Brothætt skelin

Hversu margir hafa dregið sig inní sjálfan sig á liðnu ári? Held það séu margir og þó.. Það hefur dregið úr manni allt þetta covidástand og svo ótalmargt fleira sem hefur höggvið í fleyið mitt svo á stundum finnst mér ég vera strand.
Maður hefur reynt að taka þetta á gömlu "góðu" hörkunni en það er svo allt of margt sem hefur knésett mig þannig að ég hef á stundum gefist gjörsamlega upp. Því það sem ég taldi mig vera að gera rétt hefur ekki verið það sem ég taldi vera rétt. Vonbrigðin hafa hlaðist upp í hjarta mér og sál og tárin hafa stundum vökvað vanga mína í vanmætti mínum þegar allar bjargir virðast bannaðar. Þú stendur eftir í vanmætti gagnvart því sem þú taldir þig vera að gera rétt allan þennan tíma. Já ég er sorgmædd og búin að vera lengi. Af hverju ? Það vita aðeins afar fáir enda vil ég ekki né kæri mig um að ræða það. Líklega skil ég eftir stórt spurningamerki hjá ýmsum varðandi þessi skrif en það skiptir mig engu máli. Skelin sem ég er smá saman að hlaða utan á mig er aðeins fyrir mig og mig eina svo ég geti skikkað sjálfa mig til að vera í ábyrgð fyrir sjálfa mig og engan annan. Já ég sýnist líklega vera sjálfselsk núna en það verður bara að hafa það ég bara verð að hugsa fyrst og fremst um mína sálarheill en ekki lengur annarra.

Ég hef alltaf sett mig til hliðar og ábyggilega langmestan hluta ævi minnar og nú er bara komið að mér.. að setja mig í fyrsta sæti og hlúa að þessari brotnu sál sem ég er og hef verið ansi lengi. Það liggur við að ég kunni ekki á sjálfa mig, persónuna mig sem hefur verið týnd svo ansi lengi. Svo margt skrýtið hefur poppað upp í huga mér og ég endurmetið út frá allt öðru sjónarmiði manneskjunnar sem ég er í dag. Bæði skömm,misskilningur,áföll, ofbeldi, allt frá yngri árum hafa poppað upp og ég bara skil ekki hvernig í andskotanum ég stóð aftur  og aftur upp úr brotnu manneskjunni yfir í að taka allt á helvítis hörkunni sem hefur margoft orðið mér að falli gegnum tíðina bæði í orði og verki. 
Ég þyrfti ábyggilega að biðja marga um fyrirgefningu gegnum tíðina en ég ætlast ekki til þess af neinum því enginn vissi hvað ég geymdi innra með mér og var gjörsamlega á stundum að fara með mig, það er ekki hægt að ætlast til fyrirgefningar né gera ráð fyrir henni. Persónuleiki minn sem var..er ekki hægt að fyrirgefa því ég var ekki með sjálfri mér á þeim tímum. En svo sá ég ljósið einn morgunninn og í dag eru liðin rúmlega 2 ár sem ég tók mér taki alveg uppá eigin spýtur og sá hvað ég var að gera bæði sjálfri mér og öðrum í kring um mig. 
Þegar ég horfi inná við í dag og reyni að skilja mig..þá manneskju sem ég var þá er það eina sem kemur upp er  gríðarleg væntumþykja á þessari margbrotnu manneskju sem barðist um í lífsins ólgu sjó með ótal margar byrgðar á bakinu og kunni ekki að létta þeim af sér í langan,langan tíma.
Mér er minnisstætt er mjög náin ættingi sagði við mig "Þú hefur breyst" og ég spurði "Breyst ? Hvernig þá ? " "Bara breyst" var svarið.
Svo ég fór að íhuga hvað það var sem hafði breyst og gerði mér grein fyrir að það var þegar ég sá ljósið. Ég tók ekkert eftir þessu sjálf en það eru alltaf fólkið sem er í nánum tengslum við mann sem tekur eftir breytingunum og mér satt að segja þótti bara mikið vænt um að heyra þetta því ég ætla rétt að vona að það hafi verið breyting til batnaðar sem  manneskjan sá í mér en ekki eitthvað annað. En hvað veit ég hvað aðrir hugsa enda er það ekki aðalatriðið hjá mér í dag. Ég kemst í gegnum daginn án þess að íhuga hvað öðrum finnst um mig,sama hver það er.
Það sem skiptir mig mestu máli í dag er samvera mín við besta og elskulegasta vin minn og eiginmann sem hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt. Stutt mig í hvívetna, séð mig breytast úr svarta svaninum yfir í þann hvíta og fyrir þann stuðning verð ég ævinlega þakklát. Ég fer ekki ofan af því að hann var mér sendur á sínum tíma og hann er hér enn og elskar mig af öllu hjarta, þrátt fyrir allt og meira en nokkru sinni áður hefur hann sagt við mig og það sama get ég sagt um elskuna mína. Ég gæti ekki hugsað mér lífið án hans því hlýrri og skilningsríkari mann gat ég ekki fengið til mín en hann. 
Svo vona ég bara hér í lokin að fari að lifna yfir öllu í kringum okkur enda vorið á næsta leyti með öll sín loforð um betri tíð með blóm í haga.
Ég óska fjölskyldum okkar alls hins besta í lífinu og að lukkudísirnar þvælist fyrir þeim í hverju spori og í hverju svo sem lífið leiðir alla. 
Brosum framan í heiminn cool




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband