Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN

Tengdasynirnir

Geir og Daði tengdasynirnirHér eru svo tengdasynir mínir elskulegu,þeir Geir og Daði.

Geir er giftur Helenu elstu dóttur minni og Daði er trúlofaður Írenu Lilju þeirri yngstu.HeartKissing

Myndarstrákar ekki satt Joyful

 


Tengdadóttir mín

Ása SóleyÞessi fallega stúlka er hún Ása Sóley. Ása og Davíð

sonur minn eiga Sunnu Emilý litlu dömuna sem er að spila á hljómborðið hér fyrir neðanKissingHeart


Börnin mín þrjú

Þarna eru Írena Lilja mín yngsta, þá Helena Sigríður mín elsta og svo miðlungurinn Sveinn Davíð.

Írena,Helena og DavíðAllt ekta falleg eintök ættuð frá Vatnsdal.

Söngelsk með eindæmum og spila á gítara og hljómborð eins og mamma sín ha..haKissingHeartHeartGrin


Laaang flottust :)

Sunna mín að spila á pianóíðÞarna er hún Sunna Emilý að spila á hljómborð og ætlar

greinilega að sverja sig í ætt okkar með spili og væntanlega söng þegar fram líða stundir.

Hún er bara alveg eins og amma sín InLoveWink

Ég sagði bara svona Kissing


Minn tími mun koma.....

Ég er ánægð með ef Jóhanna verður forsætisráðherra..æ..æ.. hvað ég vildi óska þess að ánægja yrði með alla þá menn og konur  sem verða svo endanlega kosin í væntanlegum kosningum til alþingis. Þetta  verður erfitt hlutskipti fyrir hana Jóhönnu og verður ekki öfundsverð í því sem á hana leggst í undanfara næstu vikna og þeirra stjórnarmanna sem verða við völd ásamt henni. En maður vonar það besta og ég óska þeim alls hins besta við erfiðar ákvarðanir.

Framsókn.....er ansi erfið við fyrstu sýn og formaðurinn nýkjörni er ekki eins blautur bak við eyrun og manni sýndist í fyrstu .....og vill hafa hlutina á hreinu sem er bara gott og blessað ..en passa sig aðeins að vera ekki með OF mikla formannstæla  því hann var búinn að lýsa yfir stuðningi við nýja stjórn til nokkurra mánaða . Og svo er greinilegt að það eru kosningar á næsta leyti og hann er að gera sig aðeins of..pínulítið breiðan finnst mér.......  vegna þessa...hmmmm...

 Fyrir mér, lítur hann þannig út

Ef þú gerir ekki eins og ég segi þá fer ég bara......(smá leikur í sandkassa) ..enda veit hann ósköp vel.... að ef hann  hefur þau völd í dag  að styðja minnihlutann eður ei........... PoliceSakleysislegur ..en varasamur, greinilega......

En ég vona innilega að þeir menn og konur sem veljast til þeirra erfiðu verka sem framundan eru verði þeim vaxin og geri það eina rétta í stöðunni...sem er auðvitað loðið orð.. en hvað  annað, getum við beðið um???

Ég vildi ekki vera í þeirra sporum ......

Enda held ég að ef ekki verður farið að kröfum fólksins í landinu.. þá bara Guð hjálpi okkur...þá verðu allt bandbrjálað............  

Sjálfstæðisflokkurinn  til margra ára....... uppsafnað lið  sem styður eingöngu það fólk sem á eitthvað á milli handanna ...þar er venjulegt fólk ekki innanbúðar. Nei takk...ég bið um annað  og betra en þetta fólk sem hefur leitt landið okkar  út í þessar ógöngur . út á guð og gaddinn...

Þessir að ég verð að segja fjendur hins  venjulega starfandi manns í landinu eru verjendur fyrirtækja og ríka fólksins í þessu blessaða landi okkar Íslandi og hafa verið og verður meðan  þeir verða við völd... ÉG SEGI NEI TAKK...Það er nóg komið!

Hingað og ekki lengra ég vil annað stjórnarfyrirkomulag.

Ég vil mannlega stjórn landsins.. huga að  fólkinu í landinu fyrst og fremst enda er þar auður landsins til sjávar og sveita.....

 

 Ég er ekki pólitíkus að upplagi en ég verðað segja að mér er ofboðið hvernig hlutirnir hafa gengið fyrir sig frá hruninu. Og við hér í Kollukoti eins og svo margir aðrir erum að súpa seiðið af þessum gjörningum......

Ég vil nýja og breytta tíma...vil fyrst og fremst og að atriðin snúi að fólkinu í landinu.. sem heldur uppi öllu því sem hinir ríku hafa sleikt upp með góðu geði en ég vona innilega að það festist í hálsi þeirra á næstu vikum og mánuðum og árum....ég er svo heiftarlega reið og reiði mín hefur vaxið dag frá degi og síst af öllu hjaðnað eins og væntanlega sjálfstæðisflokkurinn er að vona....Og sem ég vona innilega að gleymist ekki í næstu kosningum.

Ef ekki gengur né rekur með þá stjórn sem verður við völd fram að kosningum... þá bið ég bara, guð að hjálpa okkur.Frown

Þvílík er reiði manna... vegna ofurlauna og þeirra útrásamanna sem hafa komist undan og að ég tali nú ekki um bankana okkar, þvílík firring.

Nú ætla ég bara eins  og önnur fyrirtæki..enda er heimili fyrirtæki     og barasta taka upp nýja kennitölu ( smá skrens.. er það ekki örugglega hægt?)  skulda engum neitt...bara ný, ég..Cool

Það væri bara æði............

En svo bara hérna eitt atriði, fyrir þá forvitnu vini mína ...að ég var að vinna aftur frá kl. 05.00 til kl: 17.15 í dag.  Á miðvikudag mætti ég kl. 06.00 og var að vinna til klukkan að ganga átján enda er ég að þrífa þetta fyrirtæki ásamt mínu ektaspúsa eftir venjulegan vinnutima.Þetta vinnufyrirkomulag virðist vera aðeins vegna komu skipa hér í Eyjahöfn. Enginn er neyddur til vinnu á þessum óguðlega tíma en ég vinn hjá fyrirtæki sem er  svo innilega starfsmannavænt að það er varla hægt að neita þeim um sitt vinnuframlag enda er ég ein af þeim fljótustu í fyrirtækinu að snyrta fiskinn sem þú og aðrir láta ofan í sig.Tounge

Og þar sem ég vaknaði allt of snemma eins og mér er líkt er ég að spá í að leggja mig aftur og njóta þess að ég er í helgarfríi og vertíðin  er ekki alveg..byrjuð...eða hvað ??Wink

Bestu kveðjur úr KollukotiHeart

 


Litla vina......

Ömmuljóð Sunna
Ort 15.02.08 K.H.K
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Lítið barn 
í hlýjum heimi
hreifir fingur
smáar tær
alskyns hljóð
í fjarska heyri
öruggt býr 
í móðursæng.
 
 
Mín bæn er sú
þú megir dafna
í mjúku myrkri
líða vel.
Þroskast vel
og kröftum safna
dagana ég niður tel.
 
 
Ég hlakka til 
er sérðu heiminn
litla barn í fyrsta sinn
að getað snert þig
ósköp dreymin
að elska þig og faðma þig.
 
Þú átt barn mitt
elsku mína
hvert sem liggja
sporin þín.
Megi gæfan
ætíð blessa
þig og pabba og mömmu sín.

Eldgosið á Heimaey og bóndadagurinn..... :)

Ég fór í vinnu kl.05.00 aðfaranótt föstudagsins 23.janúar enda mikið að gera á mínum vinnustað og minni vinnu lauk kl.18.00 þennan sama dag og mikið assgoti var ég orðin þreytt eftir daginn...það verður að segjast eins og erTounge þegar maður er að vinna við að bjarga verðmætum..... er maður með útvarp á eyrunum allan daginn og fylgist með fréttum og hvaðeina sem kemur upp á öldum ljósvakans.

Það styttir daginn að hlusta á þau Heimi og Kollu á Bylgjunni enda skemmtilegt fólk og Gissur fréttamaður er í uppáhaldi hjá mér. Smile

Gott og gaman að heyra hversu vel tókst til að safna lopanum fyrir gamla fólkið í Bretlandi enda erum við ekki í neinu stríði við hin almenna borgara í Bretalandi og verður gaman að fylgjast með þegar Heimir og Kolla fara út og afhenda lopann formlega.. enda hefur þessi vinargjöf okkar íslendinga spurst út eins og til var ætlast.

Enda virðist vera svo að  þeir sem stjórna landinu séu svo gersamlega sneyddir allri tilfinningu fyrir velferð eldri borgara í landinu og þeir megi bara éta það sem úti frýs.

ég sæi okkur koma svona fram við foreldra okkar og aðra lengra komna á lífsleiðinni..nei takk og þvílík svívirða við þetta blessað fólk.

 Gera menn sér ekki grein fyrir því að þeir væru ekki í þeim stöðum sem þeir eru í dag en einmitt fyrir þetta fólk ...þetta fólk var brautryðjandinn og gerði líf þeirra auðveldara í dag

Þannig virðist manni margir hugsa úti í Bretalandi en sem betur fer er aðeins annar hugsanaháttur hér hjá okkur  hér heima á Íslandi..vonandi.....

 Við hjónakornin sendum 2 peysur heimaprjónaðar, lopasokka, hálskraga og vettlinga og vonum að þetta komi einhverjum að gagni.

Ég man samt ekki eftir að minnst hafi verið á Heimaeyjagosið og að það séu liðin 36 ár frá byrjun þess hmmm....FootinMouth

Og bara svona til umhugsunar fyrir þá sem til þekkja.

Húsið HRAUN sem var á horni Landagötu og Heimagötu fór undir hraun.

Húsið HORNIÐ.. sem var við enda Vestamannabrautar  til hægri, í austur ...hraunið  lagðist að því. Seinna var það rifið vegna mikilla skemmda. Ásamt húsinu Kalmanstjörn. Þessi hús stóðu við hliðina á húsi K.F.U.M og K sem er í dag austasta húsið við Vestamannabraut hægra megin.

Húsið JAÐAR sem er ennþá til í dag.. þar eru endamörk hraunsins við austasta enda Vestamannabrautar til vinstri......hmmm athyglisvert ekki satt?

HVOLL OG SUNDLAUGINÞarna er útisundlaugin okkar að verða undir í baráttunni  við eldgosið og  stóra húsið (þrílyft ) aðeins til hægri á myndinni er æskuheimili mitt Hvoll.

Við áttum heima á neðri hæðinni og önnur góð fjölskylda á efri hæðinni. Stuttu eftir þessa myndatöku æddi hraunstraumurinn yfir og allt hvarf á kaf . Að mig minnir þegar svokallaður Flakkari sem var hluti úr Eldfellinu fór af stað með sína eyðileggingu... þá fóru flest húsin undir hraun, þá nótt..hrikalegt.

Þarna misstu tvær fjölskyldur  alls 14 manns æskuheimili sitt á einni nóttu....

Svo ég vitni í ljóð mitt sem er hérna einhverstaðar framarlega á síðunni:

Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka

Vatnsdalur tiginn  og Landagata

Róló og sundlaugin er lékum við oft

nú gnæfir þeim yfir..hraun hátt í loft....

 

(Grænahlíð..þar bjuggu Dúdda og Bjössi en Dúdda var elsta systir mömmu)

(Í Vatnsdal bjuggu amma mín Ingibjörg sem var móðuramma mín og margt  annarra skyldmenna minna)

(Róló sem ég kalla í ljóði mínu var alltaf kallað PÉTÓ )

(sundlaugin var okkur allt..þarna gat maður dvalið allan liðlangan daginn undir berum himni í leik með sínum vinum...Heart)

 

Og af því ég var að vinna svona lengi  þá varð minna úr því að gera elskunni minni daginn eftirminnilegan  eins og ég hefði viljað.

Gefa honum extra gott að borða og gefa honum jafnvel eina rós í tilefni dagsins...en það var ekkert úr þeim hugsunum enda við bæði hundþreytt eftir daginn . Svo það varð bara Létt og Laggott..eitthvað úr íssskápnum...

Hitt bíður betri tíma .....InLoveHeart

Hann er svo tillitsamur þessi elskaHeartHeartHeart...

 

Bið ykkur bara vel að lifa og eigið góðan dag..en mín er að spá í að leggja sig aftur..Kissing


Fjölburafæðing....

Jæja þá eru þríburasystur mínar ekki lengur einu þríburanir hér í Eyjum. Reyndar fæddust þær hér á sjúkrahúsinu (þ.e Ráðhúsið í dag ) og það var á því herrans ári 1955 og svolítið aðrir og erfiðari tímar en eru á okkar mælikvarða í dag.

Svo ég vil bara óska þessum pólsku hjónum sem fjölguðu Eyjamönnum um heila 3 á einu bretti, innilega til hamingju með litlu krílin. Smile

ÞRILLINGAR2Hér eru þær dúllurnar, systur mínar.

Fá vinstri:

Anna Ísfold, Guðrún Fjóla og Marý Ólöf Kolbeinsdætur og

dætur Siggu heitinnar frá Vatnsdal  hér í Eyjum.


Til hamingju með afmælið....

Írena LiljaTil hamingju með 21 árs afmælið þitt í dag elsku Írena mín. Megirðu eiga góðan dag .
Ástarkveðjur frá öllum í KollukotiHeart

Þessi kona er bara flott...

Aðgerðir gegn heimilisofbeldi..kynferðisofbeldi og mansali er blessunin hún Jóhanna Sig.. að gera drög að þessa dagana og verður spennandi að vita hversu vel tekst til. Og vonandi verður hart tekið á málum sem þessum í framtíðinni.

Því allt of margir komast upp með að haga sér eins og skepnur við aðrar manneskjur og komast upp með það æ..ofan.. í æ...

Og vona ég innilega að svona skepnur verði dregnir fyrir dómara og látnir sæta ábyrgð eins og hverjir aðrir glæpamenn og þá á ég sérstaklega við heimilisofbeldi sem ég þekki vel til hér á árum áður. Og hefur verið allt of vel falið og jafnvel verndað af vinnufélögum glæpamannsins.......

Að ég tali nú ekki um ef viðkomandi ofbeldismaður er starfandi við löggæslu svo hvert á þá fórnarlambið að leita ef því eru allar bjargir bannaðar...þetta kannast ég við frá fornu fari og þetta er látið viðgangast!

Úti í Bandaríkjunum eru menn í þessari stöðu sem haga sér eins og skepnur innan heimilis látnir víkja úr starfi og sendir í meðferð sem er bara það eina rétta.

En svo er spurningin hversu vel tekst til að leiða menn á réttan veg. Mín reynsla er sú að svona glæpamenn lagast aldrei...þeir bara versna ef eitthvað er. Skilja.....og taka það svo út á næstu konu sem þeir kynnast og oft verður það verra.

Vonandi verður þetta afgerandi plagg sem Jóhanna er að gera......enda tími til kominn að breyta þessu og taka strangt á heimilisofbeldi eins og hverjum öðrum líkamsárásum.


 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband