Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN

Knús..knús...og takk....

rósin
 
 
 
 
 
Takk fyrir innlitið elskurnar, undanfarið og ég sé
að það hafa margir gaman af að kíkja hér við
í amstri dagsins og það líkar mér vel.......
 
Þar sem aðeins er einn frídagur hjá mér þessa
helgi...þá eyddi ég honum með mínum ektaspúsa
og dýrunum okkar í stað þess að blogga eins og
ég gerði síðast....þ.e alveg heilan helling Grin
 
Bið ykkur bara vel að lifa og eigið góðan dag
og megi hver nýr dagur verða ykkur til
heilla...... HeartHeartHeartHeart
 
 
Bestu kveðjur úr Kollukoti

Bubbi segir....

varir

 

 

 

 

 

 

 

 

 Bubbi segir akkúrat í þessum skrifuðu orðum

að það sé guðsgjöf að  geta samið tónlist

 og geta samið ljóð. 

Ég gæti ekki verið meira sammála honum, enda

frábær listamaður.

En ég uppgötvaði svipað í gærmorgun  þegar Helena mín kom í kaffisopa eftir næturvakt af Hraunbúðum

Bara vá.. ég geri mér fulla grein fyrir hvað ég á góða og sérstaklega hugsandi og góða

eldri dóttur þó svo kannnski gegn um tíðina að hún hafi ekkert endilega verið að

ota sínum tota...heldur frekar of hógvær að mínu mati þegar kemur að laga og ljóðgerð.

Mér finnst hún algjör snillingur í þessum gjörðum enda höfum við mæðgurnar bruggað

ýmislegt saman  gegnum tíðina og eigum í dag ógrynni ljóða og laga bæði saman og í sitt hvoru lagi.

 

Mér finnst alveg hreint óumdeilanlega gaman að spjalla við hana um ýmis málefni enda

erum við Helena mín góðar vinkonur og mér þykir svo innilega vænt um þessi móment

með henni,þegar við förum báðar á flug í  samtali yfir kaffisopa og eða þegar við

förum á flug með skáldagyðjunni og við þrjár gleymum okkur klukkutímum saman

yfir að semja ljóð og lög.

 

 

Viið eigum samanlagt fulla kistu af gersemum  sem við höfum notað við hin ýmsu

tilefni gegnum tíðina. Og í gærmorgun þegar ég ákvað að fara upp á efri hæð og

ná ég græjurnar mínar  og koma með þær niður í stofu  og finna allar spólurnar og

smella þeim í tækið og hlusta á það saman, sem við höfum verið að bralla gegnum tíðina.

Þá uppgötvaði ég .... eftir orð Bubba í morgunútvarpinu að þetta er guðsgjöf...

Það er ekki í allra hendi að geta samið ljóð og lög og það er svo satt......

Þarna við eldhúsborðið í Kollukoti sátum við mæðgurnar og hlustuðum og sungum með

og ég segi bara... guð hvað það var gaman....Smile svona er þetta og hvergi nema hérna

á föstudagsmorgni og alveg fram að hádegi að tvær konur...... mæðgur sitji saman

heima í litla kotinu mínu þar sem gull og gersemar flæða úr hverju horni í söng og ljóðaformi.

Og ég sá og saknaði þeirra stunda þegar Helena mín kom svo oft til mín hér áður

fyrr og settist við hljómborðið og við barasta gleymdum okkur við söng..lengi ..lengi.

 

Við fylltumst eldmóð og sáum og heyrðum að það var margt þarna sem við höfðum

gert ...að þetta væri nú bara boðlegt fyrir aðra.

Við höfum jú sungið saman og verið með skemmtun fyrir aðra en fjölskylduna. En allt of

sjaldan.

 

Gítarinn minnHákon Aðalsteinsson skáld og skógarbóndi

nýlátinn og blessuð sé minning þín minn kæri,

var okkur Helenu minni einstaklega góður og

minnisstæður enda frábært skáld og ég eftir að

hafa skrifað honum bréf fyrir margt löngu síðan

fékk ég  leyfi til að nota mörg ljóða hans í nokkur

laga okkar. Enda sendi ég honum með bréfinu

forðum daga þrjú lög við jafnmörg ljóða hans,

sem ég samdi á þeim tíma enda átti hann merkisafmæli að mig minnir sextugur og fékk þau viðbrögð að hann hringdi  í mig blessaður.

Þótti  honum sérstaklega vænt um að fá handskrifað bréf á þessum tíma tæknialdar ásamt

spólu með þessum  fyrstu lögum mínum.Seinna meir þegar við Helena fórum í gegnum ljóðabækur

hans urðu til enn fleiri lög sem við svo sendum honum. Hákon sendi mér nokkur ljóð sem ekki höfðu þá birst í í ljóðabókum hans og bað mig að athuga hvort ég gæti samið lög við þessi ljóð hans.

Sem ég og gerði og við Helena saman og sendum honum afurðirnar. Mari pípari, mágur minn

sem er ævintýramaður í eðli sínu fór ekki löngu seinna austur á Egilsstaði í þeim

tilgangi að veiða hreindýr ásamt fleirrum. Mari kom með þær kveðjur til okkar frá Hákoni að

hann væri svo ánægður með lögin við ljóð hans og bar til okkar Helenu kærar og innilegar kveðjur

 

Nú er Hákon Aðalsteinsson búinn að yfirgefa okkar jarðlíf...en ég öfunda þá sem verða

á hans vegi í dýrðinni þarna uppi að hlusta á hann og aðra góða menn og konur sem

hafa fyllt okkur hin þeirri andagift að semja lög við ljóð þeirra gegn um tíðina.

Ég segi bara takk fyrir að hafa leyft mér að nota ljóðin þín, enda eru þau mörg alveg

hreinar perlur að lesa og enn meira gaman að geta samið falleg  lög við ljóð hans.

Takk fyrir veru þína hér á þessu jarðríki Hákon og takk fyrir samtalið forðum.

Í huga okkar Helenu  ert þú frábært skáld og þú ert einn af þeim sem hefur skilið eftir

fótspor í sál okkar og verðu aldrei gleymdur.

Ég á þrjár útgefnar ljóðabóka þinna sem ég geymi sem gull við mínar hjartarætur.

 

 

 

Þá fyrstu fékk ég að gjöf, hinar tvær voru himnasending frá skáldinu sjálfu.

Enn og aftur takk fyrir veru þín á þessu jarðríki, Hákon.

 

kerti

 

 

 

 


Í stuði....

treðJæja...mín er bara búin að vera í miklu stuði

að skrifa hérna inn eitt og annað bæði í gær og í dag.

Svo það eru að minnsta kosti tólf nýjar færslur til að kíkja á

og ýmislegt á léttu nótunum ha..ha Grin

Ég er alltaf að gramsa í gullkistunni og dett niðrá eitt

og annað mismerkilegt. En sem gaman er að leyfa öðrum 

að njóta. Mig vantar reyndar ýmislegt sem ekki hefur fundist

ennþá og er það líklega uppá háalofti..hmmmm Joyful

Bið minn að ganga í málið....Heart

Bestu kveðjur í bili úr Kollukoti HeartHeartHeartHeart

 

rosin2

 


Litla fjölskyldan úr Firðinum......

Litla fjölskyldan
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hérna eru Davíð, Diesel og Ása með Sunnu Emilý en þau
dvöldu hjá okkur yfir helgina í góðu yfirlæti.
Svo amma fékk tækifæri frá morgni og langt fram á kvöld að
knúsa litlu mína og gefa henni að borða ýmislegt
sem var á boðstólnum í Kollukoti.
 
 
 
 
munstur3

Yndislegust....

Nammi...nammm lambakjöt..Hérna er Sunna litla hennar ömmu sín nýbúin

að fá að smakka smá lambakjöt með ullinni og öllu.

Og ekki er að sjá annað en að hún sé bara hrifin af

gúmmelaðinu í Kollukoti InLove

 

 

 

 

 

Fyrsti sleikjóinnOg eins og sjá má var amma gamla í því að

spilla manni og leyfa manni að smakka á

góðgætinu. Ohhh...þetta var svo gott á bragðið Tounge

 

 

 

 

 

hendur


Eitthvað gamalt og gott :)

orð3
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Til elsku eiginkonu minnar.
 
 
 
 
Á síðastliðnu ári hef ég reynt að hafa samfarir við þig alls 365 sinnum.
Mér hefur heppnast það í 36 skipti. það er að meðaltali einu sinni
á tíu daga fresti. Hér á eftir eru ástæðurnar fyrir því að mér mistókst
sundurliðaðar:
 
 
Við vekjum börnin                           8 sinnum
Það er of heitt                                   6 sinnum
Það er of kalt                                    6 sinnum
Ég er of þreytt                                 42 sinnum
Það er of snemmt                             7 sinnum
Það er of seint                                 23 sinnum
Lætur sem þú sofir                          49 sinnum
Gluggarnir eru opnir                          9 sinnum
Bakverkir                                          16 sinnum
Það mánaðarlega                            70 sinnum
Tannpína                                             4 sinnum
Of drukkin                                          9 sinnum
Ekki í skapi til þess                           44 sinnum
Þú eyðileggur hárgreiðsluna          10 sinnum
Ég ætla að horfa á sjónvarpið         10 sinnum
Partý við hliðina                                 8 sinnum
Börnin eru ekki sofnuð                      8 sinnum
 
Samtals:                                         329 sinnum
 
 
 
Heldur þú að það sé mögulegt að bæta met þitt næsta ár?
 
 
P.S    Í þessi 36 skipti sem mér heppnaðist:
 
 
 
 
9 sinnum                    Tuggðir þú tyggjó allan tímann...
 
11 sinnum      Sagðirðu mér að flýta mér að ljúka mér af...
 
7 sinnum               Horfðir þú á sjónvarpið allan tímann...
 
8 sinnum       Þurfti ég að vekja þig til þess að segja þér
að við værum búin....
 
1 sinni            Hélt ég að þú hefðir meitt þig vegna þess
að mér fannst endilega
að þú hefðir hreyft þig....
 
 
Þinn einlægur eiginmaður
ToungeSmileGrin
 
 
 
 
 
 

Nokkrir góðir :)

orð7
 
 
 
 
 
 
- Af hverju förum við aldrei neitt út á kvöldin?, spurði eiginkonan með óánægjutón.
- það er ár og dagur síðan við höfum farið út saman.
- Nú, og hvert viltu þá fara, spurði eiginmaðurinn.
- Hvað með að fara í bíó, stakk frúin uppá. - ég var að frétta að
nú séu sýndar talmyndir. Tounge
 
 
 
- Mamma ég gleypti óvart munnhörpuna mína!
- Eins gott að þú varst ekki að æfa þig á píanóið!
CryingTounge
 
 
 
Maður nokkur kom inn á apótek að hitta vin sinn, apótekarann
að máli.
- Fínt að þú komst, sagði apótekarinn. - ég þarf að bregða mér
frá rétt sem snöggvast. Ég verð fljótur, vertu hérna fyrir mig. Það kemur
varla til að neinn komi rétt á meðan.
Þegar hann kom aftur spurði hann: - Jæja, kom nokkur?
- Já, einn maður og bað um eitthvað við hósta. Ég lét hann hafa þetta
þarna, sagði hann og benti upp í hillu.
- Ertu frá þér maður...þetta er laxerolía!
- Nú, þú sérð hvort það hefur ekki hrifið. Þarna stendur hann upp við
grindverkið og þorir ekki að hósta!
 
LoLGrinTounge ha..ha

Enn í gildi....

 
Þessi pistill var íslenskaður úr danska verkfræðiblaðinu fyrir margt löngu síðan. Og þar sem ég er þessa dagana að róta í gullkistunni minni datt þetta blað í hendur mínar og við lesturinn gat ég ekki annað en hlegið að HINU ÍSLENSKA VERKVITI sem þar kemur fram og finnst mér einhvernveginn að maður hafi séð þetta svo oft og alveg núna nýlega ekki satt?. Gamalt, en hefur verið í fullu gildi fram á þennan dag hér á landi...........
 
 
 
Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi. Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum
æfðu stíft og voru í toppformi þegar að keppninni sjálfri kom.
Japanir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
 
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að
fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári.
 
Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið. Eftir heilmiklar pælingar komst 
vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu 7 menn róa en 1 stýra.  Í íslenska liðinu var það 1 sem
réri og 7 sem stýrðu.
 
Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafafyrirtæki til að
kanna strúktúr íslenska liðsins og gera nýtt skipurit, ef á þyrfti að halda.
 
 
Eftir margra mánaða vinnu komust stjórnunarsérfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru
það of margir sem stýrðu en of fáir sem réru. Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax
ráðist í skipulagsbreytingar.
 
Í stað þess að hafa 7 stýrimenn og 1 áramann, voru nú hafðir 4 stýrimenn, 2 yfirstýrimenn
1 leiðtogi stýrimanna og 1 áramaður. Að auki var áramaðurinn "mótíferaður" samkvæmt 
meginreglunni:" Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð"
 
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
 
 
Íslenska fyrirtækið rak af sjálfsögðu áramanninn með tillliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi
stjórninni bónus vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
 
 
Ráðgjafafyrirtækið gerði nú aðra úttekt og komst að þeirri niðurstöðu að valin hefði verið rétt 
taktík og hvatning,því væri það búnaðurinn sem þyrfti að einbeita sér að.
Í dag er íslenska fyrirtækið að láta hanna nýjan bát



Hmmmm.... umhugsunarvert...

Flottar skvísur

Kvennahanboltalið Þórs vestmannaeyjum
 
 
 
Kvennahandboltalið ÞÓRS
 
 
 
 
Þarna eru nokkrar glæsimeyjar sem gerðu garðinn
frægan á sínum tíma.
Og þarna er mamma fremst til vinstri á myndinni.
Hún tók mikinn þátt í íþróttum í gamla daga, ekki bara
í handboltanum heldur einnig frjálsum íþróttum.
Og seinna meir tók ég einnig þátt í íþróttunum
með henni og við fórum saman mæðgurnar að
keppa á móti hinum ýmsu félögum í frjálsum.
Mamma í spjótkasti og kúlu. En ég í hástökki,
hlaupi og langstökki.
Ég prófaði einu sinni kúluna en hún datt niður rétt
fyrir utan hringinn ha..ha Grin
Svo má nefna að Óli bróðir mömmu var með í ferðum
og tók þátt í sleggjukasti.
 
Ég hef einu sinni orðið svo fræg að vinna til verðlauna sem
sigurvegari í keppni. En þá var ég 12 ára og verðlaunin
voru dagsferð til Kúlusukk á Grænlandi. Þangað fór ég ásamt dreng sem var stigahæstur í sínum aldursflokki. Það var mikið upplifelsi að fara þangað og sjá hvernig fólkið bjó.
Ég var reyndar dálítið súr yfir því að geta ekki keypt hvítabjarnarfelldinn sem var til sölu. En þar sem ég var ekki með nægan pening þá endaði ég í heimagerðri hálsfesti, ríkulega skreyttri að sið Grænlendinga og var bara nokkuð ánægð með gripinn þegar heim var komið. Wink
 

Til þín vinur.....

Gaman á goslokum
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Til þín...
 
 
Svo fjarri mínum draumum
var þessi óskastund.
Er, fyrsta sinn við hittumst
og áttum þennan fund.
Ég vissi ekki að örlög höfðu
soðið saman seið.
ég vissi ekki að prinsinn minn
var hér...og mín beið..
 
 
Sagan gamla er og verður
alltaf eins og ný.
Eitt augnablik...eitt lítið bros
sem lífsins kraftur.
Orð sem eru sögð
svo yndisleg og hlý
sem fyllir hughrif, afli
aftur...aftur...
 
 
Það verður einhver tenging
sem ekkert slitið fær.
Eitthvað rosa öflugt
sem færir okkur nær.
Þú ræður ekkert við það..
líkt og aldan brýtur stein.
Þú allt í einu finnur
þú stendur ekki ein.
 
 
Svo sterk er þessi tilfinning
hún yfirtekur allt.
Hún hlýjar þér um nætur
og breiðir yfir allt.
Hún fyllir þig af eldmóð
hún fegrar hughrif þín
þú hugsar aðeins eitt:
-Hann er ástin mín-
 
 
Það var eitthvað við þig
sem eftir sat það kvöld.
Eitthvað ljúft 
sem örvaði mitt hjarta.
Eitthvað undurfagurt
sem af mér tók öll völd.
Með þér sá ég aftur
veröld bjarta...
 
 
( ort 8.mai.2005)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband