Hvað gerir maður þá ?

Rafmagnið farið og kolniðamyrkur snemma í morgun.

Leit að tjaldljósinu..Fyndið en um daginn þegar að veðurfræðingar voru að tala um að það yrði slæmt veður framundan þá ósjálfrátt fór ég að kanna hvar björgunarljósið á heimilinu væri staðsett og gekk úr skugga um hvar kertin væru..svona til öryggis. Og það kom sér vel í næstum "tyggjanlegu" myrkrinu í morgun, allt á sínum stað. En hvað svo.. maður gekk um og kveikti á því sem hægt var að kveikja á til að fá smá birtu. Það fyrsta sem við gerum hér í Kollukoti er að hella uppá kaffi til að vakna almennilega, en nei takk, ekki hægt,bara vatnsopa og svo út að kíkja og kanna hvort einhversstaðar væri ljós í bænum og jú það voru ljós niðri við bryggju og einhversstaðar í vesturbænum en hér í austurbænum var þrúgandi rafmagnsþögn..skrýtið hvað þögnin er ærandi þegar rafmagnið fer af og myrkrið sest að þér eins og þykkt teppi,frekar óþægilegt finnst mér allavega.
 
Einnig settist að mér sú hugsun um daginn í kjölfar veðurfregna um slæmt veður í kortunum hvernig það yrði ef kæmi upp eldgos og harðir jarðskjálftar sem "mögulega" gæti orðið til þess að eitthvað gæfi eftir og færi í sundur eins og t.d rafmagnið.
Hvað gera menn þá ? Við erum orðin svo hrikalega háð blessuðu rafmagninu og enn meira í dag og þá á ég við alla rafmagnsbílana /skip jafnvel. Ef yrðu nú alvarlegar bilanir vegna náttúruhamfara, hvað þá ?

Hvað er plan B ef það versta myndi ske ? Svo hitt blessaðir GSM símarnir okkar og fáir með gamla góða heimasímann sem mögulega væri hægt að nota undir alvarlegum kringumstæðum.
Hvernig  á að láta almenning vita ef upp koma aðstæður sem við ráðum ekki við? 

Jú..einhversstaðar var nefnt að yrði sent SMS boð í gsm-símana okkar. En ef það dettur allt út, hvað þá ?

Í eldgosinu hér á Heimaey 1973 fór slökkviliðsbíllinn um bæinn með aðvörunarflautu.
Hér áður fyrr þegar einhversstaðar kviknaði í fór af stað mjög hávær brunaboði sem hljómaði um alla Eyju og mig minnir að sá brunaboði hafi verið notaður þegar eldgosið braust út en það getur verið að mig misminni.
En þetta hljóð fór ekki fram hjá nokkrum manni enda notaður til að kalla menn saman sem unnu
sem slökkviliðsmenn hér í Eyjum á sínum tíma. Öllu hent frá sér og mætt uppá slökkvistöð. 
Maður má nú spökulera eins og maðurinn sagði, Allt getur gerst.

En viti menn, rafmagnið kom á eftir ca eina og hálfa klst og þá kættist sú gamla og hentist í að hella uppá kaffi og nú er dásemdar ilmur í kotinu og fyrsti kaffibollin bragðaðist hreint dásamlega með molasykri. Enda get ég helst ekki drukkið kaffi nema að fá smá mjólk og mola með mmmmm... 
Jæja best að hætta þessum heimspekilegu og kannski óþarfa íhugunum
"hvað ef" spurningunum.

Allavega í augnablikinu er dásamlegt að drekka kaffið, skrifa þetta og leyfa ykkur að lesa bullið í gömlu hahahahha 
Eigið frábæran dag elskurnar
Kveðja úr Kollukoti 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband