Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN

Frábær dagur..frábært kvöld...

Við vorum búin að ákveða grillkvöld......minn angi úr fjölskyldunni...og þetta var hreint frábært LoLGrin í alla staði. Hulda mín og hennar elskulega yngsta.. Mínir allir......eins og þeir lögðu sig. Góður matur og vín....og í smá stund gleymdum við öllu sem á undan er gengið..þó vissulega í upphafi höfðu skapast fjörlegar umræður um lífið og tilveruna í dag.

Það var svo gaman og allir tilbúnir að eiga góða stund..enda var það þannig. Krakkarnir mínir höfðu mjög gaman af að gera grín í þeirri gömlu(mér) og hló ég ekki síður og var komin með magakrampa eftir hláturinn. Enda hafði ég ekki minnstu hugmynd um hversu áhugaverður og eftirminnanlegur karakter ég er víst í þeirra augum.. enda er tengdadóttir mín búin að panta að leika mig í bíómynd.. og það er bara frábært.ha..ha ha....Grin ég skemmti mér allavega konunglega og þau ekki síður...mikið hlegið og sungið.

Ég þarf höfund af ljóði sem var víst ort til einstaklega góðrar persónu sem við  í minni fjölskyldu þekkjum vel og hann er á þessa leið:

 

Mannstu fyrsta kvöldið.

þegar kynntist ég þér fyrst

kalt var bæði í hjarta mínu og sál

Við höfðum eitt sinn áður

einhversstaðar hittst

í æsku.....þegar brautin var svo hál.

Minninguna mun ég geyma..meðan andann dreg

 mannstu þegar koss á vörum brann

Þú ein ert yndisleg..þig eina þrái ég

í þínum örmum hamingjuna fann...

Þarna var einhver rosalega ástfanginn að yrkja til sinnar blómarósarHeartInLove yndislegt ljóð í alla staði og við erum gjörsamlega að deyja úr forvitni..hver??...Og höfum gert í mörg ár..Smile

Takk fyrir yndislegt og skemmtileg kvöld elskurnar mínar..samveruna..grínið og gamanið ég  sé að ég á ómetanlega gullkistu af góðu fólki ...HeartHeartenn og aftur..ástarþakkirKissing

N.b. Móðir mín var gleðigjafi  og spilaði á gítar og söng og þannig fékk  ég þetta gen hennar til mín og hef getað komið því áfram.....Tounge

 

Í hennar minningu..Heart

Mamma

 

HeartHeartHeart


Fiskinn minn..nammi..nammi....nammmm

SleepingAlla malla..hvað maður getur orðið þreyttur eftir 11 til 12 tíma vinnu þessa vikuna og auðvitað á bankastjóralaunum ha..ha Grin Svo ég hafi það bara á hreinu er ég með í dagvinnulaun kr.860,85 og yfirvinnan er kr.1.549,60 og þá getur hver reiknað það út að ég er allvega heilt ár að vinna fyrir bankastjóralaununum títtnefndu Cool oh my goood...hvað er ég eiginlega að gera við líf mitt? Áður var ég að vinna sem verslunarmaður  frá 9-18 og var með minni tekjur en ég er með í dag..útborgaðar þ.e eftir skattinn elskulega..SickReyndar  er þetta lengri vinnutími....og hvað með það...!Shocking Í dag er ég að vinna við það verðmætasta sem við eigum í dag og það er fiskurinn...og ég er stolt af því að afla tekna fyrir okkar þjóð en vissulega mætti þessi atvinnugrein vera betur borguð og það vita allir og þarf ekki að tíunda það hér og vona innilega þegar ákveðnir aðilar átta sig á því fyrr en seinna hvað við erum að gera fyrir þjóðfélagið að það borgi sig að greiða okkur hærri laun því peningarinr eru ekki búnir til í bankanum eins og svo margir landsmenn hafa haldið..hingað til Gasp

En svo bara nenni ég ekki að tala meira um þetta hel....rugl og ætla bara að slappa af  og fá mér eitthvað gott í gogginn og svo annað til að renna því niður


Mín bæn er sú...

Kæri minn hvar sem þú ert og mér var kennt að trúa á ...hvar ertu núna þegar ég þarf virkilega á þér að halda...af hverju ertu ekki í kallfæri ...akkúrat núna?

Hvar ertu...Þegar þú ert kallaður inn....af heilli þjóð sem þú vonandi elskar af öllu þínu hjarta..af allri þinni sálu...af öllum þínum mætti......

Minn kæri..hvar ertu núna...? Ég á erfitt með að sofa heilan svefn eins og svo margir aðrir..

ég veit að ég er ekki ein..en hvar ertu??

Hjálpaðu mér eins og svo mörgum öðrum að eignast hugarró......Þó ekki væri nema smá stund......ég sofna og vakna en of stutt..ég hvílist...en ekki nema í smá stund.......mér finnst ég stundum svo úthvíld er ég vakna af stuttum svefni..en þa

Ég held að ég sé að leggjast í hýði og vilji bara sofa og vakna þegar þetta er allt yfirstaðið,líklega er þetta svona þessa stundina hjá mörgum.....

Hvar eru mamma og pabbi sem smurðu sárin er þau voru sem verst....margir eiga þau að....enn í dag sem betur fer...Ég vil verða aftur barnið sem þurfti ekki að hafa áhyggjur .....sem lék sér fram á nótt í sakleysi  og kom inn þreytt eftir leiki dagsins í franskbrauð og kakó og mjúkan koss frá elsku mömmu  minniHeart...ég vil verða aftur barnið....áhyggjulausa......og láta pabba og mömmu um allt.....

En það er  ekki þannig lengur ..nú er það bara kaldur veruleikinn sem blasir við og hvergi hægt að fela sig fyrir honum...Og ofan á allt eru tveir aðilar í fjölskyldu minni fárveikir. Fyrstan að telja er hann faðir minn sem er með krabbamein og er í geislameðferð þessa dagana en lætur bara þokkalega vel að sér.....allavega var það þannig er ég talaði við hann í gærkvöldi.....en hann býr í Vogum á Vatnsleysuströnd ásamt sinni seinni konu..... alveg hreint yndælis manneskja í alla staði.

í annan stað er næst yngsta systir mín með sama sjúkdóm  og móðir mín blessuð var með...nú þarf hún virkilega á nýrnagjafa að halda og helst sem allra fyrst....brátt fer að styttast í að hún þarf að fara í blóðskilun á Landspítalann því nýrun hennar starfa orðið svo illa. Ef við miðum við 100% þá er starfsemin komin niður í c.a 15%..... og þá telst hún vera komin í það að kalla til nýrnagjafa....þvílíkt rugl..af hverju að bíða svona lengi og sjá manneskjuna verða veikari og veikari..

hefði haldið að því styrkari sem manneskjan er því fljótari yrði hún að ná sér eftir slíkan fluttning. Þetta eru svo kölluð blöðrunýru...sem þýðir ....í stuttu máli.....að nýrun eru þakin blöðrum sem hefta starfsemi þeirra og leggjast einnig á lifur og aðra staði í líkamanum.Og því miður er þessi sjúkdómur arfgengur og er hún systir mín  næst yngsta ásamt þeirri allra yngstu systur okkar og  bróðir eru  með þennan sjúkdóm..

Og ekki þarf að spyrja að því að það hafa uppgötvast fleiri tifelli þessa sjúkdóms innan þeirra fjölskyldu....því miður er það þannig að þeir aðilar fjölskyldunnar sem eru með þennan sjúkdóm bera hann til barna sinna og því miður er staðreyndin þannig í dag. Og minni líkur á að við sem ekki erum með þennan sjúkdóm berum hann til barna okkar..En vissulega getur orðið stökkbreyting.Og ekki er æskilegt að manneskja sem er með þennan sjúkdóm standi í barneignum því barneignir gera sjúkdóminn ennþá erfiðari fyrir vikið og flýta fyrir ferlinu en þetta vissum við ekki.....fyrr en eftir að móðir okkar lést og var haldinn fjölskyldufundur heima hjá stjúpa eftir hennar andlát með hennar nýrnasérfræðingi .

Og ég get rétt ýmindað mér að elsku systir mín sem var og hugsaði um móður okkar meira og minna sé ekkert allt of bjartsýn á framtíðina en því fleiri sem gerast nýrnagjafar því betra. Ég er í B rh d+ blóðflokki  og get því miður ekki gefið henni annað nýrað mitt því hún er í þessum algenga blóðflokki O og sú eina sem hefur boðið henni nýrnagjöf er ein af þríbura systrum okkar

Ein þeirra er með sykursýki svo ekki er hægt að fá frá henni....Sú allra yngsta fædd með Surtsey er með sjúkdóminn og

Þetta er fyrsta hjálp...að leita innan fjölskyldunnar og svo líffæragjafabankar annað úrræði  en þá þarf að vera að allt passi við viðkomandi..blóðflokkur og svo önnur smáatriði. En auðvitað getur þetta líka gerst innan fjölskyldunnar að ýmsir þættir nýrnagjafans passi ekki við hana þó svo viðkomandi nýrnagjafi sé í sama blóðflokki það reyndi virkilega á þennan þátt varðandi mömmu á sínum tíma að ein af systrum  okkar var að mati sérfræðinga hennar......ekta kandidat til líffæraflutnings....en þegar til kom erlendis ...... að sérfræðilegum athugunum hefði mamma hafnað nýra hennar  svo hún varð að bíða eftir kalli erlendis frá sem og gekk eftir á þeim tíma...hún lést eftir að uppgötvaðist að gamla nýrað sem var skilið eftir í líkama hennar eftir aðgerðina ...sýktist og dró hana til dauða...og ég verð svo hræðilega reið akkúrat núna er ég skrifa þessi orð...

það verður alltaf eftir stóra spurningin...væri hún á lífi í dag ef gamla nýrað hefði verið fjarlægt....þetta kom fram eftir krufningu.. Ég get sagt ykkur eitt kæru lesendur minnar síðu að það tekur alveg rosalega mikið á manneskjuna að fara í blóðskilun....i einfaldri útskýringu er það þannig....að blóðinu þínu er dælt út úr líkamanum og hreinsað og dælt inn aftur......og þetta tekur tíma skal ég segja ykkur.

Mamma mín elskaða þurfti að fara orðið 3 sinnum í viku héðan frá Eyjum í blóðskilun þar til hún fékk nýrnagjafa erlendis frá. Og þökk sé þeim sem skildu aðstæður og gerðu allar hennar götur greiðar á þessu tímabili. Og þessir heiðursmenn eru hann Bragi Ólafson á umdæmisstjóri flugfélagsins hér í Eyjum og einnig Valur Andersen sem sá um sjúkraflug á þeim tíma enn og aftur innilegar þakkir til ykkar.

Að verða nýrnagjafi krefst  heilmikils af viðkomandi og aðgerðin er meiri en til viðkomandi nýrnaþega..en ég ætla samt að biðla til ykkar þarna úti að hugsa um þetta og ef þið teljið ykkur líklega nýrnagjafa þá endilega hafið samband við Landspítalann  og eða mig og ég kem áfram upplýsingum............svo þið getið fengið þær upplýsingar sem þið þurfið áður en ákvörðun er tekin.

Enda þarf ýmsar rannsóknir til að kanna hvort þú sér líklegur nýrnagjafi svo líkami hennar hafni ekki því nýra sem henni er gefið. Ég vona innilega að það séu einhverjar góðar manneskjur  sem eru tilbúnar að gera það sem  þarf að gera og helst ekki seinna en strax..því fyrr sem brugðist er við þeim mun betra fyrir hana elsku systur mína því ég vil endilega gera hennar líf sem best ef hægt er en þá þurfum við á ykkur að halda og endilega komið þessari fyrirbæn minni áfram til ykkar lesenda og svo koll af kolli.

Ég veit og þekki ekkert annað en gott af mínum löndum og vil láta reyna á þessa bæn mína til ykkar.....

Að endingu vil ég bara segja...Farið vel með ykkur hvar svo sem á landinu þið búið..."Öll él styttir upp um síðir"..Kolla í Kollukoti

Að vera ..eða ekki vera.....

 

 

 

 

 

 

 


Hrukkurnar mínar......

 

 

 

JE..DÚDDA..MÍA...... HVAÐ ER EIGINLEGA AÐ SKE!

HVERNIG STENDUR EIGINLEGA Á ÞVÍ AÐ ÞÓ MÉR FINNIST ÉG VERA "KORNUNG" ÞÁ SEGIR LÍKAMI MINN.......ALLT ANNAÐ..HA..Woundering

 

  ÞAÐ HAFA BÆST VIÐ ÍSKYGGILEGA MARGAR HRUKKUR Á ÝMSA LÍKAMSPARTA SEM VORU EKKI SÝNILEGAR ÁÐUR.  ÞÆR BARASTA LÆÐAST AÐ MANNI.... EINS OG ÞJÓFUR Á NÓTTU.

SAMA HVAÐ MAÐUR BER MIKIÐ AF HRUKKUKREMI OG ALLSKONAR KREMUM SEM EIGA AÐ GERA HÚÐINA MJÚKA OG STINNA.

SÉR ER NÚ HVER STINNINGIN............HMM GetLost 

 ENDA ÞEGAR MAÐUR FER AÐ PÆLA Í AUGLÝSINGUNUM UM HRUKKUKREM ERU ÞAÐ ALLTAF UNGAR OG FERSKA KONUR SEM SÝNA NOTKUN KREMSINS. UNGAR KONUR MEÐ STINN BRJÓST LÝTALAUSA HÚÐ.....EINSTAKLEGA FALLEGAR MEÐ GEISLANDI BROS.

ÆTLI MAÐUR HAFI VIRKILEGA..ha.... Í UNDIRMEÐVITUNDINNI TRÚAÐ ÞVÍ ,AÐ MAÐUR MYNDI LÍTA EINS ÚT MEÐ ÞVÍ AÐ BERA Á SIG NÝJASTA NÆTURKREMIÐ FRÁ NIVEA .

OG EKKI MÁ GLEYMA DAGKREMINU SEM GEFUR HÚÐINNI ÞANN RAKA SEM ÞARF.....ISS BARA... MÍN HÚÐ VERÐUR EKKERT STINNARI....HRUKKURNAR ERU ALVEG JAFN MARGAR AÐ MORGNI OG MEIRA SEGJA HAFA BÆST VIР FLEIRI YFIR NÓTTINA....ÞANNIG AÐ MAÐUR ER STUNDUM EINS OG STRIKAMERKIÁ MORGNANA..OJ..OJ....  W00t 

OG ÉG GET SAGT YKKUR AÐ ÞAÐ TEKUR TÖLUVERÐAN TÍMA AÐ SLÉTTAST ÚR ÞEIM OG EKKI ÞÝÐIR EINU SINNI AÐ NOTA GUFUSTRAUJÁRN Á  KRUMPURNAR......OG ÉG MEINA ÞAÐ....!

HEFURÐU PRÓFAÐ AÐ HALLA ÞÉR FRAM.... HA?  NEI ER ÞAÐ EKKI.. ENDA EINS GOTT.....

ÉG MYNDI BARA SLEPPA ÞVÍ,

ÞVÍ ÞEGAR ÞÚ ERT KOMINN Á VISSAN ALDUR EINS OG UNDIRRITUÐ. ÞÁ ER EINS OG ANDLITIÐ BREYTIST Í EITTHVAÐ ÓÚTSKÝRANLEGT......HÚÐIN FYRIR NEÐAN AUGUN KIPRAST ÖLL SAMAN OG MUNNURINN LAFIR EINS OG VINDBARINN SALTFISKUR OG HVER EINASTA HRUKKA VAKNAR TIL LÍFSINS OG SEGIR... BARASTA GÓÐAN DAGINN...

OG MANNI VERÐUR BARA Á AÐ SPYRJA SJÁLFAN SIG "HVAÐ ER ÞETTA EIGINLEGA". !

OG HVERNIG HALDIÐ AÐ ÞAÐ SÉ FYRIR ELSKUNA AÐ HORFA FRAMAN Í ÞETTA.......OG ÞÁ Í ÁKVEÐINNI STELLINGU OG SJÁ ÞETTA FÉS BLASA VIÐ SÉR Í ALLRI SINNI DÝRРW00t   .

ÞAÐ ER EKKI AÐ FURÐA AÐ FÓLK LOKI OFT AUGUNUM ÞEGAR ÞAÐ ER AÐ KYSSAST OG FLEIRA.....

EN ÉG ÆTLA EKKERT AÐ FARA AÐ UPPLÝSA HVERNIG ÉG VEIT ÞETTA LEYNDAR MÁL MEÐ ANDLITSSIGIÐ...ÞAÐ VERÐUR HVER AÐ GERA UPP VIÐ SIG.

OG SVO TÓK ÉG EFTIR ÖÐRU......TAKK FYRIR..AÐ EF MAÐUR ER NÚ AÐ KÍKJA AÐEINS Á SIG BERAN FYRIR FRAMAN SPEGILINN OG KANNA ÁSTANDIÐ Á BODDÍINU ÞÁ BATNAR ÞAÐ NÚ EKKI..NEI..NEI. NEMA KANNSKI SVONA VIÐ FYRSTU SÝN. ( ÞÁ HEF ÉG LÍKLEGA GLEYMT AÐ SETJA UPP GLERAUGUN) 

ÞÁ VIRÐIST EITT OG ANNAÐ VERA Í ÞOKKALEGU LAGI.

EN SVO VAR MÍN AÐ TEYGJA ÚR SÉR OG ÞÁ HERPTUST  RASSKINNARNAR SAMAN OG ÞÁ...JESÚS MINN.... BLASIR BARA EKKI VIÐ MINNI KONU STRIKAMERKTUR RASS OG LEIT UM LEIÐ Út EINS OG NÁLAPÚÐI. ÓKEY..APPELSÍNUHÚÐ......

EF ÞIÐ VILJIÐ HAFA ÞAÐ ÞANNIG. EN ÉG HEF ALDREI ÁÐUR SÉÐ APPELSÍNU MEÐ SEBRARÖNDUM FYRR EN NÚNA. ÞÁ VITIÐ ÞIÐ ÞAÐ.........

EINS OG ÞJÓFUR AÐ NÓTTU MÆTA STRIKAMERKJARARNIR OG KROTA Á MANN MEÐAN MAÐUR SEFUR Í SAKLEYSI SÍNU OG GETUR ENGA BJÖRG SÉR VEITT....................

Á MAÐUR AÐ VERA AÐ VELTA SÉR MEIRA UPP ÚR ÞESSU? ÉG VEIT EKKI.....

JÚ..ÉG VEIT..

ÉG GET AUÐVITAÐ SLEPPT ÞVÍ AÐ SETJA UPP GLERAUGUN HA..HA... LoLGrin


Gullkistan

Jæja það fer að koma tími á mann að fara að grafa upp gullkistuna og finna eitthvað skemmtilegt að skrifa á þessum síðustu og verstu........ en ég er að fara að vinna klukkan sjö..því hér flæðir fiskur út um hverjar dyr liggur við..þetta er bara eins og á vertíð svei mér þá. En ég skrifa væntanlega eitthvað í kvöld og þá eitthvað sem ég hef verið að bauka með sjálf..ha..ha Wink við heyrumst og bestu kveðjur til ykkar.

Kolla í kollukoti


Kærar þakkir

Ég vildi bara þakka ykkur öllum fyrir innlitið á síðuna mína frá því hún var opnuð og ekki síst ykkur sem komið inn og hverfið sem hljóðlátur skuggi út úr lífi mínu. Það væri virkilega gaman að kynnast ykkur og heyra frá ykkur elskurnar mínar og mér þykir virkilega vænt um ykkar heimsóknir sem segir mér ýmislegt án orða...ég er allavega þess virði að kíkja í heimsókn til...Smile og með það er ég ánægð og hrikalega montin með..ástarþakkir fyrir InLove og ekki síst í skugga þessara daga þarf ég eins og þið á því að halda að heyra í ykkur og þætti mér virkilega vænt um það......Ég er bara ósköp venjuleg manneskja...... en er fædd og uppalin eyjapæja......þekki ýmislegt úr þessu blessað lífi.......er ekki alveg laus við að hafa upplifað tímana tvenna.... nú eða þrenna og ég get lofað því að ég bít ekki þó svo þið kommentið á það sem ég hef að segja....það væri virkilega gaman að heyra ykkar skoðanir...ég er unnandi góðrar tónlistar...elska lögin hans Villa og er annars alæta á tónlist..er pínulítill hippi í mér. Ég er laga og ljóða höfundur og fyrsta ljóð mitt á ensku var opinberað í amerískri ljóðabóka útgáfu  og fékk heilmikil komment á það frá ritstjórum ljóðabókarinnar.... ef þið smellið á myndirnar mínar getið þið skoða það. Maður er bara eins og litlu börnin...bíður spenntur eftir að fá hálfan eða heilan broskall í bókina sína Errm og ég segi bara enn og aftur.. ástarþakkir fyrir innlitið og endilega farið vel með ykkur í þessum rússíbana...hann á eftir að stöðvast. Ekki vera leið..ekki vera reið.. reynið að gráta ekki..þó svo það sé allt svart...það birtir upp um síðir..ég er sjálf orðið  að upplifa þetta alheimsgrín eins og þið og ég get vissulega sagt frá því að ég hef verið ekki langt frá því að bugast af áhyggjum....yfir ekki endilega mér sjálfri...nei ..nei....yfir öllu..ég er bara þannig manneskja að ég tek allt inn á mig og hef stundum verið pínulítið skömmuð fyrir það...hef áhyggjur af öllu öðru nema ekki endilega af sjálfri mér og mínum heittelskaða. En vissulega hef ég áhyggjur af börnunum mínum og hvernig þeim kemur til með að reiða af í þessari óvissu allra tíma..Þetta er akkúrat það sem ég óskaði ekki eftir og það er kreppa vegna þess að börnin okkar kunna ekki að vera í kreppu...svo það á víða eftir að verða árekstrar í einkalífinu og það verða skilnaðir og síðast en ekki síst að manneskjur sem koma til með að sjá aðeins svartætti framundan taka sitt eigið líf og því miður er það orðið að veruleika. Ofan á allt...þarf fólk að syrgja þá sem gátu ekki staðið undir öllum þessum þunga..ég segi bara guð styrki ykkur elskurnar mínar í ykkar sorg hvar svo sem á landinu þið búið. Þvílíkur harmleikur..þvílíkur ömurleiki..hugur minn er hjá ykkur öllum. Og ég vona innilega og frá mínum dýpstu hjartarótum eins og allir aðrir landsmenn að nú fari hlutirnir að ske......Ég sagði við minn heittelskaða  í fyrradag að ég sæi þá sýn  að Geir (forsætisráðherra) væri eins og forystusauður og við almenningur  eins og flokkur kinda á leið til slátrunar..við erum komin inn í einhvern óraunveruleika sem við(almenningur) höfum enga stjórn á og erum að sogast inn í einhverja hringiðu sem virðist í augnablikinu vera botnlaus og þessi botnlausa hít verður að fyllast af fólki sem hefur bara verið til sem elskendur þessa blessað lands okkar..unnið myrkrana á milli svo afkomendur okkar geti haft það betra. En það er greinilegt að við ólum nöðrur við brjóst okkar....elsku mæður þessa lands. Það sást ekki í upphafi nei.. ó ...nei en við elskum samt eftir sem áður..akkúrat þetta fólk sem fór svona hrikalega af vegi dyggðarinnar...athugið þetta fólk á sér fjölskyldur...mæður og feður og síðast en ekki síst börn sem verða fyrir margföldum áhrifum og afleiðingum..og það er ekki þeim um að kenna. Ég get líka verið grimm og einfaldað þetta og hugsað bara um þá sem komu okkur í þessa krísu...bölvað þeim til helvítis og það hef ég vissulega gert eins og margir aðrir þegnar þessa yndislega lands...Íslands..land elds og ísa...þar sem brestur á frost og funi eins og gerist þessa daga hjá hverjum Íslendingi hvar svo sem í heiminum þeir búa.Trú og efasemdir...hvað er að gerast eiginlega hjá okkur..er það furða að við heimtum svör og ekki seinna en í gær !! Ó ..himneskur ..ég ætlaði aldrei að fara út í þessa sálma en ég get ekki orða bundist..og ég biðst innilegrar afsökunar. Frekar vil ég vera baráttukona velvildar og ástar og væntumþykju..horfa á það sem stendur manni næst...ég er svoooo rík Tounge Má ég fyrstan telja elsku eiginmann minn hann Ómar svo yndislegur og góður hann er og þar þarf ég að segja að að hann er gull af manni . Elsta dóttir mín Helena Sigríður (Sigríður í höfuðið á manneskjunni sem aðalhetjan okkar í þessu lífi) Og besti tengdasonursem ég á enn þann dag í dag og það er hann Geir minn Halldórsson þau eiga Elvar Geir og Halldór Pál alveg hreint yndislega stráka og svo sakar ekki að að segja frá því að þeir eru svo fallegir drengir og á ég ekki endilega við útlitið heldur innrætið...þeir verða einhvern tíma góðir feður eins og pabbi þeirra ..ekki spurning..og síðast en ekki síst er að sýna sig genið frá mér ljóða og laga og spileriíð..hvar og hvenær sem er.Davíð minn sem er og þýðir hinn elskaði og Ása mín elskuleg..þau gáfu mér litla telpu á þessu blessaða ári og hún heitir Sunna Emilí alveg hreinn gimsteinn og ég elska hana í tætlur og þau líka..elskurnar mínar. Írenu mína yngstu og Daða hennar heittelskaða ....mér þykir svo vænt um að sjá og horfa á hversu ástfangin þau eru og það yljar mér um hjartaræturnar..hvað get ég óskað mér betra InLove Mér finnst svo óumræðilega vænt um þessar manneskjur og óska þeim alls hins besta í lífinu, Og svo eru hinar yndislegu manneskjurnar í lífi mínu sem koma frá mínum heitelskaða..Eddi og Erla þau eru barasta óskasteinar hverrar tengdadóttur..svo ljúf og yndisleg í alla staði og ekkert nema velvild og hlýja í minn garð. Eðvald j.r hann er í miklu uppáhaldi hjá mér..hann ætlar að fetaí fótspor föður síns...vonandi...að vera góður og ljúfur... við konur. Enda á minn margar góðar vinkonur gegn um árin...og þá er ég að tala um vinkonur. Jæja elskurnar mínar.. ég segi bara lifið vel...haldið utan um þær manneskjursem eru hjá ykkur dags daglega ....eiginmenn og eiginkonur..börnin ykkar og aðra fjölskyldumeðlimi.

Kæru vinir sem lesið mig verið endilega róleg þó svo sé svartnætti..við erum sterkari en þið haldið...n.b  Munið við gátum staðið af okkur Heimaeyjagos en það tók 4-5 ár að komast á rétt ról og athugið eitt þetta var aðeins lítið samfélag en margir tóku þátt í að reisa það upp úr öskustónni. En þegar heilt samfélag sem telur allt Ísland þá er allt annað upp á teninginn það gæti  tekið aðeins lengri tíma. Vonandi með góðri samvinnu annarra þjóða tekst okkur að komast upp úr þessari að því er virðist.......botnlausu hít.

Munið bara eitt elskurnar mína..fjölskyldan er númer eitt

Kolla í kollukoti


Ég er ríkari en ég hélt...

Hæ þið......sem lesið mig.

Ekki var nú ætlun mín að fara út í þetta blessaða krepputal en maður getur bara ekki orða bundist. Og þá ætla ég ekki að ræða það sem á undan er gengið heldur hitt hversu heppinn maður er að eiga að fjölskylduna sem er í kring um mann.

Þau eru fyrst og fremst ríkidæmið mitt og sama hversu hratt krónan fellur er fjölskylda mín

óhagganleg..hún fellur ekki..... þar er mín fjárfesting eins heil og var í byrjun.

Þetta er ekki afneitun..heyri ekki ..sé ekki...heldur það sem upp úr stendur þrátt fyrir áföll í lífinu það er akkúrat fólkið sem stendur þér næst sem gerir þig ríkari en nokkur getur gert sér grein fyrir.

Ég geri mér grein fyrir því að fólk talar í peningum í dag og það geri ég líka enda þarf ég eins og aðrir að standa skil á mínum skuldum en gleymum ekki þeim sem eru í kring um okkur frá degi til dags,þar eru ómetanleg verðmæti og meiri verðmæti en blessuð krónan okkar.

Ég er enginn unglingur og man eftir ýmsu frá minni æsku og það voru oft erfiðir tíma hjá mi

nni fjölskyldu þegar ég var barn. Ég man eftir að það voru ekki til peningar og mamma þurfti að spila úr því sem til var á heimilinu..Ég man eftir að borða kartöflur og brauð bleytt í feiti og.....öfugt..... ekki til kartöflur en fiskur í einhveri feiti ..líklega hefur það verið blessað lýsið okkar.

Kartöflurnar voru gefnar af yndislegu fólki sem lét sér annt um okkar stóru fjölskyldu.

Minning.....þurrt brauð með engu áleggi. Einhverslags þurrkex og með því var drukkið brunnvatn.

Svo maður kannast aðeins við það sem kallað er fátækt og vildi ég ekki bjóða nokkrum manni uppá þau býtti í dag. En hvað veit maður ....kannski fær maður að upplifa þetta aftur komin langt yfir miðjan aldur og þá er nú ekki á kot vísað eins og maðurinn sagði.

Ég tel mig hafa upplifað ýmislegt gegnum tíðina og kann ýmislegt fyrir mér í þessum málum ef til þarf að taka.. Ég lifði þetta æskukrepputímabil af enda sæti ég ekki hérna og krotaði þessi ummæli annars.

Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær kreppa 2 var en það var á bilinu áttatíu og eitthvað og nú er kreppa 3 gengin í garð. Og það er vissulega gott að getað gengið í sjóð minninganna ef á þarf að halda og endurtaka leikinn frá barnæsku og þar bý ég að reynslunni...

En fyrst og fremst hlúðu að þeim sem standa þér næst... það ætla ég allavega að gera......


Þessar elskur 2 smásaga

 

Höfundur við björgunarstörf

snjor2016

W00tHann vaknar..úfinn..stynjandi...opnar annað augað síðan hitt."Ertu vöknuð"? spyr hann. (ohh...fjandinn sjálfur..aldrei fær maður að sofa út..ég er í fríi..halló). "Ertu vöknuð góða mín"? "Já..ég er vöknuð en ég er í fríi í dag og langar að sofa aðeins lengur"

"Æ..geturðu ekki hitað kaffi rétt á meðan ég klæði mig " Þú getur sofnað aftur þegar ég er farinn" (sofnað aftur....og hann sem veit að ég get ekki sofnað aftur ef ég fer framúr núna)  "Og smyrja nokkrar brauðsneiðar í leiðinni" (hvernig stóð eiginlega á því að hann var ekki enn fær um að smyrja sér nokkrar.. fjandans brauðsneiðar sjálfur..ha?) "Er þér illt í hendinni" spurði ég meinfýsin. "Ha....nei..nei hversvegna spyrðu"? "Æ..það var ekki neitt" segi ég og klöngrast fram úr. "Gættu þess bara að ofreyna þig ekki við að klæða þig" (þarna sat hann..kominn í aðra buxnaskálmina skimandi í kring um sig) "Manstu hvar ég fór úr sokkunum í gærkvöldi"? (ég gæti orðið bandbrjáluð..ég var ekki í sokkunum þínum í gær.. Þorgrímur..hallóó...leita...ef þú veist hvað það þýðir ha?) En segi.. " Gáðu í fatahrúgunni fyrir framan þig" (svona var þetta á hverjum morgni...eilíf leit að sokkum..því hann fór eiginlega úr öllum fötunum í einu..hvernig svo sem hann fór að því) Loksins var hann klæddur og fór fram á klósett að spjalla við páfann og þar gat hann setið í þennan  líka eilífðartíma og ef maður var í spreng...þá mátti maður sko versogo að bíða...iðandi eins og ormur..krossleggja fætur og reyna að hugsa um eitthvað allt annað..bara alls ekki vatn eða læk ohhhh...my gooood..fljótur... Kaffið var að verða til..svo sem ekkert vandamál..sjálfvirk og allt það, ekkert annað en setja vatn og kaffi..ýta á einn takka og hókus..pókus. En þetta var víst of erfitt fyrir hann. Svo smurði ég brauðið og setti á disk..tók fram bolla,sykur og skeið...nú,ekkert meira sem ég gat gert fyrir hann svo ég ætlaði að prófa að að skríða aftur uppí. Ummhh....hvað það var notalegt að fara undir hlýja sængina aftur. " Heyrð'elskan"!var kallað frá klósettinu. "Er ekki til klósettpappír"? (arrgDevil ..) "Jú hann er í eldhússkápnum við vaskinn" kallaði ég og kúrði enn dýpra undir sængina. "Viltu ekki rétta mér hann!..var kallað til baka. "Þorgrímur...ég er komin uppí aftur...kallaði ég. "Já en vina mín ég fer ekki fram með brækurnar á hælunum"........(ég beit í sængina af öllum kröftum) Auðvitað fór ég fram úr og náði í fjárans pappírinn og bankaði kurteislega á dyrnar. "Ahh..heyrðu elskan þetta er allt í lagi það er pappír hérna..ég sá hann bara ekki" sagði hann hinu megin við hurðina...(eins gott að hann sá ekki tryllinginn í augum mínum þessa stundina)Alien. "Þú ættir kannski að fara til augnlæknis...Þorgrímur"! "Ha...hvað sagðirðu? "Ekkert Þorgrímur...ekkert" Hvað getur maður sagt meira svo ég fór bara aftur uppí og hreiðraði um mig í hlýjunni. Ég heyrði í honum frammi að hann fékk sér kaffi og brauð....dásamlegur svefndoði lagðist yfir mig en samt ekki fullkomlega...því ég hrökk upp við að lafmóður og alsnjóugur maður stóð við rúmið og ýtti við mér. " Heyrð'elskan..þú verður víst að hjálpa mér að ýta bílnum ég er að verða of seinn í vinnu" (þetta getur bara ekki veriðW00t..þetta er bara martröð) "Okeyh!...ég verð að klæða mig fyrst" og smeygði mér í föt svo í úlpu ,vettlinga og stígvél. "Jæja..ég er til" sagði mín... til í slaginn. Við opnuðum útidyrnar....það sást ekki út... fyrir hríðarkófi og snjó...það var bókstaflega allt á kafi en hann hafði nú reyndar afrekað það að moka frá bílnum að framan. Jedúddamía....maður tók andköf því hríðarkófið var svo þétt og svo fjandi kalt brrr.....og beit í kinnarnar. En hann settist inn í bílinn og startaði...hann fór í gang...þá tók ég til við að ýta (halló....er ekki allt í lagi á þessu heimili eða hvað..af hverju stend ég hér fyrir utan í kulda og trekki og hamast við að ýta en hann situr inni í hlýjum bílnum í kuldagalla frá 66° norður)Bíllinn hjakkaðist fram og til baka en haggaðist ekki að öðru leyti...ég náði varla andanum. Þetta gerðum við í smátíma og ég var hreint að springa..því það var bara fjandi erfitt að ýta í svona færð og stígvélin ekki sérlega heppileg í þetta því ég rann til í hvert skipti sem ég ýtti. Þá heyrðist kallað frá bílnum: "Þeir voru að segja í útvarpinu að allir vegir væru ófærir og ekki þýddi fyrir menn að reyna að aka í þessari færð..það er best að hætta þessu og koma sér inn í hlýjuna sagði hann um leið og hann læsti bílnum og blés ekki úr nös. Fegin var ég... var orðin eins og snjókarl....blá af kulda og fann ekki lengur fyrir andlitinu á mér og elsku litlu tærnar mínar voru gjörsamlega tilfinningalausar þarna einhverstaðar oní stígvélunum..ég flýtti mér inn og fór úr snjóugu fötunum. Hann kom inn og smeygði sér úr loðfóðruðum gallanum. "Eigum við ekki að fá okkur góðan kaffisopa og smeygja okkur svo aftur undir sæng ha...? " Ha....jú..víst væri það gott, mér er ískalt sagði ég skjálfandi. Mér fannst nefið vera að detta af mér og hvað þá kinnarnar(ef ég brosi dettur allt andlitið af mér)." Ahhh..það verður nú gott að getað farið uppí aftur sagði hann ánægður..rjóður í kinnum. Við fórum inn í herbergi og skriðum undir sæng..(úff..hvað mér var kalt..) Allt í einu rak hann upp skaðræðisveinW00t  "Í guðanna bænum settu fæturnar einhversstaðar annarsstaðar! sagði hann. " Ég var nú bara að reyna að hlýja mér á þér" sagði ég...en hann vafði sæng sinni þétt upp að séreins og virki svo ég komst hvergi nálægt honum. Svo ég gerði það sama..vafði sæng minni þétt að mér..en svefninn kom ekki..ég starði og starði og beið og beið en allt kom fyrir ekki. Þá heyrðist fyrsta hrotan..síðan önnur og síðan samfeldar hrotur. Hann var sofnaður.

 

snjor2016

Það var svo gaman....

Mikið var gaman í gærkvöldi...en ég er ennþá að súpa seiðið af því hvað var hrikalega gaman Cool en maður er víst ekki alltaf tvítugur...þó svo að maður haldi það undir áhrifum göróttra drykkja LoL Við fórum niðrí eina krónna hér í bæ svo kallaða Pippkró, þar sem vinnufélagar okkar voru samankomnir. Allir einstaklega kátir og bros á hverri vör, greinilega tilbúnir í stuð og gaman. Einsi kaldi grillaði ofan í liðið alveg einstaklega góðan mat sem samanstóð af ljúffengu lambi sem bókstaflega bráðnaði í munni manns og bragðið ..maður ..vá hvað þetta var gott. Kjúklingabringurnar stóðu undir nafni en voru svolítið bragðlausar fyrir minn smekk og svo var það blessaður þorskurinn sem var dásamaður af þeim sem smökkuðu hann..en ég hafði ekki áhuga. Þetta er eini fiskurinn sem er oftast fullur af hringorm og ég hef bara ekki þessa geðveiki í mér að loka bara augunum og smella þessu dýrmæti inn fyrir mínar varir þó svo að ég hafi borðað þorsk og afar góður það vantar ekki... en það er bara þetta eina sem gerir mig ekki sérstaklega hrifna....Pinch En þetta var allt saman rosalega gott..svo mikið veit ég. Og ekki vantaði kósíheitin þarna hjá honum Pippa, margsestir mjúkir sófar og ævilangir hægindastólar sitt úr hverri áttinni og þarna gat maður makindað sig og haft það fínt eftir sérlega góðan mat. Svo byrjaði ballið.....þær voru þarna nokkrar úr skemmtinefndinni sem voru með allskonar grín og gaman upp á svokölluðu sviði sem búið var að útbúa þarna innst í krónni. Þangað voru ýmsir kallaðir.... til að gera sig að algjöru....you know.. ha..ha en það var bara gaman og mikið hlegið LoLGrin Við fengum alveg einstaklega góðan trúbator að láni... og það var mikið sungið og mín var heldur betur komin í söngstuð og bað um að fá að spila eitt lag sem ég og gerði og það var náttúrulega aðalupphitunarlag okkar fjölskyldu sem hristir alla saman Dúra rúra rigga robb... o.s.fr Wizard og mín var í geðveikislegu stuði og sté upp á sviðið og náði gjörsamlega að tækla þetta í ræmur...mér fannst ég æðisleg...en svo er bara spurningin hvað öðrum fannst... ha..ha...æ... þetta var bara svo hrikalega gaman og ég fílaði mig í botn að vera svona aðal...eitthvað í örfáar mínútur. Svo vona ég bara í mínu barnslega hjarta að enginn hafi verið að taka þetta upp til að sýna á árshátíðinni sem verður einhvertíma á næstu mánuðum... halló þá verð ég lasin..eða eitthvað Blush Vegna þess að það er hvert tækifæri notað til að mynda og sýna hversu hallærislega.... vonabý.... maður getur verið.  Maður bara vonar það besta og bítur bara á jaxlinn..oh my good... Undecided það var allavega ein kona sem sagði við mig eftirá að ég hefði verið æðisleg og ætti að gera meira svona...þannig að ég á allavega einn aðdáanda eftir þetta kvöld og ég vona innilega að hún hafi ekki bara verið svona hrikalega marineruð að hún hafi bara sagt þetta.......Frown...æ.... maður er bara svo æðislegur og skemmtilegur á stundum sem þessum og það er bara ekkert sem heitir..leiðinlegt.... og móttakarinn í manni er svo opinn... það er  á svona stundum sem maður elskar allt og alla..ha..ha.. love it. Nú svo var bara dansað og sungið það sem eftir lifði kvölds...en svo skeði..það....... ég flaug Whistling  flaug upp í himininn en var allsnarlega skilað til baka.....bara lok, lok og læs... barasta lenti harkalegri....en þokkalega mjúkri lendingu í elskulegan margnotaðan sófa við hliðina á sviðinu.... málið var nefnilega að mín var í sínu rosalega geðveikislega stuði að dansa á sviðinu áðurnefnda og bara allt í einu var ballansinn ekki á sínum rétta stað og mín skutlaðist eins og sjálfur Súperman út af sviðinu og féll. Takk fyrir sófasettið...ég get ekki á meðan ég er að skrifa þetta hugsað til enda hvernig hefði farið fyrir mér ef þetta yndislega sófasett hefði ekki verið staðsett nákvæmlega þarna. Eitthvað gaf eftir og ég vil meina að sviðið sem var samansett úr nokkrum plötum sirka meters hátt svið hafi verið að hrekkja mig...en ég rankaði við mér að verið var að spyrja mig "Er ekki allt í lagi?" Og ég sá í hálfgerðri móðu einn af yfirmönnum mínum standa yfir mér og spyrja aftur og aftur hvort það væri ekki allt í lagi með mig... ég hlýt að hafa rotast eða eitthvað. Eftirstöðvarnar eru eymsli hér og þar sem ég er að byrja að finna fyrir og ég hálf kvíði fyrir að vakna á morgun og finna eitthvað sem ekki var í dag. Maðurinn minn er búinn að bera á mig Deep relife og ég er búin að hita grjónapunginn minn og hita upp auma staði. Fyrir utan það að vera pínulítið þunn eftir ævintýri næturinnar...var bara rosalega gaman. En skyldi maður muna eftir því næst þegar verður svona fjör að vera ekkert að dansa og skoppast um eitthvað heimatilbúið svið sem er bara gert fyrir fáa... því á stundum var sviðið gjörsamlega hulið mannfólki sem djöflaðist....dansaði... og söng af innlifun og ég var búin að sjá að eitt bilið milli platanna sem héldu sviðinu saman var að gliðna og var búin að nefna þetta við manninn minn að þetta gæti endað illa ef svona margir væru þarna. Í mínu tilfelli gaf sig eitthvað svo ég fékk reisupassann. Betra einn en fleiri.....ekki satt....Wink Enn og aftur takk fyri frábært kvöld elskurnar mínar............ Heyrumst

Hörpuljóð

20juni013 edited
Óður til Heimaeyjar
Hlýlega húmið sígur
flauelsmjúkt hylur bæ
svo töfrandi svo fagurt er
sólsetrið.....
speglast á haffletinum
seiðandi sólgeislar
sem sindra líkt
og gimsteinar
á berginu.
Ó..hafið er svo stillt
og blærinn strýkur milt
bærinn sefur rótt
í faðmi fjallanna.
Sem móðir blíð
er verndar börnin sín
þú gimsteinn hafsins
fagra perlan mín
í skauti þínu
geymir fögur fley
ó..þú..ó..þú..þú fagra Heimaey
ó..þú..ó..þú..þú fagra Heimaey.
ljóð/Harpa og Helena lag/Egill Ólafsson
Með samþykki Egils Ólafssonar tónlistarmanns, fengum við að nota lag hans við þetta ljóð og á ég í gullkistunni minni bréf þess efnis en lag hans við þetta ljóð heitir upphaflega: "Það brennur "sem Diddú söng á sínum tíma..alveg hreint gullfallegt. Takk fyrir Egill að fá að nota þetta lag..gull ofan á gull. (K.H.K Kissing)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband