Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN
26.4.2009 | 07:28
TVÍFARAR.....
Við eigum öll tvífara einhverstaðar á jarðríki allavega er svo sagt...
Minn er allavega í speglinum og ég horfi og tala stundum við þessa manneskju sem ég sé þarna blasa við mér....
Þegar ég kem úr sturtu ..þegar ég bursta tennurnar og athuga hvort ekki sé allt í orden......er hún þarna.
Við erum tvær á baðherberginu ég og hún...þessi sem horfir framan í mig úr speglinum....ég er aldrei ein.
Ég er ekki alltaf tilbúin að tala við þessa konu ..þarna að handan......og þá sérstaklega á morgnana....enda tölum við ekki saman upphátt heldur í huganum....við skiljum hvor aðra betur en nokkur annar. Grátum og hlægjum saman þegar við á og stundum líkar mér ekki allt sem hún segir mér þessi kona.....
Við erum ágætis vinkonur ... ég og hún þarna í speglinum......nema á stundum. Þá hef ég líklega gleymt að setja upp gleraugun..hmmmm ...
En einhvernvegin losna ég ekki við þessa manneskju...hún hangir á mér í sífellu ...daginn út og daginn inn...
Og þessi persóna í speglinum er að eldast , orðin hrukkótt og starir á mig þegar ég horfi í spegilinn að morgni, með hárið úfið eftir koddabíó næturinnar og minnir mig í séfellu að klukkan tifar...tikk takk..tikk takk
Og hún segir mér að ég sé stundum allt of alvarleg og minnir mig á að brosa meira...þá sé ég aðeins skárri ha..ha
Kannski erum við sammála þarna
Hver skyldi þetta vera?
DAGBÓKIN MÍN | Breytt 28.4.2009 kl. 15:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.4.2009 | 10:35
Í þá gömlu góðu......
Já....já ég var mikið í íþróttum í denn og þótti bara
nokkuð góð. Ég stundaði frjálsar íþróttir og þá
aðallega hlaup.
Þarna er ég ung og spræk sú 3ja í röðinni frá vinstri.
Þarna erum við líklega að undirbúa næsta hlaup
skvísurnar. Ég er önnur frá vinstri með röndina í bolnum og Þórari af guðs náð og Erla dóttir, Dolla pípara er til vinstri eldheitur Týrari.....
Yst til hægri er Kristín Jónsdóttir rosa sterkur hlaupari
úr Kópavogi en því miður man ég ekki nafn þeirrar stúlku
sem stendur við hlið hennar. Og ég man ekkert hver
þessi karlmaður er að róta í hlaupabrautinni ...ha..ha
24.4.2009 | 10:22
Gamlar vinkonur
Jahá....gömlu góðu vinkonurnar á Urðarveginum
í denn. Við höfum ábyggilega verið eða haldið að við værum rosa skvæses þarna ha..ha.
Annars öðrum til glöggvunar er þetta gömul æsku vinkona mín
sem ég hafði ekki heyrt af í mörg ár fyrr en hitti hana óvænt á Facebok ha..ha og hún heitir Arndís Friðriksdóttir og býr á Ólafsfirði.
Við höfum eitthvað breyst með árunum...þarna erum við ungar og fallegar. En núna erum við bara fallegar thíhíi...
Og Arndís mín ef þú dettur hérna inn...ekki missa þig í hláturskasti
Og svona af gamni bætti ég þessari inn. Algjör gelgja..
Kannski er ég bara á spjallinu við Arndísi......
Ég er líklega á þeim gullna aldri c.a 14 ára
23.4.2009 | 06:32
Studiomyndir Ómars
Ómar minn er snillingur að taka svona studiómyndir
af hundunum okkar.
Yndisleg mynd af Aríes..svo fallegur
Aríes kemur frá Perluskinnsræktun, ásamt Leó
bróður hans sem er ljósari að lit. En Helena dóttir
mín á Leó. Aríes hefur verið sýndur á hundasýningum og
unnið til verðlauna og er meistaraefni. Ég var rosalega montin af honum..
Og þessi fallega boxertík er hún Ninja okkar.
Yndisleg í alla staði. Við tókum hana að okkur
þegar hún var ársgömul. En hún er fimm ára.
Ninja kemur frá Bjarkeyjaræktun þaðan sem
koma aðeins eðalhundar og er alveg einstakur
karakter. Ninja hefur einnig tekið þátt í sýningum
og unnið til verðlauna og er meistaraefni.
Ninja á hálfbróðurinn Diesel sem einnig hefur unnið til margra verðlauna og er einnig meistaraefni.Gullfallegur strákur.. En Diesel eiga Davíð sonur minn og hans elska hún Ása.
Einnig eru þau með tíkina Rispu í fóstri en Rispa er bröndótt eins og Ninja og þær eru skyldar.
Við elskum hunda öll sömul og finnst gott að umgangast blessuð dýrin enda tekur enginn
eins vel á móti manni í blíðu og stríðu og þessar elskur.
Svo vil ég bara óska ykkur öllum gleðilegs sumars og takk fyrir veturinn...
Kær kveðja úr Kollukoti eða bara..voff..voff
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 06:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 12:19
Rólegur á rigningunni.......
Í gær var þetta líka yndislega veður og kom í mann
smávegis sumarfýlingur........ þ.e.a.s okkur fjórfættlingana í
Kollukoti. Svo við Ninja makinduðum okkur í sólinni
úti á palli Og mamma gaf okkur smávegis harðfisk
til að japla á hérna fyrir utan.
Svo bara þegar maður vaknaði í morgun þá var bara
ausandi rigning svo maður fór nú ekki mjög langt til að pissa..ég þoli ekki svona rigningu og vitlaust veður.
Maður verður alveg hundblautur....ahhhh það er miklu betra að liggja uppí sófa og slappa bara af...
Vonandi verður betra veður á morgun...því það er svo gaman að vera úti í sólskininu með Ninju og
teygja alveg rosalega úr sér og láta sólina sleikja sig og enn meira gaman þegar Leó bróðir
kemur í heimsókn...þá er sko fjör
Annars heiti ég Aríes og bý í Kollukoti
19.4.2009 | 17:39
Sunna Emilý
19.4.2009 | 17:33
Göngutúrar fyrir sálina
Við fengum okkur góðan göngutúr í Elliðaárdalnum
um páskana með krökkunum okkar á fasta landinu.
Í blíðskaparveðri.
Þarna eru írena Lilja og Daði með Ninju.
Og auðvitað var einnig farið á bryggjurúntinn
í firðinum. Ása átti fullt í fangi með hundana
Diesel og Rispu ha..ha
Og Davíð horfði löngunarfullum augum á eftir
tuðru sem brunaði eftir haffletinum...
Líklegast kominn úteyjarþrá í eyjapeyjann..
18.4.2009 | 10:54
Reynslan
Við erum alltaf í reynslutesti á hverjum einasta degi alla okkar mislöngu æfi.
Við erum einnig misjafnlega undir þessi próf búin líkamlega og misundirbúin hvernig við tökum á þeim andlega.
Sem er kannski meira mál fyrir okkur að takast á við ,þegar slæmu fréttirnar herja á okkur.
Margir falla niður í svartnættið, en aðrir reyna að krafsa í bjarghringinn og komast lengra og jafnvel ná bata fyrir elju og bjartsýni.
Við erum misjöfn að guði gerð í baráttunni við hið óumflýanlega mörg hver en samt eins og á er minnst hér á undan eru svo ótrúlega margir sem komast útúr þessum vítahring með baráttuna að vopni og hafa oftar en ekki betur. Og það er yndisleg tilfinning. Sigur er unninn...allavega í bili.
Þó svo við vitum öll í undirmeðvitundinni hvert við stefnum að lokum er það eitthvað sem við erum ekki að velta okkur uppúr frá degi til dags. Enda væri það erfitt fyrir alla
að vera sífellt að velta sér upp úr því sem við komumst ekki hjá að endingu og það er að deyja.
En öll vonum við innst við hjartarætur að verða bara gömul og þurfa ekki að horfa á eftir börnum okkar á undan okkur.
Þannig á það að vera í mínum huga að sá elsti fer fyrst og svo koll af kolli...annað er ekki rétt, þó svo við eða ég geti ekki ráðið ferðinni. Og oftar en ekki finnst okkur valið á stundum vera svo hræðilega ósanngjarnt.
Ég segi valið, vegna þess að okkur er skapaður ákveðinn tími á þessu blessaða jarðríki og sem betur fer vitum við sem minnst um það hvenær okkar tími kemur og það er gott.
Því segi ég...elskum hverja einustu mínútu..hverja klukkustund og hvern einasta dag að morgni hvers nýs dags og þökkum fyrir að fá að njóta þess yndis að fá að vakna og njóta samveru við okkar yndislegu fjölskyldu og vini á hverjum einasta degi.
Fá að horfa framan í ástvini sína...börnin sín...... Dagurinn á morgun gæti skipt sköpum.
það er ekki sjálfgefið að dagurinn á morgun verði gleðidagur...hann gæti breyst í sorg.
Í huga mér er ljóð sem ég lærði fyrir mörgum árum síðan og veit því miður ekki hver er höfundurinn og yrði mikið ánægð að vita nafn þess snilling sen koma fram með þessa annars dásamlegu visku.
Dýpsta sæla, sorgin þunga
svífa hljóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga
tárin eru beggja orð.
Þetta ljóð segir svo margt í þessu yndislega erindi og þarf ekki fleirri orð um það.
Kannski eru margir að undra sig á þessum skrifum mínum og hugsa hvort eitthvað sé að angra mig í þessum skrifuðu orðum...jú vissulega er margt sem fer gegnum huga minn þessa dagana en það er enginn sem ég veit um í minni fjölskyldu að kveðja í bili en faðir minn er með krabbamein og var að koma úr 3ju aðgerðinni í gær. Ég heimsótti þann gamla í gær á Landspítalann nýkominn úr vöknun.
Og við Ása mín og Sunna litla sátum hjá honum í góðu spjalli á annan tíma. Hann var bara nokkuð hress kallinn enda vel verkjastilltur. Við spjölluðum um heima og geyma og svo spjölluðum við heillengi um gosið og ýmislegt því tengt. Gamli fór á flug og sagði okkur ýmsar sögur af Ása í bæ og sögu af því þegar hann var á sjó hjá Binna frænda okkar í Gröf (en mamma ,pabba var ein af systrum Binna gamla) og sagði okkur sögu af því þegar Binni seldi Ása hann pabba minn fyrir XXXX
því hann vantaði mann um borð í sitt fley og var þetta fyrst og fremst vinargreiði að hálfu Binna en pabbi sagðist aldrei á æfinni hafa þurft að vinna eins mikið og um borð hjá Ása á þessum tíma. En Ási var maður sem stóð við sitt og pabbi fékk alltaf útborgað hjá kallinum þrátt fyrir erfiðleika.
Ég sagði pabba söguna af Ása þegar hann kom inn í tjald til okkar eina þjóðhátíðina og byrjaði að
syngja lag sem við mörg hver þekktum ekki og kunnum ekki nema kannski einn fyrir utan Ása.
og Ási sem var mikilll gleðimaður vildi endilega kenna mér ungri drósinni að syngja þetta lag með honum, Því honum fannst ég syngja svo vel.
Hann stendur upp og segir við mig komdu með mér upp í brekku.. ég ætla að kenna þér þetta lag svo við getum sungið það saman fyrir fólkið í tjaldinu.
Ég fór með gamla uppí brekku og þar söng hann lagið fyir mig án undirspils og hætti ekki fyrr en ég gat sungið með honum..enda var ég fljót að læra lög.
Svo birtumst við, ég og skáldið í tjaldinu og hann tók upp gítarinn og tilkynnti að við tvö ætluðum að spila og syngja þetta einstaka lag fyrir tjaldbúana "Herjólfsdalur orðinn eins og nýr "
Hann var svo glaður og ánægður með mig þarna á þessari stundu að hann táraðist og margkyssti mig á kinnina fyrir sönginn og hann áritaði sönghefti sem voru eingöngu hans ljóð og lög mér til mikillar ánægju sem ég geymi í gullkistunni minni. Í minningunni fengum við algert hljóð á meðan á söngnum stóð og mikið klapp í lokin....... Pabbi sagði að Ási hefði oft komið að Hvoli í gamla daga og spilað og sungið fyrir okkur..á góðum stundum...þó svo ég muni ekki endilega eftir því.
Æ...það er svo gaman að detta af og til inn í fortíðina og sérstaklega þegar um góðar minningar er að ræða. Og pabbi kann margar sögur af sinni sjóvertíð hjá Binna gamla í Gröf og fleirrum góðum skipstjórum og mér finnst alltaf gaman að hlusta á þessar sögur.
Enda hefur oft verið erfitt að sjá fyrir stófjölskyldum á þessum tíma ...Ég elst og svo þríburarnir einu ári yngri og svo Inga. Elfa kom í Surtseyjargosinu 63'..... Freyr bróðir kom ekki fyrr en í Heimaeyjargosinu 73'...... Ekta gosbörn ha..ha...
Svona er nú það...bara smá pælingar í gangi og gaman að minnast....
Eigið góðan og gleðiríkan dag.
Kær kveðja úr Kollukoti
14.4.2009 | 12:18
Heim í Heiðardalinn
Vorum að koma í land í Eyjum eftir stuttan
stans á fasta landinu yfir páskana,
það var bara fínasta veður allan tímann, sól
en kalt.
Við dvöldum í góður yfirlæti hjá minni yngstu og
hennar ektaspúsa og borðuðum auðvitað
yfir okkur á páskadag. ohh..hvað þetta var góður
matur..namminamm.
Við kíktum á safnið að Skógum á páskadag og var það alveg hreint frábær upplifun að
skoða þessar minjar allar.
Ég sé að það eru komnir brumhnappar á trén í garðinum og mér er strax farið að líða eins
og stúlkunni á myndinni....Í sól og sumaryl.... yndilslegt að hugsa til þess að vorið er komið
og styttist í að smella á sig stuttbuxunum og flatmaga á pallinum í steikjandi hita
og sól. Og ég finn grillangan í loftinu..svei mér þá ha..ha. Hlakka til....
5.4.2009 | 07:45
Kæri vinur
Ófeigur Hallgrímsson er búinn að yfirgefa okkur um sinn.
Þessi ljúfi og góði drengur er farinn til strandarinnar sem bíður okkar allra og ég hlakka til að hitta hann einn góðan veðurdag þegar kallið mitt kemur.
Allavega er þessi ljúfi Eyjapeyi í mínum huga einn sá
hressasti og skemmtilegasti karakter sem ég hef kynnst gegnum tíðina, um það erum við Helena mín sammála.Sá albesti DJ sem fyrirfinnst.
Hann var bara, einhvernvegin tilbúinn að spila og gera allt fyrir sína lagaunnendur þegar hann var að vinna sitt aukastarf sem DJ við ýmis tækifæri...
Þegar hann var við stjórnvölin... þá var bara gaman út í eitt.... Góð minning ekki satt?
Hann var skemmtikraftur af guðs náð og ég held
eftir á að hyggja að hann hafi ekki haft minna gaman en við hin sem nutum lagavals hans við hin ýmsustu tækifæri...
Ljúfastur ..farðu vel.....
Fallega brosið hans lyfti upp öllum drunga og maður varð barasta að segja HÆ við þennan Eyjapeyja hvar svo sem maður varð á hans vegi. Hann Ófeigur var bara þannig persóna.
Fallegur og ljúfur maður í orði og í verki..hress..og góður vinur vina sinna. Og sérstakur vinur Einars Birgis systursonar míns og Gunnars sonar hennar Lindu í Smart , gegnum tíðina og margt brallað saman á góðum stundum.
Hann var ekki fyrir allslöngu byrjaður að vinna hjá minni elsku systur og mági,Marý og Marinó í Miðstöðinni
við Strandgötu og varð strax elskur að því sem hann byrjaði á, að kanna og þekkja sitt starf til
fullnustu. Það hafa sagt mér mætir menn og kunnu honum vel söguna.
Og það er svo gaman þegar menn og konur bera manni góða söguna í starfi. Allavega kann ég
að meta það. Og ég efast ekki eitt augnablik um að Ófeigur hefur staðið sína plikt eins og það er kallað, enda skemmtilegur og ljúfur, Eyjapeyi í húð og hár.
Ég kem til með að sakna þessa Eyjapeyja okkar...að sjá hann ekki lengur á röltinu með sinni heittelskuðu....hönd...í hönd á yndislegum dögum og kvöldum okkar Eyjamanna sem eru engu lík. Það var svo sýnilegt hversu ástin var þeirra á milli......ástfangin upp fyrir haus bæði tvö......yndisleg sýn.
Og ég veit að hans verður sárt saknað af eiginkonu og ekki síst, börnum þeirra beggja sem
ekki fyrir margt löngu síðan var búin að byggja sér skjól fyrir stórfjölskylduna.
Ég vil segja þetta að lokum í ljóðaformi til þín Ófeigur og til þinnar heittelskuðu fjölskyldu.
Ég kveð þig kæri vinur
ég kveð þig Ófi minn.
í faðmi drottins sefur
blíðust sálin þín,
Á vængjum morgunroðans
um röðulglitrað haf
fer sála þín
á guðs vors helga stað.
Þar er engin þjáning
né kvöl
né sorgartár
Aðeins ró og friður
í hverri mannsins sál.
Þér þakka samveruna
og minninguna um þig.
Nú bið ég góðan guð
að geyma þig.
(ljóð K.H.K)
Ég kveð þig Ófeigur minn um sinn og bið um að börnum þínum og eiginkonu þinni heittelskaðri verði
hugsað til þinnar ljúfmennsku og mannelsku...sem ég efast ekki um eitt augnablik.Og þess vegna verður söknuðurinn sárari en ella . En ég veit og geri mér grein fyrir að söknuðurinn verður hræðilega sár hjá fjölskyldu þinni og þar er ég með þeim í huga og í hjarta af innstu einlægni, þetta verður hrikalega erfitt og ég vona að þeim hlotnist sú náð og sá friður þegar fram líður tíminn að horfa til baka og sjá þig, að þú verður alltaf og ætið við þeirra hlið og verndir og elskar meðan þau eru á þessu elskulega jarðríki okkar. Og ég veit af eigin reynslu að að þú átt eftir
að koma upp óvænt í huga mér hvar og hvenær sem er og þá hugsa ég til þín og græt þig kæri Eyjapeyi.
Og meðan ég sit hér og reyni að koma þessum skrifum á blað..græt ég og sé ekkert hvað ég er að gera..að skrifa í þína minningu .....
Ég segi bara að endingu Ófeigur minn ...takk fyri allt og allt....
Með vinsemd og mikilli virðingu
Kolla í Kollukoti
Megi minning þín lifa...ljúfastur
DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 09:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)