Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN

Nú er mín ánægð :)

Jæja þá er búið að pakka niður öllum jólagersemunum og  koma þeim upp á háaloft og bíða þar spennt til næstu jóla. Og gærdagurinn fór meira og minna í að gera allt fínt og mín dó nú ekki alveg ráðalaus þegar kom að því að huga að ljósum í gluggana. Svo mín kíkti niðrí Húsasmiðju og viti menn enn var til eitthvað af ljósum á þessu líka fína verði . Svo nú eru gluggarnir skreyttir áfram með hvítum seríuljósum sem gefa fallega birtu í myrkrinu á morgnana og á kvöldin Grin og mín ekki lítið ánægð. En þar sem ég er stundum óstöðvandi þegar ég byrja á einhverju og vill helst ljúka því sem ég er að gera og það strax, sá ég fram á það að mig vantar allavega eitt ljós í viðbót og það pirrar mig smávegis að hafa ekki áttað mig á því .En maður skreppur bara aftur í bæjarleiðangur og finnur sér eina í viðbót Wink.

Ég er rosalega mikið að spá í þessa dagana hvort ég eigi að skella mér í babminton. Það er um hverja helgi frá 10-12 að ég held og á þriðjudagskvöldum. Maður hefði kannski gott af því að svitna dálitið og athuga hversu klár maður er í þessari íþrótt ha..ha ég held nefnilega í huga mér að ég sé ekki svo glötuð...ha..ha en það er annað að hugsa en geta. Mér sýnist nú aðallega vera karlpeningur að leika sér við þetta þegar ég hef kíkt inn í salinn. En um daginn spurði elsta barnabarnið mitt hann Elvar Geir sem er 16 ára,mig :" Amma, ætlar þú að koma með okkur á æfingu?" og hann meinti það...held ég InLove

Kannski skellir gamla sér bara á æfingu með ömmustrákunum sínum fljótlega thíhíii LoL


Tregablandið niðurrif

Mikið var yndislegt veður í gærkvöldi þegar furðuverur, Grýla , Leppalúði og Jólasveinarnir kvöddu okkur. Falleg flugeldasýningin og varpaði eins og endranær ævintýraljóma yfir bæjarbúa og eftirvæntingafull andlit litlu barnanna sem þrýstu sér fastar en oft áður í fang foreldra sinna.

Á eftir eins og endranær var mín að brasa við að skella í heitar vöfflur og hita súkkulaði sem var vel þegið eftir fjörið. Gaman að koma saman í lok þessa kvölds í spjall og heitt súkkulaði með ísköldum rjóma namminamm Tounge

Og nú liggur fyrir að fara að taka saman öll fallegu jólaljósin og skreytingarnar sem hafa glatt augað þessu yndislegu jól. Ég byrjaði reyndar í gærkvöldi eftir að allir voru farnir að taka niður jólatréð, svo er spurningin hvort ég leyfi nú ekki gluggaljósunum að loga aðeins lengur. Því það verður allt einhvernveginn svo bert þegar jólin eru búin. En lampar í gluggana koma þá bara í staðin til að veita birtu í þessu skammdegi og kertin sem ég er óspör á eru tendruð víða í Kollukoti. Birtan frá þeim er eitthvað svo róandi og góð Joyful

Líði ykkur öllum sem best á þessu nýja ári Heart


Þá er sælan búin í bili

Jæja þá eru allir farnir til síns heima sem dvöldu hjá okkur yfir jólahátíðina en það var líka óttalega einmanalegt í fyrstu og ekki laust við að maður dytti niður í nett þunglyndi. En svona er það bara alltaf þegar krakkarnir fara frá manni og þar er stutt í tárin, þegar maður er að kveðja InLove og kveðju kökkurinn er mér svolítið erfiður lengi á eftir. En svo lagast....þetta þangað til næst. Ætli maður fari ekki að drífa sig í vinnuna á fimmtudaginn, því ég fór í sprautu í morgun hjá spesíalista sem sprautaði mig svo vel(vonandi) svo ég verð bara eins og nýslegin túskildingur á morgunn eða hinn Grin Enda er þetta orðið fínt..búin að leika heimavinnandi í heilan mánuð en á hálfum hraða en það hefur alveg gengið ha..ha.

Svei mér þá ef ég hlakka bara til að gera eitthvað annað en að "hanga" heima.....thííhíiii 

Bestu óskir til allraWink


Gullkorn..

Á meðan annarra leiðir mætast eru aðrir að skilja. Á meðan barn fæðist er annað að deyja.

Á meðan sorgin læðist inn er gleðin hinu megin við dyrnar . Þegar dyr lokast í lífinu er alltaf gluggi sem þú getur opnað.

Á meðan ég dreg andann verð ég þér alltaf til  staðar.

Of ef ekki þá máttu eiga við mig orð og ég kem og geri veröld þína að því besta sem ég get gert.

Ef þú átt bágt þá kem ég og hugga þig. 

Ef ég get verið mamma um ókomna framtíð.. Þá verð ég það einnig á himnum og horfi og fylgist með hverju þínu spori í lífinu.

Af því ég elska þig..................

(höfundur Kolbrún Harpa 01.01.2009) 


Sniff..sniff.... grát....grát...hamingjusöm :)

Írena og Daði heima í KollukotÞau voru að trúlofa sig þessar elskur í nótt.
Írena mín yngsta og Daði  þessi elskulegi drengur settu upp hringana hér í Kollukoti með Davíð bróður hennar sem vitni af þessum einstaka og yndislega atburði í lífi hverrar manneskju. Ég tárast þegar ég skrifa þessa færslu og ef þetta væri venjulegt bréf sem ég væri að handrita þá væri blekið orðið dálítið smitað af gleðitárum þeim til handa..yndislegt.
Ég óska ykkur elsku Írena og Daði alls velfarnaðar  á lífsins leið og megi lukkudísirnar vernda hvert ykkar spor á leið til meiri gæfu í lífinu. Megi góður guð vernda ykkur og leiðbeina um ókomna framtíð og ég líka...InLove Megi ykkar vegir verða greiðfærir og allar hindranir til að sigrast á þeim og verða betri manneskjur. Megi þið eignast í framtíðinni góða litla fjölskyldu  og megi ykkur vegna sem allra best í lífinu.
Þess óska ég ykkur til handa  elsku börnin mín...guð hvað maður getur orðið meyr InLove á svona stundum..ég verð gjörsamlega ómöguleg manneskja og bara græt...en af gleði í þetta sinn Kissing Æ..ég er svo ánægð að finna hversu hamingjusöm þau eru þessar elskur...þau eru alltaf að knúsast og kyssast. Og mér þykir svo vænt um að sjá að þau eru ófeimin við að sýna mér og Ómari hversu innilega vænt þeim þykir um hvort annað. Takk fyrir að gefa mér þessa gjöf í byrjun nýs árs elskurnar mínar.
Og munið eitt ég verð alltaf ykkur innan handar ef þið þurfið á mér að halda. Enn og aftur til hamingju með daginn elsku Írena og Daði. 
Mamma 

Takk fyrir allar jólakveðjurnaar

Þetta er búið að vera alveg hreint dásamlegur tími það sem af er og jólasteikin fór bara nokkuð vel í mannskapinn. Aðfangadagskvöld  í ár var með rólegasta móti en allir fóru hálfstynjandi í betri stofuna á eftir í jólakortalestur  og við tókum okkur góðan tíma í að taka upp pakkana sem voru margir eins og alltaf InLove Og alltaf skal maður verða eins og börnin þegar kemur að þeirri stund ha..ha.. innan úr glitrandi umbúðum birtust margar fallegar og góðar gjafir...öllum til mikillar ánægju.

Gamla góða hangikjötið á jóladagskvöld var alveg hreint afbragðs gott með uppstúf A..la.. Ása tengdadóttir. Hún er snillingur í að gera góðan uppstúf nammi...nammm Smile Þau fóru svo öll uppá Smáró að spila fram eftir kvöldi en við gamla settið vorum heima og fórum snemma í háttinn.

Það verður þröngt á þingi hér í Kollukoti í dag geri ég ráð fyrir þar sem jóla kaffið fellur í minn hlut að halda þetta árið. Þá koma allir og þá meina ég allir í fjölskyldunni en það verður bara að vera svo enda segir gamli góði málshátturinn "Þröngt mega sáttir sitja" eða bara standa ha....ha LoL en það er bara gaman að hittast svona og ég vil taka það fram að ég er ekki ein um bakkelsið heldur kemur hver fjölskylduangi með eitthvað gúmmelaði með sér ....eitthvað eitt eða tvennt og þvílíkur munur eftir að þessu var komið á fyrir nokkrum árum síðan. Jæja.. það eru allir aðrir fjölskyldumeðlimir enn í fasta svefni svo þetta er svona kyrrðarstund hjá mér sem mér finnst alltaf gott að eiga með sjálfri mér. Og kannski skellir maður sér bara í útigallann og tekur góðan göngutúr á eftir eins og ég gerði í gær með hundanna  og fyllir andann af súrefni og hressilegri sjávarlyktinni fyrir átök dagsins Grin

Enn og aftur takk fyrir allar jólakveðjurnar og hafið það gott sem eftir lifir jólum.


Jólakveðjur...

Ég vildi bara óska ykkur öllum gleðilegra jóla..elskurnar. Og hafið það sem allra..allra best.

Kær kveðja úr Kollukoti


Jólatiltekt :)

Hér áður fyrr tíðkaðist að að taka allt í gegn á heimilinu sirka korteri fyrir jól..allavega var það á mínum ungdómsárum og baka á hliðarlínunni. En ég sé engan tilgang í að gera allt hreint og mála og flísaleggja og þetta og hitt....svona rétt fyrir jól.. Svona lagað á að gera á vorin..VORHREINGERNING enda er þá orðið albjart úti og ekki þarf að vera með vasaljós eða kerti við hreingerningar í svartasta skammdeginu. Það kemur enginn til með að kíkja inn í skápana þína né að skoða hvern krók og kima áður en sest er að borðum á aðfangadag Joyful þetta er blessað gamla uppeldið sem hagar sér svona og það er löngu kominn tími til að snúa sér að miklu skemmtilegra viðfangsefni og hafa þar af leiðandi miklu meiri tíma FYRIR fjölskylduna og um það sem jólin snúast um ekki bara að vera endalaust að gera hreint og fínt og baka þetta margar tegundir af smákökum sem eru étnar rétt á meðan að þær eru bakaðar og kannski löngu eftir jól. Því yfirleitt er varla bragðað á þessu bakkelsi nema rétt til að sýnast í veislum og er þetta smákökubakkelsi orðinn svona meðlæti ef einhvern skyldi langa....  þó vissulega sé það gott og blessað fyrir sálartetrið að vesenast í þessu.

Njótið frekar undanfara jólanna og verið ekki útkeyrð þegar sest er að borðum á aðfangadag heldur látið ykkur  líða vel ...Kissing Þetta er ég allavega búin að læra gegn um tíðina og þar sem stöðugt fækkar íbúum á heimilinu og við bara orðin tvö með hundana þá sé ég engan tilgang með þessu bagsi því það er hægt að kaupa fínustu smákökur í boxi frá okkar bökurum hér í bæ til að hafa sem meðlæti á veisluborðinu og viti menn...það er varla snert við þessu...kanski vegna þess að rjómaterturnar , brauðterurnar og heita brauðið með kruðeríii eru langbest svo ekki er pláss fyrr en  eftir jól fyrir smákökur og ískalda mjólk ..mhhh Wink

Svo ég mæli með afslöppuðum jólum...jólagjöfum frá hjartanu....ekki hversu dýrar þær eru enda hefur enginn efni á því í dag...alla vega ekki venjulegur Jón og eigið yndislegar stundir um jól og áramót með ykkar fjölskyldu og nánustu vinum. Við hjónin kaupum okkur einhverja góða,sameiginlega og nytsamlega jólagjöf..oftast löngu fyrir jól...en skiptumst svo á minni gjöfum á aðfangadag sem er bara frábært Smile Nú styttist óðum í hátíðina og ég hlakka mikið til að borða góðan mat með yngstu minni og hennar ektaspúsa á aðfangadag.

Á aðfangadagskvöld verð ég með hefðbundinn jólamat sem er : Rækjucokteill í forrétt, Svínahamborgarahryggur, reykt lambakjöt fyrir þá sem ekki snæða svínið og ef er pláss þá verður líklega Súkkulaðibomba með ísköldum rjóma í eftirrétt með drykk sem samanstendur af Egilsmalt og appelsín mhhh.nammi namm.. hvað ég hlakka tilHappy

Og ef ég þekki minn ektaspúsa rétt þá verðu gripið í Nóa Siríus konfekt á milli mála...slef..slef nammi...namm.... hvað eru þetta mörg kíló...3-5 oh my goodLoL

Okey ..seinni tíma vandamál ha..ha Grin

Kveðjur úr Kollukoti


Konfekt fyrir eyrun.....

Við skötuhjúin fórum á tónleika hjá Frostrósum í Höllinni í gærkvöldi. Þetta var bara unun á að hlýða og ekki laust við að undirskrifuð felldi tár við þennan fagra og kraftmikla söng.

Salurinn var fullur að mér sýndist og mikið klappað fyrir flytjendum. Kærar þakkir fyrir okkur..gott að fá svona eyrnakonfekt í skammdeginu..það lyftir upp sálinni Joyful


Styrking....

Jæja þá er maður byrjaður á styrkingaræfingunum hjá sjúkraþjálfaranum mínum henni Önnu Huldu...svo nú fer þetta líklega að koma. En alveg furðulegt hvað einfaldar æfingar taka á ha..ha.. varla með nokkra þyngd á. Og ég sem þykist vera svo sterk í höndunum grrrr....bara vera grimm við sjálfa sig. En vinstri öxlin bremsar mann aðeins af..meiri andsk....vorkunseminn í manni.Pinch Samt hefur þetta allt lagast heilmikið en það vantar eitthvað uppá þetta hjá mér. Maður ætti kannski að fara að huga að því að koma sér bara í vinnu og sjá hvenig gengur en í bland er ég ekki spennt fyrir því að skemma kannski það sem búið er að gera fyrir mig og þurfa að byrja frá grunni... hvern er ég  nú að reyna að sannfæra......enn og aftur gamla samviskan að drepa mann...maður losnar líklega aldrei við þessa áralöngu vinkonu mína sem bankar í bakið á manni í tíma og ótíma svo stundum stefnir í hávaðarifrildi milli okkar innbyrðis. Og oft hefur maður látið undan henni blessaðri og helst viljað bíta úr sér tunguna eftir á...maður á ekki að segja Já þegar maður vill helst segja nei og dauðsjá svo eftir öllu saman..ekki satt. Ha..ha GrinLoL ég er nú meiri bjáninn ha..ha..ha alltaf heldur maður að maður sé ómissandi og ég er örugglega ekki ein um þá skoðun...Best að fá sér kaffisopa og hætta að pæla í þessuJoyful

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband