Í fótspor tímans.....

Orð
Þegar gömul kona lést á hjúkrunarheimili á litlum spítala nálægt Dundee í Skotlandi,
sýndist öllum að hún hefði ekkert skilið eftir sig sem var einhvers virði.
 
 
Seinna þegar hjúkrunarfræðingarnir voru að fara í gegnum fátæklegar eigur hennar
fundu þær þetta ljóð......
Innihald ljóðsins hafði svo sterk áhrif á starfsfólk hjúkrunarheimilisins
að ljóðið var fjölfaldað og dreift meðal starfsfólksins.
 
Einn hjúkrunarfræðingurinn tók með sér eintak til Írlands.
 
Síðan þá hefur ljóð gömlu konunnar birst í jólaútgáfu New Magazine á Norður Írlandi
sem er rit samtaka um andlega heilsu.
 
Ýmsir fundir og kynningar hafa verið haldnar og þá vitnað í einfalt en einlægt ljóð
gömlu skosku konunnar sem átti ekkert veraldlegt til að gefa.
 
En orð hennar í ljóði, þræða vegi veraldarvefsins sem sýnir að við skiljum öll eftir
okkar fótspor, löngu eftir að við erum farin.....
 
 
Ég tók mér það bessaleyfi að íslenska ljóðið og er ekkert að breyta því á neinn
hátt heldur skrifa það beint upp úr enskunni. Og held ég að allt komist til skila eins og farið var að stað í upphafi af virðingu við þessa gömlu konu.
 
 
Orð
 
 
 
 
 
 
 
 
Ljóð gamallar konu.
 
 
Hvað sérðu, hjúkrunarkona
hvað sérðu
um hvað ertu að hugsa
þegar þú horfir á mig?
 
 
Nöldrandi kerlingu
ekki of vitra
óvissa um venjur
með fjarsýn augu?
 
 
Sem missir niður matinn 
svarar ekki neinu.
Þegar þú segir HÁTT
- Reyndu nú!
 
 
Sem virðist ekki taka eftir neinu
sem þú ert að gera...
sem alltaf er að týna
sokk eða skó.
 
 
Sem streytist á móti eða ekki
leyfir þér að gera eins og þú vilt.
Baðar mig
og matar mig.
 
 
Er það svona sem þú hugsar?
Er það svona sem þú sérð mig?
Þá skaltu opna augun,hjúkrunarkona!
Þú ert ekki að horfa á mig..MIG...
 
 
Ég skal segja þér hver ég er
meðan ég sit hér svo hljóð..
Eins og ég hlýði öllum óskum þínum
og borða eins og þú vilt...
 
 
Ég er lítið barn, aðeins tíu ára
með pabba og mömmu.
Bræðrum og systrum,
við elskum hvort annað.
 
 
Ég er ung stúlka, aðeins sextán 
með vængi á fótum mér...
mig dreymir að fljótlega
hitti ég ástina mína...
 
 
Brúður um tvítugt
hjartað tekur kipp.
Ég man öll heitin 
sem ég lofa að halda.
 
 
Nú er ég tuttugu og fimm
og hef eignast lítið barn
sem þarfnast handleiðsu minnar
og öryggis, heima.
 
 
Kona um þrítugt,
barnið mitt stækkar.
Svo háð hvort öðru
sterkum tilfinningaböndum.
 
 
Fertug og synir mínir
fullorðnir og farnir.
En með eiginmann við hlið mér
sem hjálpar mér í sorg minni.
 
 
Um fimmtugt, aftur eru lítil börn
að leik kring um mig.
Aftur fáum við börn
minn elskaði og ég..
 
 
Skuggi hvílir yfir mér
minn elskaði eiginmaður er dáinn.
Ég horfi til framtíðar
ég kikna og bogna.
 
 
Því börnin eru farin
eiga sjálf sín eigin börn.
Ég hugsa um árin
og alla þá ást sem ég þekki.
 
 
Nú er ég gömul kona
og náttúran er grimm.
Hún lætur allt gamalt
líta út eins og flón.
 
 
Líkaminn er hrukkóttur
tígulleikinn er horfinn...
Nú er þar steinn
þar sem eitt sinn var hjarta..
 
 
En inn í þessu gamla skari
býr ennþá ung stúlka.
Og einstaka sinnum
slær gamla hjartað hratt.
 
 
Ég man alla gleði....
ég man allan sársauka.
Ég elska og upplifi
lífið, aftur og aftur.
 
 
Ég hugsa um árin
allt of fá sem liðu svo fljótt.
Viðurkenni þá staðreynd
að allt tekur enda...
 
 
Svo opnaðu augun, hjúkrunarkona!
Opnaðu og sjáðu...
Ekki hrukkótta gamla konu..
horfðu betur..-Sjáðu MIG-..
 
(þýðing Kolbrún H. Kolbeinsdóttir)
 
 
 
 
Mundu þetta ljóð næst er þú hittir eldri persónu. Horfðu á ungu sálina í hjarta hennar
eða hans. Því við verðum í þeirra sporum einn góðan veðurdag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena

Það er alltaf jafn gott að lesa þessar línur

Þetta hangir inn í býtibúri inn á Elló...og hefur gert í nokkur ár Holl og góð lesning sem á erindi við alla

Helena, 13.3.2009 kl. 16:08

2 identicon

Takk fyrir þetta, kæra vinkona. Ég sá þetta ljóð fyrst fyrir mörgum árum og mér hefur oft orðið hugsað til þess. Þetta er einmitt eitthvað sem kennir manni að setja sig í spor þeirra skjólstæðinga, sem maður er að annast um. Maður verður alltaf að hafa það að leiðarljósi, að skjólstæðingar manns eru manneskjur með þarfir og tilfinningar.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband