Færsluflokkur: HÖRPULJÓÐ

Amor litli.....

DSC 0031
 
 
 
 
 
Til Birgis og mömmu.
 
 
 
 
 
 
 
Hve gæfuríkur maí dagur það var
er Amor litli átti leið þann dag.
Hann spennti bogann hátt
brosti og skríkti dátt.
því enginn veit hvar Amor litli fer.
 
 
Hann fór svo hratt á skýi skjannahvítu
fráu augu hans á fólkið litu.
Hann áði brátt, hann var á réttri leið
settist niður skamma stund og beið.
 
 
Þá sá hann þau sem hafði leitað að
hann setti rauða ör í bogastað.
Amors örin hitti hjörtun í
kveikti ást og unaðinn þeim í.
 
 
Ánægður með dagsverkið hann var
á skýi þaut og örvar sínar bar.
Því hamingju í hörtu hafði sáð
hjörtu tvö, sem bæði höfðu þráð.
 
 
Ástarstjarnan skæra
skínandi yfir þeim.
Fleytti þeim í óravíddir
út í unaðsheim.
Gullin fagur hringur
á fingur rann.
Trúnaður og ástin
úr augum þeirra brann.
Já..enginn veit hvar Amor litli fer
 
 
Mamma og BirgirÞetta ljóð er gamalt en enn í fullu gildi.
 
Kveðja úr Kollukoti

Megið þig eiga ánægjuleg áramót og horfið með gleði og von í hjarta inn í nýtt ár..

Gamlárskvöld.

Brátt gamla árið hverfur burt af braut

með skærum bjölluómi í alda skaut

er stundin kemur, titrar einhver strengur

í brjósti þér, þú grætur sem lítill drengur.

 

En því þá þessa stundu þessi tár?

jú..þú ert að kveðja, enn eitt æviár

því þetta ár mun aldrei aftur koma

en næsta ár er framtíð þinna vona.

 

Þinn hugur minnist alls sem áður var

áhyggna og alls sem út af bar

svo margt, svo margt sem mætti vera eytt

svo margt sem gerðist og verður ekki breytt.

 

Þú kveður þetta ár af hrærðum hug

reynir að vísa minningum á bug

tak þitt glas og helltu veigum í

horfðu í augu ástvinar þíns í.

 

Skálið fyrir góðu nýju ári

þú strýkur kannski burtu tregatári

faðma þína nánustu með hlýju

taktu á móti árinu, tvö þúsund og níu.

 

(ljóð Kolbrún Harpa)


Hörpuljóð

Brostu gegnum tárin.

 

Brostu

gegnum tárin

þó eflist hjarta sárin

þó allt á móti blási

þá brostu bara á móti

þó engist þú

af hjartasorg

 þá ber þær raunir

ei á torg

brostu

og sjá

hvað skeður

gleðstu

og leiðinn kveður

 

Ef sorgin

gegn um andlit skín

brostu

og sjáðu

hve hún dvín.

 

Gráttu aðeins

er þú ert ein

ef aðrir sjá

þá stattu bein

En láttu

táraflóðið renna

ef þér finnst lífið

sárt og brenna

beið um hjálp

og finndu mig

ég skal brosa 

fyrir þig.

 

 



Því þegar eitthvað

bjátar á

getum við ekki

komist hjá

að leita hjálpar

öðrum frá.

að gráta sárt

og finna til

finnast sér ekkert

verða í vil

sjá aðeins

inn í tómið svart


sjá draga skugga

yfir allt


sem áður fyrr

var bjart.

 

Þá þyngir yfir 

hverri sál

þá finnst oss lífið

aðeins prjál

enginn gleðst

og enginn hlær

enginn

er okkur

hjartakær

en brostu samt

í mótbyr þeim

sem við bjóðum

ávalt heim

þótt harmþrunginn

þú sért í dag

þá brostu samt

og gleðstu í dag.

 

ljóð K.H.K maí´77)

 


Hörpuljóð

Þrá

Beiskjublandin,blíð er snerting munna

brennur þrá í hjörtum elskendanna

freistar fögur mey, þín til að unna

fellur þú af stalli drauma þinna.

 

Ást.

 

Blíðu blandin bergir koss af munni

bljúgur þráir mey í faðm þér inn

trúi ég hún traust þér ætíð unnir

trygg hún hvílir létt við barminn þinn.

 

Endalok ástarinnar.

 

Ósannan koss að kyssa unga drós

kossinn sá er kertaloga ljós

því fyrst það flöktir sem anga lítill þeyr

næst fölnar það að endingu það deyr.

 

Vinur.

 

Að eiga vin er dýrmætt hverri sál

ef engan átt þér finnst þú eiga bágt

því þegar eitthvað miður bjátar á

þú leitar ásjár vini þínum hjá.

 

Fals vinir.

 

Svo eru annarskonar vinir einnig til

sem ekki skirrast við að tala illa um þig

sem kannski brosa fölsku brosi er þú sér til

en naga þig um leið þú snýrð þér við.

 

Besti vinurinn.

 

Besti vinur bregst þér ei í raun

berst með þér það eru vinarlaun

stendur með þér heill uns stríði lýkur

í sorg sem gleði þér finnst þú vera ríkur.

 

(ljóð K.H.K 01.10´82)


Hörpuljóð

Ágúst nætur

 

Er líða fer að ágúst

þá kætist sér hver sál

því styttast fer í hátíð

eyjamanna

þá fyrstu nótt á Fjósakletti 

er tendrað mikið bál

sem lýsir upp hvern kima..

tjaldborganna.

 

Aðdáunarkliður f

frá vörum manna berst

er flugeldarnir springa

yfir Dalnum

sem steypast yfir fossar

og stjörnuglitrað regn

og drunur miklar kveða

úr fjallasalnum.

 

Við varðeldinn er spilað

og fjöldinn syngur með

þá ómar sérhver skúti

sérhver kimi

já margar ágústnætur

ég lifað hef og séð

og engin þeirra líður

mér úr minni.

(ljóð K.H.K 06.07´84)


Hörpuljóð

Því gleymi ég aldrei.

Ég aldrei mun gleyma er titrandi stóð

sjá jörðina opnast og þeyta upp glóð

ég starði og starði á ösku og eld

sem breiddi sig út líkt eldrauðum feld.

Ógnandi drunurnar kváðu þar nið

með barnið í fanginu flúðum við

í ógnandi örmum skildum við allt

niðri við bryggju stóð fólkið þar, margt.

Á bátum var flúið á meginlands strönd

þar tóku á móti okkur vinir í hönd

með alúð og vinsemd þau tóku oss í mót

þó pláss væri lítið..það skipti ekki hót.

Seinna er fórum við heim til að sjá

ummerkin eftir eldsins gjá

húsin á kafi í kolsvörtu gjalli

í austri var eldur í nýju fjalli.

Við ákváðum seinna að flytjast til baka

með vonina að vopni og áhættu taka

þá oft var mér litið í austur á fjallið

hraunið sem kaffærði húsin og gjallið.

Hvoll er þarna undir og Grænahlíð líka

Vatnsdalur tiginn og Landagata

róló og sundlaugin er lékum við oft

nú gnæfir þeim yfir...hraun hátt í loft.

Þegar ég sit hér og hugsa um það nú

hve fólkið var rólegt svo samtengt sem brú

þá þakka ég einum sem bak við oss stóð

og bjargaði oss yfir eld og glóð.

(höf. K.H.K 08.1977)

 


Hörpuljóð

Brúðurin

Svífa til jarðar, dúnmjúk og létt

snjókornin jafnt og þétt

þau setjast á hár þitt og krýna þig enn

brúði vetrarins.

Þau glitra og dansa við mánaskin

stjörnubjartan himininn

þau lokka og laða og andlit þitt baða

þú brúður vetrarins.

Horfið er skrautið úr haddi þínum

er prýddi þig í vor

blómin horfin...liljan dáin

frosin lækjarskor.

Sumars þín fegurð

er horfin á braut

laufblöðin fallin

í móðurskaut

nú kiknar hvert strá

undan snjóþunga vetrar

trjágreinar slúta hoknar og berar

bogna...

að endingu brotna.

 

En svo dásemdar fljótt

kviknar líf þitt á ný

sól þín hækkar

á lofti svo hlý

vermir og græðir 

sárin þín

klæðir þig 

fegurstu fötin í

hár þitt 

fær dáfagran 

lit sinn á ný

blómin skreyta þig aftur.

Gola sumars

kemur hlý

og kyssir kinn þína

þú brúður

sumarsins.

(höf. K.H.K 13.nóv'79)


Hörpuljóð

 Sérðu ekki sorg mína

Sérðu ekki tár mín sem ég stöðvað ei get

sérðu ekki hjarta mitt berjast af kvöl

 Horfðu í augu mér

sérðu ekki söknuðinn sára

sérðu ekki.....ég er ekki hér

ég hef enga ró ég hef engan frið

ég hef enga eirð því sálin mín er friðlaus

ég get ekkert hugsað ég get ekkert gert

ég get varla talað né andað

ég get hvorki drukkið né borðað

ég er ekki hér en samt.... er ég hér

með augu mín tárvot af trega

tíminn er tímalaus allt hreyfist svo hægt

í kring um mig syrgjandi sálir

mitt hjarta er tætt og tómt

ég get varla andað svo þungt er um vik

mig heltekur....sorgin þunga

ég andvarpa...græt... í vanmætti mínum

þinn síðasta spöl..... geng ég með þér

því komin er kveðjustundin

Í hljóðri bæn ég segi...guð geymi þig.

ljóð. K.H.K '08

 


Hörpuljóð

Kveðja til lífsins

 

Ég kveð ykkur yndislegu fætur mínir sem hafa borið mig gegn um líf mitt, hvernig sem á stóð.

Ég kveð ykkur kæru mjaðmir og skaut sem gáfuð mér unað jafnt sem sársauka. Unað elskendanna og sársauka fæðingar barna minna.

Ég kveð þig kviður minn og nafli.

Ég kveð brjóst mín sem gáfu mér unað. Sælu handa sem struku svo blíðlega og varir sem kysstu. Hamingju er barnið mitt saug brjóst mitt og saddi það. Veitti því öryggi og yl.

Ég kveð ykkur armar mínir sem hafa huggað og glatt í senn og verið til staðar þegar einhver þurfti á að halda.

Ég kveð ykkur fingur mínir sem lékuð á hljóðfærið og strukuð burtu sorgartárum.

Ég kveð ykkur dýrmætu hendur mínar með söknuði.

Ég kveð axlir mínar sem nutu kossa og yndis blíðlegra handa.

Ég kveð þig háls minn sem geymir rödd mína, ástarorð og hlýju. Og ljúfsára minningu vara sem kysstu.

Ég kveð þig andlit mitt og varir. Varir sem kysstu af ástríðu, varir sem kysstu af söknuði, varir sem kysstu vinakossa, varir sem kysstu barn mitt af ást og umhyggju.

Ég kveð þig nef mitt sem fannst ilminn af árstíðunum og þér. Ilminn af þér barnið mitt, ilminn af þér vinur minn.

Ég kveð augu mín sem sáu svo margt, skildu svo margt en voru stundum blind. Tár mín sem sefuðu mig og glöddu í senn.

Ég kveð ykkur eyru mín sem nutuð tóna náttúrunnar...tónlistarinnar...ástarorðanna og hlátra barna minna.

Ég kveð þig hár mitt ,geislandi, glansandi og ilmandi.

Ég kveð þig líkami minn...að eilífu................

ljóð. K.H.K

 

 

 

 

 

clip image002

 


Þetta er bara brilljant kveðskapur....

-Vinsamleg tilmæli-

Ég veit...er ég dey...svo verði ég grátinn

þar verðurðu eflaust til taks.

En ætlarðu blómsveig að leggj'a á mig látinn

þá láttu mig fá hann strax.

Og mig eins aðra sem afbragðsmenn deyja

í annála skrásetur  þú

og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja

en... segðu það heldur nú.

Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna

þá verður það eflaust þú

sem sjóð lætur stofna í minningu mína

en...mér kæmi hann betur nú.

Og mannúðaduluna þekki ég þína

sem þenurðu dánum í hag.

En ætlarð'að breiða yfir brestina mína

þá breidd'yfir þá í dag.

 

Fyrir nokkuð mörgum árum rétti kona ein mér þetta ljóð. Hún hafði ekki minnstu hugmynd um hver hafði ort þetta. En svo datt ég um þetta ljóð í gullkistunni minni og vildi leyfa öðrum að njóta því það er svo mikið til í þessu..ekki satt? Ef einhver veit deili á höfundi yrði ég þakklát fyrir þær upplýsingar.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband