Færsluflokkur: DAGBÓKIN MÍN

Gráðug....

kollukot007
Þetta er hún Ninja mín.
Eru hundar misjafnlega gráðugir? Fá sumir hundar aldrei nóg? Allavega ekki hún Sigríður Ninja Ómarsdóttir nei takk. Þegar hún er búin að borða sinn skammt þá tékkar hún alltaf á því hvort það er ekki  örugglega eitthvað eftir í skálinni hans Aríesar litlu dúllunni minni og slafrar þá í sig restinni hans þó svo hún eigi að vera orðin pakksödd og ef svo vill til að ég fái mér eitthvað í svanginn þá bara plantar hún sér einhverstaðar nógu nálægt til láta vita að hún væri nú alveg til í smá ábót ha? Þetta fer stundum rosalega í taugarnar á mér hvað hún getur verið ágeng hvað mat varðar. Og þegar hún fær smá blautmat út á þurrfóðrið þá bókstaflega andar hún ekki á meðan...hún barasta gleypir þetta í sig  eins og það sé hungursneyð að skella á og enginn..nákvæmlega enginn getur borðað eins hratt og hún. Ég þori að veðja uppá það. Og ef keppt yrði í kappáti hunda þá yrði hún langfyrst..plús það að vera búin að ná sér í ábót hjá öllum hinum þó svo það væru tuttugu hundar. Ég er nú oft að hvessa mig við hana og skipa henni í burtu meðan við erum að borða. Hún fer....en ekki mjög langt...svo mjakar hún sér ósköp hægt og rólega í áttina til okkar og meira að segja litla dúllan mín hann Aríes er að verða jafn ágengur og hún á meðan við erum að borða. En hann er svo sniðugur.. hann felur sig undir borði svo við sjáum hann ekki.. svona ef það skyldi nú eitthvað detta á gólfið. Það mætti halda að ég væri að svelta þau eins og þau láta stundum. Ég veit það vel að þetta er okkur sjálfum að kenna hvernig þau haga sér greyin við erum ekki nógu ákveðin við þau. Stundum bíða þau þar  til að við erum búin að borða og meira að segja þegar ég er að hreinsa af diskunum þá plantar Aríes sér fyrir neðan skáphurðina þar sem ruslið er og bíður eftir að það detti nú eitthvað af disknum á gólfið og Ninja bíður átekta með nefið við ruslafötuna. það er ekki fyrr en þessari athöfn er lokið að þau fatta það að það er enginn nammidagur í dag ha..ha...nei..nei og þá loksins drattast þau að skálunum sínum og réttnarta í hundafóðrið sem kostar fleiri þúsundir..heyriði það...kæru heimilisdýr.. það er kreppa.. bara versogo.. boun apetit.. eða hvað það nú heitir aftur. Ég var að spá...ef maður setti hundafóður á diskinn sinn og fengi sér smakk..nú eða bara þykjast hvað mundi ske þá?? Kannski fyndist manni þetta bara gott Tounge svo það yrði bara hundafóður í alla mata eins og krakkarnir segja...kannski fengi Ninja samkeppni þar sem ég og hún myndum berjast um síðasta kornið í skálinni hennar á eldhúsgólfinu..arrr..grrr.. ha..haLoLGrin
Voff..vofff.....ó afsakið..... ég meinti blessCrying

Af litlum neista

Þetta ljóð hér fyrir neðan varð til í morgun eftir lesningu inná bloggið hjá dóttur minni en þar lýsti hún tilfinningu sinni þegar mamma mín og amma hennar kvaddi þennan heim einn yndislegan maímorgun árið 1992. Þá skein sólin í heiði og lífið hélt áfram sinn vanagang hjá öllum öðrum nema okkur. Þann dag stöðvaðist allt. Þann dag tók sorgin og söknuðurinn yfirhöndina.


Ég þarf að ræða við Huldu

Jæja Hulda mín... hvað var það sem þú skrifaðir aftur í gestabókina mína..hmm..hmmm ég verð nú að pumpa þig aðeins og fá að heyra hinar ýmsu sögur frá því þú varst að passa okkur systurnar í gamla daga...VELTIRÐU BARNAVAGNINUM OG 'EG 'I HONUM!! Það er þá ekkert skrýtið hversu biluð ég er. Það þýðir ekkert að byrja á hálfri sögunni ég vil fá endinn líka takk fyrir Tounge og hvernig var með allar draugasögurnar sem þú sagðir mér inn á klósetti í Vatnsdal...þú þurftir endilega alltaf að slökkva ljósin rétt á meðan og þegar sagan náði hámarki ...þá öskraðir þú svo hátt að ég var næstum búin að pissa í mig af hræðslu og þá fyrst kveiktirðu ljósin til að sjá skelfingarsvipinn á andlitinu á mér W00t jedúddamía hvað ég var hrædd. Annars lék ég sama leikinnvið systur mínar og náði að fanga athygli þeirra. Ég held ég hafi verið að segja þeim söguna um Djáknann á Myrká og auðvitað notaði ég sömu aðferð og frænka mín en var með kveikt á kerti til að gera frásögnina enn magnaðri. Enda dönsuðu draugalegir skuggar á andlitum og veggjum og ósjálfrátt færðu þær sig allar nær hver annarri þegar leið á söguna enda hrikaleg. Og ég var orðin rosalega fær að búa til leikhljóð sem skreyttu söguna..vindurinn gnauðaði... hestur að hneggja...breytti röddinni þegar ég talaði fyrir Djáknann sjálfan.....hófadynurinn og bara það sem mér datt í hug til að gera frásögnina enn draugalegri. Ég sá starandi augu systra minna og eyrun sperrt sem gleyptu  í sig hverja einustu setningu og ég sá litlar hendur krækjast saman í spenningnum sem magnaðist með hverri mínútu. "Sérðu ekki hvítan blett á hnakka mínum GARÚN..GARUN.." og þar sem kom að því að Guðrún sér skína í hauskúpuna..þá öskraði ég svo hrikalega hátt...ha...haog skelfingarveinin í elsku systrum mínum heyrðust alla leið til Kína eða eitthvað álíka langt. Og ég hló..og hló.. gjörsamlega veltist um að hlátri en það stóð ekki lengi því allt í einu voru þær eins og mý á mykjuskán ofan á mér og lömdu mig sundur og saman en ég hafði einhvernvegin að komast undan og hljóp eins og fætur toguðu...út. Og þær eltu mig lengi vel og hótuðu að ég skyldi fá fyrir ferðina "EF ÉG GERÐI ÞETTA NOKKURNTIMA AFTUR...KVIKINDIÐ ÞITT" Ég þorði ekki að láta sjá mig heima alveg strax....og fór bara í heimsókn til ömmu..kom alveg lafmóð eftir flóttann mikla..en ég var ekkert að segja henni frá því hvað ég hafði afrekað. Svo kom ég heim og eina sem ég heyrði sagt í lágum hljóðum,annað slagið og átti sko að heyra "KVIKINDI" og svipurinn sem fylgdi var ekki beint fagur ásýndum. Þetta var greinilega geymt en ekki gleymt.

Ha...ha.. það er bara gaman að rifja þetta upp Grin meira seinna..


Hörpuljóð

bland1009
Ég bý í litlu yndislegu húsi
og mér bara líður nokkuð vel
börnin flogin burtu, farin frá mér
búa á fasta landinu og hér.
En hvað er ég að kvarta yfir þessu
þau eru öll svo yndisleg við mig
hringja oft og heyra í þeirri gömlu
þá finn ég hvað þeim þykir vænt um mig.
Ég er ekki alveg alein heima
ég á minn elsku mann og hund og tík
ást hans leyfir mér svo ljúft að dreyma
ég náði þessum strák frá Reykjavík.
Tvö, sæl við unum okkur öllum stundum
í gönguferð um þessa fögru ey
bara tvö með okkar ljúfu hundum
ástfangin og alsæl sveinn og mey.
Ég hlakka til er rökkrið yfir sígur
er fyrstu snjókorn falla á kollinn minn
ég kveiki á kerti er sólin fagra hnígur
og kirkjuklukkur hringja jólin inn.
ljóð/lag K.H.K

Hörpuljóð

þjoðhatið002
Þinn ævintýraheimur.
Ég sé þig birtast Heimaey
nú nálgast ágústnótt
til þín ber mig fagurt fley
þú..hvíslar komdu fljótt
þínar nætur seiða mig
í álögum ég er
þig loksins fæ að hitta
og halla mér að þér.
Hvar í heimi finnur þú
fegri fjallasal
er á Fjósakletti bjartast bálið brennur
er flugeldarnir springa
og lýsa upp Herjólfsdal
þá heitast mér í æðum blóðið rennur.
Töfrar þínir Heimaey
búa í brjósti mér
þú ert sem fögur yngismey
ég hvíli í fangi þér
ævintýraheimur þinn
engu líkur er
er ég kveð þig þú vita mátt
þig geymi í hjarta mér.
ljóð/lag K.H.K

Hörpuljóð

20juni016
 Bergþursinn
Er sólin roðar sundið út við Eiði
svo bjarma slær á fjöllin allt í kring
þá birtir yfir bænum hverfur leiði
er horfum sunnu roða deildarhring
Geislar skærir ylja okkar hjörtum
vermir grös og gróandann í hlíð
við sjáum ást er skín úr augum björtum
og vermir ungu brosin, björt og blíð
Bergþursinn við fuglasönginn unir
hann þreyttur bíður komu sólarlags
á hans enni greyptar djúpar rúnir
en við öll bíðum vongóð næsta dags
Loks rís sólin bjarta upp úr sænum
svo roða slær á tinda, fjöll og hól
fólkið fer á stjá í litla bænum
og litlu börnin komin öll á ról
 ljóð. K.H.K

Hörpuljóð

 

  • 24mai007
  •  

    Í djúpri þögn

    Í djúpri þögn ég heyri rödd þína á ný

    ég minnist gleðistunda

    mig sefar móðurröddin hlý

    við hlið þér englar standa

    þeir kætast með þér nú

    ég heyri hlátra gjalla

    það ert þú.

    Ég geymi þig

    í hjarta mér

    ég dreg fram minningar

    í huga mér.

    Þessa helgu stund

    svo nálægt þér

    tár mín tregablandin

    finn að þú ert hér.

    Handan myrkurs sé ég þig

    finn þig nálægt mér

    að næstum ég get snert þig

    þú ert hér

    Láttu ljúfa lófa þinn

    strjúka enni mitt

    því ég er enn í hjarta

    litla barnið þitt.

    ljóð. K.H.K ´03


Urðarkettirnir í Austurbænum (framhald)

Við krakkarnir  gátum nú oftast leikið okkur saman þrátt fyrir algjört stríðástand á stundum. Við áttum okkar augnablik...........þá var vinsemd og friður í hávegum höfð. Vopnin voru lögð niður..farið í kílubolta, píluleik, snú-snú og fleirri skemmtilega leiki. Tíminn var ekki til enda leikið langt fram á kvöld. Og þegar köll foreldra okkar bárust til okkar  um að koma inn....fóru allir sem einn til síns heima, þreytt en ánægð eftir daginn. Róluvöllurinn í hverfinu var stutt frá heimili okkar. Á kvöldin var rólað og sungið.  Svo í kvöldkyrrðinni heyrðust angurværar stúlkuraddir langar leiðir, nágrönnunum til mikillar ánægju. Þá ríkti friður í austurbænum. Meira að segja var sungið á útlensku Joyful En prakkarinn í okkur lá ekki mjög djúpt þrátt fyrir leikina og söngvana, nei...ó...nei því það var alveg rosalega gaman að gera at í sumum kellingunum í nágrenninu. Sérstaklega einni frúnni sem bjó beint á móti okkar húsi og svo annari frú sem átti heima aðeins vestan við húsið okkar thí...híí. Nefnilega hjá frúnni á móti mátti bókstaflega  ekki "anda" á grasið hennar svo við gerðum í því að eiga  erindi inn á lóðina til að stytta okkur leið yfir á róló. Fyrst fórum við að hliðinu og galopnuðum það og mundum eftir að loka því alls ekki...enda fór það rosalega í taugarnar á henni. Stigum upp á vel sópaða gangstéttina og út á hið heilaga gras. Klifruðum yfir girðinguna hennar sunnan við húsið...þræddum kartöflugarðinn hennar og svo yfir aðra girðingu til að komast inn á róló. Reyndar flýttum við okkur stundum aðeins meira en venjulega og þá sérstaklega er hún varð vör við okkur. Kom hún þá alveg bandbrjáluð með sópinn í hendinni og hótaði okkur öllu illu...svo adrenalínið þaut um allar æðar hjá okkur og það kom fyrir að við þurftum að skutla okkur yfir síðustu girðinguna svo hún næði okkur ekki. Það var til miklu styttri leið.....en þessi var bara miklu skemmtilegri Grin Svo var það hin frúin...veggirnir utan um lóðina hennar voru heilagir. Innfyrir þorðum við helst aldrei en notuðum hvert tækifæri til að príla og ganga upp á veggjunum. Hún ræktaði jarðarber í einu horni lóðarinnar...þau voru rosalega góð á bragðið Whistling Það var hús, áfast við okkar hús en þar bjó  besta vinkona næst yngstu systur minnar og fjölskylda hennar og oft mikill samgangur enda stelpnafans í því húsi eins og okkar. Stundum var sett upp hárgreiðslustofa heima hjá okkur og var ein systra bestu vinkonu systur minnar  í hlutverki viðskiptavinar. Hún var með sítt ljóst hár sem greitt var í mikið tagl og með topp niðrí augu. Svo var náð í skæri og greiðu og hárgreiðslukonan fór að vinna sitt meistaraverk...sem varð reyndar hennar síðasta í langan...langan tíma. Viðskiptavinurinn var alveg til í að láta stytta toppinn aðeins því hann pirraði hana svolítið. Og það var nú ekki mikið mál að redda því. Byrjað var að klippa en toppurinn var alltaf síðari öðru megin. Enda skærin handónýt svo það endaði með því að toppurinn  barasta hvarf....aðeins stóðu eftir ljósir broddar. Hún fór heim að sýna mömmu sinni. Hárgreiðslustofunni var umsvifalaust lokað og öll verkfæri gerð upptæk. Og í laaangan.....laaangan.. tíma fékk hárgreiðslukonan ekki að stíga fæti sínum inn á þeirra heimili.

Vegna þess að sundlaugin var nú einn af okkar leikvöllum er ekki úr vegi að minnast á fræðslugötin. Á milli klefanna í sundlauginni voru þunnir þilveggir...misgisnir. Sumar rifurnar voru eins og heilt sjónvarp fyrir forvitin augu og oft var löngum tíma eytt í að leggja augað að rifunum og virða fyrir sér fyrirbrigðið ...stráka... í næsta klefa. Það fór oft mikill tími í að skiptast á að kíkja á strákana og það verður að segjast eins og er að þeir voru margir hverjir misvaxnir á hinum ýmsu stöðum. Þannig fræddumst við um þá og þeir örugglega um okkur stelpurnar ef við vorum ekki á varðbergi. Enda kom það stundum fyrir að þegar átti að fara að kíkja þá mætti auga öðru auga á móti og þá urðu aldeilis skrækir og læti W00t en það að getað fylgst með misgegnu þroskaskeiði strákanna þarna í klefanum yrði að öllum líkindum kallað á máli fræðinga "Þilfræði" bara nokkuð gott ha...ha.

Jæja elskurnar í bili er þessum minningarbrotum lokið en ég á vafalaust eftir að finna fleirra í gullkistunni minni sem vert er að skrifa hér á síðuna. Á meðan ég var að skrifa þessi prakkarastrik sagði ég margoft við sjálfa mig "Skammastu þín ekki Kolbrún"? Ha...ha..ha þetta var bara svo gaman og auðvitað vona ég að það sé búið að margfyrirgefa mér mína þáttöku í þessu.

Þangað til næstHarpa 17 mánaða.


Blessuð dýrin

Hefur þú tíma..... ég hvet alla sem láta sig málið varða að fara inn á  dyrahjalp.org og skoða hana vandlega. Þarna er hópur fólks sem er og ætlar að gera góða hluti fyrir heimilislaus dýr.

Og koma svooo........

Ég er búin að senda nokkrum fjölskyldumeðlimum slóðina inn á bloggið mitt  enda svo splunkunýtt. Og vil ég hvetja þessa fjölskyldumeðlimi eftir lesninguna að kvitta fyrir sig. Ég hlakka til að heyra hvað ykkur finnst Wink heyrumst vonandi fljótlega. Smá brems.....og endilega ef þið viljið koma með einhverja skemmtilegar sögur eða bara eitthvað sniðugt...vera með... Grin


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband