23.12.2012 | 12:03
Ótrúlega viðburðarríkt ár senn á enda...
Það er ekki hægt að segja annað en þetta ár 2012 hafi verið viðburðarríkt. allskonar að ske..bæði erfiðir og góðir tímar. En uppúr stendur allt það góða sem hefur hent mig og kom vissulega sjálfri mér á óvart..
Baráttan við að halda húsinu okkar en við töpuðum þeim leik..búið og gert og er búin að ýta því alveg frá mér núna þó svo ég hafi ekki verið sátt á tímabili. Og tárin trítluðu ótal sinnum niður vangana þegar maður áttaði sig að ekki var vilji til að gera okkur kleift að halda því. Svo því fór sem fór..
En endir á einhverju tímabili í lífi okkar er byrjun á einhverju alveg splunkunýju og spennandi og við höfum tekið því fagnandi..
Seinni partur þessa árs hefur verið vægast sagt ótrúlega gefandi og skemmtilegur svo ég horfi til baka á fyrri hluta ársins sem kennsluverkefni í erfiðleikum sem við brutumst upp úr og stöndum eftir svo til ósködduð.
Þegar maður hefur ekki lengur tök á að taka þátt í vinnu á vinnumarkaðnum þá þarf að finna sér eitthvað að gera...reyndar hefur mér aldrei leiðst og er búin þeim eiginleikum að GERA frekar en ekki.
Og það tókst heldur betur þegar ég fór að föndra með kertin sem hafa orðið afar vinsæl hjá mér og ekki verra að ég elska að útbúa eitthvað fallegt handa öðrum..
Öll Gullkornin mín sem ég hef sett á netið með fallegum myndum í grunninn og hafa glatt marga og þar hef ég eignast marga góða vini..
Leikið mér með ljósmyndir sem ég hef sett á á síðuna mína Kollukot þar sem ég hef sett nýjan bakgrunn og gert myndirnar enn persónulegri...
Og rúsínan í pylsuendanum var þegar ég vann í ljóðakeppni nú á dögunum í tilefni að 40 ára afmæli Eldgossins á Heimaey sem verður 23 janúar 2013.
Ég sendi inn gamalt ljóð sem ég orti 23 ára gömul og var um flóttann frá Heimaey móttökunum á fasta landinu og síðan þegar ég flutti aftur heim á gosárinu til Eyja og lýsti því hvað við blasti og allar gömlu góðu æskuslóðirnar horfnar undir hraun og ösku . Þetta ljóð mitt féll dómnefndinni vel í geð og sögðu mér að þetta var akkúrat það sem þau höfðu leytað að..
Ég ætlaði vart að trúa mínum eigin eyrum þegar var hringt í mig en svo eftir samtalsfund með dómnefndinni þennan örlagaríka morgun fór ég bara að gráta..þessu átti ég nú ekki von á..
Og það verðu samið lag við ljóðið mitt sem Þorvaldur Bjarni -Topmobilmaður með meiru mun semja og það verður síðan flutt í HÖRPUNNI 27 janúar á næsta ári.. og engar smásöngstjörnur sem koma til með að flytja.
Og ég hlakka rosalega til að heyra hvernig lagið hljómar við ljóðið mitt "Yfir eld og glóð"ég fékk boðsmiða á viðburðinn og nú þegar ætla 14 manns að fylgja mér og manni mínum í hana nöfnu mína og hlusta...
Ég er afar stolt yfir þessu og pínulítið montin að hafa verið valin til þessa verkefnis og fengið margar hamingjuóskirnar og upp hafa sprottið umræður um eldgosið og minningarnar flætt yfir glasbarmana við það eitt að lesa þetta ljóð.
Og rifja upp þessar hörmungar sem yfir okkur gengu hér á Heimaey fyrir rétt tæpum 40 árum síðan. Ég var aðeins 18 ára með elstu dóttur mína sem þá var tæplega 6 mánaða og við þurftum að flýja Heimaey þessa nótt 23 janúar 1973.
Flytja svo heim aftur í júlímánuði sama ár..allt á kafi í kolsvörtum vikri og ösku en þá var hreinsunarstarf byrjað og formlega búið að lýsa yfir að gosinu væri lokið.
Sjá hvernig smám saman kviknaði ljós í húsum vítt og breytt á Heimaey var eins og að sjá jólaljósin tendruð og gleðin fyllti hugann við það eitt að sjá hversu vænt fólki þótti um eyjuna sína og vildi hvergi annarsstaðr vera. Enda elska ég þessa perlu Atlantshafsins og hef ort mörg ljóðin til hennar í áranna rás..
Fegurðin er ólýsanleg sérstaklega á sumrin og margur hefur fallið kylliflatur fyrir töfrum eyjunnar okkar og sumir ekki snúið aftur eins og minn maður...
Ætli ég láti þessum skrifum ekki lokið í bili og fer að undirbúa komu yndislegrar jólahátíðar í ...krúttaralegu íbúðinni okkar.
Aries.. litla loðna barnið okkar Ómars er búinn að fá jólabaðið og angar eins og ilmpúði. Svo verða áramótin haldin með flestöllum fjölskyldumeðlimum..kalkúnn á borðum og glaðst saman.
Ég er full þakklætis fyrir þetta ár sem er að líða og þegar kirkjuklukkurnar kveðja árið 2012 veit ég að það eiga eftir að læðast tár í augnkrókana og trítla niður kinnarnar en það verða tár gleði og hamingju vegna þess fjársjóðs sem ég á...fjölskylda mín og ástvinir og eyjan mín fagra...þar er mitt skjól og veit að þeim þykir ósköp vænt um kelluna..
Óska ykkur öllum gleði og gæfuríkra jóla og megi nýja árið verða ykkur öllum gjöfult og gott.
Með innlegri kveðju úr Kollukoti..
2.11.2012 | 05:59
Getur það verið að........
Einu sinni á æfinni hef ég gert dálítið sem ég var alltaf forvitin og spennt fyrir og það var að fara til spámiðils.
Það eru orðin ansi mörg ár síðan skal ég segja ykkur en af og til hafa orð og atvik sem hún sagði skotið upp kollinum.
Og sérstaklega eitt að sonur minn og ég hafi fylgst að lengi og verið foreldri hvors annars gegnum hin ýmsu líf..
Það fannst mér svo voða fyndið og merkilegt en þegar hún fór að spyrja mig hvort þetta væri ekki "svona og svona" fóru nú að renna á mína tvær grímur..
Ég gat ekki varist þeirri hugsun að mögulega væri þetta satt..þegar hún fór að spyrja mig hvernig samskiptum okkar væri háttað..
Og því meira sem það var rætt sá ég að þetta var bara líklega alveg rétt hjá henni og ég gat ekki annað en hlegið.. Gat það verið að hann hafi einhverntíma verið pabbi minn eða mamma og ég svo öfugt..einhverntíma í fjarlægum tíma..
Þetta olli mér heilmiklum heilabrotum eftir á og ekki laust við að ferli okkar saman í nútímanum
hafi jafnvel endurspeglað..akkúrat þetta..hahahaha..það hefur líst sér í ákveðnum umvöndunartón
eins og við gerum oft á tíðum við börnin okkar þegar við viljum láta þau skilja hvað er rétt og hvað rangt og það finnst mér fyndið oft á tíðum.. hahahaha
Hef nú alltaf látið hann vita...hann.... (fyrrverandi pabba minn eða mömmu mína) að það sé erfitt að kenna gömlum hundi að sitja en hann er alltaf góður og ljúfur við mömsu gömlu..
Spá miðillinn minntist reyndar aldrei á að dætur mínar hafi verið ömmur mínar eða systur eða eitthvað þannig ..en ég hef sterkan grun um að eldri dóttir mín hafi verið eitthvað svoleiðis.... ég held það vegna þess að ömmur eru rosa þolinmóðar við barnabörnin sín..ekki satt..
Og eru alltaf að fræða þau um hitt og þetta og kenna þeim ýmislegt sem pabbar og mömmur hafa kannski ekki tíma til að gera... hún er svoleiðis... alltaaaf ...að kenna mér eitthvað sniðugt og skemmtilegt (það gera bara ömmur) fræða mann um hætturnar í lífinu.. hvað sé betra að gera heldur en hitt og skammar mig stundum ef ég hlusta ekki á og fer eftir því sem hún er að segja mér.
Ömmur eru fræðarar og þannig er hún... svo ég hef lúmskan grun um að tilvera mín sé ansi slungin þegar upp er staðið.
Er ekki með ólíkindum að t.d. sonur minn (pabbi minn fyrrverandi eða mamma) sé búinn að búa til eintak af sjálfum sér og eintak af eldri systur sinni sem er amma mín í dag) en samt dóttir mín...hahahahahahhaaha..
Litli drengurinn hans er nákvæmlega eins hann þegar hann var lítill og dóttir hans er nákvæm eftir líking af systur hans sem er elsta dóttir mín (amma mín)..
er þetta nokkuð of flókið hahahahha
Svo er eitt enn að maðurinn minn elskulegur segist hafa hitt mig áður og það var fyrir mörgum lífum-ago Hann sá mig fyrst... í hvítum kjól eða kyrtli með blómakrans á höfðinu..mér finnst þetta svo "rómó" að ég fæ bara gæsahúð við tilhugsunina.
Í hvað hlutverki skyldi ég hafa verið þarna og hvað var hann... vildi óska að ég gæti ferðast aftur í tímann og séð.....þá hefur kannski sonur minn verið einhver höfðingi og ég fallega dóttir hans sem þessi yndislegi maður var skotinn í..
þetta er bara eins og í gömlu skáldsögunum.
Ef ég á að segja alveg eins og er þá trúi ég því að við höfum verið til áður en í mismunandi hlutverki..sumir muna óljóst eftir að hafa hitt ákveðnar persónur og þessi skrýtna tilfinning sem fylgir því ...og hitta svo einhvern sem þú ert ekkert feiminn við eða getur talað við um allt milli himins og jarðar eins og þið hafið alltaf þekkst er einstök..
Ætli sé ekki best að hætta þessum skrifum í bili og snúa sér að nútímanum og gera einhver falleg Gullkorn eða jólakveðjur á myndir fyrir vini mína vítt og breytt á netinu..elska að gera þetta..
og sérstaklega vegna þess hvað ég næ til svo margra með Gullkornunum mínum og þetta yndislega fólk kann svo sannarlega að meta það sem ég er að gera..
Og nú bíð ég bara eftir kertunum mínum svo ég geti orðið við óskum þeirra sem vilja Gullkornin eða jólakveðjurnar á kerti.. kertið verður svo fallegt þegar það brennur hægt niður og lýsir upp í náttmyrkrinu.. myndina og orðin ..sem ég hef skrifað á kertin.
Eigið bara dásemdar dag elskurnar mínar..
Kveðja úr Kollukoti..
20.10.2012 | 06:25
Leikir..;)
Mér þykir afar vænt um Heimaey sem er gimsteinninn í okkar paradís
Hér hef ég gengið mín æskunnara spor ..gengið í Barnaskólann eða "Stubb adeildina"þar sem ég hitti í fyrsta skiptið kennarann sem hafði svo mikil áhrif á mína skólagöngu frá upphafi enda eðal kennari að mínu mati..allavega lærði ég vel hjá honum Þórarni (einhenta) eins og við krakkarnir notuðum ..prívat.. enda var hann bara með einn nothæfan handlegg þegar ég hitti hann í mitt fyrsta skipti.
Við áttum öll að segja til nafns og þegar að mér kom og ég þusaði öllu þessu nafni sem ég var skírð eða: Kolbrún Harpa Kolbeinsdóttir..
Þá sagði þessi eðalkennari ,einfaldlega " Velkomin í bekkinn minn Kolla mín ..og þar með festist þetta gælunafn við mig og þykir reyndar afar..væntum það. í dag..
Því það fólk sem kallar mig þessu gælunnafni enn í dag ,eru bekkjarfélagar mínir aðallega og ekki síst elskan mín..
Það var gott að alast upp hér á Heimaey þó ekki væri mikið milli handanna á heimilinu þá létum við það gott heita enda sátt við það sem við fengum á þeim tímum..
Þá var ekkert sjónvarp ..engar tölvur né farsímar.
Váá..hvað gerðuð þið í gamla daga fyrst það var ekkert sjónvarp?
Var ég spurð... og það var ósköp einfalt..við lékum okkur saman..hittumst..rifumst eins og hundur og köttur..en fyrst og fremst vorum við öll..vinir..
Þó svo að að við yrðum ekki alltaf vinir frá degi til dags þá var samt einhver eining innan þessa hóps sem ég var alin upp við sem slitnaði aldrei..þrátt fyrir bardaga..rifrildi og vinaslit..sem reyndar stóð í afar sutta stund..eða þar til næsti leikur var tekinn á Urðarveginum..
Maður var alltaf tekin með í leikina næsta dag...
Æ..þessir peyjar á Urðaveginum og Bakkastígnum gátu nú verið alveg hrein martröð á stundum og bara ekkert gaman að leika við þá..stundum voru þeir svo hrikalega kvkindislegir og eltu okkur stelpurnar út og suður og þóttust vera með eitthvað sem kallaðist "Kláðaduft" og ég man eftir að hafa flúið alla leið uppí Helgafell og nokkrar stelpur með mér, enda var ég foringi þeirra í þá daga... og réði hvert ætti að stefna.
Flóttaáætlunin var í mínum höndum enda elst og stærst í þessum stelpnahóp...
Þetta foringja "attitjút" virðist ætla að fylgja mér fram á elliárin því í þau skipt sem ég hef tekið að mér hlutverk hjá Leikfélaginu virðist sem leikstjórar sjái mig í eru hlutverki sem sýna:
Vald/yfirgang /egóisma af verstu gerð/ og ekki síður þegar ég lék vondu drottninguna í Mjallhvíti og dvergunum sjö / og ég er ekki að komast upp úr þeim sporum í dag..
Vildi helst af öllu getað leikið í gamanleikriti..sem ég hef reyndar gert en ég var alltaf í þessu yfirlætislega hlutverki sem aðrir virðist sjá mig og ætlar að fylga minni persónu..
Svo vonadi stend ég mína "plikt" með að leika skólastjóra í þessu splunkunýja leikriti hennar Jóhönnu..
.Þökk sé leikstjóranum sem er sífellt brosandi og hlægjandi og tekur svo vel í allt..:)
Hann gefur manni von um betri tíma..
Ég var beðin fyrir ekki svo löngu síðan að taka að mér hlutverk í ár eftir splunkunýju handriti eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur fyrrverandi mágkonu mína..
Og ég sló til eftir laaaangan..laaangan tíma.
En það sem ég man frá í gamla daga var bara gleði og skemmtilegar stundir með leikélögunum mínum í þá daga.
Uppistaðan í dag eru aðalega börn og ég Friða og Júlli erum aldursforsetar í þessu skemmilega leikriti hennar Jóhönnu
Auðvitað er þetta tímfrekt þegar allt á að smella samam sem eru allavega 6 vikur kannski örlítið skemur en yfirleitt erum við að tala um að minnsta kosti, 4-6 vikur... þegar ævintyrið fer af stað.. þá stendur sýningin yfir í næstum 2 tíma með hléi
Allavega einn og hálfan og það er vel..
Allt virðist vera á ljómandi blússi samkv. leikstjórnum og að mér skilst verður frumsýning þann 1 des n.k
Í heildina næstum 2ja tíma verk..
jeyyy..bara gamnan...
Megi þið eiga yndislegan dag
Kveja út
Kollukotii..
21.8.2012 | 08:30
Húsið mitt..
Nú þegar við yfirgefum þig fyrir fullt og allt....er ekki laust við að tregi fylli sálina og hjartað..
Þar sem áður ríkti líf, fjör og spennandi stundir....sumar hverjar fullar af söng enn aðrar sambland af ergelsi,vonbrigðum,sorg og tárum .
Horfi ég nú á tóma gluggana sem horfa einmana augum út í dagsbirtuna og myrkrið...
Auða veggina og naglana sem segja sögu um allt það fallega sem fegraði veggi þína.
Litla sæta baðherbergið þar sem þú gast vart skipt um skoðun en hélt utan um þig á þínum prívat stundum..
Litla eldhúsið...þar sem töfraðir voru fram veisluréttir innan þinna veggja og ilmandi kaffisopinn, yljaði manni í morgunsárið.
Brakandi mjór stiginn upp á efra loftið kom í veg fyrir að nokkur gæti læðst upp né niður nema vera eins og fuglinn fljúgandi..
Stigi sem hafði að geyma fullt af gengnum sporum manna og dýra.
Lítilla barna sem klifu sinn hæsta tind með hjálp hinna fullorðnu....og afreksstoltið ljómaði úr augum þeirra er þau klifu hamarinn, upp á efsta tind...
Sigurbrosið sem maður sá..standandi fyrir neðan þrepin...horfandi á þetta hugrakka barn standa á toppnum og segja með brosi sínu "Ég gat þetta amma"..
Fagnað með hrósi og klappi fyrir hugrekkið og dugnaðinn og svo þurfti að reyna aftur og aftur og aftur...
Umhverfið sem við sköpuðum í kring um þig..litla kotið okkar. Umgjörð úr fallegu tréverki..gróðursettum tré og runna sem fegruðu þig enn meira.
Skreyttum sólpallinn sem við útbjuggum fyrir framan þig með fallegum blómum á hverju sumri og stöku sinnum reis ilmandi grilllyktin upp í loftið og fyllti vitin á yndislegum degi...
Góðar stundir með fjölskyldu og vinum innan sem utan dyra.
Griðarstaður frá amstri og hvunndagsleika..hlýtt og notalegt og gott að vera umvafin veggjum þínum.
Dýravænt heimili..alltaf opið út fyrir loðnu dýrin okkar og þau gátu flatmagað í sólinni á pallinum eða kúrt í fangi okkar yfir sjónvarpinu.
Sorg yfir fráfalli Ninju okkar sem við tókum að okkur rúmlega árs gamla en hún var að verða níu ára þegar hún veiktist. Yndisleg tík og tók okkur svo vel enda var þetta ást við fyrstu sýn..
Við fundum henni fallegan dvalarstað þar sem við gátum heimsótt leiði hennar og minnst þessarar góðu vinkonu okkar..
Nú geymir þetta hús öll þessi fallegu leyndarmál að eilífu og ekki laust við að ég heyri veggi þína andvarpa af söknuði...
Regndroparnir á rúðunum eru kannski kveðjutár þín til mín vegna allra þeirra minninga sem ég skil eftir innan veggja þinna..
Og þegar ég loka hurðinni þinni í síðasta sinn og kveð þig með þakklæti í huga sé ég...að húsið er að gráta..alveg eins og ég...
2.6.2012 | 01:03
Önnur ljósmyndasýning elskunnar minnar..:)
Ómar sýndi nokkrar ljósmynda sinna í fyrsta sinn niðrí "Godthaab í Nöf" sem er hans vinnustaður
Þann 1.júní 2012 opnaði hann sína fyrstu opinberu sýningu á CAFÉ VARMÓ...
Glæsileg sýning þó svo ég segi sjálf. Heimsóknir góðra vina og fjölskyldu gerðu daginn, frábæran í alla staði.
Blómvendir honum færðir og hamingjuóskum rigndi yfir listamanninn.
Er svo stolt af ektaspúsanum mínum...
Endilega hafa samband við Ómar ef það er eitthvað sem vekur áhuga hjá þér.
Ljósmyndir á striga (í blindramma)
Ljósmyndir í ramma
Gsm.866290
Sjáumst elskurnar
og eigið góða daga.
Kveðja úr Kollukoti í sólinni..
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2012 | 10:16
Þegar perlur slitna úr festinni....
Öll eigum við okkar akkilesarhæl.
Hann er mismikill hjá sumum en hjá öðrum stór og oft óyfirstíganlegur eða svo virðist vera.
Með hjálp er oftast hægt að laga það sem aflaga fer í lífi hvers og eins en þar skiptir meginmáli ástin og væntumþykjan .
Og leyfa viðkomandi finna að þér er ekki sama, ekki útiloka algjörlega eða láta sér fátt um finnast.
Hafa samband og heyra í viðkomandi þó ekki sé annað.
Ég held að loka algjörlega á einhvern og skilja hann eftir í lausu lofti sé ekki það rétta en það er mín skoðun og sama hversu vel tekst til eða illa þá elskar maður börnin sín þrátt fyrir allt.
Auðvitað verða vonbrigði með einstaklinga innan fjölskyldu sem ekki ganga réttan veg í lífinu en það er ekki þar með sagt að það eigi að loka og læsa öllum dyrum eins og sumir vilja gera.
Þessir einstaklingar eru perlur sem slitnaði úr festinni og það getur tekið tíma að þræða perluna aftur á sinn stað.
En til þess þarf lækningu,ást og umhyggju fjölskyldunnar og þá á ég við alla fjölskyldumeðlimi
Í mínum huga sem móðir eru öll börnin mín mér jafn dýrmæt og ég geri ekki upp á milli þeirra hvar svo sem þau eru stödd í sínu lífi.
Mínar dyr munu alltaf standa opnar svo fremi að ekki sé valtrað yfir mann .
Komið fram að kurteisi og virðingu bæði við mig og aðra
Yfirgangur er ólíðandi eins og virðingarleysi ,útúrsnúningar ,tilætlunarsemi ásamt þvermóðsku og öskrum á fólk sem vill vel og rétta hjálparhönd til að leiðbeina á rétta braut.
Þetta þekki ég að eigin raun og oft verð ég döpur eftir samtal og ráðleggingar sem sagt er já við en svo er ekkert farið eftir neinu.
Bara hjakkað í sama gamla farinu svo í jarðvegin hefur myndast djúp sprunga sem þessi einstaklingur á bara eftir að sökkva ofaní og þá er illt í efni.
Allar góðar ráðleggingar,hvatning er ýtt undir teppið og grafin dýpri skurður í hvert sinn sem þessi einstaklingur ákveður að hans leið er sú eina rétta
þrátt fyrir að margbúið er að benda á hvaða leið hann er að fara sem er beint til glötunnar ...nema að hann óski eftir hjálp frá fólki sem kann sitt fag. Fyrr verður ekki bati hvað svo sem einstaklingurinn segir eða telur sér trú um.
Ég á bréf í fórum mínum þar sem ég úthelti sorg minni og tárum vegna einstaklings sem var í þessum sporum. Leitaði samt hjálpar með minni aðstoð og annarra.
Og þá kviknaði vonin í brjósti mér og ég trúði því statt og stöðugt að nú væri öllu bjargað.
Þetta bréf hef ég geymt í mínu lokaða skríni þar til fyrir stuttu og bréfið fór þá leið sem það átti alltaf að fara eftir geymslu í nokkur ár. Og ég trúði því..líka þá ...að eitthvað merkilegt væri að fara að ske. Því við mig voru orð sögð sem glöddu hjarta mitt svo langt sem það náði að nú væri þetta bara búið og ætti að byrja nýtt líf og þá fann ég stað og stund fyrir bréfið mitt sem ég skrifaði forðum. Og það get ég sagt að í þau skipti sem ég hef lesið bréfið sem ég skrifaði forðum þá græt ég enn vegna þeirra ömurlegu minningar sem bréfið minnir mig á.En líka vegna þess að það gaf mér von.
Eftir viðtöku bréfsins míns fékk ég svar sem var innilegt og fallegt því ég hafði spurt hvort þetta hefði verið rétti tíminn að fá þetta bréf í hendurnar. "Já þetta er rétti tíminn..ég grét er ég las það" ..voru viðbrögðin.
Og enn og aftur fylltist hjarta mitt trú. Ég hvatti og ýtti undir allt það góða sem var í boði en það var ekki til umræðu að fá aðstoð við lækningu. Þetta yrði bara að gerast af sjálfu sér var svarið sem ég fékk og undir niðri vissi ég að það myndi aldrei ganga upp.
Svo skurðurinn dýpkar...meðan... ekkert er gert og sorglegt til þess að vita að hendur manns eru bundnar nema vilji sé fyrir hendi að koma upp á yfirborðið og þyggja hjálpina.
Ef ég þarf að skrifa annað bréf eins og forðum þá verður það bréf gleði, ánægju og hamingju yfir að hægt verði smá saman að þræða perluna á sinn stað á festina mína. Og þá verður allt fullkomið..
Eigið góðan dag elskurnar
DAGBÓKIN MÍN | Breytt 1.5.2012 kl. 07:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.4.2012 | 17:37
Fermingarundirbúningur 1.apríl 2012 Heiðrún Ásta
10.3.2012 | 06:38
Þegar hugmyndirnar láta þig ekki í friði..
Þegar kollurinn er fullur af hugmyndum verður maður að fá útrás fyrir þær og það sem hefur verið skjóta upp kollinum er Malarvöllurinn.
Það hafa komið upp ýmsar hugmyndir með það svæði að byggja þar, gott og vel. En ég hef þá hugmynd að gera Malarvöllin að skemmtigarði.
Kanski fussar einhver yfir því en af hverju ekki?
Ég sé fyrir mér mini-golfvöll klæddur gerfigrasi. Ég sé fyrir mér aðstöðu fyrir krakkana og þá sérstaklega þau yngstu þar sem búið er að búa til litla busluvaðlaug fyrir þau að leika sér í. Ég sé borð með áföstum bekkjum þar sem pabbar og mömmur,afar og ömmur geta sest niður með nesti og haft smá piknik á góðum vor og sumardögum. Ég sé fyrir mér lítið svið þar sem hægt væri að vera ,með ýmsar uppákomur. Ég sé fyrir mér sumargæsluvöll á staðnum með skemmtilegum tólum og tækjum fyrir krakkana og meira að segja sé ég fyrir mér Bowling sal.
En það besta af öllu er að draumurinn er sá að t.d minigolfvöllurinn verði yfirbyggður en samt allt sýnilegt sem fram fer..gler eða plast svo skemmtunin verði ekki síður þeirra sem geta fylgst með utan við eins ef möguleiki væri á Bowlingsal að hafa þar allt sýnilegt. Þá geta bæði þeir sem eru innan við og utan notið alls þess sem er í boði.
Hafnfirðingar gera desember ef ekki bara nóvember líka skemmtilegan fyrir bæjarbúa og útbúa smá Jólabæ, þannig sé ég þennan skemmtigarð nýttan fyrir allt okkar frábæra handverksfólk og aðra listamenn um jólamánuðinn og til þess þarf auðvitað einhver skýli fyrir handverksfólkið. Allt á einum stað í yndislegu veðri í desember. Aðgengilegt og stutt fyrir alla að kikja og hafa gaman jafnt sumar sem hávetur. Engar sjoppur né verslanir það er nóg af þeim niðri í bæ.
En það yrði ábyggilega aðlaðandi fyrir okkur Eyjamenn að getað boðið upp á svona draumaaðstöðu fyrir gesti okkar af fasta landinu. Ef fjársterkir aðilar tækju sig til og færu allir sem einn í svona verkefni þá yrði það ein stór stjarna og broskall með fyrir okkur sem hér búum.
Það kostar ekkert að láta sig dreyma
Eigið góðan dag elskurnar
kveðja úr Kollukoti
10.2.2012 | 06:42
Afmæli....:)
Jæja þá er maður að byrja að lifa 58unda árið sitt... finn svo sem engan mun á mér frá í gær þegar ég var "aðeins" 57 ..hahahahha...
Get ekki gleymt því þegar sonur minn varð 30 ára og þá sagði hann með miklum mæðusvip " Jæja, þá er þetta bara að verða búið"...hahahhahahahaha.. og þá spurði ég hann hvort hann vildi skipta við mig en það varð fátt um svör..
Ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir að ég er mætt í seinni hálfleikinn en vona bara að það verði extra langur seinni hálfleikur enda er ég búin að ákveða að verða hundrað og eitthvað....
Svo dómarinn fær ekkert að flauta leikinn af nærri,nærri strax, veit að áhangendur mínir yrðu nú ekkert par hrifnir að því ef ég yrði rekin útaf ,svona óforvarendis. Held þeir myndu reka dómarann á stundinni hahahaha... Lífið er yndislegt með öllum sínum göllum, árekstrum og erfiðleikum enda kennir það manni að verða sterkari og læra af mistökum sem maður hefur gert og þar er enginná undanþágu en auðvitað tekst misjafnlega vel að vinna úr lífinu hjá mörgum hverjum. En oftast er þetta bara gaman og gleði.
Ég hef verið nokkuð heppin held ég þrátt fyrir ýmsa annmarka og staðið af mér storma og boðaföll enda á ég svo yndisleg börn og eiginmann sem ég vildi ekki skipta fyrir allan heimsins auð ..
Við erum hvert með sínu sniði enda væri ekkert í okkur varið ef við værum öll eins..heldur óspennandi tilhugsun það.
Veit það eitt að ég hef getað hlegið með þeim svo mikið að ég hef næstum pissað á mig því við höfum átt svo margar góðar og skemmtilegar stundir saman og mikið grínast í mínum anga fjölskyldunnar. Allavega hafa þau mikið gaman af að hlægja að mér og maður fær það stundum óþvegið frá þeim ef manni hefur orðið fótaskortur á tungunni..mismælt sig hrikalega og þá er ekki gleymt..nei ,það er geymt til næstu samveru hahahhaha....
Þessi angi fjölskyldunnar er svolítið klikkaður en skemmtilega klikkaður og það líkar mér.
Svo ósk mín í dag er sú..haldið áfram að vera svona skemmtilega klikkuð, takið lífinu hæfilega alvarlega og njótið dagsins. Það ætla ég allavega að gera...
8.2.2012 | 08:23
Brotnar sálir.
Ef þú handleggsbrotnar..þá ferðu til læknis
ef þú verður kvefaður..þá ferðu til læknis
ef þú tognar illa...ferðu til læknis
ef..ef..ef..
En ef sál þín er brotin, hvað gerirðu þá?
Þú ferð ekki til læknis það er næstum hægt að bóka það. Allavega eru það fáir sem hafa sig upp úr hjólförunum og leita sér hjálpar, því miður.
Og þessi brotna sál glímir við óendanlegan sársauka í sálinni sinni á hverjum degi. Stundum duga ýmsir plástrar á sálartetrið en svo byrjar glíman aftur við svartnættið og þú sérð ekki til sólar í lífi þínu. Farðu til læknis....ekki það nei?
Er það að því að ekki sér utan á þér að sál þín er handleggsbrotin,fótbrotin eða hefur orðið fyrir gríðarlega hörðum árekstri og ert nærri dauða en lífi. Farðu til læknis..ekki það nei?
Hversu langt skal ganga þar til þú áttar þig að þú ert stórslaðaður þó ekki sjáist á þér?
Allir í kring um þig eru vitni að sálarkvöl þinni, lifa helvíti á jörð því það er ekkert eins ömurlegt og horfa upp á ástina sína,barnið sitt ,foreldri og eða vini verða undir í glímunni við þunglyndi.
Næstum ráðalausir ástvinir upplifa sorg í hjarta sínu og finna til með þér á hverjum degi en þú vilt ekki leita læknis, hvað er þá hægt að gera?
Það er engin skömm að viðurkenna sig sigraðan íþessum bardaga við öfl sem þú ræður ekki við.
Það er engin skömm að vera handleggsbrotinn í sálinni
það er engin skömm að hafa verið klessukeyrður og allt brotnað í sálatetrinu og sent þig í rúmið fjarri hverjum fallegum degi.
það er engin skömm að viðurkenna skipsbrot sem þú réðir ekki við.
Farðu til læknis og ekki seinna en strax og fáðu hjálp og alla þá aðstoð sem er í boði.
Hlustaðu á ástvini þína sem vilja þér aðeins eitt og það er allrar þeirrar bestu umhyggju sem til er og vilja það eitt að þér batni sem fyrst. Þau sakna þín sem ert falinn þarna inni í myrkrinu og vilja ná þér út í sólina og eiga góða tíma meðþér.
Sjá þig verða hamingjusaman og geta tekist á við lífið aftur að fullum krafti og verða aftur sá/sú sem þú felur inní handleggsbrotnu sálinni þinni og kemst ekki út af sjálfsdáðum.
Ef þú kemst ekki sjálf/ur út.... leyfðu öðrum að hjálpa þér og leiða þig út úr myrkrinu og inn í birtuna. og smá saman byrjar batinn.
Fyrsta skrefið er eins og skref lítils barns sem er að byrja að feta sig áfram en sem lærist smá saman og viti menn, þú verður farinn að hlaupa áður en þú veist og uppvötvareins og litla barnið hvað lífið er yndislegt eftir allt saman.
Eiga að þetta yndislega fólk sem vill hjálpa þér að taka fyrstu skrefin og styðja þig ef þú fellur og hjálpa þér aftur á fætur svo þú getir haldið áfram að ganga litlum skrefum út í lífið.
Ég tók skref sem ég sé ekki eftir og er full af þakklæti fyrir. Fór til læknis og fékk þá hjálp sem ég þurfti. Og þvílík breyting sem átti sér stað er alveg ótrúlegt. Það vaknaði svo margt sem hafði legið í dvala einhversstaðar inni í myrkrinu en kom fram í dagsljósið um leið og byrjað var að laga handleggsbrotið mitt. Sálin fór að brosa og gleðjast yfir því minnsta..fallegu pínulitlu útsprungnu blómi...agnarlitlum grasanga sem var að byrja að verða grænn.
Glöð yfir að fá að eiga hvern yndislegan dag með ástvinum mínum ..hlægja eins og vitleysingur og eiga góðar stundir. Ég varð aftur hamingjusöm þrátt fyrir allt..:)
Ég geri mér grein fyrir að við erum misjafnlega sterk og árekstur á hverja sál er mismikill en við sem þjáumst í myrkrinu og sjáum ekki til sólar þurfum að komast út og oft með hjálp annarra.
Og ég veit að þú sem þetta lest og þekkir einhvern sem þjáist í sálinni sinni og jafnvel þú gengið þennan veg sjálf/ur. Þá veistu eins og ég að það eina rétta er að fara til læknis..
Svo tilhlökkunin er að getað tekið á móti lífinu í allri sinni fegurstu mynd með bros á vör eins og litla stúlkan hér að neðan.
Gangi þér vel
Ég læt fylja með brot úr ljóði eftir Hákon Aðalsteinsson.
"Ég á mér lítið, lokað skrín
sem liggur við mínar hjarta rætur
oft er þar sviði um svartar nætur
þar geymir sorgin, gullin sín"
Með kveðju úr Kollukoti