28.1.2012 | 10:51
Gamlar myndir af vinkonu okkar...:)
28.1.2012 | 04:00
Söknum þín.
Í dag 28. janúar er dagurinn sem við þurftum að láta leiðir skiljast við hana Ninju okkar....fyrir akkúrat ári síðan..
Við söknum hennar á hverjum degi þessarar elsku.
En þegar veikindi bera dýrin okkar ofurliði og ekkert er hægt að gera..þá er stutt í viðveruna hinumegin svo þannig fór fyrir henni Ninju okkar.
Ninja átti afmælisdag sem var mér einkar kær og það var afmælisdagur mömmu og ekki spurning að gefa henni hið virðulega nafn Sigríður í höfuðið á mömmu sem var mikill dýravinur.
Ninja var rúmlega 1árs gömul er við tókum hana að okkur og fyrri eigendur kölluðu hana NINJU og við það nafn héldum við okkur.
Frá fyrstu stundu elskuðum við hana enda var hún svo blíð þessi elska.
Hún elskaði alla fjölskylduna eins og hún lagði sig..var góð barnapía og einstaklega hugulsöm við yngsta barnabarnið mitt hann Fannar Leví ef hann fór að gráta.
Og á stundum fannst okkur að Ninja hefði enga trú á móður barnsins því hún vék ekki frá fyrr en drengurinn hætti að gráta.
Alveg sama þó mamma hans væri að hugga hann..
Skipti engu þó við segðum Ninju að allt væri í lagi..
Nei ...hún þurfti að hnusa og koma við hann og hætti ekki fyrr en barnið komst í ró.
Þá fyrst fór hún og lagðist á sinn stað..en hún var líka fyrst allra til að mæta og hugga ef heyrðist í litla Fannari.
Og þar sáum við með miklum söknuði eftir á....hversu góð mamma hún hefði orðið ef hún hefði eignast afkvæmi.
En Ninja fékk aldrei að kynnast spennuþrungnu augnabliki milli hennar og annarra hunda enda hún af eðalkyni og ekki sama hver fengi að njóta..
Ninja kom frá hundaræktanda (yndislegu fólki) sem hafði selt hana til ungra hjóna en þegar kom í ljós að fjölskyldan myndi stækka og þau bjuggu í ofanálag í fjölbýli..sáu þau fram á að geta ekki haft Ninju áfram svo hennar góði ræktandi tók við henni aftur og framhaldið er flestum ljóst..hún kom til okkur ..og öllum til mikillar gleði.
Enda hafði manninn minn lengi langað til að eignast hund af Boxerkyni..og hann fékk ósk sína uppfyllta með góðri hjálp sonar míns og fyrrverandi tengdadóttur. Því þau eignuðust hvolp frá þessum sama ræktanda og nefndu hann Diesel og þeirra góða samband við þennan ræktanda varð til þess að við fengum Ninju.
Þegar kom að þeim degi að við fengum Ninju gerði maðurinn minn sér ferð á Bakka með flugi til að ná í hana og hitta ræktandann sem lét okkur fá hana.
Ég var í stöðugu símasambandi við hann enda var hann spenntur eins og barn að sjá hana. Á timabili slitnaði sambandið og ég heyrði ekkert fyrr en 2 klst seinna og þá heyrði ég á röddinni að Ómar var búin að hitta Ninju ..
Hún hljóp víst strax til hans og dillaði skottinu og vék ekki frá honum...tók hann í sátt á þessum stað og stund og síðan hafa þau verið bestustu félagar þar til hún veiktist og dó þessi elska fyrir ári síðan.
En Ninja var allavega hjá okkur á áttunda ár og mikið búið að bralla saman..fara í göngur ferðast uppá land og nefndu það að ég tali nú ekki um einkafélagsskapinn milli Ómars og Ninju þegar þau fóru saman í eitthvað útstáelsi vítt og breitt um Eyjuna okkar..í ýmsum veðrabrigðum að mynda....
Ég held hún hafi haft matarást á mér ...en var einstaklega góð við Ómar og tók uppá að sleikja hann í andlitið svo hann gat varla andað á milli blautu kossanna sem hún var að gefa eiganda sínum.
Reyndar tók hún sig til einstaka sinnum að taka uppá að sleikja á mér mallakútinn er við sátum og horfðum á sjónvarpið og hún gat ekki stoppað...ég var farin að halda að hún fyndi að eitthvað væri að þarna inni..því svo áköf var hún á stundum. En mér varð nóg boðið þegar hún fór að narta í mig..hahaha ... þetta var samt rosalega þægilegt.. að fá svona maganudd...
Það er eftirsjá af henni Sigríði Ninju enda var hún allra hugljúfust og kelaði og kyssti fjölskylduna alla og henni leið best í fanginu á okkur með höfuðið í kjöltu okkar og fá smá strokur.
Við söknum hennar meira en orð fá lýst en erum þakklát fyri þann tíma sem við fengum með henni.
Aries litli tjújinn okkar sem hún tók að sér eins og besta mamma og vinur átti pínu bágt í smá tíma en sem betur fer fengum við að taka Diesel að okkur(hálfbróður Ninju) svo sorgin varð ekki eins erfið fyrir litla krúttið okkar.
Aries heldur uppteknum hætti ...að sleikja augu og munn ...Disels en hann er ekki eins hrifinn að þessu og Ninja en leyfir honum að gera smá.. þar til hann urrar á litla greyið...
Eigið góðan dag kæru vinir
Kveðja úr Kollukoti
25.1.2012 | 07:50
Gimsteinar í snjónum
Eftir morgunverkin, smá æfingar á fótstiginu og bumbubananum. Dreif ég mig út í göngu með hundana mína.
Kuldagallinn varð fyrir valinu, hlý húfa og þykkir bláir vettlingar í stíl við gallann minn. Hundarnir beltaðir og festir í annað belti um mig miðja svo hendur mínar voru frjálsar í göngunni. Snilldar uppfinning...
Það hafði snjóað töluvert frá í gær og veðrið var yndislegt. Bærðist ekki hár á höfði hérna rúmlega sjö í morgun. Við ösluðum snjóinn ég og hundarnir mínir en líklega hefur litla tjúanum mínum fundist hann vera að vaða yfir fjöll og fyrnindi enda mikill snjór fyrir lítinn hund.
Ég hafði fest "litla" í ólina hjá Dísel boxernum okkar, svo ef sá litli vildi endilega stoppa og pissa var Diesel búinn að draga þann minni og virkaði aumingja Aries litli eins og snjóruðningstæki á stundum.... Fyndið að sjá þetta þegar hann reyndi að spyrna við fótum en sá stóri dró hann áfram...hahahahaha...
Á meðan á göngunni stóð í þessu fallega veðri og augun litu fegurðina í kring..bílar þaktir snjó og trjágreinar þungar eftir snjókomuna þá sá ég alla fallegu gimsteinana í snjónum. Þetta var ævintýri líkast. Það stirndi og glitraði á snjóinn eins og allar stjörnur himinsins hefðu fallið til jarðar og skreytt bæinn okkar. Og auðvitað þegar svona augnablik fanga augað er maður ekki með myndavél á sér.
Það voru fáir á ferðinni svona snemma nema kannski einn og einn sem var að skafa og sópa snjóinn af bílnum sínum svo við gátum gengið úti á miðri götu, ég og hundarnir mínir. Yndislegt að fá svona gott veður í morgunsárið.
Fínt að koma heim eftir labbið og skella í sig nýlöguðu kaffi. Hundarnir lagstir í sófann og steinsofnaðir.
Eigið góðan dag elskurnar...
Kveðja úr Kollukoti..
21.12.2011 | 05:20
Af hverju
Þar sem ég er frekar mikill "snemmuppvakningur" reyni ég að læðast um á morgnana.
Eflaust kallar fólk þetta að ég vakni um miðjar nætur..hehehhehe.. en þetta er bara fínt.
En það er eitt...nei mörg vandamál við að vakna svona snemma. Maður læðist um og reynir að anda ekki of hátt, hósta á lágmarks krafti,pissa ekki of hátt og margt fleira.
En hvernig sem á því stendur verða öll venjuleg hljóð.... eins og flugeldasýning á Gamlárskvöldi, sama hversu varlega er farið.
Kaffikannan aktar eins og verið sé að skjóta einhverjum til tunglsins ..prumpar og frussar, hagar sér vægast sagt afar einkennilega.
Klukkan á veggnum ákveður að haga sér eins og BIG BEN í London, hvert tikk verður eins og barið sé á bumbu í lúðrasveit.
Að sturta niðrúr klósettinu er einsog Niagarafossarnir hafi mætt án þess að gera boð á undan sér. Og þú reynir að sussa á þetta tryllitæki sem þverneitar að hlýða.
Og af hverju þarf maður alltaf að reka sig í hluti og búa til óstjórnlegan hávaða þegar aðrir sofa.
Bara eitt lítið dæmi að klippa/opna kaffipoka að morgni verður eins og nístandi ískur á skólatöflu svo er eftir að vöðla þessum poka saman og henda í ruslið...sussss....
Smellurinn í skáphurðinni verður ærandi og þú tiplar á tánum og rekst í tóma Pesí Max plastflösku á gólfinu eftir hundinn sem verður að kjarnorkusprengju á gólfinu.
Að leggja frá sér kaffibollann hversu vel sem þú vandar þig verður að sprengingu í hljóðhimnunum.
Að standa uppúr eða setjast í tölvustólinn verður eins og marr í 100 ára gömlum trébát í stórsjó við Íslandsstrendur.
Hósti verður eins og bergmál í fjallasalnum í Herjólfsdal á flugeldasýningu að ég tali nú ekki um að verða bráðmál að hnerra..... jesús minn. Enda er mitt hnerr ekkert venjulegt
Örbylgjuofninn er skaðræði í þögninni.. enda líkist hann 10 hjóla trukk sem settur er í gang og þetta týpiska ..DING.. hljóð sem heyrist eftir að aðgerð lýkur er algjör hljóðhimnubani.
Mér er sagt ég hrjóti...og hrjóti hátt. Held það sé bölvuð lýgi. Allavega vakna ég ekki við hroturnar....
Megið þið eiga góðan dag elskurnar...
Kveðja úr Kollukoti í ljómandi jólaskapi....
24.11.2011 | 06:53
Þríburarnir eiga afmæli í dag......
23.11.2011 | 09:40
Alltaf leiðinleg þegar......
Æ..hvað mér finnst það leiðinlegur ávani og stundum mannskemmandi, þegar ekki er hægt að koma hreint fram við fólk að ég tali nú ekki um, við sína nánustu.
Í stað þess að segja eða einfaldlega spyrja ef einhver er ekki sáttur við eitthvað sem þú hefur gert eða sagt....eða ekki gert.
Viðkomandi segir ekki orð í návígi, heldur blaðrar um þig þegar þú ert ekki viðstaddur sem kallast einu orði að baknaga.
En oftast berst þetta til eyrna þess sem er baknagaður...seint og um síðir . Verst af öllu er að í millitíðinni ertu búinn að umgangast baknagarann án þess að hafa hugmynd um hvað hann/hún var að bauka.
Og meira að segja kemur baknagarinn rosa vel fram við þig í návígi og heldur og vafalaust vonar að enginn sé svo vitlaus að segja þér frá hvernig hann/hún talar um þig.
Heldur að þú hafir ekki hugmynd um þau orð sem hafa verið látin falla þegar þú varst ekki viðstaddur og gast ekki varið þig.
Sumir upphefja sig akkúrat í svona löguðu til að fela eigin vanlíðan og auðvitað er fólki sem hagar sér svona, mikil vorkunn.
Ekki vil ég endilega segja að þetta sé gert í illkvittni...en hvað veit maður...
Maður verður sár í hjarta sínu við að heyra frá 3ja aðila að illa sé um þig talað eða í niðrandi tón. Yfirleitt er mér slétt sama hvað annað fólk er að pæla en þegar það er einhver sem stendur manni næst...það er verst.
Oftar en ekki ,veit fólk ekkert um það rétta í stöðunni og losar um eiturbroddinn með sitt álit að leiðarljósi og skefur yfirleitt ekkert utan af hlutunum í annarra eyru, því meira því betra.
Og það er líka slæmt hversu margir trúa...
En svona er bara blessað mannfólkið og helst þeir sem líður eitthvað illa í sálinni sinni og vilja frekar gera sína túlkun að staðreyndum en vita það sem er rétt og satt.
Sem betur fer eru nú ekki allir svona sem maður þekkir... meirihlutinn er heiðarlegur og segir eða bara spyr frekar enn "fylla upp í eyðurnar sjálfur" og það kann ég einstaklega vel við. Enda eru það heiðarlegar manneskjur og það kann ég að meta. Og ég held nú að þær manneskjur séu í meirihluta sem betur fer...
Megið þið eiga góðan dag elskurnar....
Svo er ekki einfaldast að hafa yfir eftirfarandi: "Það sem þú vilt að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra"..
18.11.2011 | 12:36
Yndislegur tími...:)
Nóvember er rúmlega hálfnaður og framundan er jólahátíðin í öllu sínu veldi.
Alltaf sama tilhlökkunin og barnið inn í mér vaknar í byrjun nóvember og stundum fyrr ..
Líklega finnst einhverjum ég vera meira en lítið biluð..hahhhaha...en mér er slétt sama. Ég held mín jól á minn hátt og undirbý þau á minn hátt og helst nógu snemma.
Elska fallegu jólaljósin..elska að taka upp úr kössunum, gamalt og nýtt jóladót .Brosi með sjálfri mér þegar jólasveinarnir mínir sem fara á eldhússkápana birtast upp úr kössunum og segi við þá: "Ætli þetta verði ekki síðustu jólin ykkar"..reyndar búin að segja þetta í mörg ár en þeir eru allavega 25 ára gamlir, pínurifnir hahahaha..en upp skulu þeir enn ein jólin..
Allavega hafa krakkarnir mínir alltaf jafn gaman af að sjá þá á sínum stað og minnast vafalaust liðinna stunda með þeim vinum okkar...
Og nú eru það yngstu barnabörnin sem fá að njóta þeirra og upplifa jólasveinana hennar ömmu sín...
Í skammdeginu njóta jólaljósin sín sem best og gleðja mig og mína ótakmarkað enda það fyrsta sem ég geri á morgnana er að kveikja á ljósunum í gluggunum og hleypa þessari undurfögru birtu inn í kotið mitt..inn í hjarta mitt og hlakka til...
Ég hef alltaf samúð með þeim sem ekki gleðjast yfir tilkomu jólanna og liggja vafalaust margar ástæður þar að baki. Oft er það hvernig æskuárin voru og kannski voru jólin ekki alltaf gleðileg í hjörtum og minningu þeirra. Ég kannast við það sjálf en ég ákvað að gera jólin mín að ævintýri fyrir mig og börnin mín. Mér tókst það...
þau eru svo mikil jólabörn þessar elskur og alltaf jafnspennt og mamma sín..þau elska jólin..
Það gleður mig innilega því ég veit hvers virði er að hlakka til og gera jólin gleðileg og ævitýraleg og virkilega hlakka til þeirra af einlægu hjarta ....
Leyfum litla barninu í okkur að koma út þegar jólin nálgast..stara hugfangin á fallegu ljósin og skreytingarnar..jólatréð sem skreytt er með öllum þessum ótrúlega litríku og glansandi jólakúlum.
Eflaust hengir einhver, eitthvað alveg sérstakt á tréð eins og lítinn barnsskó eða gamalt leikfang á einhverjar greinarnar og minnist um leið liðinna stunda...
Við þá sem ekki hlakka til vil ég segja þetta: Hafi jólin þín í æsku ekki verið þér góð og þig hætti að hlakka til þeirra.
Þá hefurðu val.... halda áfram að gera jólin leiðinleg eða.... gera þín jól yndisleg, ævitýraleg og eftirminnileg fyrir þig og börnin þín.....
6.8.2011 | 07:57
Ljósmyndarinn Ómar Eðvaldsson..,)
Glæsileg mynd af prófastinum sjálfum í STÓRHÖFÐA...

Ævintýralegar myndir að hætti Ómars míns...



.
Myndirnar hans eru margar fullar af dulúð en fyrst og fremst tilfinning fyri náttúrunni og öllum hennar breytileika og birtuskilyrðum.
Fallegar myndir héðan úr Eyjum og einstaklega falleg mynd frá Dyrhólaey ..
Það er margt hægt að lesa úr myndum hans úr "HRAUNINU" eins og einni hér,þar sem ég sé einhverja forn-eðlu sem er að slökkva þorstanum í örmum ÆGIS konungs.
Eyjamyndirnar hans eru oftar en ekki teknar frá öðru sjónarhorni en gengur og gerist eru töfrum líkastar enda sér listamaðurinn Eyjarnar oft í öðru ljósi ..... En við hin sem höfum átt hér heima frá fæðingu.
Dyrhólaey í öllum sínum fegursta skrúði og ég hafi ekki séð eins fallega mynd.....



DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2011 | 06:43
Mín í leikfélaginu 1980 til....;)
Lék smáhlutverk í kvikmyndinni Nýtt líf ásamt Elfu systir(Guðrún þríburi og systir mín í aðalkvenhlutverkinu)... Mamma, hún Sigga frá Vatnsdal átti meira að segja "MÍNÍ hlutverk í kvikmyndinni....
Ég lék vondu drottninguna /stjúpuna í leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö..
Ég lék eindæma settlega en jafnframt skemmtilega leiðinlega persónu í leikritinu "ER Á MEÐAN ER" og þurfti meira að segja að læra grunnsporin í ballett....
Ég lék eldri systur í grínleiknum "AUMINGJA HANNA" og lék meira að segja á móti afar frægri leikkonu Elfu Ósk Ólafsdóttur.....en hún lék yngri systur mína í leiknum og stakk heldur betur undan gribbunni, stóru systur... (af hverju fæ ég svona hlutverk æ ofan í æ...er ég svona hrikalega "Gribbuleg"...hahahahahahaha)...
Og svo var aðal leikritið "FYRSTA ÖNGSTRÆTI TIL HÆGRI" þar sem ég lék eitt aðalhlutverkið, Maríu komin á fullt í dópið og brennivínið ásamt Eddu Aðalsteinsdóttur sem lék bestu vinkonu Maríu...
Guðrún lék Maríu þegar hún var ung og varð fyrir hræðilegri misnotkun en ég Maríu þegar hún var komin í strætið, brotin á sál og líkama. Þetta var hrikalega erfitt hlutverk og tók á svo hrikti í hverri tilfinningasellu í líkamanum. Þegar maður(ég) get komið fullum sal af fólki til að tárast og jafnvel gráta þá er tilganginum náð....ekki satt. Áhrifamikið og og vel stjórnað af Sigurgeir sem jafnframt lék rónann í Öngstrætinu og Unnur lék helv...kerlinguna sem fussaði og sveiaði yfir lifnaði okkar...
Takk fyrir allt og allt Sigurgeir leikstjóri og leikari m/meiru og Unnur Guðjónsdóttir, mesti og besti leikari allra tíma og mér svo kær og einstaklega skemmtileg og góð sem leikstjóri. Enda sá maður hversu vel hún stjórnaði krökkunum í Mjallhvíti og dvergunum sjö. Þau sátu og stóðu nákvæmlega eins og hún vildi...
Bara smá mont úr Kollukoti enda með "DIPLOMA" frá skemmtilegasta leikstjóra sem til var í Eyjum og þótt víðar væri leitað, UNNI GUÐJÓNSDÓTTIR (blessuð sé minning þín..)
"Fari nú allir hundar niðrí kjallara" (úr AUMINGJA HÖNNU) tileinkað Unni Guðjóns....

DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 06:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.7.2011 | 02:17
Fyrsti í þjóðhátíð
Þjóðhátíð verður að vera án okkar í ár... enda eru við að passa alla gormana í húsinu. Ídag héldum við þessa dýrindis lundaveislu..nýjan og reyktan og smakkaðist einstaklega vel eftir 4ra ára lundasvelt.
Lundasteikin sem er tileinkuð Bíu heitinni á Saltabergi var í hávegum höfð enda með því betra sem maður fær og hjá þeim hjónum Súlla og Bíu lærði ég þessa frábæru uppskrift sem getur ekki klikkað nema hjá lélegum kokkum,þvílíkt sælgæti...namminamm
Vorum með fólk í mat sem greinilega kann ekki að LUNDA sig upp...hahhahaha.... en við hin sem erum lundanum vön elskuðum hverja sekúntu og nutum matarins út í eitt..hreint út sagt frábær matur með frábæru fólki, stóru sem smáu...
Ætli við reynum ekki að að gera þetta árlegt þó Lundinn sé ekki Vestmanneyskur.
Hann er orðinn miklu dýrari og þá aðallega vegna þess hversu erfitt er að fá hann.
Um að gera að taka sig saman eins og við gerðum fjölskyldan og skiptum kostnaðinum niðrá okkur og kom bara vel út svo sendi ég þeim bara rafmagnsreikning enda tekur 2 til 2 og hálfan tíma að sjóða lundann...hahahhahahaha...
Steinrotaðist yfir blessuðu sjónvarpinu eða einhverri spennumynd sem elskan mín var að horfa á en vaknaði við umganginn rúmlega hálf eitt er var verið að koma með börnin inn úr Dal eftir brennuna á Fjósakletti. Nú eru allir eða flestir komnir í ró og barnaparið farið á vit ævintýranna.....
Öfunda þau ekki neitt hahhahahahha...bara smá...
þjóðhátíðarkveðjur úr Kollukoti..

DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 02:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)