13 ár frá því að Scoliosis uppgötvaðist !

Hvernig stendur á því að ekki er búið að finna einhverja lausn..eitthvað til að létta henni verkina sem há henni á hverjum einasta degi? Hún er búin að ganga milli lækna og ekkert gert!

Það var árið 2001 að það var tekin BAKMYND af yngstu dóttur minni sem var þá aðeins rétt 13 ára gömul og kom í ljós alveg hræðileg skekkja í hryggnum hennar bæði á milli herðablaðanna og neðarlega í mjóbakinu. Hryggurinn var orðinn eins og S í laginu. Hún var á þessum tíma   10- 12 ára rosalega virk í sundi og keppti fyrir Eyjar og fékk mörg gullin og silfrin fyrir sín afrek. Svo kom að þeim tíma sem henni reyndist þetta erfitt og hætti. Líklegasta ástæðan er sú sem að ofan greinir. Vil koma því á framfæri að það komu aldrei neinar athugasemdir eftir skólaskoðun varðandi bakið hennar"

Það var ekki eins og margur hélt að hún "nennti" þessu ekki lengur og vildi bara vera á jamminu með sínum félögum. Líklegast féll ég í þennan hóp á sínum tíma en svo kom þetta í ljós. Og ég skammaðist mín fyrir ýmis orð sem ég hef látið falla í hennar garð ,einnig þegar hún reyndi að vinna eins og aðrir og kom heim úr vinnu og kvartaði um í bakinu sínu og gafst oftar en ekki upp. Jú ég skammaðist í henni og taldi bara að hún nennti ekki að vinna og ég skammast mín líka fyrir að hafa skammast í henni á þessum tíma.

Jú ,það var bæklunarlæknir sem hún var send til á þessum tíma til að mynda bakið hennar betur og ýmsar mælingar gerðar á skekkjunni. Bæði 2001 og 2002 og var sagt að það þyrfti að fylgast með bakinu hennar meðan hún var enn að vaxa. Því það væri lítið gert fyrr en hún væri búin að taka út vöxtinn og þá yrði hægt að sjá hver staðan væri orðin á skekkjunni.  Það var aldrei nein eftirfylgni að hálfu læknis hér heima.

"Við eigum þessar röntgenmyndir af bakinu hennar  frá þessum tíma og þær eru hræðilegar".

Hún hefur reynt að vinna og mjög oft gefist upp og áfram hélt þetta "viðkvæði" að hún nennti ekki að vinna en ég vissi betur og fór að verja hana fyrir þessum athugasemdum frá ansi mörgum bæði nánum og öðrum og oftar en ekki var sagt við mig að ég væri orðin svo lokuð fyrir henni og tryði öllu sem hún segði s.s meðvirk.
Það má vel vera að ég hafi verið meðvirk...ég er það enn í dag  því hún hefur eftir 13 ár ekki fengið neina aðstoð frá læknum né nein úrræði og alltaf versna verkirnir í bakinu. Það er  ekki ósjaldan sem hún hefur hringt í mig og þá er hún að "gefast upp"  og grætu í símann og það er ömurlegt. Ég hef ráðlagt henni eins og ég get og bent henni að fara til lækna og ræða þessa verki en allt kemur fyrir ekki..það er varla að sé hlustað á hana.
ER það vegna þess að þeir sjá unga og fallega stúlku sem lítur ekki "veikindalega út" og hún sé bara að kvarta og nenni ekki að vinna? Það get ég guðsvarið að á stundum held ég það og nú finnst mér komið nóg! Nú ætla ég í málið og ég  mun gera allt til að fá þessa lækna til að hlusta og gera eitthvað af viti fyrir dóttur mína, hvað sem það kostar. Þú afgreiðir ekki þjáðar manneskjur á þennan hátt eins og virðist vera gegnum tíðina. Einn bæklunarlæknirinn gekk nú svo langt að segja upp í opið geðið á henni að henni ætti ekki að finna svona til ! Mikið varð ég reið að heyra þetta, hefði óskað að ég hefði verið með henni er hann lét þessi orð falla. Ég hefði allavega ekki þagað.


Svo núna er staðan sú að hún fann annan bæklunarlækni og ég sagði henni að fara með röntgenmyndirnar til að sýna honum og viti menn loksins eftir allan þennan tíma á hún að fara í Segulómskoðun á bakinu en fær ekki tíma fyrr en í desember sem er slæmt en það verður svo að vera. Hún er allavega að fara í segulómun sem ég vil meina að hefði þurft að gera fyrir löngu síðan!
Ég ætla með henni í viðtal við bæklunarlækninn, henni til aðstoðar og vera þess fullviss að hann framfylgi skoðun á henni og geri eitthvað af viti í hennar málum.


Staðan í dag er einnig sú að hún hefur reynt að mæta til vinnu svona verkjuð en hefur oft þurft að gefast upp og vinnuveitandinn er farinn að  efast um að hún geti stundað vinnuna sína og það er slæmt. Hún á enga veikindadaga svo að í þau skipti sem hún hefur verið frá vinnu er hún launalaus og það er slæmt.

Svo hvað er til ráða ef henni helst ekki á vinnunni vegna þessara stöðugu verkja? Eins og hún hefur verið ánægð í þessari vinnu og hefur sagt að þar sé góður starfsandi. Í þessari vinnu  gæti hún blómstrað ef ekki væri fyrir bakið og stöðuga verki.


Málið er að hún getur ekki staðið lengi, ekki gengið lengi, setið lengi, bograð né lyft og það er slæmt. í dag er staðan sú að hún rétt getur sinnt heimilisverkunum og það gerðist fyrir c.a tveimur dögum síðan að hún gat ekki reist sig upp úr rúminu  fyrir verkjum þar sem hún lá á maganum og varð að beita enninu til að ýta sér upp meðan elskan hennar varð skelfingu lostinn og vissi vart hvað hann átti að gera til að aðstoða hana.
Og það vita ansi margir sem hafa "fengið í bakið" að það er best að finna út sjálfur hvernig best er að koma sér úr þessari aðstöðu að vera í lás því hitt getur bara verið verra.

 

 Svona  lítur hryggurinn hennar út.

scoliosis

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Svo er annað, fyrir nokkrum árum síðan kom í ljós að hún var með ofvirkan skjaldkirtil..af hverju? Jú hún bar öll þess merki , ör, stuttur kveikiþráðurinn og varla húsum hæf eins og ég sagði stundum vegna skapofsa og útlitseinkennin voru einnig mjög áberandi. Útstæð augu og hrikalega bólginn kirtill  og ég fór fram á að skjaldkirtillinn yrði skoðaður.

 Og viti menn ég hafði rétt fyrir mér! Hún var sett á lyf, tvennskonar og það varð ótrúleg breyting á henni. Skapið lagaðist, útstæðu augun urðu eðlileg og hún varð húsum hæf ;)
Hún hefur verið í blóðprufum af og til , til að fylgast með kirtlinum. En svo var það fyrir stuttu eða 1/2 ári síðan að innkirtlasérfræðingurinn hennar í dag sagði við hana að blóðprufurnar væru fínar og sagði henni að hætta á lyfjunum ?  
Og þarna verð ég bara að bremsa því í upphafi var sagt að hún þyrfti að koma kirtlinum á rétt ról og þyrfti svo að vera á öðru skjaldkirtilslyfi til að viðhalda ballans (það var reyndar  fyrsti innkirtlasérfræðingurinn hennar sem sagði  að hún þyrfti að fara á skjaldkirtilslyf eftir fyrri meðferð)
 Og nú er svo komið að ég sé að kirtillinn er aftur orðinn bólginn og augun eru að breytast aftur. Ég þreifaði á hálsinum á henni  um daginn og það er svo augljóst að þetta er ekki í lagi.

Innkirtlasérfræðingurinn hefur ekki einu sinni látið "mynda kirtilinn"  og við það geri ég stóra athugasemd því bæði ég og ein systir mín fengum staðbundið krabbamein í hálsin og dóttir systur minnar hefur einnig verið með skjaldkirtils vandamál.. Ég var aðeins 19 ára þegar það uppgötvaðist hjá mér og þess vegna  og ekki síst vil ég að skjaldkirtillinn verði myndaður. Dóttir mín sagði mér að hún hefði þurft að biðja sérfæðinginn að þreifa á hálsinum og hann hefði vart snert hann. Hann tekur bara mark á blóðprufunum en það segir bara ekki allt. Og nú ætla ég að heyra í honum sjálf og fara fram á að kirtillinn verði myndaður annað er óásættanlegt.

Svo það er tvennt sem þarf að laga og ég ætla að hjálpa henni á allra handa máta svo það verði "hlustað".

Eigið annars góðan dag
Kveðja úr Kollukoti 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband