1.5.2011 | 09:52
Undir Gullregninu...
Undir Gullregninu
Ég hvíli undir Gullregni mín gömlu lúnu bein

Ég var ansi veik er ég kvaddi þennan heim
Ég vissi að hverju stemmdi því sorgina hver sér
Ég heyrði mömmu gráta er feldinn strauk á mér
Ég sá pabba strjúka augun..æ hve ég sakna hans
Eg sakna þeirra beggja en einkum þessa manns
Ég átti marga daga í þeirra ljúfa heim
Ég fékk að leika og dafna með elskunni frá þeim
Ég sakna lítils vinar, mig elti út og inn
Ég sakna þess að kúra með litla vininn minn
Ég mun bíða þeirra, er ævin rennur skeið
Ég mun þeim taka á móti og vísa rétta leið
Ég hlakka til að fara með þeim aftur, göngur í
Ég hlakka til er verðum við öll, sameinuð á ný....
(KHK)
22.4.2011 | 07:16
Smásögur...;)
22.4.2011 | 04:35
Sumardagurinn 1
Maður má vera bjartsýnn og vona að þegar skiptir út síðasta vetradegi yfir í Sumardaginn 1 þá verði komin sól og heiðskír himinn.
Fuglasöngur í hverjum trjátopp. Grillið komið á pallinn og sólstólarnir og borðið sem sem gæti jafnvel geymt einn ískaldann, svona þegar mesti hitinn er yfir daginn.
Bikinið eða stutterma bolur í algleymingi...hundarnir færa sig í skuggann og lepja ískalt vatn úr dallinum sínum annað slagið.
Og við getum jafnvel ýmindað okkur að við séum stödd á sólarströnd meðan sólin vermir kroppinn og gefur okkur fallega sólbrúnku...
Bærinn orðinn fullur af ferðafólki enda er Landeyjarströnd opin og fólk streymir til og frá Eyjunni til að líta þessa undarlegu og sérstöku Eyjamenn augum. Verslun aldrei meiri né betri..allir græða á tá og fingri.
Brosandi andlit hvarvetna og léttklætt fólk spígsporandi um bæinn. Óvæntar heimsóknir í kaffisopa ,þeirra sem hafa sjaldan eða jafnvel aldrei til Eyja komið. Dagsferð...smá knús og spjall og svo til baka um kvöldið á hálftíma ferðalagi yfir hafflötinn...
En..nei það er ekkert af þessu að ske. Sumardagurinn 1 er með leiðindi, rok og rigningu og verður svo fram yfir Páskahátíðina...
Svo við gerum bara það besta úr öllu og klæðum okkur í regngallan í staðin fyrir stuttbuxurnar fáum okkur nýuppáhelt ilmandi kaffi í staðinn fyrir einn ískaldann. Skellum okkur í sólalampann í stað þess að liggja úti á palli í sólbaði og brosum gegnum tárin...
Fer ekki mikið fyrir Eyjabúum úti við né ferðalöngum af fasta landinu enda leiðinda sjóveður, bræluskítur og sjóveiki gerir vart við sig um borð í ferjunni okkar til og frá Þorlákshöfn,
Margir hafa hætt við að koma til Eyja í fermingar og aðra merka atburði vegna veðurs því fólk treystir sér ekki í 6 tíma ferðalag á sjó til og frá Eyjum.
En ég er viss um að sumarið er þarna rétt við hornið...ég sé í það annað slagið. Grasið á blettinum okkar er orðið hvanngrænt og jafnvel farið að sjást í grænt á trjánum. Fuglar hafa sest á greinarnar og sungið lofsöng sumarsins og tjaldurinn mætir alltaf á réttum tíma á túninu neðan við kirkjugarðinn og syngur hástöfum svo hjartað tekur sumarkipp..
Hjarta og sál orðin full af tilhlökkun fyrir ævintýrum á Eyjunni fögru og maður brosir meira er glaðari og vonar að næsti dagur verði sá sem veitir þér allt það sem að ofan var skrifað ..ohhh..hvað ég hlakka til. Get varla beðið eftir yndislegum sólardögum og þá skartar Eyjan okkar sínu fegursta.
Heimaklettur kominn í grænann möttul og blómin skarta sínu fegursta. Ilmur af nýslegnu grasi liggur í loftinu og þú andar að þér Eyjunni og öllum hennar töfrum dag og nótt. Þú fyllist eldmóð og gleði yfir að eiga hér heima og sjá alla þessa fegurð sem þú býrð við. Getur lagst í grænt ilmandi grasið og andað að þér sumrinu á Heimaey..

Kveðja úr Kollukoti...

10.3.2011 | 04:45
Systur???
10.3.2011 | 04:39
Gætu verið systur...:)
19.2.2011 | 06:06
Á þessum degi....
Æ..hvað maður getur stundum verið meyr þegar hugurinn fer með mann á flakk.Og maður ræður næstum engu hvert förinni er heitið.
Maður reynir að sporna við en svo flæðir allt en það er stundum gott að leyfa huganum að ferðast um liðinn tímann.... uppgötva,upplifa aftur,gleði eða sorg..Hlátur,eða....augun full af tárum.
Orð sem voru sögð ...og ósögð ..
.Já ..þegar maður vildi segja nei. Það er stundum bankað allhastarlega á hnakkann og maður er stundum minntur á eitthvað sem maður jafnvel sér eftir ..en ekki er hægt að laga...nema kanski að segja fyrirgefðu..og vona það besta...
Ósögð orð eru erfiðust ...sérstaklega ef þú hefur ekki lengur tækifæri til að segja það sem þig langar til að segja en hefðir svo virkilega viljað á ákveðnu tímabili. Það er vont og étur þig að innan smá saman...fyllir þig samviskubiti..
Nú er minn hugur virkilega farinn á flakk og meira segja með fingur mína á lyklaborðinu....ég segi stopp.
Það sem ég vildi segja er að ég sakna vinkonu minnar hennar Ninju Sigríðar.Það vantar svo mikið eftir að hún dó þessi elska.
Sakna þess að fá ekki knús frá henni á morgnana þegar hún þurfti að fara út og vakti mömmu sín með góðum kossum á andlitið eða serstöku máli sínu...sem ég skildi orðið eftir 6 ára samveru.
Þetta er eins og þegar maður skilur ómálga barn með tímanum og allir tilburðir segja þér hvað er verið að biðja um...
Þú og dýrið þitt verða næstum eitt..óaðskiljanlegt samband myndast milli ykkar með árunum og þú ein skilur hvers dýrið þitt þarfnast.
Ást hennar var takmarkalaus til okkar og allra innan fjölskyldunnar enda átti Ninja stóra fjölskyldu sem þótti mikið vænt um hana og saknar hennar í dag.
Ninja var hrikalega frek og yfirgangssöm en ofboðslega góð og gat stundum tekið upp á því að sleikja á manni mallakútinn út í eitt... en eftir dágóðan tíma var hún farin að narta og þá var kominn tími til að hætta en það gekk ekki svo glatt að koma henni í skilning um það þegar hún var komin í þennan mallakútsham....
Svo stundum læddist að mér sá grunur að það væri kanski ekki allt í lagi þarna inni í mér fyrst hún sótti svona fast að sleikja mallan minn út í eitt og heillengi... sagt er að hundar finni ýmislegt á sér varðandi mannskeppnuna...
En ég hef allavega ekki kennt mér meins ennþá í mallakútnum mínum svo kannski fann hún bara lykt af mat sem ég hafði látið ofan í mig yfir daginn...hmmmm
Eins og ég hef áður nefnt er ég svo þakklát fyrir að hafa tekið Diesel hálbróður Ninju að mér..því ég veit ekki hvernig Aries litli hefði komist af ef hans hefði ekki notið við og leytað til hans í kúr og augnasleik eins og hann var vanur að gera við Ninju þessi elska.....
Rúmlega viku eftir að Ninja dó fannst mér Aries vera eitthvað skrýtinn...borðaði ekki mikið og vildi vera svooo mikið í manni einhvernvegin. Svo ég fann það út að hann hefði kanski verið búinn að skilja það að hún væri í burtu í smá tíma en þegar hún kom ekki aftur... þá varð hann dapur litla greyið og sótti mikið í mann á tímabili...
Sorg hunda er ekki minni en manna...en eins og ég sagði guði sé lof fyrir Diesel. Þeir eru svooo góðir vinir...strákarnir mínir en þegar Aries vill fara í augnasleik við Diesel er hann ekki neitt rosalega fyrir það en leyfir honum hæfilega mikið.... Stendur upp og færir sig en litla skottið eltir hann hvert sem hann fer.
Hahhahaha...það er fyndið að fylgjast með þeim á morgnana þegar útidyrhurðin er opnuð og ég eða Ómar segir:"Út að pissa"... Aries bíður alltaf eftir Diesel....
Svo koma þeir inn aftur og Diesel leggst í sitt fleti en Aries kemur og starir á mann með biðjandi augnaráði inni í eldhúsi og dillar skottinu sínu og það þýðir:#Mamma má ég fara uppí rúmið þitt og kúra undir sænginni þinni"... og ég stend upp og fer með hann inn í rúm þar sem hann fer í felur undir sænginni minni og sefur eins og unglingarir..langt frameftir morgni...
Svo þegar maður kallar í hann þegar líður á morguninn og ekkert skeður..enginn Aries lætur sjá sig er alveg hreint yndisleg stund framundan ..
Maður kemur inn og kíkir undir sængina og þá liggur þetta krútt á bakinu og maður gjörsamlega bráðnar og knúsar þetta litla dýr í tætlur...krrrrrútttt....
En svo maður tali um Diesel og Ninju..Ninja var orðin hjartaveik og lungun hennar fylltust af bjúg(vökva) sem er fylgikvilli hjartveikinnar.. Diesel er líka með aukhljóð í sínu hjarta enda voru þau bæði hlustuð af dýralækni s.l nóvember en bar meira á hjartahljóði í Ninju minni.
Diesel er rétt að verða 8 ára þessi elska ..er orðinn miklu hægari í hreyfingu..ekkert að toga eins og hann gerði hér áður fyrr þegar maður fer með hann út að labba...orðinn gamall og kominn með fullt af gráum hárum á trýnið sitt...
Aries elskar hann og fylgir honum eins og skugginn...lítur ekki af honum fyrr en hann er viss um að Diesel er kominn í ró og vill helst kúra fast upp við hann eins og hann gerði við Ninju sína....

Svo er líka rosalega gott að kúra og knúsast í pabba sinn uppi í rúmi... Of fá fullt af mjúkum kossum á vangann....
Við elskum dýrin okkar og þau verða hluti af tilverunni og þegar það skeður eins og með Ninju okkar ríkir sorg í Kollukoti..
En við erum þakklát fyrir samveruna við hana því hún var einstök..
Hennar er sárt saknað en yndislegt að hafa hana nálægt okkur svo við getum farið að leiðinu hennar ..kveikt á kerti í minningu hennar og rifjað upp lífsleiðina með henni og hvað hún gaf okkur mikið og þá sérstaklega Ómari sem langaði alltaf svo mikið að eignast BOXER inn í sitt líf... Og hann fékk Ninju sem var elskuð frá fyrstu mínútu og þá rúmlega ársgömul og ég veit líka að hún naut ástar og umhyggju hjá okkur þessi elska allt fram á síðasta dag hennar í þessu lífi en það endaði þann 28 janúar á þessu ári....
Ninja til vinstri og Diesel á vaktinni í eldhúsinu og fylgjast með hvað mamsa sín er að bardúsa og hvort það gæti mögulega verið eitthvað spennandi handa þeim....
Yndisleg móment og var daglegt brauð í Kollukoti þegar húsmóðirin var að elda eða eitthvað að vesenast í eldhúsinu.....

Ninja..Aries og Diesel í göngu með okkur fyrir ekki svo löngu síðan.....

Litla deppan hennar mömmu sín....
Elsku vina mín..takk fyrir allt og allt..
Með söknuði kveðjum við góðan vin til 6 ára...
Ástarkveðjur úr Kollukoti......
7.2.2011 | 08:18
Aríes og Diesel að leika sér...;)
28.1.2011 | 16:08
Takk fyrir samfylgdina elsku Ninja Sigríður okkar......
Með sorg í hjarta kveðjum við hana Ninju,boxertíkina okkar í dag. Við erum búin að eiga með henni tæp 6 ár en hún koma til okkar rúmlega ársgömul og við urðum ástfangin af henni á stundinni..
Falleg og elskuleg í alla staði og hennar verður sárt saknað. Hún átti sama afmælisdag og mamma mín eða þann 26. ágúst svo hún fékk nafnið hennar með.
"Dýpsta sæla..sorgin þunga"
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru...beggja orð"
Með kveðju frá pabba og mömmu ....
(höf. ókunnur)

Þessi fallega potrait mynd af NINJU sem Ómar tók af henni ekki fyrir svo margt löngu síðan..
Hann trúði mér fyrir því eitt sinn að hans eina af einlægustu óskum í lífinu væri að eignast BOXER...og hvort hann fékk BOXER...... Hann eignaðist NINJU....
Þvílíkt gæðablóð sem hún var hún Ninja Sigríður ....
Nýjasta barnabarn mitt í fjölskyldunni sem er sonur Davíðs og Drífu...þau fengu aðeins að finna fyrir mömmuheitum NINJU....
Ef sá litli fór að gráta var Ninja umsvifalaust mætt með sínar "Boxermömmuáhyggjur" af afkvæminu og varð hún ekki sátt fyrr en sá litli hætti að gráta..fyrr fór hún ekki í burtu frá litla sonarsyni mínum... Og Ninja var ekki alveg viss á stundum hvort mamman sem er 3ja barna móðir réði við þetta litla kríli....
Hun vildi vera með í að hugga barnið...
Ég er búin að fá margar samúðarkveðjur sem segja meira en orðin tóm" Innilegar samúðarkveðjur til ykkar Ómars .....kem til með að sakna litlu barnapíunnar,,,,"segir mamma litla drengsins sem NINJA hafði svona miklar áhyggjur af.......
Við vorum við heppin á sínum tíma að eignast hana Ninju ...orðin eins og hálfs árs gömul og tók okkur svona líka vel frá byrjun. Það var eins og hún hefði alltaf og alla tíð verið okkar...svo vel tókst til
Enda varla hægt annað...hún var svooo... falleg og yndisleg..og svoooo ....góð...
Eins og Ómar sagði þegar hann hitti hana í fyrsta skiptið, þegar hann flaug "spes ferð" upp á BAKKAflugvöll til að ná í Ninju .....(en ég á einhverstaðar lýsinguna á þeim aðstæðum í gullkistunni minni) þá hljóp hún til hans strax......og hvað segir það manni.....
Ást við fyrstu sýn ....bæði af manni og dýri og hún hefur fundið hversu yndislega hlýr og góður þessi ókunni maður sem hún hitti forðum á Bakkaflugvelli ....sá sem vildi taka hana að sér og elska.
Enda hafði hann alltaf í sínum viltustu draumum langað til að eignast BOXER..og þarna fékk hann Ómar minn tækifæri lífs síns... og hann elskaði hana frá fyrsta augnabliki eins og ég... þegar hann kom með hana heim...
Á fyrsta árinu sínu hjá okkur varð hún mjög veik og missti líkamshárin að hluta til því hún fékk svona heiftarlegt ofnæmi þessi elska og skýringin fannst seint og um síðir eftir miklar og víð tækar rannsóknir sem voru svo sendar til Bandaríkjanna til greiningar....
Og sem betur fer segi ég .....áttum við ættingja uppi landi sem tóku hana að sér meðan á meðferðinni til bata stóð og þann heiður ætla ég að eigna fyrrverandi tengdadóttur minni sem sá um Ninju frá a-ö.
Takk fyrir allt Ása mín..þú og Davíð gerðuð okkur stóran og mikinn greiða sem er ómældur enn þann dag í dag... og Ninja læknaðist en þurfti á sérfóðri að halda í kjölfarið og sprautum í hverjum mánuði fyrir hinum ýmsu kvillum sem voru ónæmisgefandi....Enn og aftur innilegt þakklæti , Ása mín fyrir alla þína þáttöku í að hjálpa NINJU til bata á þessum krítíska tímabili......
Hún Ninja komst yfir þetta og við lærðum að gefa henni fóður og annað sem átti að forðast. Ninja var búin að vera á þessum sprautum í ein 3 ár en svo smá saman drógum við úr þeim því við þekktum orðið ofnæmisvaldana. Svo s.l 2 ár var hún án þessara lyfja....
Ninja var ekkert unglamb þegar hún yfirgaf okkur orðin rúmlega 7 ára enda er okkur sagt að Boxer lifir yfirleitt 8-10 ár góð ár..svo eru það plúsar og mínusar ef eitthvað er að hrá þessar elskur..
Ninja var orðin það gömul í hunda og mannaárum að hjartað var að eitthvað að plaga hana en á því var tékkað eftir heimsókn til dýralæknis í október 2010 og þá kom í ljós aukahljóð frá hjarta ..bæði í Ninju og hálfbróður hennar honum DIESEL sem við eigum í dag.
En það er sjúkdómnur sem fylgir BOXERNUM þegar hann eldist...
Ég þakka bara guði fyrir að við skyldum hafa tekið DISEL ..hálfbróður NINJU að okkur fyrir stuttu síðan..því eg hefði ekki boðið í litla ARIES okkar ef hann hefði orðið aleinn allt í einu..því hann elskaði NINJU sína út af lífinu...
Hvert sem hún fór..þangað fór hann...sleikti og snyrti í bak og fyrir áður en hann leyfði sér að koma í fangið á mér....
Svo ég segi enn og aftur..þið sem sáuð um NINJU okkar undir hvaða merkjum sem voru á þessu stutta ÁRATÍMABILI..ENN OG AFTUR INNILEGT ÞAKKLÆTI FYRIR ALLA AÐSTOÐINA gegn um ..ÁRIN....
Það eru ekki allir sem skilja þessa ást á dýrum og það ber að virða.
En við hin sem erum svona gjörsamlega "ÖÐRUVÍSI"..eigum i góðu og innilegu sambandi við þessi dýr okkar að það er ekki hægt að útskýra fyrir fólki sem er ekki dýravænt..
Nema að þessi tlfinning er næstum eins og að eiga barn......ég sagði NÆSTUM....
Erfitt að hætta að tala um einhvern sem manni þykir ofsalega vænt um og rúmlega það,,,enda elskaði ég NINJU og því verður ekki breytt....
Ég er búin að gráta en ekki nóg finn ég...við fengum alla vega að fá hana heim og svo er spurningin um grafreitinn hennar.
þAð er erfitt að skrifa þessi orð en ég veit og þekki að það hjálpar manni að skrifa sína innstu hugsanir hvort sem er í ljóðaformi eða á öðrum nótum...
Með innilegasta þakklæti til Helenu og fjölskyldu fyrir þau ótalmörgu skipti að passa litlu dísina og Aries þegar við þurftum á að halda. Takk innilega fyrir Ása mín og Davíð fyrir ykkar ómælda erfiði að sjá um NInju á einu erfiðasta tímabili hennar í lífinu en tókst svo innilega vel á endanum...
Takk fyrir elsku Írena mín...þú passaðir Ninju oft á tíðum fyrir okkur heima og heiman...
Í bljúgri bæn bið ég Ninju okkar velfarnaðar og þakklæti mitt er takamarkalaust henni til handa.....
Ég kveð þig kæra vina
ég kveð þig NINJA mín
í faðmi drottins sefur
blíðust sálin þín
á vængjum morgunroðans
um röðulglitrað haf
fer sála þín
á guðs vors helga stað.
Þar er engin þjáning
né kvöl né sorgartár
aðeins ró og friður
í hverri þreyttri sál
þér þakka samveruna
og minninguna um þig
nú bið ég góðan guð..
að geyma þig...




Ástarkveðjur gimsteinninn okkar .....
DAGBÓKIN MÍN | Breytt 29.1.2011 kl. 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.1.2011 | 15:04
Frjálsíþróttakonan ég...:)
Hæ elskurnar..eins og ég hef tipplað á undanfarið er mín barasta farin að hreyfa á sér skrokkinn... sem hefur svo sannanlega þjónað hlutverki sínu í ...hmmm..hmmm..mörg ár..
Sko...fyrir mitt leyti tel ég að ég sé og hafi verið ,afburðaríþróttakona enda bý ég að fyrri burðum sem Frjálsíþróttakona í 4x100m boðhlaupi (var alltaf látin starta og Árný Heiðars endaði hlaupið) af hverju???...Jú ,við vorum svona assgoti fráar á fæti og stungum andstæðingana af og þá helst af öllu TÝRARANA ...blessuð sé minning þeirra og..hmmmm...okkar ÞÓRARA....
Hástökk var bara nokkuð gott hjá mér og langstökkið ...en spjótið og kúlan voru ekki alveg að gera sig í mínum höndum....
Mamma sá um spjótið og kúluna...vááá...þvílíkur snillingur þessi mamma mín enda ekta ÞÓRARI og köstin voru falleg og vel gerð og einhversstaðar í bókum eru til Vestmannaeyjameistari í hennar nafni...en hvar finn ég þau plögg....???
Óli bróðir mömmu var frábær í kylfunni..enda man ég eftir einu rosa atviki í Kópavogi forðum daga þegar var bæjarkeppni milli Vestmannaeyja og Kópavogs (sem var nokkuð oft)
Óli var staðsettur á þessu sérstaklega hringlaga svæði (ath.engin öryggisnet og eru í dag) og byrjar að sveifla...er komin á fullan snúning og....kylfan slitnar frá (var á einhverskonar vírbandi) og þeytist út í loftið í áttina að áhorfendum...jesús minn..takk fyrir..allir þutu í burtu eins og eldur væri í rassgatinu á þeim og forðuðu sér undan stórslysi..svo vægt sé til orða tekið....
Veit ekki alveg hvort það var eftir þetta tiltekna atvik varð til þess að það voru sett upp öryggisnet hér á landi..ekki yrði ég hissa ef svo hefði verið ...
Óli greyið varð alveg miður sín yfir þessu en kastið var rosa langt og þeir herramenn sem sáu um mælingar í þessum tilteknu köstum sá sér metnað í að mæla þetta kast þó svo það hafi ekki farið alveg í rétta átt..og kastið var risavaxið...ekki spurja mig hvað það var langt... Óli frændi á Stapa hlýtur að muna það...
Ég aftur á móti brilleraði í 100 m hlaupi..hástökki og svokölluði knattkasti. Sem var keppni milli skóla hvaðnæva af landinu. En þá var um að ræða sérstakan knött sem rétt fyllti lófan og aðdragandinn var sá sami og í spjótkasti...að kasta eins langt og þér var megnugt.....
.Fékk meira að segja verðlaun fyrir besta árangur í mínum 12 ára aldurhópi á móti liðum og vann til verðlauna sem var ferð til KULUSUK á GRÆNLANDI ásamt verðlaunahafa í elsta aldursflokki...Guðmundur hét sá peyji....
Rosa skrýtið að koma til Grænlands sem var "dagsferð" í boði íþróttamála á Íslandi..hmm.. fyrir okkur hetjurnar sem vorum með afburðastigagetu í úrslitunum..Ég var 12 ára og Guðmundur var 14 ára...afburðaríþróttamaður í sínum aldursflokki. En ég var samt lang stigahæst yfir mótið...
Það sem stakk mann fyrst við komuna til KULUSUK ...var grýtt og frosin jörðin og þústir með krossum (sem ég vissi ekki fyrr en seinna að voru grafir) enda ekki séns á pota þér ofan í einhverja holu á Grænlandi nema með sprengiefni..allt helfrosið ..
.Svo þeir sem skyldu við sitt hefðbundna jarðlíf urðu voru
.hreinalega "urðaðir" á gamla mátan. Þ.e. ...að leggja viðkomandi ofan á frostbitna jörðina og hlaða svo steinum yfir..
..Mér fannst þetta furðulegt og aðeins pínusorglegt að geta ekki komið viðkomandi ofan í jörðina eins og við erum vön hér á landi en svona var þetta nú samt og hefur ekkert breyst....
Ég man að við fórum í kynningarferð um þorpið og okkur var boðið inn til töframannsinns og læknisins í þorpinu ..man eftir lyktinni af af selspiki sem mér fannst ekki góð.Þar kyrjaði hann fyrir opnum eldi einhverja endemis vitleysu sem ég skyldi hvorki upp né niður í enda enginn túlkur á staðnum.....
Ég sá hvítabjarnarskinn sem var strengt fyrir utan eitt húsið í KULUSUK og dauðlangaði að eignast það en var því miður ekki með næga peninga til að kaupa svo...það endaði með að ég keypti einn minjagrip frá þeim innfæddu sem var afar fallegt hálsmen..sem er í dag er löngu týnt...
Lítið meira man ég úr þessari för okkar til KULUSUK en ég hitti aftur á móti strákinn sem var með mér í þessari ferð ..mörgum..mörgum árum seinna á árshátíð þar sem ég var að skemmta ásamt Marý frá Kirkjubæ (sem allir Eyjamenn þekkja) hjá Ísfélaginu nýja sem varð til eftir Gos..
Þegar við Marý frá Kirkjubæ ...vorum að skemmta liðinu var mér litið yfir fólkið í salnum og staðnæmdist við þetta andlit karlmanns sem mér fannst ég kannast við..( Getur það verið að þetta sé strákurinn sem fór með mér út til Grænlands á sínum tíma?)
Svo þegar okkar Marýar hlutverki var lokið skálmaði ég yfir til þessa manns og sagði: Ekki heitir þú Guðmundur Guðmundsson...?
"Jú" segir hann...
"Getur verið að þú hafir fengið einhverntíma verðlaun sem voru dagsferð til KULUSUK á Grænlandi...?
"Svipurinn varð undurfurðulegur á honum: "Hvernig veistu það" spurði hann??
"Þú mannst greinilega ekki eftir mér" sagði ég þá.
"Neiii...en finnst ég samt kannast við þig" segir Guðmundur..
"Ég er sú sem vann til verðlauna og fór með þér út þarna forðum"......
Það varð sprenging.....hann gjörsamlega trylltist og faðmaði mig og kyssti í bak og fyrir : "Ert þetta virkilega þúú....? Ég hef sjaldan séð nokkurn jafn glaðan
og ánægðan yfir að hitta mig eftir öll þessi ár...hahhahahahaha.....
Bara knúsað og kreist og kysst í bak og fyrir...svo sagði hann hvað ég hefði verið feimin og ekkert vilja tala við hann í ferðinni forðum..hahhahhahha..bara gaman að svona tilviljunum og varð ákveðinn aðili gríðarlega abbó þega þessi maður faðmaði mig og kyssti þarna fyrir framan alla...eins og ég væri týndi sonurinn eða eitthvað álíka,.......hahahhahahahaha... Skrýtið þetta tilviljanakennda líf á stundum en gaman að rifja þetta upp...
En þessi verðlaun og sú staðreynd að ég var langstigahæst yfir mótið gerði mig að smáhetju og myndir birtust í bæjarblöðunum ásamt greinum um mig. Ég á þessar úrklippur í úrklippubókinni minni og geymi eins og gull...
Kærar kveðjur úr Kollukoti

