Ég er ríkari en ég hélt...

Hæ þið......sem lesið mig.

Ekki var nú ætlun mín að fara út í þetta blessaða krepputal en maður getur bara ekki orða bundist. Og þá ætla ég ekki að ræða það sem á undan er gengið heldur hitt hversu heppinn maður er að eiga að fjölskylduna sem er í kring um mann.

Þau eru fyrst og fremst ríkidæmið mitt og sama hversu hratt krónan fellur er fjölskylda mín

óhagganleg..hún fellur ekki..... þar er mín fjárfesting eins heil og var í byrjun.

Þetta er ekki afneitun..heyri ekki ..sé ekki...heldur það sem upp úr stendur þrátt fyrir áföll í lífinu það er akkúrat fólkið sem stendur þér næst sem gerir þig ríkari en nokkur getur gert sér grein fyrir.

Ég geri mér grein fyrir því að fólk talar í peningum í dag og það geri ég líka enda þarf ég eins og aðrir að standa skil á mínum skuldum en gleymum ekki þeim sem eru í kring um okkur frá degi til dags,þar eru ómetanleg verðmæti og meiri verðmæti en blessuð krónan okkar.

Ég er enginn unglingur og man eftir ýmsu frá minni æsku og það voru oft erfiðir tíma hjá mi

nni fjölskyldu þegar ég var barn. Ég man eftir að það voru ekki til peningar og mamma þurfti að spila úr því sem til var á heimilinu..Ég man eftir að borða kartöflur og brauð bleytt í feiti og.....öfugt..... ekki til kartöflur en fiskur í einhveri feiti ..líklega hefur það verið blessað lýsið okkar.

Kartöflurnar voru gefnar af yndislegu fólki sem lét sér annt um okkar stóru fjölskyldu.

Minning.....þurrt brauð með engu áleggi. Einhverslags þurrkex og með því var drukkið brunnvatn.

Svo maður kannast aðeins við það sem kallað er fátækt og vildi ég ekki bjóða nokkrum manni uppá þau býtti í dag. En hvað veit maður ....kannski fær maður að upplifa þetta aftur komin langt yfir miðjan aldur og þá er nú ekki á kot vísað eins og maðurinn sagði.

Ég tel mig hafa upplifað ýmislegt gegnum tíðina og kann ýmislegt fyrir mér í þessum málum ef til þarf að taka.. Ég lifði þetta æskukrepputímabil af enda sæti ég ekki hérna og krotaði þessi ummæli annars.

Ég man nú ekki nákvæmlega hvenær kreppa 2 var en það var á bilinu áttatíu og eitthvað og nú er kreppa 3 gengin í garð. Og það er vissulega gott að getað gengið í sjóð minninganna ef á þarf að halda og endurtaka leikinn frá barnæsku og þar bý ég að reynslunni...

En fyrst og fremst hlúðu að þeim sem standa þér næst... það ætla ég allavega að gera......


Hörpuljóð

Brostu gegnum tárin.

 

Brostu

gegnum tárin

þó eflist hjarta sárin

þó allt á móti blási

þá brostu bara á móti

þó engist þú

af hjartasorg

 þá ber þær raunir

ei á torg

brostu

og sjá

hvað skeður

gleðstu

og leiðinn kveður

 

Ef sorgin

gegn um andlit skín

brostu

og sjáðu

hve hún dvín.

 

Gráttu aðeins

er þú ert ein

ef aðrir sjá

þá stattu bein

En láttu

táraflóðið renna

ef þér finnst lífið

sárt og brenna

beið um hjálp

og finndu mig

ég skal brosa 

fyrir þig.

 

 



Því þegar eitthvað

bjátar á

getum við ekki

komist hjá

að leita hjálpar

öðrum frá.

að gráta sárt

og finna til

finnast sér ekkert

verða í vil

sjá aðeins

inn í tómið svart


sjá draga skugga

yfir allt


sem áður fyrr

var bjart.

 

Þá þyngir yfir 

hverri sál

þá finnst oss lífið

aðeins prjál

enginn gleðst

og enginn hlær

enginn

er okkur

hjartakær

en brostu samt

í mótbyr þeim

sem við bjóðum

ávalt heim

þótt harmþrunginn

þú sért í dag

þá brostu samt

og gleðstu í dag.

 

ljóð K.H.K maí´77)

 


Hörpuljóð

Þrá

Beiskjublandin,blíð er snerting munna

brennur þrá í hjörtum elskendanna

freistar fögur mey, þín til að unna

fellur þú af stalli drauma þinna.

 

Ást.

 

Blíðu blandin bergir koss af munni

bljúgur þráir mey í faðm þér inn

trúi ég hún traust þér ætíð unnir

trygg hún hvílir létt við barminn þinn.

 

Endalok ástarinnar.

 

Ósannan koss að kyssa unga drós

kossinn sá er kertaloga ljós

því fyrst það flöktir sem anga lítill þeyr

næst fölnar það að endingu það deyr.

 

Vinur.

 

Að eiga vin er dýrmætt hverri sál

ef engan átt þér finnst þú eiga bágt

því þegar eitthvað miður bjátar á

þú leitar ásjár vini þínum hjá.

 

Fals vinir.

 

Svo eru annarskonar vinir einnig til

sem ekki skirrast við að tala illa um þig

sem kannski brosa fölsku brosi er þú sér til

en naga þig um leið þú snýrð þér við.

 

Besti vinurinn.

 

Besti vinur bregst þér ei í raun

berst með þér það eru vinarlaun

stendur með þér heill uns stríði lýkur

í sorg sem gleði þér finnst þú vera ríkur.

 

(ljóð K.H.K 01.10´82)


Hörpuljóð

Ágúst nætur

 

Er líða fer að ágúst

þá kætist sér hver sál

því styttast fer í hátíð

eyjamanna

þá fyrstu nótt á Fjósakletti 

er tendrað mikið bál

sem lýsir upp hvern kima..

tjaldborganna.

 

Aðdáunarkliður f

frá vörum manna berst

er flugeldarnir springa

yfir Dalnum

sem steypast yfir fossar

og stjörnuglitrað regn

og drunur miklar kveða

úr fjallasalnum.

 

Við varðeldinn er spilað

og fjöldinn syngur með

þá ómar sérhver skúti

sérhver kimi

já margar ágústnætur

ég lifað hef og séð

og engin þeirra líður

mér úr minni.

(ljóð K.H.K 06.07´84)


Hörpuljóð

Því gleymi ég aldrei.

Ég aldrei mun gleyma er titrandi stóð

sjá jörðina opnast og þeyta upp glóð

ég starði og starði á ösku og eld

sem breiddi sig út líkt eldrauðum feld.

Ógnandi drunurnar kváðu þar nið

með barnið í fanginu flúðum við

í ógnandi örmum skildum við allt

niðri við bryggju stóð fólkið þar, margt.

Á bátum var flúið á meginlands strönd

þar tóku á móti okkur vinir í hönd

með alúð og vinsemd þau tóku oss í mót

þó pláss væri lítið..það skipti ekki hót.

Seinna er fórum við heim til að sjá

ummerkin eftir eldsins gjá

húsin á kafi í kolsvörtu gjalli

í austri var eldur í nýju fjalli.

Við ákváðum seinna að flytjast til baka

með vonina að vopni og áhættu taka

þá oft var mér litið í austur á fjallið

hraunið sem kaffærði húsin og gjallið.

Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka

Vatnsdalur tiginn og Landagata

róló og sundlaugin er lékum við oft

nú gnæfir þeim yfir...hraun hátt í loft.

Þegar ég sit hér og hugsa um það nú

hve fólkið var rólegt svo samtengt sem brú

þá þakka ég einum sem bak við oss stóð

og bjargaði oss yfir eld og glóð.

(höf. K.H.K 08.1977)

 


Hörpuljóð

Brúðurin

Svífa til jarðar, dúnmjúk og létt

snjókornin jafnt og þétt

þau setjast á hár þitt og krýna þig enn

brúði vetrarins.

Þau glitra og dansa við mánaskin

stjörnubjartan himininn

þau lokka og laða og andlit þitt baða

þú brúður vetrarins.

Horfið er skrautið úr haddi þínum

er prýddi þig í vor

blómin horfin...liljan dáin

frosin lækjarskor.

Sumars þín fegurð

er horfin á braut

laufblöðin fallin

í móðurskaut

nú kiknar hvert strá

undan snjóþunga vetrar

trjágreinar slúta hoknar og berar

bogna...

að endingu brotna.

 

En svo dásemdar fljótt

kviknar líf þitt á ný

sól þín hækkar

á lofti svo hlý

vermir og græðir 

sárin þín

klæðir þig 

fegurstu fötin í

hár þitt 

fær dáfagran 

lit sinn á ný

blómin skreyta þig aftur.

Gola sumars

kemur hlý

og kyssir kinn þína

þú brúður

sumarsins.

(höf. K.H.K 13.nóv'79)


Minningarbrot

 Ég fór upp í garð í gærdag .....

Búin að kaupa fallegar Fjólur....

Gular og hvítar til að setja á leiðið hennar mömmu minnar. 

Meðan ég rótaði í moldinni og lagaði til 

greyp mig allt í einu svo mikil sorg og söknuður ....

svo ég grét og grét.....

Ég sá mína elskulegu mömmu fyrir mér

eins og í einhverri hraðmynd..sá hana deyja aftur í huga mér..

sá ömmu mína sem liggur við hennar hlið..

sá Eddu systur hennar mömmu sem hvílir stutt frá..

ég sá þær allar.....

Myndbrot hrundu í gegn um mig eins og stormsveipur..

þetta var rosalegt

og ég bara grét..

réði ekki við mig

þarna krjúpandi

við leiðið hennar mömmu minnar.

Ó guð hvað ég sakna hennar

óstjórnlega mikið.....

Sakna þess

að geta ekki komið í kaffisopa og spjall

eða til að syngja saman

eins og við gerðum stundum

og einnig Edda þegar hún lifði..

yndislegar minningar

en fullar af söknuði.

Við vorum góðar stundum ....við þessar  þrjár....

ég ,mamma og Edda..

sungum eins og englar

og það var stundum svoooo....gaman hjá okkur

og mikið hlegið....

bara svona smá fíblarí eins og gengur og gerist hjá góðum vinum.

Þannig var okkar samband.

Edda var mér ofsalega góð og hlý

og ég veit að henni þótti mjög vænt um mig

og ég gerði mér far um að heimsækja hana

eins oft og ég gat á meðan hún lifði..elskuleg.

Ég  bara fyllist hlýjum hugsunum

um hana elsku frænku mína.....

Og amma mín...

hún var nú ekki nein venjuleg amma

hún Imba frá Vatnsdal....

hún var hörkukerling en mér  svo góð...

Kannski ekki endilega uppskrift af ömmu .....

hún var svo sem ekkert að faðma að óþörfu blessunin

enda ekkert nema harkan dugði til í þá  daga

að vera ekkja og sjá um sig sjálfa...

En ég ætla að snúa mér að mömmu minni elskulegri s

em ég sakna allra mest..

Bara  að skrifa þessi orð

gera mig meyra og tárin læðast fram.

Er ég ekki í lagi...

hvernig getur þetta gerst svona rosalega harkalega

eftir öll þessi ár...ég græt eins og barn..

Ég bara græt.

Hver man ekki eftir svari hennar í síman “Hellúú...” 

það fór ekki á milli mála

hver svaraði símanum á þeim bænum....

Ó guð hvað ég sakna hennar mikið

og ég bara tárast við tilhugsunina.

Það er eitt sem ég hef séð í gegn um þetta blessaða líf

það er alveg sama á hvaða aldri móðir yfirgefur þetta jarðlíf 

að söknuðurinn og eftirsjáin er jafn erfið.

Enda kemur ekkert í stað mömmu...ekkert.

Þessi kona fæddi þig og klæddi..

hjúkraði þér í veikindum..

elskaði þig

frá fyrsta augnabliki

er hún leit þig augum...

og elskaði þig

af öllu sínu hjarta

meðan andi bærist

í hennar brjósti

hvernig svo sem þú reynist vera

í framtíðinni.

Og ef þú bregst hennar vonum..... 

þá elskar hún þig

jafnvel enn meira og heitara..

því þú þarft á því að halda.

Það kemur ekkert í stað móður..

ekkert.....

Og ég veit bara eitt

og það er....

að ég sakna mömmu minnar

oft óstjórnlega mikið.

Mér finnst

að það ætti að banna

mömmum að deyja

frá börnunum sínum.

Maður fær ekki einu sinni tækifæri 

til að greiða henni allt

sem hún lagði  í sölurnar

fyrir mann ....

og hlúa að henni

á sama hátt og hún gerði.

Ef hún mamma mín

hefði ekki dáið

langt um aldur fram

þá væri kannski möguleiki

að gjalda henni allt 

sem hún gerði fyrir mig.

Ég veit bar eitt....

að ég verð með grátbólgin augu

þegar ég vakna

og hjartað fullt af söknuði

og ást á þeirri manneskju

sem ég hef elskað mest

og þykir enn

alveg hreint óumræðilega

vænt um enn

þann dag í dag..

Mamma er  nokkuð

sem þú leggur ekki á vogarskálina....

mamma er mamma..

ást hlýja og umhyggja

og hún elskar þig

gegn um súrt og sætt

í blíðu og stríðu.

Mamma er eilíf............                              


Gullkorn

 

 Að meta hverja stund

Vinur minn opnaði undirfata skúffu eiginkonu sinnar og fann pakka sem var vafinn inní silkipappír.

Þetta" sagði hann er enginn venjulegur pakki. Hann tók utan af pakkanum og horfði á innihaldið. " Hún keypti þetta er við fórum í fyrsta skiptið til New York fyrir átta eða níu árum síðan.

Hún hefur aldrei notað þetta og vildi geyma fyrir alveg sérstakt tækifæri. "

Jæja ég held að nú sé alveg sérstakt tækifæri, sagði hann og lagði undirfötin við hliðina á öðrum fötum sem hann var búinn að finna, til að fara með í líkhúsið.

En kona hans var nýlega látin.

Hann snéri sér að mér og sagði: " Geymdu aldrei neitt fyrir sérstök tækifæri. Hver dagur í lífi þínu er sérstakt tækifæri".

Ég held að þessi orð hans hafi breytt lífi mínu.

Núna les ég meira og þríf minna.

Ég sit úti á verönd án þess að hafa stórar áhyggjur.

Ég eyði meiri tíma með fjölskyldunni og minni tíma í vinnu.

Lífið er uppspretta reynslu og það á að lifa því

en ekki bara komast af.

Ég er hættur að geyma hluti..

ég nota kristalsglös á hverjum degi.

Ég fer í nýjum fötum í stórmarkaðinn

ef mig langar til.

Ég geymi ekki besta ilmvatnið mitt lengur

fyrir sérstök tækifæri.

Ég nota það hvenær sem ég vil.

 

Þessi orð:

EINHVERN TÍMA eða SEINNA

eru að hverfa

úr orðaforða mínum.

Ef eitthvað

er þess virði

að SJÁ, HLUSTA eða GERA..

.vil ég SJÁ, HLUSTA eða GERA.

Bréf sem ég ætlaði að skrifa.....

EINHVERTÍMA.

Núna reyni ég að fresta ekki né geyma nokkuð það sem getur gefið líf mínu gildi

eins og hlátur og gleði,

heldur hleypi því öllu að.

Á hverjum morgni

segi ég við sjálfan mig

" Að þessi dagur verði alveg sérstakur.

Hver dagur...

hver klukkustund...

hver mínúta

er alveg einstök.

 

(höf. ók)


Ávaxtakaka

Ávaxtakaka

Efni: 1 bolli vatn

1 bolli sykur

4 stór egg

2 bollar þurrkaðir ávextir

1 tsk bökunarsóti

1 tsk salt

1 bolli púðursykur

1 bolli sítrónusafi

1 full flaska af eftirlætis viskíinu ykkar

1 bolli hnetur

Meðhöndlun:

Smakkaðu viskíið til að vera viss um að það sé ekki skemmt.

Takið stóra skál. Athugið viskíið aftur til að vera alveg viss um að það sé ekki skemmt.

Hellið í einn bolla og drekkið. Endurtakið.

Kveikið á hrærivélinni og hrærið 1 bolla af smjöri

í stóra........mjúka skál.

Bætið einni teskeið útí og hrærið aftur.

Athugið hvort viskíið sé nokkuð farið að skemmast

fáið ykkur annan bolla.

Slökkvið á hrærivélinni.

Brjótið tvö egg og bætið í skálina og hendið útí

bollanum af þurrkuðu ávöxtunum.

Hrærið á kveikivélinni.

Ef þurrkuðu ávextirnir festast við hrrærarana

losið þá af með rúfskjárni.

Smakkið á viskíiinu til að athuga bragðið.

Næst...sigtið 2 bolla af salti...eða einhverju.

Hverjum er ekki sama.........Tounge

Sigtið sítrónusafann og teygið hneturnar.

Bætið einu borði....afsakið.. af sykri eða einhverju-

hvað sem hendi er næst..........

Smyrjið ofninn.

Stillið kökuformið á 250° gráður.

Gleymið ekki að hræra í stillaranum.

Hendið skálinni út um gluggann og rokið lúðunni.

Athugið viskíið aftur ...og aftur.

Farið að sofa.......

Finnst nokkrum hvort sem er ávaxtakökur góðar....

ég bara spyr....hik°°°°Tounge

 

(höf. ókunnur)


Þessar elskur 2 smásaga

 

Höfundur við björgunarstörf

snjor2016

W00tHann vaknar..úfinn..stynjandi...opnar annað augað síðan hitt."Ertu vöknuð"? spyr hann. (ohh...fjandinn sjálfur..aldrei fær maður að sofa út..ég er í fríi..halló). "Ertu vöknuð góða mín"? "Já..ég er vöknuð en ég er í fríi í dag og langar að sofa aðeins lengur"

"Æ..geturðu ekki hitað kaffi rétt á meðan ég klæði mig " Þú getur sofnað aftur þegar ég er farinn" (sofnað aftur....og hann sem veit að ég get ekki sofnað aftur ef ég fer framúr núna)  "Og smyrja nokkrar brauðsneiðar í leiðinni" (hvernig stóð eiginlega á því að hann var ekki enn fær um að smyrja sér nokkrar.. fjandans brauðsneiðar sjálfur..ha?) "Er þér illt í hendinni" spurði ég meinfýsin. "Ha....nei..nei hversvegna spyrðu"? "Æ..það var ekki neitt" segi ég og klöngrast fram úr. "Gættu þess bara að ofreyna þig ekki við að klæða þig" (þarna sat hann..kominn í aðra buxnaskálmina skimandi í kring um sig) "Manstu hvar ég fór úr sokkunum í gærkvöldi"? (ég gæti orðið bandbrjáluð..ég var ekki í sokkunum þínum í gær.. Þorgrímur..hallóó...leita...ef þú veist hvað það þýðir ha?) En segi.. " Gáðu í fatahrúgunni fyrir framan þig" (svona var þetta á hverjum morgni...eilíf leit að sokkum..því hann fór eiginlega úr öllum fötunum í einu..hvernig svo sem hann fór að því) Loksins var hann klæddur og fór fram á klósett að spjalla við páfann og þar gat hann setið í þennan  líka eilífðartíma og ef maður var í spreng...þá mátti maður sko versogo að bíða...iðandi eins og ormur..krossleggja fætur og reyna að hugsa um eitthvað allt annað..bara alls ekki vatn eða læk ohhhh...my gooood..fljótur... Kaffið var að verða til..svo sem ekkert vandamál..sjálfvirk og allt það, ekkert annað en setja vatn og kaffi..ýta á einn takka og hókus..pókus. En þetta var víst of erfitt fyrir hann. Svo smurði ég brauðið og setti á disk..tók fram bolla,sykur og skeið...nú,ekkert meira sem ég gat gert fyrir hann svo ég ætlaði að prófa að að skríða aftur uppí. Ummhh....hvað það var notalegt að fara undir hlýja sængina aftur. " Heyrð'elskan"!var kallað frá klósettinu. "Er ekki til klósettpappír"? (arrgDevil ..) "Jú hann er í eldhússkápnum við vaskinn" kallaði ég og kúrði enn dýpra undir sængina. "Viltu ekki rétta mér hann!..var kallað til baka. "Þorgrímur...ég er komin uppí aftur...kallaði ég. "Já en vina mín ég fer ekki fram með brækurnar á hælunum"........(ég beit í sængina af öllum kröftum) Auðvitað fór ég fram úr og náði í fjárans pappírinn og bankaði kurteislega á dyrnar. "Ahh..heyrðu elskan þetta er allt í lagi það er pappír hérna..ég sá hann bara ekki" sagði hann hinu megin við hurðina...(eins gott að hann sá ekki tryllinginn í augum mínum þessa stundina)Alien. "Þú ættir kannski að fara til augnlæknis...Þorgrímur"! "Ha...hvað sagðirðu? "Ekkert Þorgrímur...ekkert" Hvað getur maður sagt meira svo ég fór bara aftur uppí og hreiðraði um mig í hlýjunni. Ég heyrði í honum frammi að hann fékk sér kaffi og brauð....dásamlegur svefndoði lagðist yfir mig en samt ekki fullkomlega...því ég hrökk upp við að lafmóður og alsnjóugur maður stóð við rúmið og ýtti við mér. " Heyrð'elskan..þú verður víst að hjálpa mér að ýta bílnum ég er að verða of seinn í vinnu" (þetta getur bara ekki veriðW00t..þetta er bara martröð) "Okeyh!...ég verð að klæða mig fyrst" og smeygði mér í föt svo í úlpu ,vettlinga og stígvél. "Jæja..ég er til" sagði mín... til í slaginn. Við opnuðum útidyrnar....það sást ekki út... fyrir hríðarkófi og snjó...það var bókstaflega allt á kafi en hann hafði nú reyndar afrekað það að moka frá bílnum að framan. Jedúddamía....maður tók andköf því hríðarkófið var svo þétt og svo fjandi kalt brrr.....og beit í kinnarnar. En hann settist inn í bílinn og startaði...hann fór í gang...þá tók ég til við að ýta (halló....er ekki allt í lagi á þessu heimili eða hvað..af hverju stend ég hér fyrir utan í kulda og trekki og hamast við að ýta en hann situr inni í hlýjum bílnum í kuldagalla frá 66° norður)Bíllinn hjakkaðist fram og til baka en haggaðist ekki að öðru leyti...ég náði varla andanum. Þetta gerðum við í smátíma og ég var hreint að springa..því það var bara fjandi erfitt að ýta í svona færð og stígvélin ekki sérlega heppileg í þetta því ég rann til í hvert skipti sem ég ýtti. Þá heyrðist kallað frá bílnum: "Þeir voru að segja í útvarpinu að allir vegir væru ófærir og ekki þýddi fyrir menn að reyna að aka í þessari færð..það er best að hætta þessu og koma sér inn í hlýjuna sagði hann um leið og hann læsti bílnum og blés ekki úr nös. Fegin var ég... var orðin eins og snjókarl....blá af kulda og fann ekki lengur fyrir andlitinu á mér og elsku litlu tærnar mínar voru gjörsamlega tilfinningalausar þarna einhverstaðar oní stígvélunum..ég flýtti mér inn og fór úr snjóugu fötunum. Hann kom inn og smeygði sér úr loðfóðruðum gallanum. "Eigum við ekki að fá okkur góðan kaffisopa og smeygja okkur svo aftur undir sæng ha...? " Ha....jú..víst væri það gott, mér er ískalt sagði ég skjálfandi. Mér fannst nefið vera að detta af mér og hvað þá kinnarnar(ef ég brosi dettur allt andlitið af mér)." Ahhh..það verður nú gott að getað farið uppí aftur sagði hann ánægður..rjóður í kinnum. Við fórum inn í herbergi og skriðum undir sæng..(úff..hvað mér var kalt..) Allt í einu rak hann upp skaðræðisveinW00t  "Í guðanna bænum settu fæturnar einhversstaðar annarsstaðar! sagði hann. " Ég var nú bara að reyna að hlýja mér á þér" sagði ég...en hann vafði sæng sinni þétt upp að séreins og virki svo ég komst hvergi nálægt honum. Svo ég gerði það sama..vafði sæng minni þétt að mér..en svefninn kom ekki..ég starði og starði og beið og beið en allt kom fyrir ekki. Þá heyrðist fyrsta hrotan..síðan önnur og síðan samfeldar hrotur. Hann var sofnaður.

 

snjor2016

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband