Vindar lífsins 2017

Það hafa blásið vindar úr öllum áttum lífsins á þessu herrans ári 2017. Ljúfir vindar sem hafa yljað og hins vegar naprir vindar sem hafa fryst sálartetrið á marga vegu.
En þannig er þetta blessaða líf, enginn á morgundaginn vísan, svo dag skal að kveldi lofa og þakka fyrir allt það sem lífið hefur gefið manni þann daginn, bæði súrt og sætt.
Það bera að þakka fá að vakna að morgni og takast á við daginn mega aftur elska,njóta,gráta og sakna.
Það segir einhversstaðar að þú getir ekki glaðst nema hafa upplifað sorgina og þú getir ekki syrgt nema hafa upplifað gleðina.Við tökumst á við lífið og tilveruna hvert á sinn máta og gerum eins vel og við getum þó ekki takist alltaf vel til en það er lexía sem við lærum af og reynum bara betur næst. 

Hjartaáfall eiginmanns míns og besta vinar setti stórt strik í reikninginn snemma árs en hann var heppinn og fékk annað tækifæri til að vera með í lífinu. Mér finnst alveg magnað að þegar eitthvað svona alvarlegt kemur uppá hvernig maður bregst við í því tilfelli ég. Það kemur yfir mann einhver stóísk ró og yfirvegun verður langt yfir hámarki, kannski eru þetta áfallseinkenni
Ég bara þekki það ekki en að halda ró sinni og vona það besta í bland við þann ótta að missa varð mín aðferð halda ró minni og yfirvegun þrátt fyrir að vera hrædd undir niðri.Það hjálpaði bæði mér og elskunni minni í þeirri fullvissu og von að allt yrði í lagi.Ósk mín varð að veruleika og fyrir það er ég afskaplega þakklát. Yndislegur og umfram allt svo góður maður sem ég á og ég gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að missa hann frá mér.

Gleðiefnin eru líka mörg á þessu ári, elstu  barnabörnin/ömmustrákarnir mínir hafa heldur betur skrifað sig inn í söguna, sá yngri er  fjallmyndarlegur markvörður hjá ÍBV og vinnur einnig sem næturvörður á Hótel Vestmannaeyjar. Sá eldri vinnur við aðhlynningu aldraðra og  í sjúkraliðanámi og er að brillera með níur og tíur og ef ég mætti ráða þá vildi ég helst að hann færi í lækninn. Gleymdi ég nokkuð að segja að hann er líka fjallmyndarlegur.

Kraftaverka ömmudrengnum mínum honum Fannari Leví gengur vel í skólanum, hann er svo ótrúlega duglegur þessi elska því þegar hann fæddist voru horfurnar ekki sérlega góðar og þurfti hann að vera á vökudeild í langan tíma. En þökk sé yndislegu starfsfólki þá braggaðist litli snáðinn og ekki síst vegna ástar og umhyggju foreldra hans og reyndar allra sem í kring um hann voru og vernduðu. Framfarirnar hafa verið ótrúlegar hjá þessum litla snáða og hann bræðir hvert hjartað á fætur öðru með fallegu brúnu augunum sínum, gleðinni, brosinu,faðmlögunum og hlýjunni sem stafar fá honum.Að fá í eyrað þessi yndislegu orð :
"Amma-Harpa....ég elska þig" og fá kreystuknús um leið, kemur tárunum út á þeirri gömlu því mér þykir óendanlega vænt um þennan kraftaverkadreng sem lífið gaf mér Og ósk mín er ósköp einföld að honum farnist vel í lífinu og verði hamingjusamur.

Sunna Emilý fallega ömmustelpan mín er líka mjög dugleg í skólanum og fyrir stuttu síðan sá ég myndband þar sem hún ásamt hópi annarra barna var með dansatriði á sýningu. Og ég verð bara að segja að miðað við það sem ég sá þá ætti hún að leggja þetta fyrir sig,flottar hreyfingar svo þetta hlýtur bara að vera í blóðinu. Stundum hefur hún sýnt mér ýmsar dansæfingar sem hún hefur lært og maður sér fallegar hreyfingar danslistarinnar í henni. Hún er afar skýr stúlka og gaman að tala við hana og það er stutt í hláturinn hjá henni og grínið sem einkennir þennan anga fjölskyldu minnar og ég elska það :) Og henni óska ég þess eins að hún verði hamingjusöm í lífinu.

Ský dregur fyrir sólu að sumri og sorgin bankar á dyrnar. Þó svo að vitað væri að hverju drægi þá var þetta samt svo hræðilega sárt. Anna Ísfold systir mín fellur frá eftir langvarandi veikindi, tími sorgar og tára tók við í fjölskyldunni er við þurftum að sá á bak henni inn í Sólarlandið. Anna lét eftir sig eina dóttur og son ásamt þremur barnabörnum  Anna átti yndislegan og góðan vin sem sá á eftir einu ástinni sinni og besta félaga yfir móðuna miklu. Anna var ein af þríburum,þeim einu sem hafa fæðst hér í Eyjum, hinar þríburasysturnar eru Marý og Guðrún.
Marý, Kristín dóttir Önnu og Maggi sáu einstaklega vel um Önnu í veikindum hennar og veikindahléi, vakin og sofin svo hún var aldrei ein. Ég er þakklát fyrir þá stund þegar Guðrún systir kom yfir í Eyjar að kíkja til Önnu og við vorum þar saman komnar nokkrar heima hjá Önnu. Sú stund verður ógleymanleg að því leiti að það var stund gleði,gríns og hlátra því Guðrún systir er skemmtilegur sögumaður og leikari af guðsnáð og var hún að segja okkur hinar ýmsu sögur af sjálfri sér og lék þetta allt í leiðinni. Takk Guðrún mín, ógleymanlegur tími í minningunni  
Skrýtið hvað manni finnst dauðinn oft á tíðum óraunverulegur,maður þarf stundum að minna sig á að hún er ekki meðal okkar lengur. Ég horfi á mynd af henni systur minni, skælbrosandi, það geislar af henni á þessari mynd sem ég tók af henni fyrir nokkrum árum síðan nýkomin af Reykjalundi. Ánægð með lífið og tilveruna, vel til höfð,fallega förðuð og hárið gordjös en þessa minningu geymi ég eins og gull við hjarta mitt. Guð geymi þig elsku Anna mín.

