5.9.2008 | 14:22
Hörpuljóð
Bergþursinn
Er sólin roðar sundið út við Eiði
svo bjarma slær á fjöllin allt í kring
þá birtir yfir bænum hverfur leiði
er horfum sunnu roða deildarhring
Geislar skærir ylja okkar hjörtum
vermir grös og gróandann í hlíð
við sjáum ást er skín úr augum björtum
og vermir ungu brosin, björt og blíð
Bergþursinn við fuglasönginn unir
hann þreyttur bíður komu sólarlags
á hans enni greyptar djúpar rúnir
en við öll bíðum vongóð næsta dags
Loks rís sólin bjarta upp úr sænum
svo roða slær á tinda, fjöll og hól
fólkið fer á stjá í litla bænum
og litlu börnin komin öll á ról
ljóð. K.H.K
Flokkur: DAGBÓKIN MÍN | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.