26.9.2008 | 11:23
Ávaxtakaka
Ávaxtakaka
Efni: 1 bolli vatn
1 bolli sykur
4 stór egg
2 bollar þurrkaðir ávextir
1 tsk bökunarsóti
1 tsk salt
1 bolli púðursykur
1 bolli sítrónusafi
1 full flaska af eftirlætis viskíinu ykkar
1 bolli hnetur
Meðhöndlun:
Smakkaðu viskíið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.
Takið stóra skál. Athugið viskíið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.
Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.
Kveikið á hrærivélinni og hrærið 1 bolla af smjöri
í stóra........mjúka skál.
Bætið einni teskeið útí og hrærið aftur.
Athugið hvort viskíið sé nokkuð farið að skemmast
fáið ykkur annan bolla.
Slökkvið á hrærivélinni.
Brjótið tvö egg og bætið í skálina og hendið útí
bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.
Hrærið á kveikivélinni.
Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrrærarana
losið þá af með rúfskjárni.
Smakkið á viskíiinu til að athuga bragðið.
Næst...sigtið 2 bolla af salti...eða einhverju.
Hverjum er ekki sama.........
Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.
Bætið einu borði....afsakið.. af sykri eða einhverju-
hvað sem hendi er næst..........
Smyrjið ofninn.
Stillið kökuformið á 250° gráður.
Gleymið ekki að hræra í stillaranum.
Hendið skálinni út um gluggann og rokið lúðunni.
Athugið viskíið aftur ...og aftur.
Farið að sofa.......
Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar....
ég bara spyr....hik°°°°
(höf. ókunnur)
Flokkur: UPPSKRIFTIR | Facebook
Athugasemdir
Ha ha ha ha ha.........var búin að gleyma henni þessari hahahahaha
Algjör snilld......en best af öllu var samt þegar þú fórst með þennan leikþátt í Alþýðuhúsinu....og varst næstum búin að fleygja....var það ekki forminu....í einn gestanna......hahahahahahaha algjört brill
Helena, 6.10.2008 kl. 16:12
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 6.10.2008 kl. 18:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.