Enn tóku við erfiðir tímar og að því er virtust óyfirstíganlegir á tímabili en þessir erfiðleikar og veikindi stóðu mér nær að þessu sinni og það verður að segjast að voru mér persónulega ansi erfiðir og tóku á hverja taug.. á ástina.. á væntumþykjuna.. á fórnfýsina en mest af öllu upplifði ég mig sem ég væri í mikilli sorg og mér var þungt fyrir brjósti og grét oft, hversu vanmáttugur getur maður verið. Þarna gat ég bara verið til staðar þar til hjálpin bærist. Hjálpin kom síðan í öllu sínu  fegursta veldi og þar sem móðir gat ekkert gert, þurftu aðrir að taka við og það varð hið mesta gæfuspor.

Þá í fyrsta skipti, kviknaði vonin og trúin og þakklæti til allra þeirra sem vinna svo óeigingjarnt starf öðrum til hjálpar. Fá að fylgjast með breytingunni dag frá degi í símanum,raddbreytingunni,talandanum og að síðustu yfirveguninni og sjálfstraustinu.. sem smá saman,plástraði yfir öll þau hjartasár sem höfðu opnast og sorgin sem ég bar í brjósti var smá saman að hjaðna yfir breytingunni. Hvað getur maður sagt annað en takk, takk fyrir nýtt líf, takk fyrir björgunina, þið öll sem komuð að málum takk segi ég og af öllu mínu hjarta.Og von mín er sú að öll þeirra mikla vinna við að hjálpa einstaklingi til betra lífs, vari að eilífu það er mín heitasta ósk.

Nú styttist í blessuð jólin og nú ætlum við sem höfum mætt í FRÆNKUHITTING að skella okkur á jólahlaðborð um helgina og hafa pakkaskipti. Við höfum hittast hvern fimmtudag til skrafs og ráðagerða og haft mikið gaman og innan þessa hóps er ekkert heilagt, enda oft mikið hlegið og talað hátt. Ég hlakka mikið til að eiga þessa stund með þessum konustelpum sem ég elska af öllu hjarta svo vona ég að restin af árinu verði bara góð fyrir alla svo bæði þú og ég og við, getum átt gleðileg jól með ástvinum okkar.
Kær kveðja úr Kollukoti



Vinstra megin borðs: Marý,Helena
Hægra megin borðs aftast: Hulda ,Kolbrún Harpa
Inga og að síðustu elsku Anna


Hópmynd 3





 


Styttist í nýtt ár :)

Gleðiefni ársins 2016 sem er senn að ljúka eru þó nokkur.. þá er aðallega  þakklæti fyrir að eiga svona yndislega og góða fjölskyldu,börn og ekki síst barnabörn sem gleðja ömmu og afa hjörtun, ómælt.
Frænkuhittingurinn sem hefur verið hvern fimmtudag á þessu ári, hefur vissulega hrisst okkur vel saman frænkurnar. Þessi hópur samanstendur af mæðrum,systrum, dætrum, móðursystur og svo litlu frænkunum og frændunum sem hafa komið í heiminn enda ungu konurnar og karlarnir í Vatnsdalættinni dugleg að viðhalda þessum góðu genum og hafa komið með litlu angana með sér og kynnt fyrir stóru frænkum sínum <3
Það hafa gengið á skin og skúrir á þessu ári sem hafa tekið á en hafa að lokum fengið góðan endi.Þegar engin leið virðist út úr sorg og svartnætti þá sjáum við ég og minn heittelskaði, hversu börnin okkar.. sama hversu fullorðin þau verða þurfa á okkur að halda í svona erfiðleikum.
Þá sleppir maður ekki af þeim höndinni fyrr en það er nokkuð öruggt að hlutirnir eru að ganga upp og þá fyllist maður gleði og stolti og ómældu þakklæti fyrir að hafa geta hjálpað til að sjá ljósið aftur í myrkrinu. Því það er svo rétt "Að þegar ein hurð lokast...þá opnast önnur" og stundum þarf viðkomandi bara smá handleiðslu styrkra handa til að opna þær og það tókst.


Enda gefur það okkur hjónakornunum mikið að geta hjálpað,spjallað og leiðbeint í rétta átt og í því höfum við verið samtaka á allan máta. Og ég veit líka að þau sem eiga hluta að máli eru okkur óendanlega þakklát fyrir allan þann stuðning sem við gátum veitt á þessum erfiðu tímum.

Gleðiefni seinni hlutar þessa árs var þegar næst elsti ömmupeyjinn okkar útskrifaðist sem stúdent 17.des. s.l og það voru ekki lítið montnir foreldar,bróðir, afar og amma sem voru viðstödd útskriftina. Og auðvitað var þessi líka fína útskriftar veisla á eftir sem heppnaðist vel í alla staði og stúdentinn mikið ánægður með allt og gleðin í fyrirrúmi enda dagurinn hans :)
Já það styttist í áramótin og við munum gleðjast saman fjölskyldan hér í Eyjum..hefði alveg viljað fá EyjaSelfyssingana hingað yfir með litlu gormana sína og eyða með okkur áramótunum. Svo eru aðrir fjölskyldumeðlimir annarsstaðar á landinu eða erlendis og ekki alltaf auðhlaupið að skoppast hingað til Eyja og svo er það alltaf gistipláss sem skortir á svona tímamótum, því miður.
En ég hef alltaf sagt að þar sem er hlýtt hjarta þar er alltaf pláss..þá er ég að hugsa í leiðinni þegar við systur mínar vorum 6 saman í einu herbergi í denn..mesta furða að við lifðum það af hahahahahahahaha.. enda lærðum við að deila á þessum tímum "Mitt var þitt og þitt var mitt" í mesta bróðerni.


Megið þið eiga frábær og skemmtileg áramót með ástvinum ykkar elskurnar um leið og við hjónakornin óskum ykkur gleðilegs nýs árs og ekki síst friðar. Megi heilladísirnar þvælast í kringum ykkur daginn út og inn og gefa ykkur allt það besta sem er í boði á nýju ári 2017.Kærar kveðjur úr Kollukoti <3


ast 4



 


Yndislegur sumartími að baki í Eyjum

Þó svo nú sé komið ekta eyjaveður rok og rigning má maður ekki gleyma þeim yndislegu og sólriku dögum sem glöddu okkur Eyjamenn  í marga daga samfleytt.
Á stundum sem þeim er sólin skein í heiði og hitinn var slíkur að manni varð á orði Spánn hvað? Þetta sumar verður lengi í minnum haft og ylja manni um hjartaræturnar.Tjaldútilega á Laugarvatni með börnum,barnabörnum tengdadætrum,tengdasonum og tengdaforeldrum sem var virkilega skemmtileg fyrir utan mýið sem var aðeins að stríða okkur..hitt stóð uppúr :)
Dagarnir fyrir og yfir þjóðhátíðina og eftir voru alveg hreint dásamlegir. Langt síðan ég hef skemmt mér svona vel á þjóðhátíð ..húsið fullt af fólki sem hefðu alveg vilja lengja hátíðina a.m.k um einn dag í viðbót og það voru fleirri mér sammála um það því veðrið var einfaldlega geggjað,hiti og sól og bros á hverju andliti.
Allir komust yfir hafið og heim eftir hátíðina en ég fékk að hafa yngstu barnabörnin aðeins lengur hjá mér. Við Helena mín fórum með þau í KOSTA DEL KLAUF tvo daga í röð og þar var buslað í sjónum og pikknik í fjörunni á eftir með kókómjólk og köku og sólin bakaði kroppana. Seinni daginn var Helena með sykurpúða og pulsur með "yfsiloni"og kveitur lítill varðeldur í fjöruborðinu til að brúna sykurpúðana og grilla pylsurnar..frábærir dagar í fjörunni og þau Fannar og Sunna skemmtu sér vel með okkur :)
Seinna var farið í flottu sundlauguna okkar en við vorum á útisvæðinu með litlu gormunum og þar var mikið sprellað. Meira að segja varð ég að fara 2x í stóru rennibrautina með Fannar í fanginu og lentum á bólakaf í lauginni fyrir neðan og það fannst honum rosalega gaman hahahahhaha :)
Við Helena skemmtum okkur ekki síður en þau litlu. Svo var komið að því að skila litlu gormunum til pabba og mömmu á Selfoss,við hjónin fóru með þau á föstudeginum eftir þjóðhátíð..en það sem það var svooo.. gaman í eyjum þá voru þau ekki neitt rosalega spennt að yfirgefa eyjuna.
En allt tekur enda á einhverjum tímapunkti.
Í minningunni verður sumarið 2016 yndislegt,fullt af sól og hita,hlátriog brosi á hverju andliti. Það er góð minning sem ég mun geyma í hjarta mínu. Takk öll fyrir dásamdar samverustundir í Kollukoti elskurnar mínar <3 <3


Takk fyrir gamla árið elskurnar :)

Alltaf verður maður jafn hissa..árið 2015 bara alveg að vera búið. Dagarnir,vikurnar og mánuðirnir hafa barasta lappað framhjá og ekki einu sinni sagt bless við mann kiss
Árið mitt hefur verið svona þokkalegt..ekki hægt að segja annað. Heilsan upp og niður..stundum meira niður en svo koma auðvitað fullt af æðislegum og skemmtilegum dögum.
Skemmtilegast finnst mér að hafa haft tækifæri að hitta alla krakkana okkar Ómars og barnabörnin. Það dettur í okkur stundum að leggjast í smá sjómennsku yfir hafið og langbest er þegar við komumst í Landeyjahöfn enda fallegt um að litast á leiðinni sérstaklega á sumrin.
Við fórum jú í útilegu /tjaldútilegu í sumar sem var bara gaman en fj... gat nú verið nú kalt og ég held við höfum aldrei verið fegnari að komast til tengdó norður á Akureyri og fá að gista hjá þeim. Við erum jú aðeins eldri en fimmtíu ára og svona kuldi ekki alveg að gera sig enda virðist maður eftir að eldast, ekki þola kulda eins vel og áður..hahahahaha :) 
Eitt sinn tjölduðum við í rjóðri á Þingvöllum vorum þar alein. Bóndinn grillaði og drukkinn bjór með matnum.
Sátum lengi fram eftir kvöldinu í einstakri blíðu og spjalli, hlustandi á fallega tónlist úr ferðaútvarpinu ohhh.. þetta var svooo.. rómó :)
Svo var kominn tími til að leggjast og hvíla sig fyrir næsta dag en við ætluðum bara að dóla þetta í rólegheitunum.
Ég vaknaði upp með hrikalegan hjartslátt því mér var svo brugðið. Ég heyrði að bóndinn stundi hátt og æjaði og svei mér þá ég hélt bara að maðurinn væri að fá hjartaáfall eða eitthvað. Hann var eitthvað að brölta í lágvöxnu tjaldinu og stundi þessi lifandis ósköp. "Hvað er að" spurði ég er ekki allt í lagi ?
Þá kom svakaleg stuna..hann var að reyna að skríða út úr svefntjaldinu og átti  í einhverjum erfiðleikum með rennilásinn. "Ég er bara alveg að pissa í mig" sagði hann þá ! "Ert&#39;ekki að grínast..ég hélt það væri eitthvað að þér" sagði ég og auðvitað aldrei meira glaðvakandi eftir að hjartað var næstum búið að hoppa út úr brjóstinu því mér brá svo við stunurnar í honum.
Já takk og klukkan já, fj...klukkan var ekki nema 5 að morgni.
"Viltu ekki reyna að sofna aftur" spurði hann. "Sofna.. hvernig í ósköpunum á ég að geta það eftir að þú hræddir næstum líftóruna úr mér" !
Svo það var bara farið í að taka niður tjaldið og öllu pakkað saman sem því fylgdi og ekið í rólegheitum á næsta áfangastað. Enda hjartað löngu farið að slá eðlilega og ég búin að fyrirgefa honum að hann þurfti bara að pissa..hahahaha :)
Svo er það frænkuhittingurinn á árinu en við bæði systur,mæðgur og frænkur höfum gefið okkur þá gjöf að hittast einu x í viku og þá á fimmtudögum. Þessi hittingur er eitt það besta á árinu. Spjallið,gamanið og ómældur hlátur hefur fyllt þá veitingastaði og kaffihús þar sem við höfum komið saman enda hláturmildar með eindæmum og hlægjum hátt..eins og við séum einar í heiminum ..hahahaahhahahha :) Það hefur oft verið mikið fjör og virkilega gaman að hittast svona sem hefur gert það að verkum að þessi hittingur er orðinn okkur ómissandi hluti af lífi okkar allra <3 Takk elskurnar mínar fyrir frábært ár <3
Síðasta ferðalag okkar gamla settsins á árinu var að fara í jólakaffi á Selfoss á annan í jólum að hitta krakkana og barnabörnin sem búa upp á Íslandi. Við fórum að morgni annars í jólum og til baka um kvöldið með snekkjunni okkar eyjamanna, Herjólfi. Það var virkilega gaman að hitta þau en það vantaði eina litla ömmudís og ég saknaði hennar en hún verður um áramótin hjá pabba sínum,syni mínum á Selfossi þar sem við hittumst öll í jólakaffinu. Takk fyrir samveruna elskurnar okkar <3
Nú þar sem fer að styttast í gamársadag sem er jú á morgun þá munum við gamla settið dvelja í góðu yfirlæti hjá elstu dóttur minni og hennar fjölskyldu og ég hlakka mikið til að snæða kalkúninn hennar enda listakokkur af lífi og sál (eins og mamma sín hahahha )
Hér áður eða fyrir 2 gamlárskvöldum síðan minnir mig sá ég alltaf um að elda kalkúninn og hún eldaði eitthvað gott fyrir þá /þann sem ekki borðaði kalkún ;) Nú er búið að snúa þessu við og miðað við það sem fjölskyldumeðlimir hafa sagt mér þá er kalkúnninn hennar enn betri en minn Hún setur hann í einhvern pækil sem ég hef aldrei prófað svo ég hlakka mikið til og svo er hún einstaklega góð í sósunum alveg rosalega bragðgóðar afsakið...ég slefaði á lyklaborðið hahahahaha :)
Alltaf gaman á Smaró hjá Helenu og Geir á gamlárskvöld og það hefur verið siður að spila einhverja leiki fram að skaupinu og oft mikið hlegið og gantast með ljúfum veigum.

Jæja elskurnar mínar,fjölskylda og vinir nær og fjær.

Hér er uppskrift að nýju ári:
Skiptið mánuðunum í 30 jafnstóra bita
Forðist að baka alla bitana í einu
Bætið við hvern dag:
Hugrekki
Kærleika
Vinnu
Umburðarlyndi
Sjálfsvirðingu
þolgæði
Von
Hvíld
Bætið síðan við:
Gleði og smá skvettu af fíflagangi
Leikgleði og góðum skammt af kímni

Kær kveðja úr Kollukoti <3




Hópmynd 3



The computer say's NO...

Vonbrigði ársins eru jú fyrir mína parta og reyndar fjölda annarra..afgreiðsla meirihluta ríkisstjórnarinnar og fjármálanefndar sem eru sjálfstæðis og framsóknarflokkurinn varðandi það mál sem skiptir okkur svokallaða "bótaþega"svo miklu máli í okkar flotta og ríka landi þar sem allir eru svoo... hamingjusamir og glaðir með sitt

The computer say´s No.. segir ríkistjórnin/the goverment of ICELAND !
In other words:

The computer of the ICELANDIC goverment sayes: Fuck you... old peoble and all of you disabled persones in this happy..happy ..happy..happy island !

 Kveðja úr Kollukoti money-mouth


Heitasta umræðan..aumingjarnir okkar

Já hún tók sterkt til orða kennarinn í Garðabæ og stuðaði ansi marga foreldra en að ýmsu leyti er ég sammála henni.
Ekki vil ég kalla blessuð börnin aumingja en þau eru OFVERNDUÐ mörg hver,það er málið.
Sem betur fór varð ekki eins mikið úr þessu óveðri eins og búist var við og það var bara hið besta mál og þegar birtast svona aðvaranir frá veðurstofu þá hugsar þú fyrst og fremst um öryggi barna þinna.
Stoppum aðeins við þetta...börnum er flest öllum ekið til og frá skóla af foreldrum sínum ekki satt. Svo þarna var kannski spurningin af hverju þau mættu ekki í skólann fyrst foreldrarnir fóru sjálfir akandi í sína vinnu.
Í skólanum eru  þau örugg ef veður versnar og foreldrar og aðstandendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim innan veggja skólanna ef það yrði mikil ófærð og kæmi í veg fyrir að hægt sé að ná í þau og koma þeim heim eins og venjulega. Það er hægt að nýta tímann vel á meðan þau bíða eins og læra og klára heimalærdóminn þar til veðri slotar eða hafa bara gaman saman.
Held það hafi fyrst og fremst verið þessi punktur hjá kennaranum í Garðabæ að börn fengu að vera heima með foreldrarnir fóru í vinnuna. Það er ekki afsökun fyrir að láta þau vera heima. Annað með börn sem þurfa að að fara fótgangandi langa leið og hafa engan til að skutla sér en mörg nota strætó og þá kemur að þeim punkti..kannski er veðrið það slæmt að þú getur ekki hugsað þér að láta barnið þitt bíða eftir strætó í viðsjárverðu veðri. En við verðum að passa okkur á einu að gera þau ekki veðurhrædd með ákvörðunum okkar. Það er ákveðin hætta á því.
Nú ætla ég að verða leiðinleg, alveg hrútleiðinleg og segja þessa setningu: Það var ekki svona þegar ég var á skólaaldri ;)
Það var aldrei spurning um hvort þú færir í skólann og gangandi í hvaða veðri sem var. Arkandi í snjó sem náði manni upp í klof og en það styrkti okkur og við lærðum að bera virðingu fyrir veðrinu og lærðum að fara leiðir í skólann þar sem var kannski pínu skjól fyrir veðri og vindum og við lifðum það af. Mér fannst allavega gaman í skólanum mínum í þá daga. Ég man einu sinni eftir að pabbi minn fór út áður en átti að fara til vinnu og hitaði upp gamla Moskan og bauðst til að skutla okkur systrum upp í skóla enda veðrið hundleiðinlegt.
Ohhhhh...það var svo gott að koma inní upphitaðan bílinn og fá sitt fyrsta skutl..en það var bara í þetta eina skipti og ég gleymi því aldrei :)  Ég skil alveg hversu dásamlegt er að fá svona skutl á milli staða en það þarf ekki að vera á hverjum einasta degi.
Börn hafa öll gott af hreyfingunni og reyna aðeins á sig..sigrast á snjónum og rigningunni og rokinu með því að klæða sig eftir veðri eins og við gerðum og það var bara hressandi.
Klæðnaður sumra barna í dag er ansi oft, ekki ætlaður til útiveru því það má ekki rugla í tískunni og sumum finnst bara hallærislegt að vera í snjógalla með ullarvettlinga og góða húfu. 
Ég held að þessi kennari í Garðabænum hafi verið með svipaða hugsun og kallað þetta aumingjavæðingu en eins og ég nefndi hér að ofan þá föllum við ansi oft í þá gryfju að ofvernda og það er einfaldlega ekki gott. Börn hafa meira hugrekki en við gerum okkur mörg hver grein fyrir og það er oft ævintýralega spennandi að ösla snjó upp í klof og berjast á móti vindinum og rigningunni á leið í skólann. Ég geri mér grein fyrir að sum börn þurfa að fara langan veg á milli skóla en mér finnst að það þurfi að meta það á hverjum degi hvort barnið hafi ekki bara gott að því að ganga í skólann og skutlið á að vera undantekning en ef veður er svo glórulaust að það er ekki hundi út sigandi þá sé nú barasta allt í lagi að skutla. Verð að viðurkenna að skutla í skóla sem er kannski örstutt frá heimilinu finnst mér fyrir neðan allar hellur en það gera margir.
Ég segi bara, ekki ofvernda barnið það gerir því ekkert gott og lærir seint að verða sjálfstætt og trúa á mátt sinn og megin. Skutl á að vera undantekning elskurnar.


Mannréttindadómstóll Evrópu er það sem þarf

Nú um daginn heyrði ég í formanni Öryrkjabandalagsins í útvarpinu varðandi málefni sem liggur á okkur öryrkjum eins og mara sem og öðrum bótaþegum. Það kviknaði loksins ljós í myrkrinu þegar formaðurinn sagði að líklega þyrfti að fara með mál okkar fyrir dóm. Það hefði mátt gerast fyrir löngu síðan. Það er alltaf neyð að fara með mál fyrir dóm en í þessu tiltekna máli á að fara beinustu leið með þetta fyrir Mannréttindadómstólinn að mínu mati.
Við fáum engar hækkanir á þessum sultarbótum  sem ríkið skammtar okkur ..engar leiðréttingar aftur í tímann..kannski hækkun um áramótin..en samkvæmt áreiðanlegum heimildum þá er ekkert farið að gera í þeim málum s.s ekki búið að samþykkja eitt né neitt. Það er talað og talað þegar við eigum í hlut en aðgerðin er ekki orðin að veruleika enn þá. Hvað veldur..jú við virðumst vera einhver afgangshópur..ruslið í samfélaginu..einhver hópur sem má bara eiga sig og hefur ekkert við meira að gera. Ákveðin maður tók svo sterkt til orða fyrir margt löngu síðan sem er reynda hættur á þingi,einnig fyrir margt löngu að þessi hópur hefði bara ekkert við meiri peninga að gera..þeir drykkju bara meira.


Er það virkilega hugsun almennings að þessi hópur bótaþega séu bara einhverjir aumingjar sem bíða spenntir eftir að fá þessi lúsarlaun til að kaupa sér brennivín..er það þess vegna sem þessi sami hópur nýtur ekki sömu réttinda og flestir launþegar í landinu að fá ekki greitt t.d fyrir áramót?  Gerir fólk sér ekki grein fyrir því að örorkuþegi á fjölskyldu sem hann/hún þarf að sjá um. Fæða og klæða borga leigu og fleira af þessum lúsarbótum sem eru langt innan við fátækramörk og þessi sama fjölskylda hefur jafnvel ekki möguleika á að halda áramótin gleðileg með börnum sínum vegna þessa að Tryggingastofnun þóknast að gera ENGA undantekningu í slíkum tilfellum að greiða fólki út fyrir áramót.
Ég hef 2x skrifað til tveggja ráðherra er varða þetta málefni og þeir hafa báðir vísað á Tryggingastofnun sem hefur alfarið þetta vald í hendi sér að breyta. Hvers vegna sendi ég þeim bréf..jú akkúrat var það vegna áramóta að fólk fengi nú að halda áramótin með börnunum sínum en ekki bíða fram yfir áramót að fá þessar lúsarbætur.Ef það er enn við líði þessi hugsun hjá ráðamönnum að hafa nú vit fyrir þessum lúserum enda forsjárhyggjan allrosaleg þegar kemur að þessum hópum. Að þessi hópur hafi ekkert með það að fá meiri peninga í vasann þá er ekkert annað í stöðunni en fara með þetta mál og fleiri bótaþega beint í Mannréttindadómstól Evrópu. Íslenskir dómstólar munu aldrei samþykkja rétt okkar svo það er um að gera að fara beint í æðsta ráðið í Evrópu. Þó fyrr hefði verið því einhvernvegin hef ég haft á tilfinningunni að þeir sem hafa verið í forsvari fyrir þennan hóp séu haldnir meðfæddri linkind af versta tagi og þar af leiðandi ekki starfi sínu vaxnir.
Menn og konur sem stjórna hér á landi skulu bara muna eitt að það styttist í kosningar og ég er þess fullviss að við munum skoða vel og vandlega hvað við kjósum þegar þar að kemur. Þessi ríkisstjórn hefur allavega ekki staðið við sín loforð í svo ótal mörgum tilfellum að mér flökrar við að sjá þetta sama lið á sjónvarpsskjánum eða heyra í útvarpi. Innantóm loforð í upphafi kosninga og útkoman er enn í dag innatóm loforð.
Og enn og aftur sitja aldraðir og öryrkjar á bekknum og eiga ekki að fá að spila með í þessum leik sem og undanfarin ár.
Það er stundum kalt og nöturlegt á bekknum og erfitt að horfa á aðra leikmenn brillera í dansinum við mammon og þeir fá að leika með landsliðinu ár eftir ár á meðan við fáum einungis að horfa á og verða daprari og daprari..því þú ert ekki nógu góður/flottur til að spila með. Það eru ekki lengur nein not fyrir þig..þess vegna færðu að vera á bekknum svo lengi sem þú lifir og svo er það spurningin um hversu lengi þú lifir sem situr þarna niðurlútur á bekknum. Því leikmennirnir í landsleiknum hafa það flott og fínt..geta veitt sér bestu læknisþjónustu á meðan þú sem situr á bekknum hefur jafnvel ekki tök á að fara til læknis eða borga lyfin þín og þarft oftar en ekki að vera án peninga í tvær til eina viku þegar þú ert búinn að borga þitt og þá á eftir að lifa,komast af restina af mánuðinum jafnvel með börn á framfæri.


Mér finnst þetta mannvonska af versta tagi á sama tíma og Ísland er að taka við flóttafólki og mylur undir þetta blessaða fólk enda lítur þetta afskaplega flott út, út á við..á sama tíma lætur ríkistjórnin hluta af sínum eigin þegnum svelta og heldur þeim í fátækragildru.
Á sama tíma sem þeir sjálfir fá hækkanir á sín laun óumbeðið.. þökk sé kjararáði.Mikið vildi ég óska þessa að ég fengi að spila í landsliðinu allavega í nokkur ár áður en ég yfirgef bekkinn að eilífu.


Áhyggjur mínar

Umræðan í dag gerir mig smeyka..við hvað spyr einhver. Jú við þær fréttir sem berast til okkar um hryðjuverk og annað þeim tengdu. Eins og þetta horfir við mér er að styttast í 3ju heimsstyrjöldina (sem spáð var fyrir) fyrir ótal mörgum árum síðan. Þeir sem hafa lesið spádóma Nostradamusar sjá hversu mikil snillingur hann hefur verið því þú getur næstum rakið hverju hann var að spá fram á daginn í dag, svo nákvæmur var hann. Ef þið hafið ekki lesið spádómana hans þá endilega gerið það.
Nú ætlar Ísland að taka við flóttamönnum frá stríðhrjáðum ríkjum og í sjálfu sér hef ég ekkert á móti því nema..við verðum að staldra aðeins við eftir atburðina undanfarna daga. Ég ætla að vera svo gróf og spyrja hvaða fólk er þetta og er búið að kanna hvort innan um þennan hóp leynist ekki hryðjuverkamaður. Þeir eru lúmskt sniðugir að koma sér inn í önnur lönd og rotta sig saman og undirbúa hryðjuverk á saklaust fólk víða um heim. Þess vegna vil ég að Ísland staldri nú aðeins við í ljósi þessa. Ísland er  í sigtinu eins og fleiri lönd. Þökk sé ákveðnum íslenskum ráðamönnum sem studdu stríðsrekstur í Írak og tóku einhliða ákvörðun að styðja innrásina. Ef minnið er ekki í lagi þá er hægt að googla þetta.

Því er nú er svo komið að Ísland er komið á skotskífuna hjá þessum glæpamönnum sem eru að fremja hryðjuverkin.
Skil ekki af hverju Ísland segir sig ekki úr Sengen samkomulaginu strax svo hver og einn einasti maður/kona sem kemur inn í landið okkar verður að sýna vegabréf og einnig sakavottorð. Það þýðir ekki lengur þessi barnaskapur i okkur Íslendingum að halda að ekkert komi fyrir hér á landinu okkar og í þau skipti.. í mínum barnaskap hef ég hugsað þegar lönd eiga í stríði..hversu fegin ég er að búa á Íslandi.
En nú er svo komið að það er ekkert sem heitir að vera fegin að búa hér því það er ekki spurningin hvort..heldu hvenær ef íslenska stjórnin/alþingi ætlar að láta það óáreitt að hleypa hverjum sem er inn í landið. Það þarf að herða eftirlit eins og erlendis og vísa umsvifalaust fólki úr landi sem ekki getur sýnt fram á hreint sakavottorð og vegabréf. Þó svo að það taki lengri tíma  að afgreiða fólkið sem vill komast inn í landið okkar en það margborgar sig.
Yfir í annað áhyggjuefni,já ég hef áhyggjur, áhyggjur af svo mörgu.
Áhyggjur af blessuðu fólkinu hér á okkar fagra Íslandi sem getur ekki látið enda ná saman fjárhagslega og þarf að svelta sig fram að hverjum mánaðamótum eftir að búið er að borga það sem borga þarf.
Ég hef áhyggjur hversu lítilmótlega er komið fram við ellilífeyrisþega og öryrkja sem eru margir hverjir að lepja dauðann úr skel og fá ekki sínar réttmætu hækkanir á sín laun eins og aðrir í þjóðfélaginu.
Verð bara að segja eins og er að ef ég ætti ekki maka sem er útivinnandi þá væri ég afar illa stödd en undirrituð er örorkuþegi vegna heilsubrests. Og það er ekkert leyndarmál hjá mér hverjar mín laun eru frá Tryggingastofnun en útborgað fæ ég i peningum eftir skatt 126 þús rúmar. Og ekki má gleyma að ég hef réttindi úr lífeyrisjóði mínum og þar sem ég get ekki haft skattkortið mitt þar þá fæ ég heilar 53 þús kr í pening.
Ef ég væri ein með þessar tekjur borgandi af leigu/rafmagn og hiti/rekstur á bíl  o.s.fr þá sér hver sem vill að það er nú ansi lítið eftir af þessum peningum þegar upp er staðið.
Því sýnist mér í fljótu bragði að ég yrði að fá einhverja fjárhagsaðstoð til að komast af út mánuðinn eða fá gefins mat eins og svo margir neyðast til að gera. En sem betur fer er ég ekki ein.

Það er svo margbúið að brjóta á þessum einstaklingum launalega séð og það heldur áfram. Mér persónulega finnst að það eigi að fara með þetta fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og sýna heiminum hvernig brotið er á okkur og ég er viss um að sá dómstóll myndi dæma okkur í vil, ekki spurning. Svo ég skil ekki alveg þessa linkind hjá formanni Öryrkjabandalagsins að leyfa ráðamönnum að komast upp með þessi mannréttindabrot. Þannig fólk er ekki starfi sínu vaxið. Jújú..það var víst búið að lofa hækkun nú um áramótin næstu en samkvæmt áreiðanlegum heimildum er ekkert farið að gera í þeim málum ! Og ekkert er greitt aftur í tímann bara svo þið vitið það eins og flestir fá.
KÆRA EYGLÓ...er ekki kominn tími að líta sér nær.


Ísland logar í væntumþykju þessa dagana

Íslendingar eru oft á tíðum mjög hvatvísir og hugsa ekki málin til enda og þannig er það einnig með umrædda aðstoð við flóttamenn,hælisleitendur og mótöku þeirra.
Ísland logar í væntumþykju þessa dagana og að sjálfsögðu ekkert að því. Samúð og aðstoð er af hinu góða en við verðum að vera vel undirbúin. Því þegar blessað fólkið kemur til landsins er saga þeirra rétt að byrja.
Og hver og einn sem hefur boðist til að taka að sér einstaklinga og eða fjölskyldur er að skuldbinda sig til langs tíma jafnvel ævilangt. Ég tek ofan fyrir þessum sjálfboðaliðum sem væntanlega gera sér fulla grein fyrir ábyrgðinni sem þeir taka á sínar hendur og verður þeirra ábyrgð daglega til hjálpar þessum stríðshrjáðu manneskjum sem koma hingað í griðlandið okkar Ísland.
Já ég segi griðlandið okkar Ísland en hugsun mín er með kaldhæðnislegum tón því ég tel að landar mínir fari offari þessa dagana. Stjórnmálamenn vakna allt í einu upp af værum blundi eftir að hafa verið límdir við stólana sína á Alþingi,gónandi í símana sína og sendandi skilboð meðan einhver stendur í ræðupúltinu og sá hinn sami gæti allt eins bara opnað og lokað munninum á víxl eins og fiskur á þurru landi..því enginn er að hlusta.


En núna vilja margir slá sig til riddara og taka við enn stærri hóp af flóttafólki til landsins. Geta þessir háu herrar og konur, ekki bara gert sig af sjálboðaliðum og tekið eitthvað af þessu blessaða fólkð inn á sín heimili eins og þeir sem þegar hafa boðið sig fram.

 Þetta lúkkar rosalega flott út á við að verða allt í einu rosalega góður við lítilmagnan og vera að farast úr samúð og væntumþykju gagnvart þeim sem minna mega sín. 
Mér finnst svo mikil skítalykt af þessari skyndilegu umhyggju þið bara fyrirgefið.. Að reyna að lúkka vel út á við gagnvart heiminum er rosalega "inn" þessa stundina.
Ég vil ítreka að ég er ekki á móti því að hjálpa náunganum  þó svo einhverjir koma til með að lesa akkúrat það út frá þessum skrifum og verða hneykslaðir en þetta er mín skoðun og mér heyrist að að það séu fleirri á sama máli.


Ég hef sjálf verið flóttamaður í eigin landi og verð að eilífu þakklát öllu því fólki sem brást við í skyndingu árið 1973. Því sem ég vil koma að er að eftir ákveðinn tíma fer að koma pirringur í landann vegna þessa fólks eins og gagnvart okkur á ákveðnum tímapunkti þá á ég við að þegar allur "glansinn" er farinn af og alvaran tekur við. Það koma vafalaust upp væringar og pirringur vegna þess að öðrum finnst óþarflega mikið mulið undir þetta fólk eins og okkur.Í mörg ár á eftir var ítrekað flautað ef það sást bíll með V númeri á Reykjavíkursvæðinu. Við mörg hver vöknuðum upp við þann hræðilega sannleika að landar okkar sumir hverjir voru með aðfinnslur, áreiti og öfund . Mikið var ég nú fegin að getað flutt heim aftur en það var ekki þannig með marga sem misstu allt sitt. Við þetta er ég smeik..fyrst landar okkar gátu ekki unað því að okkur væri hjálpað, hvernig haldið þið að þetta endi.
Með vinsemd

 


Ljótur endir á Goslokahátíð

Hvað skyldu margir nauðgarar hafa sagt þessi orð: Ég man bara ekkert eftir þessu ég var svo drukkinn ! Skyldi það vera til að reyna að fegra sig fyrir fjölskyldunni ?

Þetta atvik nauðgunin í enda Goslokahátíðarinna fannst mér ömurlegt..hræðilegt að heyra og öll mín samúð er með fórnarlambinu. Og mikið var ég og fleirri ánægð með að kvikindið náðist og ekki síst að það var vitni að athæfinu. Ég vona að nauðgarinn rotni í helvíti fyrir að gera manneskjunni þetta enda búinn að eyðileggja líf hennar fyrir lífstíð og fjölskyldu hennar.


Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir hversu mikil eyðilegging fyrir sálina fylgir svona athöfn. Þú verður aldrei söm eftir svona níð og það þekki ég sjálf enda hef ég opinberað mína reynslu fyrir margt löngu síðan. Og verst að öllu er að búa í sama samfélagi og níðingurinn sem lætur eins og ekkert sé. Ég hata þann mann ef mann skyldi kalla og vorkenni eiginkonu hans,börnum  og barnabörnum að eiga að svona níðing og þannig er ábyggilega með fleirri sem hafa lent í þessari reynslu. Líf mitt fór á hvolf og ég drakk ótæpilega í heilt ár eftir nauðgunina og sárast af öllu að þessi níðingur var í sameiginlegum vinahóp sem ég var í á sínum tíma og það var enn sárara fyrir vikið að hann skyldi nota sér aðstæður eins og mér líkaði vel við hann og hans konu. Og ég yfirgaf þennan vinahóp og hef átt erfitt með að treysta síðan.
  Það hefur tekið langan tíma fyrir mig að vinna mig upp úr þessu en það er oft erfitt. Og þegar ég heyri um svona níðinga sem segjast/þykjast ekkert muna eins og með atvikið um síðustu helgi þá upplifi ég níðingsháttinn sem var mér gerður.  Ég hef ákveðna skoðun á hvað á að gera við svona sálarmorðingja. Stilla þeim upp og gríta þá og helst skera undan þeim svo þeir geri ekki öðrum konum mein framar.En það er bara mín skoðun.

Hef aldrei getað skilið hvernig kona hans getur búið með honum eftir að ég sagðí henni frá atvikinu. Kannksi hann hafi getað sannfært hana um að ég væri bara að ljúga upp á hann enda er það ein af vinsælustu afsökunum nauðgara. Því miður er þetta oftast orð á móti orði en í tilfellinu sem átti sér stað  um helgina var vitni nálægt, sem betur fer, svo gerandinn  getur ekki neytað né þóst ekki muna eftir nauðguninni og sekur um þetta sálmorð. Vona hann hljóti þungann dóm og láti aldrei aftur sjá á sér fésið hér á Eyjunni. 


Ég vil senda fórnarlambinu mína dýpstu samúð og fjölskyldu hennar sem hlýtur að vera ofboðslega reið og óhuggandi eftir þetta níð.<3


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband