Það er bara svo gaman að hitta sjálfa sig aftur (eins og ég var) að ég á það til að gleyma mér :):)

Hef alltaf verið fílhraust hress og kát  og full af orku. En fyrir nokkuð mörgum árum síðan hrundi ég niður líkamlega og andlega. Fyrst var það líkamlega hliðin og í kjölfarið þunglyndi. Hef alltaf fundið mig knúna til að rífa mig upp úr depurð sem er bara normal að finna fyrir svona af og til en þegar það gekk ekki lengur þá var greinilega eitthvað farið að bila í kerfinu og það var ekki góður tími.

Út á við lét ég sem ekkert væri enda leikkona af guðsnáð og faldi þetta lengi vel þar til ég gafst upp og leitaði mér aðstoðar. Hana fékk ég með lyfjum við þunglyndiseinkennum mínum og líður bara miklu betur í dag... en af og til koma augnablik sem ég dett niður og þá er stutt í tárin því innri vanlíðan er svo mikil. En ég á svo góðan og skilningsríkan maka sem hjálpar mér upp úr lægðunum í lífinu og þá get ég farið að brosa aftur Grin

Frá því að vera með eðlilega depurð og detta inní þunglyndismyrkrið var ömurleg lífsreynsla og óskapleg vanlíðan sem fylgdi. það er oft ýmislegt í lífi manns sem þrýstir á gikkinn þar til skotið hleypur af og allt virðist svo dapurt sem áður gaf þér gleði og þú ert ekki né getur orðið fullnægður í sálinni lengur. Ég held ég viti nokkurn vegin hvað kom þessu svo endanlega af stað enda er maður búinn að kyngja ýmsu gegnum tíðina og reynt að horfa fram á við þrátt fyrir hin ýmsu áföll allt frá æsku fram á fullorðins árin.

Barningur við að reyna að halda í blessað húsið sem við áttum og misstum fyrir nokkru síðan og baráttan við bankann tók sinn toll af geðheilsu minni en þar tapaði ég baráttunni ,illilega og í kjölfarið varð það depurðin sem varð að víkja fyrir þunglyndinu því mér fannst ég vera hreinlega að drukkna. það var ömurlegasti tími ævi minnar.

Kvíðahnúturinn sem ég sofnaði með á kvöldin og vaknaði með að morgni var eins og eitthvað væri að éta mig að innan. Sorgin yfir að missa heimili mitt og skilningsleysi þeirra sem höfðu með okkar mál að gera eða vildu ekki skilja. Og baráttan við fjármálafyrirtækið sem tók að sér að finna út hvað best væri að gera í stöðunni og tók heila 4 mánuði að komast að niðurstöðu og útkoman varð sú að við áttum að minnka okkar fjárútlát  um heilar 200 þús á mánuði til að geta greitt bankanum.  Hvernig við áttum að fara að því hef ég ekki minnstu hugmynd um enda láglaunafólk.

Við höfum aldrei vaðið í peningum og allir lánaskilmálar sem gerðir voru í upphafi voru tilbúnir vegna þess sem við höfðum milli handanna þá á þeim tíma. En allt fór úr skorðum við hrunið.Engin niðurfelling engin tilfæring engin undanlátsemi af hálfu þeirra þrátt fyrir breyttar aðstæður í lífi mínu (var óvinnufær)sem ég lét vita af  þá var það ekki tekið til greina, borga skyldum við..en við gáfumst bara upp enda ekki heil brú í þessu  tillögum  og niðurstöðu.

Þetta var virkilega erfiður tími ég hef aldrei litið á þetta sem einhvern aumingjaskap að geta ekki haldið heimilinu þó eflaust hafi ýmsir hugsað sem svo. Við hreinlega höfðum ekki bolmagn til þess. Fiskvinnslulaun eru ekki há og óvinnufærni gefur ekkert af sér. Svo það var vitað mál í hvað stefndi. Eftirsjáin var mikil til að byrja með og það greip mig einnig mikil innri reiði í garð þessarar fjármálastofnunar og hún hefur ekki dvínað eftir þá óbilgirni sem þeir sýndu okkur. það tók mig langan tíma að sættast við þá niðurstöðu að nú tæki bara leigumarkaðurinn við og við þyrftum að yfirgefa litla hreiðrið okkar og henda okkur útí djúpu laugina.

Í dag er mér svo skítsama  (parten mæ frens) um þetta allt sem á undan er gengið og búin að "sætta mig við það sem ég get ekki breytt".

Einhversstaðar segir "Ef þú átt milljónir þá átt þú bankann en ef þú skuldar milljón þá á bankinn þig" og það er bara rétt sérstaklega þegar maður horfir til baka og sér hverjir það voru sem fengu niðurfellingar á sínum lánum og hverjir ekki..

Við tóku nýir tímar og í dag erum við sátt við okkar stöðu þrátt fyrir að vera á leigumarkaðinum og okkur líður bara vel miðað við allt sem á undan er gengið.

En líkamlegu einkennin vilja ekki yfirgefa mig og ég var úrskurðuð með vefjagigt ásamt því að vera þunglynd og er komin á örorku fyrir stuttu síðan sem tók langan tíma að fá niðurstöðu í og biðin var svolítið þreytandi  því TR stofnun tekur sinn tíma við að meta og úrskurða og það þekkja margir á eigin skinni. Vefjagigt er ekki hægt að lækna þú þarft að lifa með henni. Hún tekur sinn toll af mér næstum því á hverjum degi. Ég á erfitt með að sofa eitthvað að viti því verkir í baki og mjöðum vekja mig um miðjar nætur eins og núna og ég er misslæm. Þessi mánuður hefur verið mér afar erfiður, verkjalega séð og erfitt að fá verkjalyfin til að sinna sínu hlutverki því ég hef ofnæmi fyrir sterkum verkjalyfjum sem mögulega gætu skipt sköpum verkjalega séð. Svo það er bara eitthvað tilfallandi sem ég get tekið en virkar því miður ekki.

Stöðugir verkir fara á sinnið og maður verður hvekktur og pirraður í skapi en ég reyni allavega að horfa framhjá þessu þó svo það sé ekki létt. En það er erfitt þegar maður getur ekki setið lengi..gengið eitthvað af viti né staðið lengi þá verður maður pínu pirraður.En það sem hefur bjargað mér stundarkorn er að komast í nudd, fara í sund og heitu pottana og gufuna. Maður er eins og nýfæddur í smá tíma og líður virkilega vel.

Auðvitað koma góðir tímar sem eru lítið sem ekkert verkjaðir og þá fer mín á fullt og lífið brosir við mér en ég þarf sko að passa mig þegar ég fæ fulla orku því þá er ég vís til að "gera allt sem ég gat ekki um daginn "og fæ að finna fyrir því daginn eftir. Svo ég þarf að læra að hemja ofurorkuna þegar hún hellist yfir mig en það er bara svo gaman að hitta sjálfa sig aftur (eins og ég var) að ég á það til að gleyma mér..Tounge

Svo ég er allavega á þunglyndislyfjum sem hafa virkað nokkuð vel á mig en það er eitt voðalega skrýtið finnst mér að þegar lyfin fóru að virka á mig þá fann ég hjá mér þessa kvöð að gera eitthvað skapandi sem ég og gerði . Það var að skreyta kerti sem ég hreint elska að gera og svo fór ég út í það að finna til Gullkorn sem ég hef sett á fallegan bakgrunn og opnaði síðu til handa þeim sem á þurftu að halda og hafa tekið með sér inn í daginn. Það er hreint með ólíkindum hvað síðan hefur orðið vinsæl á þessum stutta tíma frá því ég byrjaði á Gullkornunum og ófá ummælin og falleg orð til mín í kjölfarið . Sem segir mér það eitt að ég er að gera góða hluti.

Svo er annað enn skrýtnara að eftir að ég fór að vera í jafnvægi andlega þá er ég alltaf að muna meira og meira eftir ýmsu sem ég var búin að gleyma..það getur stundum verið sársaukafullt að muna eftir einhverju sem þú varst búinn að loka innra með þér..skella í lás og henda lyklinum. Orð..athafnir og myndir sem skyndilega birtast aftur fyrir sjónum mínum úr þessum lokaða kistli en líklega hluti af lækningunni sem ég þarf að eiga við sjálfa mig. Stundum finnst mér þetta hálf óhugnanlegt og líður illa yfir þessum myndbrotum sem birtast í huga mér. En þetta er greinilega  það sem ég hef ekki viljað takast á við og því lokað það inni þar til nú.´Eg hef margt á samviskunni ekki samt alslæmt en hefði viljað geta gert ýmislegt öðruvísi en ég gerði. En það sem er búið og gert er ekki hægt að breyta enda svo ósköp langt síðan. Svo ég leyfi þessum myndbrotum að hafa sinn gang. Ég get ekki stjórnað draumum mínum né þeim minningum sem poppa skyndilega upp í hugann

Á þessum stundum grípur sorgin stundum í taumana og eftirsjáin vegna þeirra sem eru farnir ..liðnar stundir og skemmtileg atvik brjóta sér leið inn í huga minn og smástund fer ég í ferðalag með minningunum og gleymi stund og stað. Þessi augnablik eru góð og á stundum erfið.

En ég er fegin að eiga svona kistil  minninganna sem ég get opnað af og til og gleymt mér smástund með þeim sem ég elskaði InLove

Eitt fallegasta ljóð sem ég hef lesið og gerði meira að segja lag við þetta ljóð

og á vel við í þessum skrifum er eftir Hákon Aðalsteinsson heitinn stórskáld og vin.

"Ég á mér lítið lokað skrín

sem liggur við mínar hjartarætur

oft er þar sviði um svartar nætur

þar geymir sorgin gullin sín."

 

"Fjölmörg æskunnar bernskubrek

brostnar vonir og glatað þrek

skipsbrot á klettum skuggaheima

skrínið hefur að geyma

þar eru falin mistök mín 

og margt sem ég þyrfti að gleyma. "

 

Læt þessum skrifum lokið í bili elskurnar

bestu kveðjur úr Kollukoti HeartHeart

svartur_engillxxxxtexti.jpg

.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband