9.7.2011 | 06:20
Kolbrún sigraði í keppninni...:)
Greinar úr BRAUTINNI (bæjarblað) um Íþróttastjörnuna...;)
"Svo sjá má að um nokkra yfirburði er að ræða" (tekið úr frétt) stigagjöf mín var 2904 stig en sú sem var á eftir mér 2668 stig að mig minnir(Bara smá mont (hahahaaha
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 06:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2011 | 05:40
Hugleiðing um ástina og vonbrigðin í lífinu...
Ég vinn við fiskvinnslu frá sjö til þrjú á daginn og síðan taka við þrifin hjá okkur Ómari eftir vinnu okkar kvennanna í Godhaab..stundum erum við Ómar, ekki búin fyrr en um kvöldmat í þrifunum..
Misupplögð frá degi til dags en alltaf vandvirk í hvívetna...Einkum hann Ómar minn og það hefur hann sýnt mér og ég lært í þau ár sem við höfum starfað saman.
Enda finnst mér gaman í þessum þrifum og við gerum þetta saman 100%+++ stundum mínus ef veðrið er gott og viljum fá smá sumaryl í hjartað.Þá er allt sett á fullt ...sérstaklega Ómar...hann breytist í tvo Ómara og rífur þetta af sér eins og ekkert sé....Dugnaðarforkur þessi strákur..,

Stundum segir þessi elska við mig þegar það mesta er búið: Þú mátt alveg fara heim elskan mín... og ég hef stundum tekið hann á orðinu og þakkað það að fá að hætta fyrr...
Hann er góður maður hann Ómar minn...í alla staði og mér þykir óumræðilega vænt um þennan besta vin minn og elska hann af öllu mínu hjarta sem eiginmann minn og félaga..
Hjartahlýrri maður er vandfundinn get ég fullyrt ...vinur vina sinna og sérstaklega minn...
Vona innilega að við fáum að eyða seinni partinum af árunum okkar saman og sérstaklega að ég þurfi ekki að horfa á eftir honum á undan mér...en hann hefur lofað að bíða eftir mér þessi elska ef svo fer... og það mun ég einnig gera ef ég fer á undan honum enda ekki ólíklegt þar sem ég er sjö árum eldri en hann...
Hefði viljað kynnst honum miklu fyrr á minni ævi.
Ég held að hann sé einn af þessum yndislegu englum sem koma til jarðar á slæmum tímum..horfa í augu manns og hreinlega dáleiða mann til betri verka og betra lífs.Kenna manni nýtt viðhorf á lifið og tilveruna og hlakka til þess á hverjum morgni að vera til og njóta dagsins og samverunnar við hann þessa elsku sem er mér afar dýrmæt...
það er gott að vera innan um hann...vita af honum...gefa honum sinn tíma í friði..enda fæ ég líka minn tíma.....vera félagi..hlusta...og elska hann ....er það auðveldasta í heiminum... Hann er yndislegur maður í alla staði og ég er næstum viss um að ég geti ekki lifað án hans. Því ef hann fer á undan mér þá held ég að það liði ekki langur tími í mína brottför til að hitta hann aftur...
Mér líður svo vel í návist hans...nær og fjær ef þið skiljið mig.Bara að vita af honum einhverstaðar nálægt mér er svo góð tilfinning...
Hann er sama sinnis gagnvart mér og það er svo góð og yndisleg tilfinning og mér líður svo vel vegna þessa....
Á hverjum einasta degi heyri ég þessi fallegur orð: Elskan mín...eða...veistu hvað ég elska þig mikið eða....hef ég sagt þér hversu heitt ég elska þig...hvað þessi fallegu orð ylja manni um hjartaræturnar og gefa manni mikla orku í dagsins önn og framkalla hjá manni ótal bros yfir daginn við tilhugsunina um þennan yndislega mann sem ég er gift..... Og eins er það á hverju kvöldi: Góða nótt ástin mín...og ég segi það sama við hann og þanng förum við alltaf sátt í draumalandið við tvö....
Við vinnum saman og búum saman..eyðum næstum hverri stund í samveru hvort við annað og það er góð tilfinning...
Við erum bestustu vinir ...góðir félagar...virðum hvort annað...gefum af okkur hvort til annars og síðast en ekki síst gefum hvoru um sig sinn tíma í friði og þar getum við eytt þeim tíma í allt það sem okkur er hugleikið...
Prívat tíma með okkar áhugamáli og diskúterað í tíma og ótíma...þagað löngum stundum og líða vel í þögninni saman...
Og ekki má gleyma má gleyma hugsanaganginum sem við höfum oft hlegið að...hahahahahaha..
Hversu ótrúlega oft við erum að spá í sömu hlutunum eða ætluðum að segja sama orðið og eða nefndu það..bara yndislega fyndið..Eins og að hringja hvort í annað..oftar en ekki er annað okkar komið með símann í hendurnar til að hringja ...og þá skeður þetta ótrúlega: Ég ætlaði að fara að hringja í þig..
Eins og við sendum hvort öðru svo sterka strauma í hugsun hvort til annars og viti menn...ring...ring... Og alltaf hlægjum við er við áttum okkur á því að við bæði vorum á leiðinni að hringja .....
Hugsum órtúlega oft það sama og ekki ósjaldan sem sagt er: Ég ætlaði að segja akkúrat þetta....fyndið...hahahahhahahaha...
Því meira sem ég skrifa um hann Ómar því meiri er eftirsjáin um öll þau ár sem ég vissi ekki af honum ...en ég sé ekki eftir að hafa eignast þessi yndislegu börn sem ég á í dag..öðlast reynslu ung að árum aðeins 18 ára ég er eignaðist mitt fyrsta barn og fannst ég svo fullorðin.Kannski var tíðarhugurinn svo í denn enda ekki óalgengt að börn flyttu 16 ára að heiman og færu að búa og vinna.. Enda varstu orðinn fullorðinn 16 ára og ger svo vel að sjá um þig sjálfur....
Og það var einhvernveginn aldrei neitt vandamál..16 ára..mömmuhótel búið og bless og sjáðu um þig sjálfur/sjálf.
Og það gerðum við án þess að blikkna flest öll... Við vorum alin upp af hörkunni og sjáfsábyrgðin var snemma innvædd í okkur. Vinna..fara að búa/eignast peninga og gera eitthvað af viti úr okkar lífi. !6 ára varstu orðinn of gamall/gömul til að vera heima og inná foreldrum þínum..þú varst orðinn FULLORÐINN. og barasta út með þig og sjáðu um þig sjálfur/sjálf.....
Enda held ég að það hafi svo sem ekki skemmt neinn á þessum árum sem ég upplifði sem eitt af krepputímabilunum sem barn.Sem gefur að skilja að pabbar og mömmur höfðu bara ekki ráð á að hafa börnin sín lengur heima....
Maður varð fullorðinn á skemmri tíma en tíðkaðist í dag..farin að búa 17 ára gömul og eignaðist sitt fyrsta barn 18 ára og var bara í skýjunum með þetta allt og þótti nú ekki mikið mál enda alvanalegt á þessum tímum.....
Vð vorum svolítið rekin í að verða fullorðin..vinna og sjá um okkur sjálf enda skiljanlegt, ég sem kom frá heimil, þar sem mamma og pabbi áttu heilan her stelpna eða 6 stykki en litli bróðir okkar kom svo miklu seinna inn í dæmið sem betur fer...
Ég ætlaði svo sem ekki að fara út í þessa gömlu sálma en eitt tekur við af öðru þegar maður sest við skriftir og þá fer hugurinn oftar en ekki á smávegis ferðalag með mann en það er bara gaman að láta hugann reika og bera sig aftur í tímann og sjá hversu gott maður hefur það í dag miðað við það krepputímabil sem ég upplifði ung að árum. þá var skortur á öllu og ég meina öllu ekki einu sinni til neitt að borða á stundum en það bjargaðist fyrir horn .Mamma ein heima með 6 stelpur eða réttara sagt 5 stelpur því Elfa kom ekki til fyrr en í Surtseyjargosinu 1963.....
