Þessar elskur 2 smásaga

 

Höfundur við björgunarstörf

snjor2016

W00tHann vaknar..úfinn..stynjandi...opnar annað augað síðan hitt."Ertu vöknuð"? spyr hann. (ohh...fjandinn sjálfur..aldrei fær maður að sofa út..ég er í fríi..halló). "Ertu vöknuð góða mín"? "Já..ég er vöknuð en ég er í fríi í dag og langar að sofa aðeins lengur"

"Æ..geturðu ekki hitað kaffi rétt á meðan ég klæði mig " Þú getur sofnað aftur þegar ég er farinn" (sofnað aftur....og hann sem veit að ég get ekki sofnað aftur ef ég fer framúr núna)  "Og smyrja nokkrar brauðsneiðar í leiðinni" (hvernig stóð eiginlega á því að hann var ekki enn fær um að smyrja sér nokkrar.. fjandans brauðsneiðar sjálfur..ha?) "Er þér illt í hendinni" spurði ég meinfýsin. "Ha....nei..nei hversvegna spyrðu"? "Æ..það var ekki neitt" segi ég og klöngrast fram úr. "Gættu þess bara að ofreyna þig ekki við að klæða þig" (þarna sat hann..kominn í aðra buxnaskálmina skimandi í kring um sig) "Manstu hvar ég fór úr sokkunum í gærkvöldi"? (ég gæti orðið bandbrjáluð..ég var ekki í sokkunum þínum í gær.. Þorgrímur..hallóó...leita...ef þú veist hvað það þýðir ha?) En segi.. " Gáðu í fatahrúgunni fyrir framan þig" (svona var þetta á hverjum morgni...eilíf leit að sokkum..því hann fór eiginlega úr öllum fötunum í einu..hvernig svo sem hann fór að því) Loksins var hann klæddur og fór fram á klósett að spjalla við páfann og þar gat hann setið í þennan  líka eilífðartíma og ef maður var í spreng...þá mátti maður sko versogo að bíða...iðandi eins og ormur..krossleggja fætur og reyna að hugsa um eitthvað allt annað..bara alls ekki vatn eða læk ohhhh...my gooood..fljótur... Kaffið var að verða til..svo sem ekkert vandamál..sjálfvirk og allt það, ekkert annað en setja vatn og kaffi..ýta á einn takka og hókus..pókus. En þetta var víst of erfitt fyrir hann. Svo smurði ég brauðið og setti á disk..tók fram bolla,sykur og skeið...nú,ekkert meira sem ég gat gert fyrir hann svo ég ætlaði að prófa að að skríða aftur uppí. Ummhh....hvað það var notalegt að fara undir hlýja sængina aftur. " Heyrð'elskan"!var kallað frá klósettinu. "Er ekki til klósettpappír"? (arrgDevil ..) "Jú hann er í eldhússkápnum við vaskinn" kallaði ég og kúrði enn dýpra undir sængina. "Viltu ekki rétta mér hann!..var kallað til baka. "Þorgrímur...ég er komin uppí aftur...kallaði ég. "Já en vina mín ég fer ekki fram með brækurnar á hælunum"........(ég beit í sængina af öllum kröftum) Auðvitað fór ég fram úr og náði í fjárans pappírinn og bankaði kurteislega á dyrnar. "Ahh..heyrðu elskan þetta er allt í lagi það er pappír hérna..ég sá hann bara ekki" sagði hann hinu megin við hurðina...(eins gott að hann sá ekki tryllinginn í augum mínum þessa stundina)Alien. "Þú ættir kannski að fara til augnlæknis...Þorgrímur"! "Ha...hvað sagðirðu? "Ekkert Þorgrímur...ekkert" Hvað getur maður sagt meira svo ég fór bara aftur uppí og hreiðraði um mig í hlýjunni. Ég heyrði í honum frammi að hann fékk sér kaffi og brauð....dásamlegur svefndoði lagðist yfir mig en samt ekki fullkomlega...því ég hrökk upp við að lafmóður og alsnjóugur maður stóð við rúmið og ýtti við mér. " Heyrð'elskan..þú verður víst að hjálpa mér að ýta bílnum ég er að verða of seinn í vinnu" (þetta getur bara ekki veriðW00t..þetta er bara martröð) "Okeyh!...ég verð að klæða mig fyrst" og smeygði mér í föt svo í úlpu ,vettlinga og stígvél. "Jæja..ég er til" sagði mín... til í slaginn. Við opnuðum útidyrnar....það sást ekki út... fyrir hríðarkófi og snjó...það var bókstaflega allt á kafi en hann hafði nú reyndar afrekað það að moka frá bílnum að framan. Jedúddamía....maður tók andköf því hríðarkófið var svo þétt og svo fjandi kalt brrr.....og beit í kinnarnar. En hann settist inn í bílinn og startaði...hann fór í gang...þá tók ég til við að ýta (halló....er ekki allt í lagi á þessu heimili eða hvað..af hverju stend ég hér fyrir utan í kulda og trekki og hamast við að ýta en hann situr inni í hlýjum bílnum í kuldagalla frá 66° norður)Bíllinn hjakkaðist fram og til baka en haggaðist ekki að öðru leyti...ég náði varla andanum. Þetta gerðum við í smátíma og ég var hreint að springa..því það var bara fjandi erfitt að ýta í svona færð og stígvélin ekki sérlega heppileg í þetta því ég rann til í hvert skipti sem ég ýtti. Þá heyrðist kallað frá bílnum: "Þeir voru að segja í útvarpinu að allir vegir væru ófærir og ekki þýddi fyrir menn að reyna að aka í þessari færð..það er best að hætta þessu og koma sér inn í hlýjuna sagði hann um leið og hann læsti bílnum og blés ekki úr nös. Fegin var ég... var orðin eins og snjókarl....blá af kulda og fann ekki lengur fyrir andlitinu á mér og elsku litlu tærnar mínar voru gjörsamlega tilfinningalausar þarna einhverstaðar oní stígvélunum..ég flýtti mér inn og fór úr snjóugu fötunum. Hann kom inn og smeygði sér úr loðfóðruðum gallanum. "Eigum við ekki að fá okkur góðan kaffisopa og smeygja okkur svo aftur undir sæng ha...? " Ha....jú..víst væri það gott, mér er ískalt sagði ég skjálfandi. Mér fannst nefið vera að detta af mér og hvað þá kinnarnar(ef ég brosi dettur allt andlitið af mér)." Ahhh..það verður nú gott að getað farið uppí aftur sagði hann ánægður..rjóður í kinnum. Við fórum inn í herbergi og skriðum undir sæng..(úff..hvað mér var kalt..) Allt í einu rak hann upp skaðræðisveinW00t  "Í guðanna bænum settu fæturnar einhversstaðar annarsstaðar! sagði hann. " Ég var nú bara að reyna að hlýja mér á þér" sagði ég...en hann vafði sæng sinni þétt upp að séreins og virki svo ég komst hvergi nálægt honum. Svo ég gerði það sama..vafði sæng minni þétt að mér..en svefninn kom ekki..ég starði og starði og beið og beið en allt kom fyrir ekki. Þá heyrðist fyrsta hrotan..síðan önnur og síðan samfeldar hrotur. Hann var sofnaður.

 

snjor2016

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband