24.9.2008 | 11:50
24.nóvember 1995
Þennan merka dag var ég með smá ræðustúf í tilefni 40 ára afmælis þríburasystra minna og fann hana í gamalli glósubók í gullkistunni minni...enda geymi ég yfirleitt allt sem ég er að skrifa og læt hana vera nákvæmlega eins og þegar hún var skrifuð árið 1995:
Í dag 24.nóvember eru þríburasystur mínar Marý Ólöf, Guðrún Fjóla og Anna Ísfold Kolbeinsdætur og dætur Siggu heitinnar frá Vatnsdal 40 ára. Á því herrans ári 1955 er fæðingu þeirra bara að þótti þetta mikill viðburður hér í Vestmannaeyjum. Það var nokkurn vegin öruggt að mamma gekk með tvíbura svo mikið var vitað. En okkur er sagt að nærri hafi liðið yfir kallinn er það þriðja bættist við. Allt í einu áttu foreldrar okkar 4 stykki..allt stelpur og ég rétt rúmlega ársgömul.
Miðað við daginn í dag getur maður rétt ýmindað sér að oft hefur verið erfitt hjá þeim hjónakornunum á Hvoli í þá daga. En þau áttu góða að sem var fjölskylda mömmu. Enda var ég sett í geymslu svona á stundum til að létta undir með mömmu.
Íþróttafélagið Þór færði mömmu kristalsskál að gjöf enda mamma afreka kona mikil í íþróttum...en þetta afrek hennar að fæða þrjú börn í einu varð mesta afrek hennar og öllum til mikillar gleði og augnayndis. Reyndar hvíslaði ólygin að mér að þær hefðu stútað skálinni dömurnar seinna meir.
Ef þessa fæðingu hefði borið að í dag hefði vafalaust verið mulið undir þau með ársbirgðum af pampersbleyjum..þvottaefni..o.s.sfr sem hefði svo sannarlega komið sér vel. Því ég man eftir suðupotti til að sjóða í þvott og rullu sem var óspart notuð í þá daga. Meira að segja kolaeldavél.
Marý og Guðrún voru hinar sprækustu er þær fæddust en Anna átti erfitt uppdráttar. Samtals vógu þær 24 mörk en Anna vó aðeins 4 merkur og komst fyrir í skókassa...ekki veit ég númer hvað. Þá voru ekki súrefniskassar eins og eru nú. Anna var vafin inní baðmull og þurfti mikla aðhlynningu, enda komst hún ekki heim af sjúkrahúsinu fyrr en hún var orðin nokkuð lífvænleg á þeirra tíma vísu.. Svo má geta þess að Anna var í miklu uppáhaldi á sjúkrahúsinu og sérstaklega hjá Önnu-ljósu (ljósmóður). En auðvitað nutu þær allar athygli enda sjaldgæft að þríburar fæddust
En það var þeim til happs að þær áttu eldri systir sem varð að ryðja veginn og undirbúa foreldra okkar...sérstaklega pabba fyrir unglingsárin. Á vegi elstu systur voru hurðir..hlið.. og þröskuldar sem hún án þess að vita...opnaði fyrir þremur unglingum sem á eftir komu. Við hverja hurð stóð hún reynslunni ríkari er þær hver af annarri ráku út nefið og runnu eins og smurð vél í áttina til sólarlagsins og hún leiddi þær í allan sannleikan um reykingar í bernsku..hversu viðbjóðslega og hræðilega spennandi var að stelast í "stubbana" hennar mömmu og reykja bak við stól inní stofu í einu horni stofunnar á Hvoli. Verst var að Guðrúnu gekk svolítið illa að læra þessa snilli. Svo stóra systir sagði henni nákvæmlega hvernig hún átti að fara að " Sjáðu..þú sýgur reykinn upp í þig og segir svo.. ahhmen.. það gekk..hún varð næstum því græn í framan.
Jæja svo ég tali nú í alvöru.. þessar stelpur hafa alveg staðið fyrir sínu. Eru ekkert í neinum feluleik við náungann enda vinir vina sinna. Auðvitað hefðum við óskað eftir nærveru Guðrúnar en það er oft með nýjum viðhorfum..nýjum eiginmanni og nýju heimili, breytist kannski umgegni við sína nánustu. Þær eru allavega tvær hér staddar og sendum við bestu afmælisóskir til Guðrúnar í Vogana
Ég kann nú ekki neinar sérstakar prakkarasögur af þeim en mér dettur í hug Eggjaferð...Marýar og Stellu Jóns. Þær fóru í fjallaferð upp á Heimaklett og námu staðar rétt fyrir ofan Löngu þar sem var einna brattast . Ævintýraferðin hófst....skyndilega komu þær auga á egg á syllu..svolítið neðan við brún. Leikar fóru svo að Marý átti að síga...engin bönd..nei..nei.. heldur var úr eftir mikið japl og jaml að Stella skyldi halda í lappirnar á Marý svo hún gæti sigið niður og náð í eggin. Ég hef ekki enn fengið að vita hvort Marý náði einhverjum eggjum. Og ég veit að enn þann dag í dag fer hrollur um sumar er þær hugsa til þessarar ævintýraferðar upp á Heimaklett.
Jæja svo við höldum nú áfram... Anna var sett í "fitu" lengi vel framan af að því að hún var svo horuð. Hún fékk rjóma en ekki hinar. Anna og Marý þóttu svo líkar er þær voru börn að fólk vissi aldrei hvor var hvor. Síðan varð millibilsástand og þær urðu ólíkari. En ég er ekki frá því að bilið sé að smáminnka aftur enda segir máltækið "Tvisvar verður gamall maður barn" ha..ha enda minnir mig að fyrir rúmu ári síðan eða svo var Anna að slá sér upp með ónefndum manni og allt í góðu lagi með það..enda kona ein. En hvað haldið þið..var ekki Marý allt í einu farin að vera með nýjum gæja.. hún átti sinn Marinó og vissi bara ekki meir...alveg kolvitlaus yfir þessu. þarna var nefnilega gamli góði misskilningurinn á ferðinni að fólk hélt Önnu vera Marý og öfugt...svona getur þetta verið. Það er ekkert gaman stundum að vera lík...þ.e.a.s lík einhverjum. Enda má segja hér og nú að Marý er sú eina okkar systranna sem er ennþá með sínum manni í dag..þvílíkt úthald..
Ef í dag ég þyrfti að lýsa karakterum systra minna..kemst ég nokkurn vegin að niðurstöðu. Marý fæddist fyrst, þá Guðrún en Anna var í fyrstu talin æxli þar til annað kom í ljós. Marý býr yfir forystuhæfileikum en veit bara ekki af því og heldur sér til baka. Hún er trygglynd,einlæg og er vinur vina sinna. Guðrún er fiðrildi..ekki jarðbundin ,fljót að kynnast fólki er ófeimin og glaðlynd. Anna "litla sponsið" er svolítið lík karlinum honum pabba í sér. Hefur ákveðnar skoðanir. Á sér margar ljúfar hliðar..viðkvæm en á til að vera of alvörugefin.
Eins og ég sagði hér að ofan er Marý með forystuhæfileika þó hún fari vel með þá. Og ef maður hefur svolítið ýmindunarafl gæti maður hugsað sér að mikið hafi gengið á "þarna niðri" er þær voru um það bil að koma í heiminn...jafnvel rifist um hver þeirra færi fyrst út. Nú fyrst Marý fæddist fyrst...hlýtur hún að hafa sest ofan á Önnu greyið sem var jú minnst og klipið í kinnarnar á Guðrúnu og og sagt: " Gujún....étla fyðst..... sem og hún gerði. Nokkrum mínútum síðar birtist Guðrún..eldrauð í kinnum. Nú...svo héldu allir að ballið væri búið og það leið og beið...ekki kom Anna litla. Enda hafði hún ákveðið að bíða svolítið lengur..allt í einu komin með einbýlieftir að hafa verið í þessum þrengingum í marga mánuði. Marý og Guðrún biðu þolinmóðar en fóru svo að ókyrrast.
Loks kallaði Marý "Koddu út ðtrax litla hrukkudýðið þitt"... og rennir mín barasta sér með það sama út...agnarlítil og krumpuð með húð sem var eiginlega mörgum númerum of stór fyrir hana. Mamma sagði líka að Anna hefði verið eins og lítil hrukkótt kona.
Það væri ábyggilega hægt að tína ýmislegt til en ég læt þetta duga að sinni. Og langar að biðja alla viðstadda að rísa úr sætum og skála þeim til heiðurs. Svo óska ég ykkur innilega til hamingju með að vera orðnar næstum alveg jafngamalar og ég.
24.9.2008 | 10:16
Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður.....
Í dag er tími til:
Að vinna eins og þú þurfir ekki á peningur að halda.
Elska eins og enginn hafi nokkurntíma sært þig.
Dansa eins og enginn sé að horfa..............
(höf.ókunnur)
GULLKORN | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2008 | 10:10
Hugleiðing
Megir þú kynnast:
Hamingjunni svo þú verðir glöð
Erfiðleikum svo þú verðir sterk
Sorginni svo þú öðlist þroska
Voninni svo þú gefist ekki upp
Mistökum svo þú verðir ekki hrokafullur
Velgegni svo þér hlaupi kapp í kinn
Vináttu svo þú eigir þér skjól
Ríkidæmi svo þú líðir ekki skort
Áhuga svo þér leiðist ekki
Trú svo þú verðir ekki döpur
Ákveðni svo hver dagur verði öðrum betri.
(þýtt og endursagt: J.L)
GULLKORN | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2008 | 17:27
Það var svo gaman....











14.9.2008 | 07:06
Hörpuljóð

DAGBÓKIN MÍN | Breytt s.d. kl. 08:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.9.2008 | 13:06
Gráðug....




12.9.2008 | 08:02
Af litlum neista
Þetta ljóð hér fyrir neðan varð til í morgun eftir lesningu inná bloggið hjá dóttur minni en þar lýsti hún tilfinningu sinni þegar mamma mín og amma hennar kvaddi þennan heim einn yndislegan maímorgun árið 1992. Þá skein sólin í heiði og lífið hélt áfram sinn vanagang hjá öllum öðrum nema okkur. Þann dag stöðvaðist allt. Þann dag tók sorgin og söknuðurinn yfirhöndina.
12.9.2008 | 07:44
Hörpuljóð
Sérðu ekki sorg mína
Sérðu ekki tár mín sem ég stöðvað ei get
sérðu ekki hjarta mitt berjast af kvöl
Horfðu í augu mér
sérðu ekki söknuðinn sára
sérðu ekki.....ég er ekki hér
ég hef enga ró ég hef engan frið
ég hef enga eirð því sálin mín er friðlaus
ég get ekkert hugsað ég get ekkert gert
ég get varla talað né andað
ég get hvorki drukkið né borðað
ég er ekki hér en samt.... er ég hér
með augu mín tárvot af trega
tíminn er tímalaus allt hreyfist svo hægt
í kring um mig syrgjandi sálir
mitt hjarta er tætt og tómt
ég get varla andað svo þungt er um vik
mig heltekur....sorgin þunga
ég andvarpa...græt... í vanmætti mínum
þinn síðasta spöl..... geng ég með þér
því komin er kveðjustundin
Í hljóðri bæn ég segi...guð geymi þig.
ljóð. K.H.K '08
11.9.2008 | 17:52
Hörpuljóð
Kveðja til lífsins
Ég kveð ykkur yndislegu fætur mínir sem hafa borið mig gegn um líf mitt, hvernig sem á stóð.
Ég kveð ykkur kæru mjaðmir og skaut sem gáfuð mér unað jafnt sem sársauka. Unað elskendanna og sársauka fæðingar barna minna.
Ég kveð þig kviður minn og nafli.
Ég kveð brjóst mín sem gáfu mér unað. Sælu handa sem struku svo blíðlega og varir sem kysstu. Hamingju er barnið mitt saug brjóst mitt og saddi það. Veitti því öryggi og yl.
Ég kveð ykkur armar mínir sem hafa huggað og glatt í senn og verið til staðar þegar einhver þurfti á að halda.
Ég kveð ykkur fingur mínir sem lékuð á hljóðfærið og strukuð burtu sorgartárum.
Ég kveð ykkur dýrmætu hendur mínar með söknuði.
Ég kveð axlir mínar sem nutu kossa og yndis blíðlegra handa.
Ég kveð þig háls minn sem geymir rödd mína, ástarorð og hlýju. Og ljúfsára minningu vara sem kysstu.
Ég kveð þig andlit mitt og varir. Varir sem kysstu af ástríðu, varir sem kysstu af söknuði, varir sem kysstu vinakossa, varir sem kysstu barn mitt af ást og umhyggju.
Ég kveð þig nef mitt sem fannst ilminn af árstíðunum og þér. Ilminn af þér barnið mitt, ilminn af þér vinur minn.
Ég kveð augu mín sem sáu svo margt, skildu svo margt en voru stundum blind. Tár mín sem sefuðu mig og glöddu í senn.
Ég kveð ykkur eyru mín sem nutuð tóna náttúrunnar...tónlistarinnar...ástarorðanna og hlátra barna minna.
Ég kveð þig hár mitt ,geislandi, glansandi og ilmandi.
Ég kveð þig líkami minn...að eilífu................
ljóð. K.H.K
HÖRPULJÓÐ | Breytt 17.3.2009 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.9.2008 | 11:54
Ég þarf að ræða við Huldu
Jæja Hulda mín... hvað var það sem þú skrifaðir aftur í gestabókina mína..hmm..hmmm ég verð nú að pumpa þig aðeins og fá að heyra hinar ýmsu sögur frá því þú varst að passa okkur systurnar í gamla daga...VELTIRÐU BARNAVAGNINUM OG 'EG 'I HONUM!! Það er þá ekkert skrýtið hversu biluð ég er. Það þýðir ekkert að byrja á hálfri sögunni ég vil fá endinn líka takk fyrir og hvernig var með allar draugasögurnar sem þú sagðir mér inn á klósetti í Vatnsdal...þú þurftir endilega alltaf að slökkva ljósin rétt á meðan og þegar sagan náði hámarki ...þá öskraðir þú svo hátt að ég var næstum búin að pissa í mig af hræðslu og þá fyrst kveiktirðu ljósin til að sjá skelfingarsvipinn á andlitinu á mér
jedúddamía hvað ég var hrædd. Annars lék ég sama leikinnvið systur mínar og náði að fanga athygli þeirra. Ég held ég hafi verið að segja þeim söguna um Djáknann á Myrká og auðvitað notaði ég sömu aðferð og frænka mín en var með kveikt á kerti til að gera frásögnina enn magnaðri. Enda dönsuðu draugalegir skuggar á andlitum og veggjum og ósjálfrátt færðu þær sig allar nær hver annarri þegar leið á söguna enda hrikaleg. Og ég var orðin rosalega fær að búa til leikhljóð sem skreyttu söguna..vindurinn gnauðaði... hestur að hneggja...breytti röddinni þegar ég talaði fyrir Djáknann sjálfan.....hófadynurinn og bara það sem mér datt í hug til að gera frásögnina enn draugalegri. Ég sá starandi augu systra minna og eyrun sperrt sem gleyptu í sig hverja einustu setningu og ég sá litlar hendur krækjast saman í spenningnum sem magnaðist með hverri mínútu. "Sérðu ekki hvítan blett á hnakka mínum GARÚN..GARUN.." og þar sem kom að því að Guðrún sér skína í hauskúpuna..þá öskraði ég svo hrikalega hátt...ha...haog skelfingarveinin í elsku systrum mínum heyrðust alla leið til Kína eða eitthvað álíka langt. Og ég hló..og hló.. gjörsamlega veltist um að hlátri en það stóð ekki lengi því allt í einu voru þær eins og mý á mykjuskán ofan á mér og lömdu mig sundur og saman en ég hafði einhvernvegin að komast undan og hljóp eins og fætur toguðu...út. Og þær eltu mig lengi vel og hótuðu að ég skyldi fá fyrir ferðina "EF ÉG GERÐI ÞETTA NOKKURNTIMA AFTUR...KVIKINDIÐ ÞITT" Ég þorði ekki að láta sjá mig heima alveg strax....og fór bara í heimsókn til ömmu..kom alveg lafmóð eftir flóttann mikla..en ég var ekkert að segja henni frá því hvað ég hafði afrekað. Svo kom ég heim og eina sem ég heyrði sagt í lágum hljóðum,annað slagið og átti sko að heyra "KVIKINDI" og svipurinn sem fylgdi var ekki beint fagur ásýndum. Þetta var greinilega geymt en ekki gleymt.
Ha...ha.. það er bara gaman að rifja þetta upp meira seinna..