Hávaðarifrildi pabba og mömmu út af fylleríinu á kallinum sem var loksins kominn í land en bauð allri skipshöfninni heim...þannig fór oft um peningana sem kallinn aflaði á þessum tíma... Æ..hvað ég vildi hafa upplifað góða æsku án áhyggna af lífinu og tilverunni og systrum mínum...
Drykkjulæti með skipsfélögunum komu ekki í veg fyrir að húsbóndinn fékk sínu framgengt á heimilinu..og varð ég vitni að því sem barn þegar mamma bað pabba að láta sig hafa peninga en hann hagaði sér eins og fífl og gerði lítið úr henni fyrir framan skipsfélagana þar til einhverjum þeirra varð nóg boðið og og heimtaði að pabbi léti mömmu fá peninga og ekki seinna en strax en þá vorum við búnar allar að lifa á mjólkurkexi...annarsvegar/fisk m/engu/og kannski kartöflum m/engu....ef einhver átti aflögu...
Jújú..sá gamli gat stundum verið góður ekki vantaði það.... en það var svoo sjaldan ..
Ég held að ég hafi gert hann rosa montinn og ánægðan með sig og sína þegar ég varð afburðar íþróttakona á mínu tímabili í Barnaskólanum. Vann til verðlauna og birtist grein með mynd af mér í BRAUTINNI (að mig minnir) einu bæjarblaðanna sem ég á reyndar ennþá í úrklippubók... Og tiltekið.....hverjir voru foreldrar mínir í greininni...
Sem endaði svo með því að þegar alsherjarmótið á Íslandi var haldið á Laugarvatni þá vann mín bara og varð langstighæst í mótinu og vann dagsferð til KULUSUK á Gænlandi og aftur kom grein í bæjarblaðið og sá gamli blés út af stolti yfir dótturinni... sem ég reyndar frétti löngu seinna að hann hefðu viljað setja mig á vandræðaheimili forðum daga
Þetta sagði mér pabbi Helenu og Davíðs fyrir margt löngu síðan... Og þá var ég mjög ung er við byrjuðum saman og þá flengdi pabbi minn mig á beran rassinn inni í svefnherbergi sem ég var læst inni þar til honum þóknaðist að koma heim og hýða mig 14 ára gamla en ég hvorki æmti né skrækti enda var furðusvipur á þeim gamla þegar hann hýddi mig mörgum sinnum og læsti mig aftur inní svefnherbergi pabba og mömmu......
Ég var þá á stefnumóti við pabba elstu barnanna minna sem og við bjuggum saman í ein 12 ár en kallinn fann sig knúinn til að refsa elsu dóttur sinni með rassskellingu áður en hann tók hann í "sátt"
Og ég varð svooo...reið og fyrirgaf honum þetta aldrei.... frekar en margt annað sem er miklu alvarlegra.Er búin að reyna að ræða það við hann sem endaði með að hann skellti á mig og síðan hef ég ekki talað við hann og nú er komið rúmt ár síðan og mér væri ekki meira sama en hann væri ekki til...
Takk fyrir Kjartan Másson (Týrari með meiru) sem æfði mig í hlaupi úti á Skansi í denn og lét mig hlaupa á móti austan rokinu þar til ég var að springa.Hann var sko harður þjálfari og ekkert eftirgefið...;)
Ég var mjög góð í spretthlaupum í denn og 4x100 m hlaupi ásamt Árnýju hans Óla á Hvoli við kepptum fyrir Íþróttafélagið ÞÓR..Ég byrjaði í startinu og hún endaði ....enda frábær íþróttakona enn þann dag í dag.... Við vorum rosalega sprettharðar.....
Hún á heiður skilið fyrir sitt framlag til Íþróttamála/Frjálsar íþróttir .... og hennar fjölskylda...
Nenni ekki að skrifa meira í bili...heyrumst....
Kveðja úr Kollukoti
Kolla bolla og Ómar (tekið við goslok 2011)
b
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.6.2011 | 07:23
Næst yngsta...;)
Inga systir mín er búin
að fá það...loksins...
Sem margir í hennar sporum eru ...."enn..... að bíða eftir..."
"Nýra...."
Kannski ....í daglegu tali finnst öðrum sem ekki þekkja til.....þetta ekki vera tiltökumál
en ég skal segja þér/ykkur ...að það er svooo..sannanlega annað uppá teningin kastað í
þessu tilfelli.....
Þetta er spurning um að lifa eða deyja.
Og ég mun seint gleyma fórnfýsi frænda míns hans Dadda (sonur Marý systur minnar og Mara pípara)
að gefa henni Ingu systur okkar ....nýtt líf.
Það er nokkuð sem er aldrei nógu vel þakkað

Ég og við fjölskyldan verðum honum að eilífu þakklát fyrir fórnfýsi hans og ekki síst hans einstöku bjartsýni og gjafmildi á lífið og tilveruna.
Þetta var bara ekkert mál...sagði hann..og læknarnir voru himinlifandi yfir þessum einstaka lífgjafa og hversu einstaklega heill hann var í þessari guðsgjöf til frænku sinnar...
Og allt gekk upp...
Frá fyrstu kynnum við frænku sína og nýrað hans Dadda.... var komið á sinn stað í Ingu..fúnkeraði allt eins og klukka...
Læknarnir voru himinlifandi yfir hversu vel Inga tók vel við þessu "nýja líffæri "frá frænda sínum ...
Þetta voru góðar fréttir fyrir okkur öll..
Ekki síst fyrir okkur fjölskyldu Ingu sem vorum á hliðarlínunni
og fylgdumst með veikindaferli hennar..
Okkur var oft hugsað til mömmu okkar sem féll fyrir aldur fram úr þessari nýrnaveikiBlessuð sé hennar minning alltaf og ætíð...
Og efalaust hefir systir mín ekki gert sér grein fyrir.... í sínum veikinum hversu áhyggjufull við vorum.
Við vorum flest tipplandi á tánum kring um hana og gerðum það besta úr öllu...hvað annað gátum við gert.
Ekki gátum við sagt að við hefðum áhyggjur ...
En ég get sagt að ég hafði allavega trú á að þetta myndi "reddast" eins og okkur Íslendingum er í blóð borið.
...Enda voru bænir mínar henni til handa fullar af trú á það besta í lífinu ."
Því þetta ferli hennar hefur tekið á okkur öll ....
sem erum henni næst
þó hún viti ekki að því fyrr en í dag
þegar ég skrifa þessa grein...
...Mér þykir óumræðilega vænt um þessa næst yngstu systur mína.
Hún hefur átt erfitt uppdráttar í lífinu.
Og ég bað mömmu okkar að vera henni innan handar..sem hún og gerði þessi yndislega manneskja sem við elskuðum af öllu hjarta.
Ég vona innilega að hjarta hennar Ingu sé fullt af tiltrú á lífið (sem var ekki áður ) Nýtt líf..ný byrjun...2 barnabörn...extra góða syni sem hafa svo sannanlega plummað sig í lífinu.
Báðir hamingjusamir og eiga góðar konur og gullfallegar báðar tvær...
Hvað er hægt að hugsa sér betra....
Á 2 barnabörn til að leika sér við um "ókomna framtíð "...
Kær kveðja úr Kollukoti...
Hvers getur maður óskað sér betra....
18.6.2011 | 18:02
Sem þruma úr heiðskíru......
Sko ..ég varð fyrir undarlegri óútskýranlegri,furðulegri og ótrúlegri
ÞYNGDAR...aukningu á 1 mánuði. En n.b var þá lasin í heilan mánuð og var með aðra löppina í bælinu. Orkulaus og gífurlega þreytt.
Hvernig er hægt að þyngjast um 5 kg á einum mánuði??
Þetta hefur aðeins skeð undir vissum kringumstæðum og þá 3x á minni ævi en þá hef ég verið ÓLÉTT.....
Ég er 57 ára thank you wery næs... (og við skulum ekkert hafa neitt hátt um það).
Jesús minn hvað er að ske.
Ekki segja mér aðuppþornaða eggjabúið hafi skyndilega lifnað við án þess að láta mig vita...bara haldinn fundur í neðri deild og ekki einu sinni sett í nefnd....
Það þarf enginn að segja mér að það sé eðlilegt að þyngjast um 5 kg á 30 dögum og ég sem hef alltaf reynt að passa mig svo ég vaxi nú ekki út fyrir fötin mín...,)
Ekki það að ég haldi í alvöru að "Eggjabúið"sé að gera rígfullorðinni konunni grikk...löngu orðin amma og styttist ábyggilega í lang-ömmutitlinnn...;)
Mér finnst ég vera að tala um hænu eða einhverja fuglategund þegar ég tala um Eggjabú...hahahhahaha...:)
Mér finnst þetta orðið vandræðalegt. Naflinn er allt í einu horfinn inní efri og neðri fellingu og ég sé ekki einu sinni fermingarsystur mína..þó svo ég haldi inni maganum. Og það hefur aldrei gerst...NEMA í óléttustandinu takk fyrir.
Og það þarf ekki að segja mér það að 1 stk súkkulaði m/hnetum geri mig 5 kg þyngri á einum mánuði. Eða bara nammi yfirleitt..hef alltaf getað borðað án þess að það bara BLÁSI út á mér maginn.
Finnst ég helst alltaf vera södd en borða samt. Og ef ég fær mér kannski ristað x2 sneiðarm/osti..þá blæs út á mér efra hólfið eins og blaðra.
Kannski er ég með ofnæmi fyrir mjólkurvörum..ég sem elska ost og mjólk útí kaffið mitt.
Eða bara að VIKTIN mín er eitthvað biluð...hmm..kannski ekki ég viktaði mig líka uppí sundhöll og það var sama niðurstaða.
Hvað skyldi hafa verið í þessum 4 sprautum sem var sprautað í rasskinnarnar? Sem átti að vera B12..er það kannski skýringin á þessari þyngdaraukningu.
Kannski bara BÓTOX sem settist á vitlausan staði.
Ætla að tala við lækninn minn undir fjögur....og láta soga þetta efni úr mér og ath, hvort ég lagist ekki eitthvað....;)

DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.6.2011 | 07:58
Í pössun hjá ömmu..:)
10.6.2011 | 07:52
Litlu englarnir mínir...:)
27.5.2011 | 04:53
Fegurð....
Dulúðugur þokuslæðingur liggur yfir Eldfelli og Helgafelli og felur efstu toppana í fjöllunum sem umkringja Heimaey.
Daggarábreiða liggur yfir grasinu svo maður getur heyrt sönginn í grasrótinni og heyrt maðkana dilla sér undir yfirborðinu.
Söngur fuglanna er byrjaður eldsnemma og þeir kasta kveðju hver á annan um leið og þeir fljúga á markaðinn í leit að fæðu handa ungunum sínum sem nóg er af eftir rigninguna.
Tært loftið fyllir lungun og hreinsar hálfsofandi hugann sem sér allt svo yndislega hreint og glansandi eftir að móðir náttúra úthellti tárum sínum á öskumettaða jörðina. Þök húsanna,skítuga gluggana og gruggugt grasið og kaffærir öskuna djúpt í svörðinn. Yndislega tært og hreint.
Trén og runnarnir dilla sér glaðlega í golunni eftir hressilegt steypibaðið og grasið sprettur sem aldrei fyrr..hvanngrænn haddurinn geislar og breiðir úr sér svo Eyjan okkar og fjöllin í kring verða fagurgæn og geta vart beðið sólarinnar sem er að stelast í feluleik við mánann einhversstaðar þarna uppi í skýjunum og má ekkert vera að því að þerra grasið þessa stundina. Líklega hefur hún villst í þokunni eða bara nennir ekki og vill bara sofa frameftir.
En ég veit að þegar sólinni fer að leiðast feluleikurinn, birtist hún í öllu sínu veldi og vermir öllu sem geislar hennar snerta og allt lifnar við og brosir út að eyrum og mannfólkið líka. það verður einhvernveginn allt öðruvísi. Brosin verða breiðari og gjafmildari...blik í augum því fegurðin er í algleymingi og fyllir hjörtun stór og smá tilhlökkun og gleði fyrir hverjum dýrðarinnar degi á þessari einstaklega fallegu eyju..Heimaey...

Kveðja úr Kollukoti...
19.5.2011 | 09:24
Feðgar
11.5.2011 | 10:34
Litla systir....
Kæra systir
Svo rík ert þú af kærleika
en snauð af veraldlegum auð
svo stórt er hjarta þitt
svo hlýr er faðmur þinn
sem gerir þig ríkari
en allur heimsins auður
því ást og hlýja
verður aldrei keypt fyrir gull.
En láttu áhyggjur þínar
ekki verða að steini
í götu þinni.
Láttu ekki umhyggju fyrir öðrum
verða til þess
að þú gleymir sjálfri þér.
Mundu...þú ert líka manneskja
með þrár og væntingar
sem þarft á ást og hlýju að halda.
Mundu...það eiga fleirri en þú
öxl til að gráta við.
Mundu..það eru fleirri
sem eiga gott hjarta og hlýjan faðm
til að hugga þig
og faðma
þegar þú þarft á að halda.
Mundu...þú ert ekki ein
kæra systir
þú stendur ekki ein.
Mundu eitt....
ég stend með þér
hvað sem á dynur
og elska þig af öllu mínu hjarta.
Meðan Guð leyfir mér
að ganga mín spor
hér í þessum heimi
að eilífu.....Harpa systi
(ort til Ingu 5.júní 1993 en á alveg við í dag sem þá)
9.5.2011 | 08:49
Að gefa líf....
Það er ekki sjálfgefið að þegar þú ert í þörf fyrir líffæri til að halda lífi að þarna úti sé einhver tilbúinn að koma færandi hendi og gefa þér nýtt líf.
Næst yngsta systir mín fær nýtt nýra í þessum mánuði en búið er að fjarlægja bæði nýrun hennar vegna sjúkdóms sem eyðilagði þau og hefur hún oft verið mikið veik þessi elska.
'Í dag fer hún 3x í viku í nýrnarvélina á Landspítalanum til að hreinsa blóðið og tappa af umfram vökva og alltaf þarf að stóla á flug eða bátinn svo hún komist á nýrnavélina á réttum tíma.
Mig minnir að aðeins einu sinni hafi þetta staðið tæpt hjá henni að komast og þá var ekki flug og skipið fór ekki. En þá höfðum við samband við aðila úr björgunarsveitinni sem var tilbúinn að fara með hana ef annað brygðist. En sem betur fór var svo flogið og hún komst upp á fasta landið.
Núna erum við fjölskylda hennar farin að telja niður því brátt kemur að þessu stóra degi henni til handa og þá breytist allt.
Hún fær nýra frá elskulegum frænda okkar honum Dadda.Hann er hetja í okkar augum og við verðum honum að eilífu þakklát að gefa henni systur minni henni Ingu nýtt líf ,það á svo margt eftir að breytast, svo ótrúlega margt. Og ég veit að hún er orðin mikið spennt og hlakkar til stóra dagsins og getað horft fram á betri tíma.
Hún er mjög heppin að fá nýra úr lifandi nýrnagjafa því oftar en ekki þarf fólk að bíða í nokkur ár eftir líffæri og þá úr látnum einstaklingi þar sem þú ert settur á biðlista.En ef þú ert svo heppinn að einhver lifandi einstaklingur geti gefið þér líffæri ertu í góðum málum.
Í dag er 9 maí og Daddi á afmæli er orðinn 35 ára gamall. Hans gjöf er ómetanleg og ég fæ ekki með orðum lýst hversu stórkostlega gjöf hann er að færa systur minni eftir c.a tíu daga eða svo. En ég held að hann sé manna glaðastur að getað komið til bjargar. Takk elsku Daddi minn þetta eru fátækleg orð en ég veit að þú skilur hvað okkur býr í brjósti.

Hetjan okkar hann Daddi t.v á myndinni.

Inga litla systir mín með yngsta syni sínum honum Kolla/Aron.

Gleðilegt sumar með kveðju úr Kollukoti..