Ávaxtakaka

Ávaxtakaka

Efni: 1 bolli vatn

1 bolli sykur

4 stór egg

2 bollar þurrkaðir ávextir

1 tsk bökunarsóti

1 tsk salt

1 bolli púðursykur

1 bolli sítrónusafi

1 full flaska af eftirlætis viskíinu ykkar

1 bolli hnetur

Meðhöndlun:

Smakkaðu viskíið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.

Takið stóra skál. Athugið viskíið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.

Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.

Kveikið á hrærivélinni og hrærið 1 bolla af smjöri

í stóra........mjúka skál.

Bætið einni teskeið útí og hrærið aftur.

Athugið hvort viskíið sé nokkuð farið að skemmast

fáið ykkur annan bolla.

Slökkvið á hrærivélinni.

Brjótið tvö egg og bætið í skálina og hendið útí

bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.

Hrærið á kveikivélinni.

Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrrærarana

losið þá af með rúfskjárni.

Smakkið á viskíiinu til að athuga bragðið.

Næst...sigtið 2 bolla af salti...eða einhverju.

Hverjum er ekki sama.........Tounge

Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.

Bætið einu borði....afsakið.. af sykri eða einhverju-

hvað sem hendi er næst..........

Smyrjið ofninn.

Stillið kökuformið á 250° gráður.

Gleymið ekki að hræra í stillaranum.

Hendið skálinni út um gluggann og rokið lúðunni.

Athugið viskíið aftur ...og aftur.

Farið að sofa.......

Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar....

ég bara spyr....hik°°°°Tounge

 

(höf. ókunnur)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Ha ha ha ha ha.........var búin að gleyma henni þessari hahahahaha

Algjör snilld......en best af öllu var samt þegar þú fórst með þennan leikþátt í Alþýðuhúsinu....og varst næstum búin að fleygja....var það ekki forminu....í einn gestanna......hahahahahahaha algjört brill

Helena, 6.10.2008 kl. 16:12

2 Smámynd: Kolbrún Harpa Vatnsdal  Kolbeinsdóttir

 Jú en reyndar var það aðeins öðruvísi útgáfa og mikið fannst mér gaman að leika þetta þarna forðum daga...og mest var ég nú ánægð hversu fólkið hló mikið og innilega..ég hlýt að hafa verið rosalega fyndin ha..ha..ég held að það hafi verið ákveðnir framámenn  hér í bænum sem voru næstum búnir að fá kökuformið í hausinn ha..ha en svona er að leika að innlifun ha..ha

Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.10.2008 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband