30.12.2008 | 09:26
Megið þig eiga ánægjuleg áramót og horfið með gleði og von í hjarta inn í nýtt ár..
Gamlárskvöld.
Brátt gamla árið hverfur burt af braut
með skærum bjölluómi í alda skaut
er stundin kemur, titrar einhver strengur
í brjósti þér, þú grætur sem lítill drengur.
En því þá þessa stundu þessi tár?
jú..þú ert að kveðja, enn eitt æviár
því þetta ár mun aldrei aftur koma
en næsta ár er framtíð þinna vona.
Þinn hugur minnist alls sem áður var
áhyggna og alls sem út af bar
svo margt, svo margt sem mætti vera eytt
svo margt sem gerðist og verður ekki breytt.
Þú kveður þetta ár af hrærðum hug
reynir að vísa minningum á bug
tak þitt glas og helltu veigum í
horfðu í augu ástvinar þíns í.
Skálið fyrir góðu nýju ári
þú strýkur kannski burtu tregatári
faðma þína nánustu með hlýju
taktu á móti árinu, tvö þúsund og níu.
(ljóð Kolbrún Harpa)
Athugasemdir
Sæl Harpa, mikið svakalega er þetta fallegt ljóð hjá þér kæra bloggvinkona, ég hafði grun um að þú kynnir að setja saman ljóð, en ég er mjög hissa, og ég verð að viðurkenna að ég er ekki áhugamaður um ljóð almennt, en engu að síður finnst mér þetta ljóð hjá þér mjög gott.
Með gleði í hjarta óska ég þér og þinni fjölskyldu árs og friðar með von um bjarta framtíð.
kær kveðja frá Áshamrinum.
Helgi Þór Gunnarsson, 31.12.2008 kl. 00:46
Ástarþakkir
Kolbrún Harpa Vatnsdal Kolbeinsdóttir, 31.12.2008 kl. 06:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.