12.9.2008 | 07:44
Hörpuljóð
Sérðu ekki sorg mína
Sérðu ekki tár mín sem ég stöðvað ei get
sérðu ekki hjarta mitt berjast af kvöl
Horfðu í augu mér
sérðu ekki söknuðinn sára
sérðu ekki.....ég er ekki hér
ég hef enga ró ég hef engan frið
ég hef enga eirð því sálin mín er friðlaus
ég get ekkert hugsað ég get ekkert gert
ég get varla talað né andað
ég get hvorki drukkið né borðað
ég er ekki hér en samt.... er ég hér
með augu mín tárvot af trega
tíminn er tímalaus allt hreyfist svo hægt
í kring um mig syrgjandi sálir
mitt hjarta er tætt og tómt
ég get varla andað svo þungt er um vik
mig heltekur....sorgin þunga
ég andvarpa...græt... í vanmætti mínum
þinn síðasta spöl..... geng ég með þér
því komin er kveðjustundin
Í hljóðri bæn ég segi...guð geymi þig.
ljóð. K.H.K '08
Athugasemdir
Þetta var fallegt og lýsir því vel hvernig sorgin getur heltekið mann svo gjörsamlega Gaman að vita að lesning pistils míns hafi á einhvern hátt kveikt í þér... Og eins og þú bendir réttilega á á síðunni minni ,,lífið heldur áfram" og sem betur fer áttar maður sig á því einn daginn.
Stundum skilur maður hreinlega ekki hvernig fólk getur ,,haldið áfram" þrátt fyrir ítrekuð áföll og margan missinn, sem dæmi hjónin í Súðavík sem misstu öll sín börn í snjóflóðinu þarna um árið Kvöldið fyrir flóðið áttu þau þrjú börn, daginn eftir ekki neitt ! Hrikalega sorglegt
Takk fyrir að deila þessu ljóði með okkur........
Helena, 12.9.2008 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.