Svo ljúfur og einstaklega barngóður sem hann Diesel var  og mjög hlýðinn í alla staði en það var stundum erfitt þegar

matur var annars vegar að halda aftur af sér og láta nú til öryggis, vita af sér í eldhúsinu aftur og aftur
og athuga hvort amma væri nokkuð búin að gleyma honum Kissing

Þeirra NINJU, ARIES og DISELS verður ávalt saknað og það hefur örugglega verið mikið fjör hjá þeim

þegar þau hittust öll aftur. Hlaupandi um allt og Aries á eftir þeim enda hafði hann vel við þessum stóru hundum okkar Boxerunum

 þeim Ninju og Diesel sem höfðu þekkst alla þeirra ævi.

Takk ljúfu vinir fyrir allt og allt InLove

IMG_5286the_small_bodyguard.jpg

 


Bölvað myrkrið náði tökum enn og aftur...

Ég hef áður sagt og viðurkennt að ég er þunglynd og var komin á gott skrið sem þýðir að lyfin sem ég var á voru að virka bara vel. En það er komið babb í bátinn. Undan farna rúma tvo mánuði hef ég fundið fyrir því að lyfið er ekki að verka eins og var og líðanin eftir því verið upp og niður. Skildi ekkert í þessum geðsveiflum og fannst flest allt ómögulegt og óyfirstíganlegt suma daga.

Stutt í tárin og svo annað sem ég hef aldrei gert á ævi minni  ég hætti að fara út nema það allra allra nauðsynlegasta. Hef bara hvílst og lagt mig stundum þrisvar sinnum yfir daginn og þar spiluðu fj...verkirnir í kroppnum vegna vefjagigtarinnar. Gat ekki orðið sofið nema nokkrar klukkustundir í senn.

Svo það var ekkert annað að gera en hitta lækninn sinn og ræða þessi mál við hann enda leið mér mjög illa í sálinni. Hann var mjög alvarlegur þegar ég sagði honum frá þessu öllu  og hvað væri að þjaka gömluna bæði kroppurinn og geðheilsan. Niðurstaðan var sú að nú er verið að skipta um lyf og er ég svo til nýbyrjuð á þeim og þá er það bara þolinmæðin sem tekur við eins og ég hef áður nefnt að geðlyf byrja ekki sína alvöruverkun fyrr en eftir 10- 14 daga. Einnig fékk ég lyf til að getað sofið og það er einnig einhverskonar þunglyndislyf..ekki svefnlyf.

Fyrsta breytingin sem ég finn að ég er ekki eins verkjuð og geng ekki um eins og hundrað ára gömul kona og það finnst mér svo æðislegt. hef svo sem aldrei getað ýmindað mér að svona lyf hefði þessi áhrif en það virðist ætla að gera það. Kissing

Samkvæmt lækni á ég að taka eina töflu að morgni í fimm daga og fara svo í tvær á hverjum morgni ásamt því að taka inn þessa töflu að kvöldi  og ég vona það besta að þær virki vel á mig eins og hinar gerðu í töluvert góðan tíma.

Bestu dómararnir um líðan manns eru þeir sem eru manni næstir og búa með manni og taka eftir breytingum ef þær verða til hins verra og til hins betra meðan þú ert að berjast við gímaldiðog reyna að halda í brúnina eins lengi og þú getur. Ef þú missir takið á brúninni þá verður og ég segi verður þú að fara til læknis. Annars verður þú bara í frjálsu falli ef þú gerir ekkert og tala nú ekki um meðan þú sjálf gerir þér grein fyrir hvernig komið er fyrir þér. Að þú ert meðvituð um hvað er að gerast..kannski ekki í fyrstu en þegar dagarnir eru orðnir þannig að þú lokar þig inni og sefur þá er mikið að. Og það var eitthvað sem aldrei hefur fyrir mig komið.

Þunglyndissjúklingar eru margir hverjir snillingar í að villa mönnum sín..eru oft hrókur alls fagnaðar, virka glaðir og kátir  út á við þó þeim svíði í sálina sína ,þeir bera ekki stórslasaða sál sína á borð á mannamótum né úti í búð.En svo er hitt að þegar þú ert komin á góða ferð með hjálp lyfjanna þá eru þér yfirleitt allir vegir færir. Þú færð aðra yfirsýn á málin og getur betur leyst úr vandamálum ef þau verða á vegi þínum. Allt verður auðveldara ekki lengur eins óyfirstíganlegt. Smámál hætta að vera að stórmálum eða eins og sagt er að "Hættir að gera úlfalda úr mýflugu"  það er svo góð tilfinning og þú getur jafnvel hlegið seinna meir að vitleysunni í þér Tounge

styrkur_minn_var_ekki_til.jpg

 

Finnst við hæfi að setja inn eitt af Gullkornunum mínum  sem gefa mér styrk ekki síður en þeim sem njóta þeirra á síðunni minni

 Eigið góðan dag elskurnar og gangi ykkur vel Heart

 

 

 

 


Það er bara svo gaman að hitta sjálfa sig aftur (eins og ég var) að ég á það til að gleyma mér :):)

Hef alltaf verið fílhraust hress og kát  og full af orku. En fyrir nokkuð mörgum árum síðan hrundi ég niður líkamlega og andlega. Fyrst var það líkamlega hliðin og í kjölfarið þunglyndi. Hef alltaf fundið mig knúna til að rífa mig upp úr depurð sem er bara normal að finna fyrir svona af og til en þegar það gekk ekki lengur þá var greinilega eitthvað farið að bila í kerfinu og það var ekki góður tími.

Út á við lét ég sem ekkert væri enda leikkona af guðsnáð og faldi þetta lengi vel þar til ég gafst upp og leitaði mér aðstoðar. Hana fékk ég með lyfjum við þunglyndiseinkennum mínum og líður bara miklu betur í dag... en af og til koma augnablik sem ég dett niður og þá er stutt í tárin því innri vanlíðan er svo mikil. En ég á svo góðan og skilningsríkan maka sem hjálpar mér upp úr lægðunum í lífinu og þá get ég farið að brosa aftur Grin

Frá því að vera með eðlilega depurð og detta inní þunglyndismyrkrið var ömurleg lífsreynsla og óskapleg vanlíðan sem fylgdi. það er oft ýmislegt í lífi manns sem þrýstir á gikkinn þar til skotið hleypur af og allt virðist svo dapurt sem áður gaf þér gleði og þú ert ekki né getur orðið fullnægður í sálinni lengur. Ég held ég viti nokkurn vegin hvað kom þessu svo endanlega af stað enda er maður búinn að kyngja ýmsu gegnum tíðina og reynt að horfa fram á við þrátt fyrir hin ýmsu áföll allt frá æsku fram á fullorðins árin.

Barningur við að reyna að halda í blessað húsið sem við áttum og misstum fyrir nokkru síðan og baráttan við bankann tók sinn toll af geðheilsu minni en þar tapaði ég baráttunni ,illilega og í kjölfarið varð það depurðin sem varð að víkja fyrir þunglyndinu því mér fannst ég vera hreinlega að drukkna. það var ömurlegasti tími ævi minnar.

Kvíðahnúturinn sem ég sofnaði með á kvöldin og vaknaði með að morgni var eins og eitthvað væri að éta mig að innan. Sorgin yfir að missa heimili mitt og skilningsleysi þeirra sem höfðu með okkar mál að gera eða vildu ekki skilja. Og baráttan við fjármálafyrirtækið sem tók að sér að finna út hvað best væri að gera í stöðunni og tók heila 4 mánuði að komast að niðurstöðu og útkoman varð sú að við áttum að minnka okkar fjárútlát  um heilar 200 þús á mánuði til að geta greitt bankanum.  Hvernig við áttum að fara að því hef ég ekki minnstu hugmynd um enda láglaunafólk.

Við höfum aldrei vaðið í peningum og allir lánaskilmálar sem gerðir voru í upphafi voru tilbúnir vegna þess sem við höfðum milli handanna þá á þeim tíma. En allt fór úr skorðum við hrunið.Engin niðurfelling engin tilfæring engin undanlátsemi af hálfu þeirra þrátt fyrir breyttar aðstæður í lífi mínu (var óvinnufær)sem ég lét vita af  þá var það ekki tekið til greina, borga skyldum við..en við gáfumst bara upp enda ekki heil brú í þessu  tillögum  og niðurstöðu.

Þetta var virkilega erfiður tími ég hef aldrei litið á þetta sem einhvern aumingjaskap að geta ekki haldið heimilinu þó eflaust hafi ýmsir hugsað sem svo. Við hreinlega höfðum ekki bolmagn til þess. Fiskvinnslulaun eru ekki há og óvinnufærni gefur ekkert af sér. Svo það var vitað mál í hvað stefndi. Eftirsjáin var mikil til að byrja með og það greip mig einnig mikil innri reiði í garð þessarar fjármálastofnunar og hún hefur ekki dvínað eftir þá óbilgirni sem þeir sýndu okkur. það tók mig langan tíma að sættast við þá niðurstöðu að nú tæki bara leigumarkaðurinn við og við þyrftum að yfirgefa litla hreiðrið okkar og henda okkur útí djúpu laugina.

Í dag er mér svo skítsama  (parten mæ frens) um þetta allt sem á undan er gengið og búin að "sætta mig við það sem ég get ekki breytt".

Einhversstaðar segir "Ef þú átt milljónir þá átt þú bankann en ef þú skuldar milljón þá á bankinn þig" og það er bara rétt sérstaklega þegar maður horfir til baka og sér hverjir það voru sem fengu niðurfellingar á sínum lánum og hverjir ekki..

Við tóku nýir tímar og í dag erum við sátt við okkar stöðu þrátt fyrir að vera á leigumarkaðinum og okkur líður bara vel miðað við allt sem á undan er gengið.

En líkamlegu einkennin vilja ekki yfirgefa mig og ég var úrskurðuð með vefjagigt ásamt því að vera þunglynd og er komin á örorku fyrir stuttu síðan sem tók langan tíma að fá niðurstöðu í og biðin var svolítið þreytandi  því TR stofnun tekur sinn tíma við að meta og úrskurða og það þekkja margir á eigin skinni. Vefjagigt er ekki hægt að lækna þú þarft að lifa með henni. Hún tekur sinn toll af mér næstum því á hverjum degi. Ég á erfitt með að sofa eitthvað að viti því verkir í baki og mjöðum vekja mig um miðjar nætur eins og núna og ég er misslæm. Þessi mánuður hefur verið mér afar erfiður, verkjalega séð og erfitt að fá verkjalyfin til að sinna sínu hlutverki því ég hef ofnæmi fyrir sterkum verkjalyfjum sem mögulega gætu skipt sköpum verkjalega séð. Svo það er bara eitthvað tilfallandi sem ég get tekið en virkar því miður ekki.

Stöðugir verkir fara á sinnið og maður verður hvekktur og pirraður í skapi en ég reyni allavega að horfa framhjá þessu þó svo það sé ekki létt. En það er erfitt þegar maður getur ekki setið lengi..gengið eitthvað af viti né staðið lengi þá verður maður pínu pirraður.En það sem hefur bjargað mér stundarkorn er að komast í nudd, fara í sund og heitu pottana og gufuna. Maður er eins og nýfæddur í smá tíma og líður virkilega vel.

Auðvitað koma góðir tímar sem eru lítið sem ekkert verkjaðir og þá fer mín á fullt og lífið brosir við mér en ég þarf sko að passa mig þegar ég fæ fulla orku því þá er ég vís til að "gera allt sem ég gat ekki um daginn "og fæ að finna fyrir því daginn eftir. Svo ég þarf að læra að hemja ofurorkuna þegar hún hellist yfir mig en það er bara svo gaman að hitta sjálfa sig aftur (eins og ég var) að ég á það til að gleyma mér..Tounge

Svo ég er allavega á þunglyndislyfjum sem hafa virkað nokkuð vel á mig en það er eitt voðalega skrýtið finnst mér að þegar lyfin fóru að virka á mig þá fann ég hjá mér þessa kvöð að gera eitthvað skapandi sem ég og gerði . Það var að skreyta kerti sem ég hreint elska að gera og svo fór ég út í það að finna til Gullkorn sem ég hef sett á fallegan bakgrunn og opnaði síðu til handa þeim sem á þurftu að halda og hafa tekið með sér inn í daginn. Það er hreint með ólíkindum hvað síðan hefur orðið vinsæl á þessum stutta tíma frá því ég byrjaði á Gullkornunum og ófá ummælin og falleg orð til mín í kjölfarið . Sem segir mér það eitt að ég er að gera góða hluti.

Svo er annað enn skrýtnara að eftir að ég fór að vera í jafnvægi andlega þá er ég alltaf að muna meira og meira eftir ýmsu sem ég var búin að gleyma..það getur stundum verið sársaukafullt að muna eftir einhverju sem þú varst búinn að loka innra með þér..skella í lás og henda lyklinum. Orð..athafnir og myndir sem skyndilega birtast aftur fyrir sjónum mínum úr þessum lokaða kistli en líklega hluti af lækningunni sem ég þarf að eiga við sjálfa mig. Stundum finnst mér þetta hálf óhugnanlegt og líður illa yfir þessum myndbrotum sem birtast í huga mér. En þetta er greinilega  það sem ég hef ekki viljað takast á við og því lokað það inni þar til nú.´Eg hef margt á samviskunni ekki samt alslæmt en hefði viljað geta gert ýmislegt öðruvísi en ég gerði. En það sem er búið og gert er ekki hægt að breyta enda svo ósköp langt síðan. Svo ég leyfi þessum myndbrotum að hafa sinn gang. Ég get ekki stjórnað draumum mínum né þeim minningum sem poppa skyndilega upp í hugann

Á þessum stundum grípur sorgin stundum í taumana og eftirsjáin vegna þeirra sem eru farnir ..liðnar stundir og skemmtileg atvik brjóta sér leið inn í huga minn og smástund fer ég í ferðalag með minningunum og gleymi stund og stað. Þessi augnablik eru góð og á stundum erfið.

En ég er fegin að eiga svona kistil  minninganna sem ég get opnað af og til og gleymt mér smástund með þeim sem ég elskaði InLove

Eitt fallegasta ljóð sem ég hef lesið og gerði meira að segja lag við þetta ljóð

og á vel við í þessum skrifum er eftir Hákon Aðalsteinsson heitinn stórskáld og vin.

"Ég á mér lítið lokað skrín

sem liggur við mínar hjartarætur

oft er þar sviði um svartar nætur

þar geymir sorgin gullin sín."

 

"Fjölmörg æskunnar bernskubrek

brostnar vonir og glatað þrek

skipsbrot á klettum skuggaheima

skrínið hefur að geyma

þar eru falin mistök mín 

og margt sem ég þyrfti að gleyma. "

 

Læt þessum skrifum lokið í bili elskurnar

bestu kveðjur úr Kollukoti HeartHeart

svartur_engillxxxxtexti.jpg

.


Græna vakningin var ekki til í þá daga ;)

Amma svarar fyrir sig!

Ungur kassastarfsmaður stakk upp á því við eldri konu að hún fengi sér margnota innkaupapoka í stað plastpoka þar sem þeir væru slæmir fyrir náttúruna. Konan afsakaði sig og útskýrði „við höfðum ekki þessa grænu vakningu þegar ég var ung." Ungi kassastarfsmaðurinn svaraði, „Það er vandamál okkar í dag.
"Þín kynslóð var of kærulaus um umhverfið til að vernda náttúruna fyrir kynslóðir framtíðarinnar."

Hann hafði rétt fyrir sér viðurkenndi konan. „Kynslóðin okkar hafði ekki þessa grænu vakningu á sínum tíma. Á þeim tíma skiluðum við mjólkurflöskum, gosflöskum og bjórflöskum í búðina. Búðin sendi þær aftur í verksmiðjurnar þar sem þær voru þvegnar, sótthreinsaðar og fylltar á ný svo hægt væri að nota sömu flöskurnar aftur og aftur. Svo þær voru virkilega endurnýttar. En við höfðum ekki þessa grænu vakningu í þá daga."

Matvöruverslanir settu vörurnar okkar í brúna pappírspoka sem við endurnýttum til margra hluta. Það sem helst ber að nefna, fyrir utan að hafa notað þá sem ruslapoka, var það hvernig við notuðum pappírinn utan um skólabækur til að hlífa þeim. Þetta var gert til að tryggja að almenningseign (bækurnar sem skólinn útvegaði okur) skemmdist ekki við notkun. Svo gátum við skreytt pappírinn á bókunum að vild. En þvílík synd og skömm að græna vakningin skuli ekki hafa verið hafin á þessum tíma."

Við gengum upp tröppur því við höfðum ekki rafmagnsstiga í hverju húsi. Við gengum í búðina og bröltum ekki upp í 300 hestafla tæki í hvert sinn sem við þurftum að komast 300 metra. En það er rétt hjá þér. Við höfðum ekki grænu vakninguna. Á þeim tíma þvoðum við bleiur barnanna okkar því við höfðum ekki þessar einnota. Við þurrkuðum föt á snúru, ekki á orkueyðandi maskínu sem brennir upp 220 voltum:  vind- og sólarorka virkilega þurrkaði fötin okkar í gamla daga. Krakkar fengu notuð föt af systkinum sínum, ekki alltaf splunkunýtt. En þú, ungi starfsmaður hefur rétt fyrir þér. Græna vakningin var ekki hafin á þessum tíma."

Við höfðum eitt sjónvarpstæki eða útvarp á heimilinu, ekki sjónvarp í hverju herbergi. Og sjónvarpið var með skjá á stærð við vasaklút (manstu eftir þeim?), en ekki skjá á stærð við Hafnarfjörð. Í eldhúsinu þeyttum við og hrærðum í höndunum því við höfðum engin rafmagnsknúin tæki til að gera allt fyrir okkur. Þegar við pökkuðum inn viðkvæmum sendingum notuðum við gömul dagblöð til að verja innihaldið, ekki frauðplast eða loftbólur. Á þeim tíma ræstum við ekki vél og brenndum bensíni til þess eins að slá garðinn okkar. Við nýttum vinnuna til líkamsþjálfunar svo við þyrftum ekki að fara á líkamsræktarstöð til að hlaupa á brettum sem knúin eru áfram af rafmagni. En þú hefur rétt fyrir þér, græna vakningin var ekki til þá."

„Við drukkum úr krananum þegar við vorum þyrst í staðinn fyrir að nota plastglös eða flöskur af minnsta tilefni. Við fylltum gömlu pennana okkar af bleki í stað þess að kaupa nýja og við skiptum um rakvélarblöð í stað þess að henda allri rakvélinni bara af því að blöðin voru orðin bitlaus. En það var engin græn vakning."

Á þeim tíma notaði fólk almenningssamgöngur og krakkar fóru hjólandi eða gangandi í skólann í stað þess að nýta foreldra sína sem einkabílstjóra allan sólarhringinn. Við vorum með eina innstungu í hverju herbergi, ekki raðir af innstungum til að knýja áfram tugi tækja. Og við þurftum ekki tölvugræjur til að taka á móti merkjum frá gervihnöttum úti í geimi til þess að finna næstu hamborgarabúllu. En er það ekki sorglegt að unga kynslóðin skuli harma hve eyðslusamt gamla fólkið var "því við efndum ekki til grænu vakningarinnar í gamla daga"

 

Ofangreind saga er þýdd af netinu þar sem hún finnst í ótal útgáfum og eintökum - höfundur er óþekktur.

Svo sönn þessi saga enda upplifði ég þessa tíma sjálf
InLove

 

Kveðja úr Kollukoti Heart

24652_392967397477489_1188151447_n.jpg



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband